Þjóðviljinn - 09.09.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 09.09.1980, Blaðsíða 13
Þriftjudagur 9. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Tímamæling Framhald af bls. 7 hefjist á sama tima um landið allt, en ekki fyrst á höfuðborgar- svæðinu eins og ákveðið hafði verið. Samkvæmt upplýsingum Póst- og simamálastjóra er nauð- synlegt að taka upp timamæl- ingar svæðisnúmera m.a. til þess að hindra misnotkun stórfyrir- tækja á simalinum vegna send- inga tölvutækra upplýsinga um þær og þar meb bæta aðgang al- mennings að stofnunum, sem slikar tölvur hafa og simaþjón- ustu almennt. Borgarstjórn Reykjavikur beinir þeirri áskorun til sam- gönguráðherra að jafnan verði þess gætt við ákvöröun lengdar skrefa og skrefagjalds að fullt tillit verði tekið til þeirra einstak- linga sem brýnasta þörf hafa fyrir sima af félagslegum ástæð- um, t.d. með þvi að taka eingöngu upp timamælingar á daginn en ekki eftir ákveðinn tima á kvöldin og um helgar”. Sagðist Guðrún vona að borgarfulltrúar allir gætu fallist á þessa tillögu. Davíö og „dellu- tillagan” En þvi var engan veginn að heilsa.Davíð Ods.sson sem næstur talaði, sagðist vera yfir sig hissa á þessum viðbrögðum meiri- hlutans og með timamælingunum væri alls ekki verið að sporna gegn misnotkun á simakerfinu heldur væri tilgangurinn sá að jafna kostnaö milli langlínusam- talaogsimtala iReykjavik. Hann kallaöi tillöguna „dellutillögu”, sem sýndi að borgarfulltrúar meirihlutans teldu sig ekki þurfa að gæta hagsmuna Reyki ikinga heldur teldu þeir það sitt hlutverk að passa að tölvuvæöingin væri ekki að snuöa Póst og sima. Þetta vildu þeir gera og láta Reyk- vikinga svo borga brúsann. Til- laga meirihlutans gengi þvert á hagsmuni Reykvikinga og orða- lag hennar um engar tima- mælingar á kvöldin og um helgar væri loðið og sýndi engan áhuga á hagsmunum aldraðra og ein- hleypinga i þessu máli. Reyk- vikingar myndu missa alla trú á borgarstjórn Reykjavikur. Guðrún sagðist sjálf myndu axla þá ábyrgð ef Reykvikingar teldu að hún væri að berjast gegn hagsmunum þeirra. Staðreyndin væri sú að hjá timamælingum yrði ekki komist og sæi hún enga ástæðu til að efa fullyrðingar Póst- og simamálastjórnarinnar, og ráöuneytisins um það. Varðandi timamælingarnar væri það aðalatriðið að Reyk- vikingar sætu við sama borð og aðrir landsmenn i þessum efnum og að réttur þeirra sem þyrftu mest á si'ma að halda af félags- legum ástæðum yrði tryggður. Tillaga meirihlutans gengi út á þessi tvö atriði, en þar væri þess krafist að timamælingar yrðu teknar upp samtimis á landinu öllu og gerð tillaga um að ein- göngu yrði mælt á daginn en ekki á kvöldin og um helgar. Tillaga meirihlutans var samþykkt gegn atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. -AI Kreppa Framhald af bls. 5 keppnisfært. Blaöið hefur eftir einum af embættismönnum Efna- hagsbandalagsins að „Islending- ar eru að veiða þann þorsk sem við vorum vanir að fiska sjálfir”. Innbyröis ófriður Þaö gerir illt verra að EBE- löndin hafa ekki getað komiö sér saman um sameiginlega stefnu i fiskveiöimálum. Niðurstaöan er m.a. sú, að hver gengur á hlut annars, franskir sjómenn veiða i breskum sjó og Bretar svara i sömu mynt. Alloft hefur komið til árekstra á miöum. Og fyrir skemmstu sáu islenskir sjón- varpsáhorfendur breska ádeilu- mynd, sem ásakaði Frakka um verstu rányrkju i sameiginlegri fiskveiöilögsögu EBE: Frakkar selja á markaði smátitti sem við mundum aldrei þora að hirða vegna miklu samviskusamlegra eftirlits, sagði talsmaöur Grims- bæinga i þeirri mynd. Ýmsir Evrópuskriffinnar sjá ekki aðra leið til að ástandið skáni en aö sú staðreynd.að mik- ill útgerðarkostnaður bindur mik- inn fjölda togara i höfn.verði til þess, að miðin fái að hvila sig.og þeir fiskstofnar sem gengið er i hafi eflst eftir tvö-þrjú ár. áb byggði á Newsweek. Réttarhöld Framhald af bls. 5 unum væru að þvi leyti erfið i framkvæmd, aö þeir myndu reyna aö bera Maó formann fyrir sig sem mest þeir mættu og gæti núverandi ráðamönn- um þá orðið erfitt um svör. En nú hefur Maó þegar verið ýtt þaö rækilega til hliðar i Kina og svo mikið af hans verkum sætt gagnrýni og hörðum dómum, að fjórmenningum verður varla mikið lið i honum lengur. Allra sist ef aðeins fá- einir útvaldir fá að vera viö- staddir réttarhöldin. Valur Framhald af bls. 10. en hann hefur átt við þrálát meiðsli að striða undanfarin ár. Gisli virtist algjörlega æfinga- laus, en stóð sig samt þokkalega. Veiki hlekkur IBK-keðjunnar var sem fyrr miðjan. Þar réðu Vals- menn lögum og lofum lengst af. I markinu var Þorsteinn traustur og eins átti Oskar góöan leik i vörninni þó að hann leiki ekki af sama styrkleika nú og i fyrra- sumar. I framlinunni bar mest á Ragnari, þeim leikna og kvika leikmanni og Ólafi Júliussyni. Eins og áður var nefnt var sterkt miðjuspií undirstaöa sigurs Vals i þessum leik, sérstaklega var iandsliðsmaöurinn Guðmundur Þorbjörnsson sleipur. Þá var vörn Valsmanna traust allan leik- inn og þar léku Dýri og Sigurður, markvörður aðalhlutverkin. — SG/IngH Ekki neinn Framhald af bls. 16. miðjan mánuöinn eða siöar. Nú tekur við gerð sérkjara- samninga hjá hinum einstöku rikisstarfsmannafélögum, en þau hafa samningsrétt um, röðun i launaflokka. Þá hafa ekki öll bæjarstarfsmannafélög lokið j samningsgerð ennþá, en þau : stærstu i Reykjavik og á Akureyri J hafa samþykkt nýjan kjarasamn- ing við bæjarfélögin. I framhaldi af samþykki I rikisstarfsmanna á nýjum kjarasamningi mun rikisstjórnin gefa út bráðabirgðalög næstu daga. — AI Unglingur (10-12 ára) óskast til léttra sendiferða eftir hádegi DIOOVIUINN sími 81333 ALÞÝÐUBAN DALAGIÐ Alþýðubandalagið i Reykjavik Undirbúningur fyrir landsfund. Fundarröð um utanrikis- og þjóðfrelsismál. 1. fundur um utanrikis- og þjóðfrelsimál veröur haldinn i kvöld 9.9 kl. 20.30 að Grettisgötu 3. Dagskrá: Þórður Ingvi Guðmundsson flytur stutt inngangserindi: Breytt staða i alþjóðastjórnmálum og hernaðarpólitik viö N-Atlants- haf. 2. Drög að starfsáætlun kynnt. Félagar takiö þátt i undirbúniingi ABR fyrir landsfund. Mætiö vel og stundvislega. StjórnABR. Alþýðubandalagið á Selfossi og nágrenni Almennur félagsfundur. alþýöubandalagið á Selfossi og nágrenni heldur almenna félagsfund fimmtudaginn ll.septemberkl.20.30aðKirkjuvegi7 Selfossi. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kynnt tillaga að reglum um forval. 3. Nýja húsnæðislöggjöfin. Framsögumaður Olafur Jónsson. 4. Garðar Sigurösson og Baldur Oskarsson ræöa stjórnmálaviðhorfiö. Stjórnin. ■ ■■ Fdagsmalastofnun Reykjavikurborgar y Mp IHI.VISTI N BAKS.V KORSHAGA 8 SIMI 27277 Staða forstöðumanns við nýtt dagvistarheimili við Fálkabakka er laus til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Laun skv. kjarasamningi borgarstarfsmanna. Einnig er óskað að ráða talkennara til starfa við dagvistarheimili Reykjavikur- borgar. Umsóknarfrestur um báðar stöðurnar er til 22. sept. Umsóknir sendist til skrifstofu dagvistunar Fornhaga 8, en þar eru veittar nánari upplýsingar. Kennara vantar að barnaskóla Ólafsfjarðar. Þarf að geta kennt handavinnu og leikfimi stúlkna. Umsóknarfrestur er til 15. sept. n.k. Upplýsingar gefur skólastjóri i sima 96-62245 og heima i sima 96-62358. Laus staða Staða deildarstjóra við freðfiskdeild FramJeiðslueftirlits sjávarafurða er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendar sjávarútvegsráðuneytinu fyrir 1. október 1980. Sjávarútvegsráðuneytið, 3. september 1980. FOLDA TOMMI OG BOMMI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.