Þjóðviljinn - 09.09.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.09.1980, Blaðsíða 7
Tímamæling símtala til umrœöu i borgarstjóm Þriðjudagur 9. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Engar mælingar um helgar og á kvöldin — segir í ábendingu borgarstjórnar til samgönguráöherra Borgarstjórn Reykjavíkur kraföist þess i gær aö tlma- mælingar simtala innan svæöis- kerfa veröi hafnar á sama tlma um landiö allt en ekki fyrst á höfuöborgarsvæöinu eins og á- kveöiö haföi veriö, en eins og skýrt var frá IÞ jóöviljanum i gær hefur timamælingum nú veriö frestaö til næsta árs. Ennfremur lagöi borgarstjórnin til aö tlma- mælingar yröu einskoröaöar viö daginn, en eftir ákveöinn tima á kvöldin yröi sami háttur haföur á og nú er. Myndi meö þeim hætti veröa tekiö tillit til þeirra einstaklinga sem brýnasta þörf hafa fyrir sima af félagslegum á- stæöum. Guörún Helgadóttir borgarfull- trúi mælti fyrir tillögunni sem flutt var sem breytingartillaga viö aöra frá borgarfulltrúum Sjálfstæöisflokksins. í þeirri til- lögu gætti mikillar rangtúlkunar á forsendum og eöli tima- mælinganna og sagöi Guörún þaö ekki borgarstjórn samboöið aö samþykkja hana. 1 tillögu Sjálf- stæðimanna segir: „Borgarstjórn Reykjavikur krefst þess aö þegar verði horfiö frá fyrirætlunum um að gera Reykvíkingum aö greiöa fyrir innanbæjarsimtöl sam- kvæmt tímatali. Borgarstjórn telur að fyrirhuguö breyting sé i hæsta máta óeðlileg og ó- réttlát. Stefnt er aö því aö tima- mæla simtöl á einu svæði lands- ins og nota þá fjármuni sem meö þvi fást til aö greiöa niöur almenn langlinusamtöl. Veröi af þessari breytingu munu kjör nær allra Reykjvikinga rýrna verulega, ekki síst aldraðs fólks og ein- hleypinga og annarra þeirra sem bundnari eru heima viö en aörir og nota simann sem mikil- vægasta tengiliö viö ættingja og vini”. Rann hljóöalaust í gegn á alþingi Ðavlð Oddsson mælti fyrir til- lögunni og sagöi I upphafi að þaö ætti ekki aö þurfa aö koma á ó- vart að þessu máli væri hreyft I borgarstjórn Reykjavíkur. Hér væri um stórt hagsmunamál aö ræöa, mál sem runniö heföi á- takalaust og nær hljóöalaust I gegnum Alþingi og enginn heföi áttaö sig á hvaö i bigerö væri. Unanfariö heföi þó kviknaö Aöalatriöiö er aö Reykvikingar sitji viö sama borö og aörir lands- menn og aö réttur þeirra sem þurfa mestá slma aö halda vegna félagslegra ástæöna veröi tryggöur, sagöi Guörún Helga- dóttir m.a. um timamælingar slmtaia. nokkur umræöa um máliö i blöð- um og væri nú svo komiö aö fólk heföi af þessu verulegar áhyggjur og sæi fram á aö timamælingin myndi skaöa kjör þess verulega. Brýnt væri þvi aö borgarstjórn Reykjavikur léti frá sér heyra um þetta efni, enda væri hér um að ræöa simaskatt á Reykvikinga eina sem nota ætti til að greiða niöur langlinukerfiö. Misskilningur ihaldsins Guörún Helgadóttirsagöi aö af málflutningi Daviös og tillögu flutningnum mætti ráöa aö Sjálf- stæöismenn heföu ekki kynnt sér máliö nógu vel eða aö þeir heföu fengiö rangar upplýsingar.Þetta mál heföi verið afskaplega mikiö rangtúlkaö I fjölmiölum og sama rangtúlkun kæmi fram i tillögu- gerö Sjálfstæðisflokksins. Guö- rún sagöi öllum kunnugt aö þaö væru langlinusímtölin sem greiddu niður kostnað viö sim- kerfiö á höfuöborgarsvæöinu en ekki öfugt. Þá sagöi hún aö á- kvöröun Alþingis um tima- mælingarnar næöi til landsins alls Bráörœöisholtiö: Nýtt deiliskipu- lag samþykkt Borgarstjórn Reykjavlkur samþykkti á fimmtudag nýtt deiiiskipulag á Bráöræöisholti, sem er svæöi milli Framnesvegar o g Grandavegar. Samkvæmt nýja skipulaginu rúmast 7 lltil íbúöarhús tii viö- bótar á reitnum og er gert ráö fyrir að þar geti veriö jafnt um nýbygginar sem aöflutt hús aö ræöa. Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins greiddu atkvæöi gegn skipulaginu þar sem þeir töldu aö hagsmunir fyrirtækisins Lýsis hf. væru fyrir borö bornir meö samþykkt þess. Sirurjón Pétursson forseti borgarstjórnar sagði m.a. á fundinum aö deiliskipulagiö myndi á engan hátt hindra fram- tiðarmöguleika Lýsis hf. og hefðu borgaryfirvöld full tök á því aö leysa lóöamál fyrirtækisins á annan hátt en inni á þessum reit. Lýsi hf. er sem kunnugt er stærsti framleiöandi þorskalýsis hér á landi og hafa forráöamenn fyrir- tækisins i áratugi reynt aö fá aukið athafnarými á svæöinu. Bráöræöisholtiö hefur hins vegar verib merkt sem ibúðarbyggð á aðalskipulagi Reykjavikur frá 1973 og þó Lýsi hf. hafi reynt aö kaupa upp lóöir á svæöinu til aö stækka við sig hafa eigendur ekki viljaö selja þær undir iönaðar- rekstur. A Bráðræðisholti stendur nú á tunnum gamalt hús, sem flutt var I óleyfi til borgarinnar ofan af Akranesi s.l. vor. Sigurjón Pétursson sagöist vilja mótmæla þvi aö samþykkt nýja deiliskipu- lagsins væri tengd flutningum húsa utan af landi til borgarinnar. Hann væri andvigur sliku og myndi ekki styöja aö reiturinn yröi notaöur til þess. Spurningin er þvi hvort gamla húsiö verður gert afturrækt, en nú þegar borgarstjórn hefur samþykkt skipulagiö geta eigendur lóðar- innar fyrst sótt um leyfi til aö setja þaö niður. —AI en ekki eingöngu til Reykjavikur auk þess sem skrefamæling yröi tekin upp á öllu höfuðborgar- svæöinu i senn, þ.e. Kópavogi, Hafnarfirði, Garöabæ, Sel- tjarnarnesi og Mosfellssveit auk Reykjavlkur. Guörún sagöi að með aukinni tölvutækni mætti halda sima- linum kerfisins uppteknum heilu dagana til að flytja upplýsingar milli fyritækja og stofnana. Viö það fækkaði þeim linum sem almenningi stæöi til boða, þvl ekki mætti vera meira en um 15 % kerfisins i notkun i einu. Skrefamæling heföi allsstaöar verið talin ráöiö til aö sporna við þessari misnotkun simakerfisins og heföu nær allar þjóðir tekiö hana upp. Ljóst væri aö timamæling yrði tekin upp hér á landi enda hefði Alþingi þegar ákveðiö það og verkefni borgarstjórnar væri þvi að gæta hagsmuna einstaklinga, aldraðra og þeirra sem af félags- legum ástæöum þyrftu mest á simanum að halda. Þar sem svo mikils misskilnings gætti i tillögu Daviös væri nauðsynlegt aö gera við hana breytingartillögu, en aö auki væri i henni bent á leið til þess aö tryggja hagsmuni þeirra sem siöari hluti tillögu Sjálf- stæðisflokksmanna benti rétti- lega á aö gætu farið illa út úr skrefamælingunni. Samþykkt borgarstjórnar Tillaga meirihlutans sem Guörún flutti er svohljóðandi: „Borgarstjórn Reykjavikur fagnar þeirri frestun sem tilkynnt hefur verið á timamælingum á innasvæöissimtölum á höfuö- borgarsvæöinu og leggur á herslu á aö mælingar innan svæöiskrefa Framhald á bls. 13 Dósoþeus Timóteusson meö alvæpni. Sjötugur i dag: Dósoþeus Tímóteusson Dósi minn, þegar þú hafðir orö á þvi um daginn aö þú yrðir sjötugur þann 9. september lá i augum uppi til hvers þú ætlaöist. Afmælisgrein skyldi þaö vera. Okkur vaföist tunga um háls. Aöstandendur Feröaleikhússins, Magnús Snorri Halldórsson, Kristin Magnús leikkona og Halldðr Snorrason. Ljósm. — gel. Ferdaleikhúsid 15 ára Feröaleikhúsiö veröur 15 ára i september Þaö var stofnaö 1965 af Kristinu Magnús leikkonu, sem hefur starfrækt þaö slöan ásamt eiginmanni sinum, Halidóri Snorrasyni. Verkefnaskrá leikhússins er oröin æöi löng og um magrt at- hyglisverö. Þar má nefna ein- þáttunga i eftir Peter Shaffer i þýöingu Kristinar og Odds Björnssonar, en fariö var meö þá sýningu I hringferð umhverfis landið. Fljótlega byrjaöi Feröaleik- húsiö að hafa kvöldvökur fyrir er- lenda ferbamenn og sá Molly Kennedy um efnisval og þýöing- ar. Sýnt var i Glaumbæ. 1972 fluttu kvöldvökurnar i Ráöstefnu- sal Loftleiðahótelsins og nefndust þá Light Nights. Auk Mollyar og Kristínar þýddi Alan Boucher efni fyrir þessar kvöldvökur. Ferðaleikhúsib fór meö Light Nights I sýningarferð til Banda- rikjanna i nóvember 1974 og var sýnt i New York og Chicago i boði American Scandinavian Found- ation. önnur leikferð var farin i febrúar 1978 til Bandarikjanna og var sýnt i Wisconsin, Minnesota, Illinois. Ferðaleikhúsið fékk 200.000,- kr. styrk til aö fara meö 3 ein- þáttunga eftir Odd Björnsson á- Edinborgarhátiðina 1978. 1 april 1980 fór Ferðaleikhúsið meö barnaleikritiö „The Story- land” til Englands og sýndi i West End i Lundúnum. 1 sumar hafa Light Nights-sýningarnar veriö aö Fri- kirkjuvegi 11. Markmiö Feröaleikhússins er að kynna islenska list erlendum feröamönnum og hinum stóra heimi. Fyrst datt okkur i hug að rifja upp einhver ánægjúleg atvik frá þessum sex sumrum sem viö unnum saman hjá simanum. Til dæmis þegar plógurinn datt ofan á þig fyrir norðan, eöa þegar þú varst sem timbraðastur fyrir vestan, eða þegar Bjarni á gröf- unni, sem hafði ekki sofið i þrjá mánuöi, var rétt búinn aö drepa þig óvart. Við hefðum lika getaö minnst á eitthvað annaö. Til dæmis hvað þú gast hrotið hátt og lengi. Eöa þá kinadropana, sem þú sýpur á hverjum degi og hafa haldið i þér lifinu fram til þessa. Eöa rússnesku vekjaraklukkuna þina sem gekk klukkutimann á þremur korterum. En svo ákváöum við að sleppa þessu öllu og þakka þér frekar fyrir allt hiö gamla og góöa. Þótt skapið væri ekki alltaf upp á það besta og vebrið leiöinlegt, þá var samkomulagið hjá okkur oftast nokkuð gott og aldrei slógumst við i illu, enda ekki ólikir að eölis- fari og jafnaldrar: aldursmunur- inn varla 40 ár. Þakka þér kær- lega fyrir uppeldiö Dósi minn. Þaö var okkur ómetanlegt aö kynnast þér og vinna meö þér þessi sumur. ' Þú sem gamall kommúnisti reyndirauövitaö eins og þú gast að fræða heimska unglingana um eöli stéttarbarátt- unnar og þú gerðir þaö þannig aö það varö jafnvei skemmtilegt. Við fullvissum þig um aö margt af þessu hefur setiö i okkur siðan En þú ert lika skáld og hefur gaman af ljóðum og viö komumst að raun um aö til höföu verið menn eins og Steinn Steinarr og Þorsteinn Erlingsson og ein- hverjir fleiri. Þú gast endalaust sagt sögur, alltaf sannar en stundum svolitiö ýktar og alltaf voru þær skemmtilegar. Gjarnan voru þetta frásagnir af þeim sem þú haföir kynnst enda er þar af nógu aö taka þar sem þú þekkir rúmlega annan hvern mann i landinu. Jæja strákur, við óskum þér innilega til hamingju meö daginn og þökkum um leið ákaflega ánægjuleg kynni. Liföu heill, Kolbeinn og Pétur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.