Þjóðviljinn - 30.08.1980, Side 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN
■ ■■ Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar
í | p Vonarstræti 4 simi 25500
Starfsfólk heimilishjálp
Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar
óskar að ráða starfsfólk til heimilishjálp-
ar.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður
heimilishjálpar Tjarnargötu 11, simi
18800.
Kj ötiðnaðarstöð
Sambandsins
viljum ráða eftirtalda starfsmenn:
1. Kjötiðnaðarmenn
2. Nema i kjötiðnaði
3. Verkafólk til ýmissa starfa.
Nánari upplýsingar á staðnum.
Kjötiönaðarstöö
Sambandsins
Kirkjusandi sími:86366
III Borgarspítalirm
'P Lausar stödur
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á
ýmsar deildir spitalans.
Staða deildarstjóra á göngudeild Hvita-
bandsins.
Ætlast er til að umsækjandi hafi geðhjúkr-
unarmenntun eða starfsreynslu á geð-
deild. Hlutastarf kemur til greina.
Sjúkraliðar
Sjúkraliða vantar til starfa nú þegar á
hjúkrunar- og endurhæfingardeild Borg-
arspitalans við Barónsstig.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrif-
stofu hjúkrunarforstjóra i sima 81200 (207)
og (201).
Revkjavík, 31. ágúst 1980.
F orstöðumaður
Starf forstöðumanns Sundlaugar Fjöl-
brautaskólans i Breiðholti er laust til um-
sóknar.
Laun skv. kjarasamningi borgarstarfs-
manna.
Umsóknum ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf skal skila til
Fræðsluskrifstofu Reykjavikur, Tjarnar-
götu 12, fyrir 12. september n.k.
Starfsfólk óskast
Starfsfólk óskast nú þegar til fiskvinnslu-
starfa. Mikil vinna. Unnið eftir bónus-
kerfi.
Upplýsingar gefur frystihússtjóri i sima
96-61710 og 96-61720.
Fiskvinnslustöð
Hrisey
Járitiðnaðarmenn
Óskum eftir að ráða rennismiði, plötu-
smiði, rafsuðumenn og nema i plötusmiði.
Upplýsingar gefur yfirverkstjóri i sima
20680.
Landssmiðjan.
Fulltrúar stéttarfélaga starfsmanna
Flugleiða á fundi með stjórnvöldum í gœr
Viðræður við Luxemborg-
ara hafnar að nýju
Lagalegt gildi uppsagna starfsfólks Flugleiða verði kannað
Kikisstjórnin hefur ákveðið i
framhaldi af vifiræðum viö full-
trúa allra stéttarfélaga
starfsmanna Flugleiða i gær-
morgun, að taka upp viðræður við
yfirvöld i Luxembourg svo fljótt
sem kostur er, um möguleika á
áframhaidandi samvinnu land-
anna á sviði flugmála.
A nærri klukkustundarlöngum
fundi sem haldinn var i Stjórnar-
ráðinu skýrðu fulltrúar stéttarfé-
laganna fyrir forsætis- og við-
skiptaráðherra og fulltrúum frá
félags-, og samgöngumálaráðu-
neytinu, sjónarmið sin varðandi
uppsagnir starfsfólks Flugleiða
og rekstrarvanda fyrirtækisins.
A fundi i rikisstjórninni var sið-
an ákveðið að óska eftir skriflegri
greinargerð um niðurstöður við-
ræðna Flugleiða við aðila i Lux-
embourg og hugmyndir félagsins
um framhald slikra viðræðna, en
yfirvöld i Luxembourg hafa sýnt
mikinn áhuga á þvi að þessum
viðræðum verði framhaldið.
Þá var einnig ákveðið að
stjórnvöld beittu sér sjálf fyrir
viðræðum við yfirvöld i Luxem-
bourg um möguleika á áfram-
haldandi samvinnu landanna á
sviði flugmála eins og áður sagði.
Einnig var samþykkt að félags-
málaráðuneytið kanni næstu
daga lagalegt gildi uppsagna
starfsfólks Flugleiða hvað varðar
samningsbundinn uppsagnarfrest
starfsmanna og einnig hvort upp-
sagnir þessar samrýmist ákvæð-
um laga og reglugerðar um til-
kynningaskyldu fyrirtækja til
vinnumálaskrifstofu félagsmála-
ráðuneytisins um samdrátt i
rekstri, eins og segir i frétt frá
forsætisráðuneytinu i gær.
Annar fundur fulltrúa stéttarfé-
laga starfsmanna Flugieiða með
stjórnvöldum verður að öllum lik-
indum haldinn i næstu viku, sam-
kvæmt ósk stjórnvalda. — Ig.
Jófriður Björnsdóttir formaður Flugfreyjufélagsins
Tel fundinn
hafa haft
góð áhrif
Bíðum í einhverja daga en málinu
verður haldið vel vakandi i okkar
herbúðum
,,Ég tel að þessi fundur hafi
haft góð áhrif til lausnar þeim
vandamálum, sem fjöldaupp-
sagnirnar hafa i för meö sér, og
eins hvernig að þeim uppsögnum
er staðið" sagði Jófriður Björns-
dóttir formaður Flugfreyjufé-
lagsins i samtali við Þjóöviljann
að afloknum fundi fulltrúa stétt-
arfélaga starfsmanna Flugleiða
með ráðherrum og öörum fuiltrú-
um stjórnvalda I stjórnarráöinu i
gær.
„Fulltrúar rikisstjórnarinnar
lýstu þvi yfir á þessum fundi að
þeir ætluðu að taka upp viðræður
við Luxembúrgarmenn um sam-
vinnu i flugrekstri til að koma
þessum Flugleiðum á flot aftur.”
„Við munum biða i einhverja
daga eftir niðurstöðum af þessum
ráðagerðum rikisstjórnarinnar,
en það er alveg ljóst að þessum
málum öllum verður haldið vel
vakandi i okkar herbúðum”,
sagði Jófriöur.
-lg-
Jófriður Björnsdóttir i stjórnar-
ráðinu i gærmorgun að afloknum
fundi með fulitrúum stjórnvalda.
Mynd — gel.
Karl Steinar Guðnason form. Verka-
lýðs- og sjómannafélags Keflavikur
Uppsagnirnar
eru ólöglegar
Miðstjórn ASÍ og fulltrúar stéttarfélaga Flug-
leiðamanna halda fund um málið á miðvikudag
Við telium þessar uppsagnir á
starfsfólki Flugleiða ólöglegar,
og ég á von á þvi aö miðstjórn ASt
og fuiltrúar frá viökomandi stétt-
arfélögum starfsmanna Flug-
leiöa haldi sameiginlegan fund á
miðvikudaginn kemur þar sem
þessi mál verða rædd og hugsan-
legar aðgerðir ákveönar” sagði
Karl Steinar Guðnason formaður
verkalýös- og sjómannafélags
Keflavlkur i samtali við Þjóövilj-
ann i gærmorgun að afloknum
fundi með fulltrúum stjórnvalda.
„Við fórum þess á leit við rikis-
stjórnina að teknar yröu upp aft-
ur viöræður við Luxembúrgar-
menn vegna fyrirhugaðrar sam-
vinnu um flug yfir Atlantshafiö,
og einnig að stjórnvöld reyndu á
annan mögulegan hátt að styrkja
stöðu Flugleiða”.
Karl sagði jafnframtað Gunnar
Thoroddsen forsætisráðherra
heföi óskaö eftir þvi á fundinum,
að haldinn yrði annar slikur mjög
bráðlega þvi nauðsynlegt væri að
fá fram lausn á þessu máli.
-lg-
Karl Steinar Guðnason kemur af
fundi fulltrúa rikisstjórnarinnar i
gærmorgun. Mynd — gel.