Þjóðviljinn - 09.09.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.09.1980, Blaðsíða 1
MOBVIUINN Þriðjudagur 9. september 1980 — 204. tbl. 45. árg. Rekstraráœtlun Flugleiða fyrir nœsta ár: Spáð 900 miljón króna hagnaði Luxemborgarflug lagt niöur og tvœr flugvélar seldar Mál Gervasonis er í biðstöðu Mál Frakkans Patricks Gervasoni er nú i biðstöfiu. Eins og skýrt var frá I Þjóð- viljanum fyrir helgi er Gerva- soni kominn til landsins og hefur itrekað beiðni sina um hæli sem pólitiskur flótta- maður. Umsókn Gervasonis er til umfjöllunar hjá Otlendinga- eftirlitinu og er afgreiðslu ekki að vænta fyrr en i byrjun næstu viku. Otlendingaeftir- litið biður upplýsinga frá heimalandi Gervasonis, en upphaf þessa máls var þaö aö pilturinn neitaði að gegna her- þjónustu sökum andúöar á öllu hernaðarbrölti, og hefur verið á flótta undan klóm her- mennskunnar allt frá árinu 1971. Hópur fólkssem fylgst hefur með máli Gervasonis allt frá þvi að umsókn hans barst snemma vors hefur nú stofnaö nefnd honum til halds og trausts. Starf nefndarinnar næstu daga veröur aö safna peningum til uppihalds Gervasonis og til að standa undir kostnaði sem til fellur. Þá þarf hann á túlki að halda meðan á málsmeöferð stendur og einhverjum til aö spjalla við meðan hann biður úrslita. 1 spjalli við einn nefndar- manna kom fram að öll aöstoð er vel þegin, einkum ef fólk vill láta fé af hendi rakna Gervasoni til aðstoðar. Fram- lög má greiða inn á bók i Vesturbæjarútibúi Lands- bankans nr. 14656 og upplýs- ingar fást í sima 28699. — ká Samkvæmt nýrri skýrsiu endurskoðenda Fiugieiða um fjárhagsstöðu fyrirtækisins, sem rikisstjórninni var afhent i gær, eru eignir Flugieiða 13 miljarðar islenskra króna og þrátt fyrir tap á yfirstandandi ári á fyrirtækið verulegar eignir umfram skuldir. Hins vegar er iausafjár- staðan slæm og er óskað eftir að- stoð rikisstjórnarinnar til þess að breyta skammtimaskuldum i iangtimalán. Ný rekstraráætiun Flugleiða frá 1. nóvember á þessu ári til 3t. október 1981 gerir ráö fyrir 900 miljón króna hagnaði af 40 milj- arða króna veltu og miöar hún við að ekkert flug verði til og frá Luxemborg og að tvær Boeing 727—100 vélar félagsins verði seldar á næstunni. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða sagði á blaöamanna- fundi I gær að nauðsynlegt hefði þótt að kynna fjölmiðlum þessar niðurstöður enda hefðu verið uppi getgátur um slæma fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Nú lægi fyrir að eiginf járstaðan væri mjög já- kvæð. Hann sagöi að nú þegar búið væri að velta hinum þunga bagga, N-Atlantshafsfluginu, af Flugleiðum —hefði náðst sú kjöl- festa sem nauösynleg væri til að snúa öfugþróuninni við. Nú væri því vendipunktur I rekstri félags- ins. Skýrslan er tekin saman af endurskoðendum Flugleiða samkvæmt beiöni rikisstjórnar- innar frá 20. fyrra mánaðar. Eru i henni aðeins metnar stærstu eignir félagsins og þá fremur vanreiknaðar en of aö sögn Arnar O. Johnson, stjórnarformanns Flugleiða. Hann sagði að rétt heföi þótt aö endurskoðendur félagsins, sem gerst þekktu til mála, önnuðust þetta verkefni, en sem kunnugt er hafa rikisskipaðir eftirlitsmenn með rekstri fyrir- tækisins einnig i undirbúningi skýrslugjöf til rikisstjórnarinnar um afkomu félagsins. Taprekstur Flugleiða á fyrstu sex mánuðum þessa árs reyndist fimm og hálfur miljarður króna og er hann að langstærstum hluta vegna N-Atlantshafsins að sögn Sigurðar Helgasonar. Er af- koman þó betri en þessar tölur gefa til kynna, þar sem tapið sið- ari hluta ársins er mun minna. Engar upplýsingar voru fyrir- liggjandi um innanhúsreikninga eins og t.d. hver væri skuld Air Bahama við Flugleiðir, en um þaö var spurt á blaöamannafund- inum. Rekstraráætlun félagsins fram til 31. október 1981 gerir ráð fyrir þriöjungs niðurskurði i veltu miðað við yfirstandandi ár. Veltan á þessu ári mun nema 60 miljörðum króna en frá 1. nóvem- ber 1980 til 31. október 1981 mun hún verða 40 miljarðar. Gerir áætlunin ráð fyrir sölu beggja Boeing 727—100 véla félagsins sem Júgóslavar hyggjast kaupa, og er söluandvirði hvorrar um sig einn og hálfur miljarður. Fer fyrri vélin utan I þessum mánuði ef að líkum lætur en sú síðari 15. mars á næsta ári. Sagði Sigurður Helgason að þá myndi veröa leigð sams konar vél frá einhverju þriggja flugfélaga sem hefðu slika vél á boðstólum. Ekki er reiknaö með frekari eignabreyt- ingum i rekstraráætluninni. Þó nýlega hafi verið tilkynnt að i vetraráætlun félagsins væri gert ráð fyrir tveimur vikulegum ferðum til Luxemborgar gerir rekstraráætlunin ekki ráð fyrir þvi og má þvi segja að N-Atlants- hafsflugið hafi formlega verið af- lagt með blaðamannafundinum i gær. Tvær ferðir verða milli tslands og Bandarikjanna i viku hverri i vetur og allt að fimm á komandi sumri. Verða þær ferðir tengdar Evrópu-flugi félagsins og þá liklega ferðum til Kaup- mannahafnar. Af svörum for- ráðamanna Flugleiða i gær má ráða, að engar fyrirætlanir eru uppi um aö stökkva aftur inn i Luxemborgarflugið ef um hægist I „frumskógastriöinu” á þeirri flugleið. Sagöist örn O. Johnson aöspurður ekki hafa neina trú á þvi að menn biðu á tröppunum til þess að taka við af Flugieiðum á þeirri leið. Hins vegar kom fram að ef einhver væri tilbúinn til þess að borga tapiö sem félagiö yrði fyrir, héldi það áfram Luxemborgarfluginu, væri fullur örn O. Johnson stjórnarformaður Flugieiða og Sigurður Helgason forstjóri kynntu fjölmiðlum fjárhagsstööu og nýja rekstraráætiun fyrin tækisins I gær. Ljósm. gel. vilji til að gera það. Ekki gátu forráðamenn fyrirtækisins gefið neinar upplýsingar um hversu dýrt það yrði að halda uppi tveimur ferðum á viku þangaö i vetur, og sögðu aö Luxemborgar- máliö væri nú i hendi stjórnvalda. Þá sagðist örn O. Johnson vilja nota tækifæri það sem blaöa- mannafundurinn gaf og leiörétta dylgjur sem uppi hefðu verið um aö Siguröur Helgason ætti einhverja persónulega sök á þvi aö upp úr slitnaði i Luxemborg. örn sagðist sjálfur hafa setiö flesta viöræöufundina og aldrei hefði boriö á neinum persónuleg- um kala eöa togstreitu milli viðræðuaðilinna. Þess má að lokum geta að þrátt fyrir aö rekstraráætlun hafi nú verið lögö fram er engan veginn ljóst hversu margir flugliöar verði endurráðnir. Ræöst það af þvi hvernig tekst til með öflun nýrra verkefna fyrir DC-8 vélarnar. Það er ekki ljóst ennþá og hlýtur rekstraráætlunin að standa og falla meö þvi. AI. Fara þarf í saumana segir Baldur Óskarsson ,,Ég vii ekkert segja um þessar upplýsingar frá Fluglciðum en aðeins vekja athygli á aö þær eru unnar eingöngu af starfsmönnum fyrirtækisins og án samráðs við okkur”, sagði Baldur óskarsson i gær, en hann er ásamt Birgi Guð- jónssyni i samgönguráðuneytinu, eftiriitsmaöur með fjármáialeg- um ákvöröunum Flugieiða af háifu rikisstjórnarinnar. „Við báðum um upplýsingar um rekstrarstöðu Flugleiða og áttum aö fá þær sl. föstudag, og þetta endurmat á stöðunni hefur ekki verið gert i samvinnu viö okkur nema siður sé. Við munum að sjálfsögðu fara ofan i saum- ana á þessum útreikningum enda sýnist ekki vanþörf á þvi miöað við hvernig að málum er staöið”. — ekh Blaöamannafélagiö: Handtöku Guðlaugs mótmælt miðborg Reykjavikur sl. laugardagskvöld. Þegar lög- reglan mætti á vettvang með ógrynni liðs til að handtaka unglinga og taka af þeim áfengi urðu fleiri á vegi þeirra. Blaða- maður Helgarpóstsins Guðlaug- ur Bergmundsson var þar að störfum ásamt ljósmyndara og skipti engum togum að hann var handtekinn og mátti dúsa i steininum lengi nætur. Vegna þessa máls sendi stjórn Blaðamannaíélags islands frá sér eftirfarandi ályktun i gær: A fundi stjórnar Blaöamanna- félags islands i dag, var fjallað um handtöku Guðlaugs Bergmundssonar blaðamanns á Helgarpóstinum, er hann var að störfum i miðbæ Reykjavikur aðfaranótt laugardagsins 6. september, vegna mikils mannfjölda, sem þar hafði safnast saman. Stjórn Blaðamannafélags Islands mótmælir harðlega ástæðulausri handtöku Guðlaugs Bergmundssonar blaöamanns. Eftir að hafa kynnt sér mála- vöxtu telur stjórnin ljóst, að lögregluþjónar hafi vitað, að Guðlaugur Bergmundssson var þarna að störfum fyrir blað sitt. Stjórn Bi litur það mjög al- varlegum augum, að blaða- maður skuli hafa verið handtek- inn og hindraður i starfi. Stjórn Blaöamannafélags tsiands ræddi Bergmundssonar á fundi sinum i gær. handtöku Guðlaugs Mynd: gel Sjá frásögn sjónarvotts á sídu 3. Hœkkanir í gœr: Kaffi,gos og brauð Kaffi, brauð og gosdrykkir hækkuðu I verði i gær um 3,7—9%, en aðeins mánuður er siðan þessar vörur hækkuðu siöast samkv. ákvörðun verðlagsyfir- valda. Kaffið hækkar um 8,9% og kostar nú kaffipakkinn (500 grömm) 1290 krónur i staö 1185 kr. áður. Franskbrauöið hækkar úr 284 kr. i 300 kr., heilhveitibrauð úr 284 kr. i kr. 310 og maltbrauöiö úr 270 kr. i.280 kr. Gosdrykkirnir hækka um 10 kr. flaskan og öliðum 20 kr. og kostar nú innihald litillar kókflösku 140 kr., appelsinið 180 kr. og pilsner- inn 320 krónur. Þá hækkuðu fargjöld i innan- landsflugi um 7% en eins og menn rekur eflaust minni til vöruöu forráðamenn Flugleiða við þvi fyrr i sumar að ef ekki fengist 18% hækkun á þessum gjöldum væri rekstrargrundvöllurinn brostinn og svo gæti farið að flugið yröi lagt niöur. Eftir þá hótun fékkst 3% hækkun og nú 7%. Sagði Einar Helgason deildarstjóri Flugleiða i gær að það dygöi engan veginn til og myndi félagið sækja um frekari hækkun. Einar sagöi að það sem af er árinu hefðu fargjöld i innanlands- flugi hækkaö um 56% ef allt væri tekiö saman. Hins vegar hefðu orðiö gifurlegar kostnaðarhækk- anir i rekstrinum og eldsneyti hefði nálega þrefaldast siðan 1 fyrra. vh/—AI 43ja manna nefnd ASÍ hittist í dag: Sáttafundir hafnir á ný 43ja manna aðalsamninga- nefnd Alþýðusambands tslands kemur saman f dag til að fjalla um stöðuna i samningamálunum en i gær boðaöi rikissáttasemjari deiiuaðila til funda á ný eftir nokkurt hlé scm varö á viöræðum eftir að ASl hafnaði viöræöu- grundvelli Vinnuveitendasam- bandsins. Haukur Már Haraldsson, blaðafulltrúi Alþýðusambandsins sagði i gær að samningar BSRB kæmu nú vissulega inn i máliö sem ákveðin viðmiöun enda væri i þeim föst grunnkaupshækkun sem væri nokkru meiri en sú sem ASI hefur veriö boðið. Þá væri i BSRB samningunum flokkatil- færsla og þak á visitöluna sem ASl myndi taka mið af. Að sögn Guðlaugs Þorvalds- sonar rikissáttasemjara ræddi hann stöðu málanna við samn- inganefndir beggja aðila i gær sitt i hvoru lagi, en hefur boðaö fund með þeim báöum i fyrra máliö kl. 9. — A1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.