Þjóðviljinn - 09.09.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.09.1980, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 9. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Fjórmenningaklíkan í Kína: Réttarhöld yfir henni byrja bráölega Fyrir síðustu helgi var ekkja Maós formanns, Jiang Qing, og þrír aðrir fyrrverandi áhrifamenn í Kina, sem hafa gengið undir nafninu „fjórmenn- ingaklíkan" flutt frá fangelsi þar sem þau hafa verið í haldi til miðstöðvar lögreglunnar í Peking. Þykir þetta benda til þess að senn verði f jórmenn- ingarnir dregnir fyrir rétt/ en þeir hafa um skeið verið látnir gegna þvi hlutverki að bera ábyrgð á flestur því sem illa fór á árum svonefndrar menn- ingarbyltingar. Fyrr i sumar hafði Hu Yaobang, ritari Kommúnista- flokks Kina, látið það uppi við fréttastofu Júgóslavlu, að i lok september mundu fjórmenn- ingarnir koma fyrir hæstarétt þar sem þeir sættu ákæru fyrir samsæri gegn rikinu. Fyrr hafði gengið orðrómur um að réttarhöldum þessum yrði frestað, en nú er talið vist að.þau hefjist innan skamms. Fjórmenningarnir, Jiang Qing, Wang Hung-Wen, Zhang Chungquiao og Yao Wenyan, höfðu gifurleg áhrif á stjórn Kina á hinum miklu umbrota- timum menningarbyltingar- innar frá 1966 og næstum þvi fram til dauða Maós formanns árið 1976. Mánuði eftir að hinn aldni oddviti Kinverja lést voru þau handtekin og voru þau ákærð fyrir að hafa reynt að grafa undan öryggi floldcs- ins og rikisins. Akærurnar eru svo alvar- legs eðlis, að fyllilega er mögulegt að þau verði dæmd til dauða. Það væri i sjálfu sér nokkur nýjung. Forysta kin- verskra kommúnista hefur til þessa reynt að forðast pólitisk réttarhöld yfir háttsettum mönnum, þeir sem hafa orðið undir I átökum hafa til þessa hlotið aðra meðferð, sem i raun var ef til vill ekki skárri en harðir dómar en gat aö minnsta kosti ýtt undir það álit út á við, aö Kinverjar vildu leysa sin ágreiningsmál og valdastreitur með öörum hætti en til að mynda Stalin gerði. Deng Xiaoping, fráfarandí varaforsætisráðherra og drýgstur valdamaður i Kina um þessar mundir, hefur látið það uppi við fyrrgreinda fréttastofu Júgóslava, að út- lendingum verði ekki leyft að vera við réttarhöldin. Ýmsir hafa á það bent, að réttarhöld yfir fjórmenning- Framhald á bls. 13 Ný skáldsaga eftir Kjartan Flögstad Kjartan Flögstad er sá norskur rithöfundur sem menn sýna einna mesta forvitni nú um stundir — ekki sist eftir að hann fékk Norðurlandaráðsverðlaun fyrir skáldsögu sina „Dalen Portland” sem út kom 1977. Hann hefur nú sent frá sér nýja skáldsögu sem nefnist „Fyr og flamme”og fara af henni þær sögur, að aldrei hafi höfundurinn leitað viðar til fanga, kafað dýpra eða sveipað refsi- vendi á jafn skemmtilegan hátt. Skáldsagan nýja fjallar um iðn- væðingu á okkar öld og hefst á fyrstu árum stórvirkjana við Rjukan. Umhverfið eru verk- smiðjur og stórfyrirtæki, en að öðru leyti gerir höfundur mjög víðreist milli himins og jarðar og dregur inn i verk sitt með góðri hugkvæmni allan okkar heim gærdags og nútlöar. Lesandinn er einkum á höttum eftir ævin- týramanni sem Hertingen er kallaður, verkamaður trotskisti og uppreisnarmaður sem allt sitt lif er „fyr og flamme”,eins og i bókarheiti stendur. Frönsk fiskiskip sem lagt hefur verið fyrir höfn eina á Bretagne. Kreppa ífiskveiöum EBE-landanna: Bölva mjög íslending- um og Kanadamönnum Undanfarna daga og vik- ur hafa borist fregnir af því, að franskir sjómenn hafi lokað höfnum landsins til þess að leggja áherslu á kröfur um að ríkisvaldið komi atvinnuvegi þeirra til bjargar. Ekki eru nema fáir dagar síðan franski flotinn var kvaddur á vett- vang til að opna hafnirnar og skaut táragagsi eða dældi sjó úr háþrýstislöng- um á togarana, sem lagt hafði verið fyrir hafnar- mynni, og áhafnir þeirra. Um 25.000 franskra úthafsfiski- manna hafa tekið þátt I þessum aðgerðum. En franskir sjómenn hafa ekki sérstöðu, þeir eru að- eins háværari en fiskimenn ann- arra Vestur-Evrópurikja i við- leitni til að vekja athygli á sér. Vandinn er tvlþættur: annars vegar fer gifurleg hækkun á elds- neyti, sem menn þekkja mætavel hér heima. Hinn hluti vandans er nýskipan hafréttarmála. Annars vegar hafa Kanadamenn og Islendingar fært út fiskveiðilög- sögu sina i 200 milur og þar með lokað fiskimenn Efnahagsbanda- lagsins úti frá miðum sem þeir áður stunduðu i stórum stil. Hinsvegar hefur 200 milna lög- saga EBE verið gerð að sameig- inlegu veiðisvæði fiskimanna að- ildarrikja, með þeim afleiðing- um, að hver stelur frá öðrum eins og best hann getur — fyrir nú utan það, að of mörg skip eltast við of fáa titti. Töpum á hverju pundi Breskir útgerðarmenn segja, að hluti eldsneytis I tilkostnaði hafi hækkað úr 10% upp i 25—30%. Þeir segjast tapa á hverju pundi af fiski sem á land kemur — rétt eins og flugfélögin tapa á hverj- um farþega sem fer yfir Atlants- haf. Alltént er það einmitt oliu- verð sem var meginástæöa til verkfalls franskra og reyndar þýskra sjómanna lika: þeir krefjast niðurgreiðslna á oliu til fiskiskipa. Bretar hafa orðið sérstaklega illa úti. 400 af 500 togurum og öðr- um meiriháttar fiskiskipum sem áður voru gerð út frá Hull eru nú bundin við bryggju. Vestur-þýsk- ir sjómenn eru litlu betur settir, en þeir hafa þó þá huggun i harmi, að stjórnvöld þeirra hafa krækt sér i samning um að veiða við strendur Brasiliu. Þriðjungur sjómanna at- vinnulaus Um það bil þriðjungur vestur- evrópskra togarasjómanna — sem voru alls um 200.000 — er nú atvinnulaus . Afli breskra tog- ara minnkaði i fyrra um 12% og búast má við að hann minnki aft- ur um 12% á þessu ári. Kvótar þeir sem vestur-þýskir sjómenn hafa getað notað sér hafa skropp- ið saman úr 300 þús. smálestum 1977 i 151 þús. smál. á þessu ári. Frönskum sjómönnum hefur fækkað um helming á siðastliðn- um aldarfjórðungi og þeim mun að likindum enn fækka um þriðjung fyrir 1985. Newsweek, bandariska vikurit- ið, tekur það fram, að vestur- evrópskir fiskimenn séu sérstak- lega gramir Kanadamönnum og tslendingum sem geti nú með góðum árangri aflað sér markaða i Evrópu. Þeir fiski svo vel að verð þeirra verði mjög vel sam- Framhald á bls. 13 Formaöur Alþýðusambandsins danska: Stefnt aö 20% skerðingu raunteknanna í Danmörku Á þingi danska sósíal- demókrataflokksins, sem hófst fyrir helgina, koma fram allskarpar andstæð- ur milli ráðherra flokksins og forystu danska Alþýðu- sambandsins, LO. For- maður LO, Thomas Nielsen, afhjúpaði áform stjórnarinnar um að færa rauntekjur niður um 20 o/o. Anker Jörgensen var mjög I varnarstöðu i framsöguræðu sinni á þinginu, sem var haldin undir þeim formerkjum að það værihlutverk sósialdemókrata að „milda kreppuna”. Hann talaði um niðurskurð og sparnað sem væri nauðsynlegur vegna si- vaxandi halla á viðskiptum, en ekki siður nauðsyn þess að hressa upp á framleiðsluna, að „fram- leiða sig út úr kreppunni” — án þess þó að hann kæmi mjög inn á það, hvað nauðsynlegt væri til aö slikt tækist, að sögn Infor- mation. Uppgjöf Thomas Nielsen, formaður LO, forðaðist að sönnu stóryrði i gagnrýni sinni á stjórn flokks- bræöra sinna en var engu að siður allþungt niðri fyrir. Hann taldi, að sú stefna sem þeir hefðu tekið með svokölluðu páskasam- komulagi i vor væri fráhvarf frá fyrri umbótastefnu til venjulegra borgaralegra sparnaðarráð- stafana. Foringjar Sósialdemókrata hafa, sagði Nielsen, gefið til kynna, að við séum neydd til að hverfa aftur til ársins 1975 i raun- tekjum og kjörum. Nielsen taldi hinsvegar, að sú kjaraskerðing væri þegar- staðreynd á dönskum heimilum, og nú væri danskur al- menningur á leið inn i enn lakara ástand. Thomas Nielsen telur, að kjör hafi rýrnað um 3 o/o á undanförnum misserum, muni rýrna um 6 o/o i ár og von sé á 11-12% rýrnun á næstu árum. Allt um 20% kjararýrnun. Meira atvinnuleysi Alþýðusambandsformaðurinn kvaðst viðurkenna að menn þyrftu að taka á sig ýmsar byrðar og heföi verkalýðshreyfingin sýnt skilning á þeirri nauðsyn. Það þýddi hinsvegar ekki að hún gæti sætt sig við þá stefnu sem tekin hefði verið. Sjlafur lýsti hann stefnunni á þessa leið: Sparnaður á opinberum útgjöldum verður með þeim hætti, að útgjöldin eru fryst á föstu verölagi — sem þýöir svo að félagsleg þjónusta minnk- ar i reynd. I öðru lagi spáir hann 11—12 % rýrnun kaupmáttar sem fyrr segir. Og i þriðja lagi verulegri aukningu atvinnu- leysisi, up i það að 170-200 þúsundir manna verði atvinnu- lausir á hver jum tima. Thomas Nielsen taldi, að hin sósialdemókratiska verkalýðs- hreyfing gæti ekki fallist á þessa leið, bæði vegna grundvallar- sjónarmiða og svo vegna þess, að sú uppskrift sem boðið væri upp á myndi ekki virka. Láglaunafólk Hann kom einnig inn á væntan- legar viðræður LO við atvinnu- rekendur og játaði að þær yrðu mjög erfiðar. Mundi alþýðusam- bandið danska leggja mesta á- herslu á atriöi sem ekki breyttu miklu um heildarlaunaupphæð. Yrðu þar efst á blaði ýmsar leið- réttingar á töxtum, einnig sú krafa að tryggja öllum skynsam- leg eftirlaun. Þá myndi verka- lýðshreyfingin leggja á það mikla áherslu að tryggja samstöðuna með þeim sem lægst laun hafa — einnig með láglaunafólki meðal opinberra starfsmanna. Það sem nú siðast var nefnt skiptir verulegu máli vegna þess að i fysta áfanga munu saminga- viðræðurnar fara fram við ein- stök sambönd, en ekki LO i heild, og hefur verið látinn upp ótti um að sérsambönd sem betur standa að vigi (t.tí. Málmiðnaðarmenn) skilj i þá Iáglaunuðu eftir með þvi að leysa sin mál fljótt án tilllits til þeirra. (byggt á Information) Thomas Nielsen I ræðustóli á þingi sóslaldemókrata: á stólnum stendur: Samstaða —einmitt núna. t fyrra voru 109 þúsundir manna I flokknum, en 123 þúsundir árið 1976.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.