Þjóðviljinn - 09.09.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.09.1980, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓDVILJINN Þriöjudagur 9. september 1980 Hildur Jónsdóttir Klin ólafsdóttir Eirikur Guöjónsson Kristin Astgeirsdóttir Umsjón af hálfu Þjóðviljans: Kristín Ástgeirs- dóttir Katrin Didriksen Leila Khaled var einn af full- trúum PLO, frelsissamtaka Palestinuaraba, á kvennaráö- stefnu SÞ i Kaupmannahöfn I sumar, og vakti koma hennar þangaö mikia athygli. Hér fer á eftir, i styttri þýöingu, viötai sem birtist viö hana i blaöinu ,,Forum 80” sem gefiö var út á ráöstefn- unni. — Þú situr þessa ráöstefnu sem fulltrúi þjóöar þinnar, einskonar diplómat. Sú var tiöin að þú varst þekkt sem svokallaður „hryöju- verkamaður”. Hvað finnst þér um þaö hugtak? Sumir litu á þig sem hetju, aörir sem allt annaö en hetju, en hvernig leist þú á sjálfa þig á timum flugránanna? Hvert var þitt álit á þvi sem þú varst þá að gera? — Viö ættum fyrst aö spyrja: hvaö er hryöjuverkastarfsemi? Þaö er spurningin. Hver er hryöjuverkamaöur? Það sem geröist þá — fyrir 10 árum — þaö varekki hryöjuverkastarfsemi aö minu mati. Allt frá 1948 haföi um- heimurinn litið á málstaö okkar frá röngu sjónarhorni. baö var árið sem tsraelsriki var stofnað, og þaö ár náöi sionisk árásar- stefna gegr Palest inu hámarki. Siðan þá, og allt til 1967, leit um-. heimurinn svo á að okkar mál- staöur væri einfaldlega flótta- mannavandamál. Eftir 1967 var allt okkar land hertekiö, og þaö haföi i för með sér pyntingar og þjáningu. Og ekkinóg meö það: siónistamir of- sóttu okkar fólk utan landamær- anna, og reyndu aö útrýma þvi. Ég verð aö minna þig á aö of- sóknir sionista hófust ekki áriö 1948 — þær hófust um aldamótin. En frá og meö 1948 var farið aö lita aPalestinumáliö sem flótta- mannavandamál. Viö æptum og öskruöum, en enginn heyröi til okkar. begar einhver heyröi til akkar voru okkur fengin fleiri tjöld, og settar upp flóttamanna- búöir fyrir fólkið okkar, og viö fengum föt og mat. Viö nutum 1 engrar viröingar sem þjóö. Viðneyddumsttil aðskýra mál- staö okkar á máli sem fóik skildi. Ég held ekki aö viö höfum gert neitt voöalegt. Enginn var drep- inn. Að sjálfsögöu skipulögðum viö aðgeröimar með þaö fyrir augum aö enginn yröi drepinn. Viö erum aö berjast fyrir rétti okkar semmanna, og ég held ekki aö sá sem berst fyrir frelsi hafi inægju af að drepa fólk. Við drápum engan í þessum að- gerðum. Hinsvegar voru nokkrir af félögum okkar drepnir. Svo rann upp sú tið aö við hætt- um þessum aðgerðum, vegna þess að við vorum viss um aö nú hefðu allir skilið hvaö um var aö ræöa. bá héldum við áfram vopnaðri baráttu í landi okkar, og til þess höfum viö allan rétt. Brottreksturinn — Fæddist þú i flóttamanna- búðum? — Nei, ég fæddist i Haifa, fall- egri hafnarborg i Noröur- Palestinu. Ég fór þaðan meö fjöl- skyldu minni i april eða maí 1948, þegar við vorum rekin þaöan meö valdi. Ég var fjögurra ára þá, en man greinilega eftir ýmsu sem geröist. Ég man eftir bardögunum, og ég man eftir stiganum I húsinu okkar viö Stantonstræti. Við hlup- um niöur I kjallara þegar bardag- arnir brutust út. Ég man þegar við vorum aö búast til að fara burt. Nokkrir sionistar höfðu komiö og sagt aö húsið yrði tekiö „Viö berjumst fyrir réttlátum málstad” Viðtal við Leilu Khaled af okkur. Faöir minn var ekki heima, móöir min var ein meö okkur börnin — við vorum átta. Ég man lika að ég vildi ekki fara — þaö man ég mjög vel. Faöir minn haföi keypt döölur fyrr i vikunni. É'g vildi ekki fara, og faldi mig i eldhúsinu, á bak viö döðlukassann. Ég sagöist ekki vilja yfirgefa ávextina sem pabbi hefði komiö meö. Ég sagöi aö „þessir ókunnu menn ætluðu að taka húsiö okkar og ávextina”. Mamma var niðri meö systkini min og beið brott- fararinnar. Þegar hún taldi börn- in sá hún að ég var ekki með, og þá fóru allir aö leita min. Billinn beiö fyrir utan húsiö meðan þau leituöu að mér. Ein- mitt þegar þau fundu mig i eld- húsinu sprakk sprengja i bilnum og eyöilagöi hann. bau fundu mig og fóru meö mig niður i kjallara. Þau sögðu mér að við gætum ekki dvalist þarna lengur vegna þess að einhver Hagana eöa Stern-flokkur heföi skipað okkur að fara og væri að biða eftir aö við yfirgæfum húsiö. Viö vissum ekki hvar pabbi var. Ég hljóp aftur inn i húsið og faldi mig undir stiganum. Þar lá dauöurmaöur meö blóöugt höfuö. Þeir sögöu hann vera Englend- ing. Ég man þetta greinilega. Mamma sendi aftur eftir mér — hún vissi að ég var svolitiö óþæg. Ég grét og æpti: „Þeir drápu hann, og þeir ætla aö drepa okkur lika”. Mamma sagði: „Þarna sérðu, þeir drepa fólk, viö veröum aö fara”. Við fórum til Libanon, til Tyre, ogþarólst ég upp. Nú eru Israels- menn aftur farnir að sprengja i Suður-Libanon, svo að okkar fólk i Tyre veröur aftur aö flýja. Útlagar i eigin landi Hernám er hernám, hvar sem það er, en þaö sem er nýtt viö þetta hernám er aö það er byggt á kynþáttahatri, hernaði, útþenslu- stefnu og þvi að reka fólk burt úr sinu eigin landi. Hernám sionista ereinstakt i veraldarsögunni, það gerir fólk að útlendingum i sinu eigin landi. En þótt þeir reyni að útrýma okkur erum viö bundin þessu landi.ekki aðeins efnislega, held- ur einnig siöferðilega. Viö höfum viljann og viö berjumst fyrir rétt- látum málstað. Þessvegna erum viö svo viss um aö okkur muni takast aö frelsa landiö, til þess að allir geti búið þar og notið sömu réttinda. Það á við um Gyöinga kristna menn og alla aöra. — Hvar er faðir þinn? — Hann er dáinn. Hann rak kaffihús i Haifa. Sex mánuðum eftir komu okkar til Tyre var hann handtekinn i Egyptalandi og Leila Khaied: viljum að allir njóti sömu réttinda i frjálsri Palestfnu. settur i flóttamannabúöir. Þetta var á timum Farouks i Egypta landi. Átta mánuöum siðar fékk hanr hjartaáfall. Móðir min hafði þá einsog svo margir aðrii Palestinumenn, sett tilkynningu i útvarp um dvalar?tað fjölskyld unnar. Þannig gat hann fundif okkur. Hann kom heim, en var þá mjög farinn að heilsu og átti við veikindi að striða það sem eftii var ævinnar. Aður en hann dó eignuðust for- eldrar minir fjögur börn i viðbót. svo að móðir min þurfti aö sjá fyrir- tólf börnum. Ein systir min var drepin i Beirut 1976, þegai striöinu i Libanon var aö ljúka. — Hvenær fórst þú aö taka þátt i pólitisku starfi? — 1959. Foreldrar minir höföu sagt okkur margar sögur af Palestinu. Þegar viö vorum litil Cr sýningu Clapperclaw, „Ben Her” Kvennakabarett frá London Jafnréttissiöan minnir alla lesendur sina á breska leikhópinn CLAPPERCLAW, sem kemur til Rey kjavikur i dag og heldur þrjár kabarettsýningar í Féiagsstofnun stúdenta viö Hringbraut i þessari viku. I Clapperclaw eru þrjár eld- hressar konur: Rix Pyke, Rae Levv og Caroline John. Sýning þeirra heitir Ben Her (stæling á Ben Húr) og fjallar um mann- kynssöguna frá sjónarhorni kvenna. Þessi sýning hefur fariö allviöa, m .a. hafa þær stöllur sýnt á Noröurlöndum, og hvarvetna vakiö mikla hrifningu. Sýningin er mjög fjörug og fyndin, og byggist að miklu leyti á tónlist og grini. Clapperclaw er fátt heilagt, og þær ráöast með nöpru háöi á goösögnina um konuna. Meö leik sinum vilja þær sýna fram á aö konur geti veriö fyndnar, aö karl- menn hafi engan einkarétt á að vera trúöar! Sýningarnar i Félagsstofnun veröa á fimmtudag, föstudag og sunnudag, cg hefjast kl. 20.30 öll kvöldin. Þær veröa með kabarett- sniði, og að þeim loknum getur fólk setið áfram við borð sin og tekið þátt i gleöskap á vegum Félagsstofnunar. Þá munu bresku leikararnir halda eins dags námskeið á laugardaginn kl. 10-14, og geta allir sem þess óska látið innrita sig á þaö. Alþýðuleikhúsiö sér um innritun á námskeiðið, sem haldiö veröur i Lindarbæ, og einnig veröurhægtaö innrita sig á þaö i Félagsstofnun á fimmtudags- kvöldiö. —ih ogbáðum um eitthvað fengum viö alltaf sama svariö frá mömmu: „Viö eigum ekkert handa ykkur hérna. Þaö er allt i Palestinu” Þetta var grundvöllur uppeldis okkar. Við gengum öll i arabfsku þjóðfrelsishreyfinguna. Ég gekk i hana 1959, en eldri systkini min voru meö frá stofnun hreyfingar- innar. 1967 fórum viö aö taka beinan þátt i vopnuöu baráttunni. Þá var ég i Kuwait, og kenndi ensku þar. 1969 var ég ráðin i fullt starf i höfuðstöðvum okkar i Jórdaniu. Ég er ekkert sérstök Blaðamaðurinn spyr Leilu hversvegna hún hafi veriö valin til þátttöku i flugránunum. — Allir geta gert það sem þeim er falið að gera þegar bylting er annars vegar. Ég held ekki að þetta sé neitt erfitt, hvorki fyrir migné aðra. Ég er ekkert sérstök lengur. Margt af okkar fólki er i fangelsi, þar á meðal margar konur. Ein þeirra, Zakiah Sham- oud, var dæmd til lifstiöar og eignaðist barn i fangelsinu. Margar aðrar konur eru i fang- elsi, og einnig karlar, að sjálfsögðu, og þetta fólk fær ekkert umtal. Ég vil benda blaða- mönnum á aö heimsækja þessi fangelsi. Ég hvet þá til aö reyna þaö, en fsraelsmenn munu ekki veita leyfi til þess. Það er skylda mín aö vera málsvari þessa fólks, vegna þess aö ég er komin hingaö sem full- trúi þjóðar ekki sjálfrar min. — Samt býst ég við aö þú hafir orðiö aö tákni fyrir konur sem taka þátt i harkalegum aögerð- um, einmitt vegna þess aö vest- rænir fjölmiölar gerðu þinn hlut svo mikinn. Þeir sem ekki eru óvinveittir ykkar málstað hafa e.t.v. litið á þig sem fordæmi. — Ég er fegin að heyra það, en þegarégkom hingaö varðég þess vör að dönsk blöð og ýmsir aðrir töluðu um mig sem hvern annan hryðjuverkamann. Ég er ekkert hissa á þvi að vestrænir fjölmiðl- ar skuli alltaf leggja áherslu á einstaklinginn, vegna þess að i þjóöfélögum þeirra er fólki kennt að hugsa aðeins um sjálft sig, ekki heildina. Þvi er kennt að græöa peninga og nota annaö fólk i þvi skyni. En ég held að það sé rangt aö tala um mig sem ein- stakling. Viö erum aö berjast fyr- ir breyttum hugsunarhætti, nýjumhugmyndum,og við notum umræöur i þeirri baráttu. Þessi ráðstefna er dæmi um það, að við notum ekki aöeins vopn, heldur einnig orö. Aö siðustu spyr blaöamaöurinn Leilu hvað henni finnist um þá gagnrýni sem fram hafi komið, að ráðstefnan hafi veriö notuð i pólitiskum tilgangi. — Allir lita á málin frá sinu sjónarhorni, og við lítum á þau i viðu samhengi. Viö viljum öölast jafnrétti sem fólk, ekki aöeins sem konur. Hvernig getum viö talaö um þróun á meöan viö erum útlagar i eigin landi, á meöan sprengjum rignir yfir okkur og viö erum hundelt úr einu þorpi i annaö, einsog nú er aö gerast t.d. i Lfbanon? Þessvegna þurfum við fyrst aö öðlast friö og frelsi, áöur en viö getum byrjaö aö tala um þróun. Pólitik er hluti af mann- legu lifi. Við getum ekki tekiö hana úr samhengi. (ihþýddi)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.