Þjóðviljinn - 09.09.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.09.1980, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓDVILJINN Þriðjudagur 9. september 1980 Rœtt við Ólaf R. Dýr- mundsson landnýtingar- ráðunaut Vor — nýtt líf lftur veröldina. Sau ötj árbúskapur og beitarálag Dr. Ólafur H. Dýrmundsson land- nýtingarráðunautur Ólafur R. Dýrmunds- son, Iandnýtingarráðu- nautur Búnaðarfélags íslands , hefur gert athuganir á þvi, hvort fjölgun sauðfjár undan- farin ár hafi leitt til lækkandi fallþunga dilka og minnkandi beitarþols úthaga. Blaðinu fannst fróðlegt að frétta af niðurstöðum þessara rannsókna ólafs og koma þær fram i þvi rabbi okkar, sem hér fer á eftir. Lítil frjósemi, fátt tvflembt, hátt hlutfall einlembingsdilka. Góö vetrar-og vorfóðrun ánna, góöur fæöingarþungi lamba, beit á ræktaö land á vorin Ærnar látnar bera snemma. Ærmjólka vel. Rúintihögum. Gott sumarbeitiland, jöfn dreifing á fé i högum. Heilsufar og þrif i góöu lagi. Hagstætt árferöi, gróöur heldur vel næringargildi sinu. Grænfóöurbeit eöa beit á annaö ræktaö land fyrir slátrun. Hátt hlutfall hrútlamba i sláturlömbum. Alúö lögö viö fjárval, kynbóta framfarir, lömb bráöþroska. Fjárfjöldi ogfallþungi 1940—1978 Ég hygg, sagöi Ólafur, — aö breytingar á fjárfjölda og meðal- fallþunga dilka veröi e.t.v. best sýndar með þvi aö birta þaö linu- rit, sem hér fylgir (Mynd 1), en það tekur til áranna 1940—1978. Þarna sést hve sauöfénu fækkaöi griöarlega á mæöiveikiárunum á fimmta áratugnum, fjölgun þess aö afstöönum fjárskiptunum. Siöan fækkun á kalárunum og svo fjölgund nýá 8. áratugnum. Hæst mun fjártalan i landinu hafa Mikil frjósemi, margt tvilembt, hleypt til gemlinga. Léleg vetrar- og vorfóðrun, lélegur fæöingarþungi lamba, sleppt of snemma á vorin. Ær látnar bera seint. Ær mjólka illa. Þröngt i högum. Lélegt sumarbeitiland, fé safnast aö afréttargiröingum. Vanþrif, t.d. vegna ormasýkingar. Óhagstætt árferöi, t.d. mikiö úrfelli eöa grös sölna snemma og tapa næringargildi. Engin grænfóöurbeit, öllu slátraö beint úr lélegum úthaga Lágt hlutfall hrútlamba i sláturlömbum. Litlar eöa engar kynbætur vegna litils ræktunarstarfs, skyldleíka- rækt. komist 1977—1978; fastað 900 þús. kindur vetrarfóöraöar. Siöan hef- ur oröið fækkun og koma þar til haröindin á siöasta ári. Nú er sauöfé landsmanna tæp 800 þús. Óljós tengsl milli fjár- fjölda ogfallþunga — Nú kemur það fram á h'nu- ritinu að fyrstu árin eftir fjárskiptin eykst fallþunginn. Stafaöi þaö af þvi aö færra var i högum eöa koma aörar ástæöur einnig til? — Já, þarna kemur fleira til. A þessum árum voru flest slátur- iömbin einlembingshrútar og flestar gimbrar settar á. Það hækkar aö sjálfsögöu meöal- fallþungann. Um 1960 og áfram lækkar þunginn og vex aftur upp úr 1970. Siðastliöinn áratug hefur fallþunginn aö jafnaöi veriö yfir 14,21 kg , meöaltaliö fyrir framangreint 39 ára tlmabil. Og meöaltaliö fyrir siöustu 10 haustin, 1969—1978, er raunar 14,54 kg. Og þaö er rétt aö gera sér grein fyrir þvi, aö enda þótt fallþungi hafi aukist fyrst eftir kalárin, þegar fénu haföi fækkaö niöur undir 700 þús, þá eru engan veginn ljós tengsl milli fjárfjölda og fallþunga siöustu árin. Og heildarþróunin gefur engan veginn tilefni til þess aö álykta aö aukinn fjárfjöldi hafi leitt af sér minnkandi fallþunga. Þar fyrir skyldu menn varast aö draga afdráttarlausar álykt- anir af þessum upplýsingum, enda er þarna um mjög flókin tengsl að ræöa. Fallþungatölur frá sláturhiísunum eru all breyti- legar og vænleiki dilka mismunandi eftir landshlutum og hreppum. Þvi er rétt aö vara menn viö að draga ákveönar ályktanir af breytingum á slikum meðalfallþungatölum og varast skyldi einhliöa túlkun á þeim. Alla þætti þarf að taka með Þú segir aö margir þættir hafi áhrif á fallþunga dilka. Viltu drepa á þá helstu i stuttu máli? —Já, þeir eru margir.og þegar mat er lagt á þróunina til alllangs tima þarf að taka þá alla meö i reikninginn á hvern veginn, sem þeir verka. Þessir eru helstir: Sjá töflu 1 Sumir þessara þátta eru að sjálfsögöu samverkandi svo sem árferöi og gæöi sumarbeitar. Athuga bersér-staklega aö árferöi hefur mikil áhrif á breytilegan fallþunga milli ára, sbr. haustin 1978 þegar fallþungi var með besta móti og 1979 þegar hann var hvað lakastur miöaö viö fyrri ár. Augljóst er aö bætt meðferð og fóðrun ásamt kynbótum hefur leitt til grundvallarbreytinga á afurðum sauöfjárins undanfama- áratugi. Og þegar athugaöar eru breytingar á fallþunganum veröur aö taka tillit til stórauk- innar frjósemi fjárins, sem hefur oröiö til þess aö auka afuröir eftir hverja vetrarfóöraöa kind. Eftirfarandi tafla talar skýru máli um þá breytingu, sem þama hefur á orðið: 2. tafla. Lömb til nytja aöhausti eftir á ogkjötmagn eftir fóöraða kind, I 5 ára meöaltölum. Lömb/á Kg kjöt/kind 1944—1948 ................................... 1.05 13.9 1949—1953 ................................... 1.08 14.7 1954—1958 ................................... 1.15 15.0 1959—1963 ................................... 1.14 15.0 1964—1968 ................................... 1.24 15.8 1969—1973 ................................... 1.26 15.9 1974—1977 ................................... 1.41 17.2 1. tafla. Ilelstu þættir, sem hafa áhrif á fallþunga lamba. Til aukningar Til minnkunar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.