Þjóðviljinn - 28.08.1980, Side 16
DJOÐVIUINN
Fimmtudagur 28. ágúst 1980 1
Aðalsíp.i Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstudaga. 1 tan þess tima er hægt að ná f blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins I þessum slmum : Ritstjórn 81382. 81482 og 81527. umbrot 81285. Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná f afgreiöslu blaðsins isfma 81663. Blaðaprent hefur sfma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öii kvöld. Aðalsími 81333 kvöldsími 81348 Afgreiðsla 81663
MENGUN
Mengun og ekki mengun. Þessi mynd sem tekin var yfir athafnasvæOi Alverksmi&junnar f Straumsvik 1 bliOviðrinu f gær sýnir giögglega
hversu andrúmsioftið i nágrenni verksmiöjunnar er mettaö flúorgufum og öðrum óþverra, enda sést varla stingandi strá í Hafnarfjarðar-
hrauninu norðan og austan megin við verksmiðjusvæðið. Mynd — gei.
Franska sjónvarpiö gerir mynd um ísland og forsetann
Á bekk með Veil,
Gandhi og Carter
Mikið af pósti erlendis frá til forsetaembœttisins
Vigdis Finnbogadóttir, Forseti
islands
Franska sjónvarpið —
Antenne 2 — hefur síð-
ustu tvær vikur unnið að
gerð 45 minútna langrar
kvikmyndar um island
og forsetann, og verður
hún á dagskrá sjón-
varpsins um jólaleytið.
Kjör Vigdisar Finn-
bogadóttur sem forseta
íslands og framganga
hennar i frönskum fjöl-
miðlum fyrir og eftir
kjörið vakti mikla
athygli i Frakklandi, og
var það kveikjan að gerð
þessarar íslands-
myndar.
Stjórnandi sjónvarpsmyndar-
innar er Anne Sabouret, kunnur
dagskrárgerðarmaður i Frakk-
landi, en hún hefur einkum getið
sér orð fyrir myndir sem sýna
veröldina I kringum þekktustu
konur heims. Hún hefur m.a. gerl
myndir um Indhiru Gandhi
Simone Veil, fyrrum ráðherra og
nú oddvita Frakka i Evrópuþing
inu, og Rosalynne Carter, for-
setafrú i Bandarikjunum, svo
nokkrar séu nefndar. Forseti Is-
lands er nú komin á bekk meö
þessum konum að mati franska
sjónvarpsins.
Hópurinn frá franska sjónvarp-
inu hefur feröast um allt land,
fylgst með embættisstörfum for-
setans og daglegri önn. M.a. fór
hópurinn i réttirnar meö forset-
anum og að Geldingaholti i Gnúp-
verjahreppi. 1 kvikmyndinni
skiptast á svipmyndir úr þessum
ferðum ogviðtöl viö forsetann. Er
ekki að efa að þessi kvikmynd
verður hin mesta landkynning i
Frakklandi.
Miklar annir hafa verið hjá for-
seta Islands siðustu vikur að
sinna erlendum fjölmiðlum og
hefur hún viöa komið fram i sjón-
varpi og i beinum útsendingum
morgunþátta útvarpsstöðva i
Fra''klandi, Bretlandi, Banda-
rikjif. um og viðar. Ekki hefur
staöið á viðbrögðum áhorfenda og
hlustenda, þvi Þjóöviljinn hefur
fregnað að forsetinn hafi fengið
þrisvar sinnum vigt sina i pósti
erlendis frá þann tíma sem hún
hefur verið í embætti.
— ekh
Flugleiðir tilkynna uppsagnirnar
ÖLLUM SAGT UPP
1 gærkvöldi barst Þjóðviljanum
fréttatiikynning frá Flugleiðum
þar sem tilkynnt var aö stjórn
félagsins hefði ákveðið að segja
upp starfi öllum flugmönnum,
flugfreyjum og flugþjónum
félagsins frá 1. desember n.k.
Segir ennfremur að jafnframt
ver'i sem fyrst stefnt að ákvörð-
ir um cndurráðningu þessa
starfsliðs i samræmi við áætlaöar
þarfir félagsins og verði i þvi
sambandi leitað til hlutaðeigandi
stjórnvalda um aðstoð við sann-
giarna lansn bessara mála.
Að ósk stjórnar Flugleiða hf.
gengu þeir Orn ó. Johnsson
stjórnarformaður félagsins og
Leifur Magnússon framkvæmda-
stjóri i gær á fund þeirra Arn-
mundar og Hallgrims Dalberg
ráðuneytisstjóra i fjarveru
Svavars Gestssonar ráðherra.
Arnmundur Bachmann;
„Þetta var nánast kynningar-
fundur sem stóð mjög stutt. Flug-
leiöamenn kynntu fyrir okkur
þann vanda sem félagið á við að
glima og þær ráðstafanir sem það
hyggst gripa til. Fundurinn var
haldinn i samræmi við það
ákvæði ólafslaga að fyrirtækjum
beri að tilkynna félagsmálaráðu-
neytinu með fyrirvara um fyrir-
hugaðan samdrátt þar sem fjórir
eða fleiri starfsmenn missa at-
vmnuna.
Hjá Flugleiöum og Air Bahama
eru nú starfandi samtals 108 is-
lenskir flugmenn og segir i fyrr-
nefndri fréttatilkynningu að
vegna djúpstæðs ágreinings um
sameiningu starfsaldurslista FIA
og Félags Loftleiöaflugmanna
hafi oröið að gripa til þessarar
aðferðar við uppsagnimar og
verði hið sama að ganga yfir flug-
freyjur og flugþjóna.
Luxemborgarmenn segja uppsagnir Flugleiða þar ólöglegar
„Klár della hjá þeim”
segir Sveinn Sæmundsson blaðafiilltrúi Flugleiða
,,Ég kannast ekki við að það
hafi veriö staðið ólöglega að upp-
sögnum starfsmanna Flugleiða i
Luxemborg”, sagði Sveinn Sæ-
mundsson blaðafulltrúi félagsins
i samtali við Þjóðviljann i gær.
Félag afgreiðslu- og skrifstofu-
fólks i Luxemborg hefur tilkynnt
að uppsagnir 18 starfs-
manna Flugleiöa i Luxemborg
frá i siðustu viku, séu ólöglegar. A
fundi sem stjórn stéttarfélagsins
átti með atvinnumálaráðherra
Luxemborgar i fyrradag voru
lagðar fram niðurstööur rann-
sóknar á lögmæti uppsagnanna
og kom þá i ljós að þær voru ólög-
legar, þar sem samkvæmt gild-
andi lögum verður að tilkynna
viðkomandi stéttarfélögum fyrir-
fram ef segja á upp fleiri en 10
starfsmönnum. Flugléiðir hafi
ekki haft neitt samráö viö stéttar-
félagið áður en til uppsagnanna
kom.
„Uppsagnir þessa starfsfólks
voru bæði tilkynntar til atvinnu-
málaráðuneytisins og viðkom-
andi stéttarfélags, svo þetta er
bara klár della hjá þeim”, sagði
Sveinn Sæmundsson.
Aðspurður sagðist hann ekki
hafa neinar áhyggjur af þessu
máli. „Ég veitaö þetta er della og
við höfum vist nægar áhyggjur af
öðru i bili”.
Yfirmaður Flugleiða i Luxem-
borg Einar Okran var i gær boð-
aöur á fund atvinnumálaráðherra
Lúxemborgar, og sagði Sveinn,
að sá fundur væri örugglega ekki
vegna þessa uppsagnamáls
heldur vildu stjórnvöld i Luxem-
borg halda áfram lauslegum við-
ræðum við Flugleiðamenn um
sameiginlegt flugfélag á Atlants-
hafsleiðinni, en þær samninga-
viðræöur runnu út i sandinn fyrir
skemmstu, og kenna Flugleiða-
menn óbiígirni Luxair-manna
um.
„Það er alveg ljóst aö stjórn-
völd I Luxemborg bundu miklar
vonir við aö samstarf kæmist á,
þetta er stórt atvinnuspursmál
fyrir þá ekki slöur en okkur, og
þvi er þeim mjög um að reyna að
halda einhverjum viöræðum
gangandi við okkur”, sagði
Sveinn að lokum. —lg.
„Höfuðdagur
íslenskra
flugmála
runninn upp”
Eftirfarandi fréttatilkynning
barst frá stjórn FIA i gærkveldi:
„Flugleiðir hafa sagt upp fluglið-
um sinum öllum. Uppsagnarbréf-
in berast þeim 29. ágúst. Eins-
dæmi Islenskrar atvinnusögu er
staðreynd. Höfuðdagur Islenskra
flugmála er runninn upp. Stjórn-
endur Flugleiða færa fyrirtækið
skrefi nær hruni sinu. Fréttatil-
kynning Flugleiða lýsir best
hæfnis- og getuleysi stjórnenda
þess hvað varðar stjórnun,
ákvarðanatöku, og samskipti við
allt sitt starfsfólk.
Fyrirtækið er fjárhagslega I
rúst. Og stjórnendurnir rúnir
trausti starfsfólks sins. Stjórn
FIA mótmælir harðlega uppsögn-
um meðlima sinna á starfs-
aldurslista FI (Flugfélags
tslands) og áskilur sér allan rétt
til harðra gagnaðgerða til að
hnekkja ákvörðun Flugleiða. FIA
skorar á öll stéttarfélög sem
málið varðar að sina samstöðu i
þessu máli. Stjórn FIA”.
Staöa dagsskrár-
gerðarmanns við LSD
Tíu sóttu
Eins og kunnugt er sagði Egill
Eðvarðsson starfi sinu sem dag-
skrárgerðarmaöur við Lista- og
skemmtideild sjónvarps lausu
fyrir nokkru. Starfið var auglýst
og reyndust umsækjendur tiu. Út-
varpsráð mun væntanlega fjalla
um umsóknirnar i næstu viku.
Umsækjendur eru: Edda
Andrésdóttir, Björn Emilsson,
Geir Rögnvaldsson, Ingveldur
Sveinbjörnsdóttir, Kristin Páls-
dóttir, Rúnar Gunnarsson, Sig-
urður Vilberg Dagbjartsson og
Viðar Vikingsson.
—ekh.
Holocaust
á skjáinn
Akveðið hefur verið að sjón-
varpið taki bandarisku kvik-
myndaseriuna Holocaust til sýn-
inga 3., 5., 8. og 10. september
næstkomandi. Fyrsti þáttur
verður á dagskrá næstkomandi
miðvikudag.
Holocaust hefur hvarvetna
vakiödeilurog umtal en þættirnir
fjalla um nasistatimann i Þýska-
landi. Þegar Holocaust var sýnt i
V-Þýskalandi þótti ekki annað
fært en 2 tima umræöuþættir
fylgdu i kjölfar hvers sýningar-
kvölds á seriunni. Vart var um
annað skrifað i v-þýsk blöð á þeim
tima. 1 öðrum löndum hefur
myndin einnig hrært mjög upp I
hugum manna og umræður
spunnist um trúverðugheit Holo-
caust og nasistatimann sjálfan.
—ekh.