Þjóðviljinn - 30.08.1980, Qupperneq 3
Hclgin 30.-31. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Ævar Kvaran
lœtur af stötfum
Litlar breytingar verða á
fastráðnum leikarahópi Þjóð-
leikhússins á þessu leikári, en
þó lætur Ævar Kvaran, sem
verið hefur við húsið frá upp-
hafi af störfum og Edda Þór-
arinsdóttir hefur verið ráðin
til hússins.
Sveinn Einarsson þjóðleik-
hússtjóri sagði á fréttamanna-
fundi í gær, þar sem kynnt var
dagskrá vetrarins að hann
vonaðist til þess að Ævar segði
þó ekki skilið við húsið þó hann
færi af samningi. Hlutverkin
sem Ævar hefur leikið á sviði
hússins skipta orðið tugum og
var hann með i fyrstu sýning-
unni „Nýársnóttinni” eftir
Indriða Einarsson.
Þrihjóliö fer ifrí
Á sunnudag kl. 20.30 verður i
Lindarbæ siðasta sýning i bili
á leikriti Arrabals, „Þrihjól-
inu” þar sem Alþýðuleikhús-
menn hyggja á utanför. Leik-
ritið verður tekið aftur til sýn-
inga i októbermánuði á sama
stað.
Leikritið var frumsýnt um
siðustu mánaðamót rúmum
mánuði áður en önnur leikhús
borgarinnartaka tilstarfa. Að
sögn framkvæmdastjóra Al-
þýðuleikhússins hefur aðsókn
verið heldur dræm, þrátt fyrir
ágæta dóma og er þar liklega
góða veðrinu um að kenna svo
og þvi að leikhússtarfsemi
virðist helst vekja áhuga fólks
þegar haustar.
AUGLÝSING
samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 40 18.
mai 1978 um tekjuskatt og eignarskatt
með siðari breytingum, um að álagningu
opinberra gjalda á árinu 1980 sé lokið i
Austurlandsumdæmi á þá lögaðila sem
skattskyldir eru hér á landi samkvæmt 2.
gr. greindra laga, svo og á þá aðila sem
skattskyldir eru samkvæmt 3. gr. lag-
anna.
Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna
þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber að
leggja á á árinu 1980 á þessa skattaðila
hafa verið póstlagðar.
Kærur vegna allra álagðra opinberra
gjalda sem þessum skattaðilum hefur
verið tilkynnt um með álagningarseðli
1980 þurfa að hafa borist skattstjóra eða
umboðsmanni hans innan 30 daga frá og
með dagsetningu þessarar auglýsingar.
Egilsstöðum, 30. ágúst 1980,
Skattstjórinn i Austurlandsumdæmi,
Bjarni G. Björgvinsson.
BSRB-samkomulagiö
Óskar Ingimarsson varaformaður
Starfsmannafélags hljóð varpsins:
Meirihluti
jákvæðir
,,Ég tel að þessi sam-
þykkt lýsi ekki afstöðu
starfsmanna hljóð-
varpsins til samning-
anna” sagði Óskar Ingi-
marsson varaformaður
Starfsmannafélags
hljóðvarpsins i samtali
við Þjóðviljann, en á
sameiginlegum fundi
sjónvarps- og hljóð-
varpsstarfsmanna á
fimmtudag var sam-
þykkt með 21 atkvæði
gegn 4 að hvetja opin-
bera starísmenn til að
fella BSRB-samkomu-
lagið. 1 þessum tveimur
félögum eru samtals á
3ja hundrað félagar.
„A þessum fundi voru aðeins
um 30 manns” sagði Óskar enn-
Óskar Ingimarsson
fremur ,, og einkum lrá sjónvarp-
inu, en þar er nokkur andstaða
við samningana. Hinsvegar heyr-
ist mér á starísfólki hljóðvarpsins
að það sé hlynt samkomulaginu
þó að enginn sé beinlínis ánægður
með það. Einkum eru menn ó-
ánægöir með kaupliði samnings-
ins.
I réttindakafla samningsins er
hins vegar margt sem er hagstætt
okkur útvarpsmönnum svo sem
ákvæði varðandi vaktavinnu og
lifeyrissjóðsmál. Ég styð þvi
þetta samkomulag og tel það
betri kost en að fara i verkfall”
sagði Óskar Ingimarsson að lok-
um. — þm.
Þórir Maronsson aðstoðaryfirlögregluþjónn:
Réttindakaflinn
mjög jákvæður
„Réttindakaflinn i
þeim samningum sem
við höfum náð við rikið
er mjög jákvæður og vil
ég einkum nefna ákvæði
um frjálsan samnings-
tima, en áður var
samningstiminn bund-
inn samkvæmt lögum til
2ja ára” sagði Þórir
Maronsson aðstoðaryf-
irlögregluþjónn i sam-
tali við Þjóðviljann, en
Þórir á sæti i aðal-
samninganefnd BSRB.
„I réttindakafla samningsins
eru auk þess ýmis önnur jákvæð
atriði svo sem ákvæði um llfeyr-
issjóðsmál, eftirlaun, atvinnu-
leysistryggingar og eftirmennt-
unarsjóð. Þetta eru allt saman
þýðingarmikil mál. Hins vegar
eru menn almennt óánægðir með
kaupliði samningsins, enda er sá
hluti ekkert til að hrópa húrra
fyrir. Samningurinn við rikið er
hins vegar aðeins miöaður við 1
Þórir Maronsson
ár og þvi fljótlega hægt að hefja
undirbúning að þvi aö fá hér leið-
réttingu á.”
„Ég greiddi atkvæði með þess-
um samningum i aðalsamninga-
nefnd BSRB og ég vonast ein-
dregið til þess að þeir verði sam-
þykktir. Ég vil þvi hvetja menn til
að mæta vel i allsherjaratkvæða-
greiðsluna” sagöi Þórir aö lok-
um.
— þm
-sem lyftir pHsum.
Heimilið
Á tívolísvæðinu er sannkallað tívolí andrúmsloft. Ballerínan
þeytir fólki upp og niður hring eftir hring. í tvisternum rang-
hvolfir það augunum og skrækir af ánægju. Allir fá útrás fyrir
bíladelluna í bílabrautinni. í flugvéla- og dýrahringekjunni
skemmtir smáfólkið sér konunglega. Lokkandi hróp og köll
heyrast frá lukkuhjólunum.
Hér er víst alveg eins gott að gæta buddunnar.
- Eða eru freistingarnar bara til þess að falla fyrir?
Munið að inngangur á tívolí svæðið er innifalinn í aðgangseyri
sýningarinnar. Verð miða í einstök tæki er 300 - 1500 krónur.
1700 krónur kostar þó í hvern bíl, en það gildir fyrir tvo.
Opiðer kl.3-10virkadagaog 1-10
laugardaga og sunnudaga.
Svæðinu er lokað alla daga kl. 11.