Þjóðviljinn - 09.09.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.09.1980, Blaðsíða 16
MOÐVIUINN Þriöjudagur 9. september 1980 Aöalslr.i Þjóftviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstudaga l tan þcss tiina er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins 1 þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527. umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná 1 afgreiöslu blaösins isíma 81663. Blaöaprent hefur síma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öil kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Afgreiðsla '81663 Þrenn bráðabirgðalög vœntanleg Samið um félags- hliðina við BHM Launin fyrir kjaradóm? í gærmorgun voru undirritaðir samningar á milli fjármálaráðu- neytisins og BHM um hliðstæðar félagslcgar réttarbætur og tryggðar voru i BSRB-samningn- um, en launaliður kjarasamnings BHM er óútkljáður. Rikið hefúr boðið háskólamönnum svipaðar hækkanir og i sambærilegum launaflokkum miðað við BSRB- samkomulagið. Midborgin um helgina: 95 hand- teknir og 60 vínflöskur teknar Lögreglan i Reykjavik greip til aögerða i miðborginni aðfar- arnótt sl. laugardags. Likt og helgina á undan safnaðist mikill fjöldi unglinga saman, milli 4 og 6 þúsund manns að sögn lögregl- unnar. Allt var með kyrrum kjörum framan af, en brátt dró til tíðinda. Lögreglumenn komu á 8 bilum, gengu um svæðið og gerðu áfengi upptækt og handtóku alla þá sem sýndu einhvern mótþróa. Að sögn Héðins Skúlasonar hjá Reykjavíkurlögreglunni voru teknar skýrslur af 95 manns þessa nótt og 60 flöskur af áfengi voru gerðar upptækar. Eining sam- þykkti verk- fallsheimild Verkalýðsfélagið Eining samþykkti á félagsfundi á Akureyri á sunnudag verkfalls- heimild til handa stjórn og trún- aðarmannaráði. „Þetta samkomulag er hluti af þvi samkomulagi sem BSRB gerir við rikið”, sagði Jón Hannesson formaöur launamála- ráðs BHM i' gær um nýundirritað samkomulag milli fjármálaráðu- neytisins og BHM. ,,Eftir er svo að semja um kauphliðina. Þar munum viö fara fram á endur- skoðun á aðalkjarasamningi okk- ar i samræmi við samning BSRB. BSRB fær leiðréttar kauphækk- anir fyrir neðri flokkana uppá 3,09% og flokkaskrið uppá 0,80—1%. Meðallaunahækkanir hjá þeim virðast vera um fimm prósent og þrátt fyrir gólfið, helst launabilið svipað og það var. Við göngum á morgun frá kröfugerð okkar i þessum efnum og ég á ekki von á að við förum fram á minna. Fyrrnefnd endurskoðun á aðalkjarasamningi hefur þegar verið rædd nokkuð við samn- inganefnd rikisins og mér virðist einsýnt að svo mikið beri á milli aö hún fari rétta boðleið fyrir kjaradóm.” „Þaö sem fyrst og fremst stóð dálitiðf okkur var i sambandi við lifeyrissjóöina. Þar gerði rfkið þá kröfu að við gengjumst inná það samkomulag sem BSRB gerði ár- iö 1976 gegn verkfallsréttinum. Við vissum ekki hvaða áhrif þetta kynni aö hafa á lánamöguleika sjóðsins. t samræmi við útláns- skilyrðin á þeim tima hefði þetta gengiðaðhonum dauðum á 10—15 árum. Nú eru lánin hinsvegar verötryggð svo að sjóðurinn stendur betur, og þessi skerðing kemur ekki jafn harkalega niður. Af þeim atriðum sem tiunduð eru i félagsmálapakkanum lögöum við mesta áherslu á tvö: Annarsvegar breytingu á skipan i stjórn sjóðsins á þá leið að við fá- um þar nú beina aðild. Hinsvegar leggur fjármálaráöuneytið til við stjórn sjóðsins að biðtimi lána veröi styttur. Ragnar Arnalds sagði að á næstu dögum yröu gefin út þrenn bráöabirgðalög i framhaldi af samþykkt BSRB samninganna og nýgerðra samninga við BHM. Heistu atriðin sem varða BSRB samningana og bráðabirgðalög þarf tii staðfestingar á, er breyt- ing á samningstimanum sem nú verður óbundinn, en i lögum er hann ákveðinn tvö ár. Þá er um að ræða ýmsar breytingar á lif- eyrissjóðsréttindum og ný lagaá- kvæði um atvinnuleysistrygging- ar opinberra starfsmanna. Tvö siðasttöldu atriðin eru einnig inni i samkomulagi BHM og rik- issjóðs. Flutt að Bessastödu Forseti tslands, Vigdis Finnbogadóttir, flutti nú um helgina f forsetabústaðinn að Bessastöðum, þar sem þessi mynd var tekin i gær. — Ljósm. — gel — Nýr kjarasamningur BSRB samþykktur meö miklum meirihluta Ekki neinn vafi á yilja félagsmanna ^^ 1A AIO AO-tC 1 „X „ AnM segir Haraldur Steinþórsson ,,Það er enginn vafi á þvi hver vilji félagsmanna er, svo ótviræður er mismunurinn á fjölda þeirra sem samþykktu samninginn og hinna sem voru á móti”, sagði Haraldur Steinþórsson, framkvæm.dastjóri BSRB i gær. Talið var 1 atkvæða- greiðslu rikisstarfsmanna um nýjan kjarasamning nú um helg- ina og sögðu 76,6% já, en 23.3% nei. Félagsmenn með atkvæðisrétt i þessari atkvæðagreiðslu voru 10.012. 4815 kusu eða 48%. Auöir og ógildir seðlar voru 112. Haraldur Steinþórsson sagði að þátttaka i atkvæðagreiðslunni hefði mátt vera betri.en á þáttök- unni væru þó skýringar, margir væru enn i sumarleyfum, einkum kennarar úti á landi, þar sem skólar hefjast ekki fyrr en um Framhald á bls. 13 Fjármálaráöherra ánœgöur með úrslitin: Vona að ASÍ fai ekki niiiini liakknn en BSRB ,,Ég er afskaplega ánægður með að þetta skuli vera komið á hreint og hve ótviræð afstaða féiagsmanna BSRB til samnings- ins var," sagði Ragnar Arnalds fjármálaráöherra I gær um niðurstöður atkvæðagreiðslu opinberra starfsmanna um nýjan kjarasamning. „Allt frá þvi rikisstjórnin tók við hefur það verið yfirlýst af hennar hálfu að ekki væri svig- rúm til almennra kauphækkana upp eftir öllum launastiganum, heldur bæri aö einbeita sér að neðri hluta launastigans og þessu var fylgt fram i samningunum við BSRB. Þaö eru þvi ótviræðir launajöfnunarsamningar.” — Nú telja ASl menn að launa- bilið hafi fremur aukist en hitt. ,,Já, að sjálfsögðu hefur það gerst meðan samið er viö BSRB en ekki ASÍ,” sagöi Ragnar. „Eg vona að þeir fái lika leiöréttingar sinna mála og að láglaunafólkiö i ASt fái ekki minni hækkun en BSRB fékk. Ég vil t.d. benda á að ef ASt fær „gólf” i samningum sinum geta þeir náð töluveröum hækkunum fyrir láglaunahóp- ana.” — AI Rokkað gegn vígamennsku — Þetta er stórviðburður i sögu islenskrar alþýöumenn- ingar, — sögðu aðstandendur hljómleika þeirra sem her- stöðvaandstæðingar efna til i Laugardalshöllinni á laugar- daginn, 13. september, undir yfirskriftinni ,,Rokk gegn her”. Þrjár vinsælar hljómsveitir munu koma fram á tónleikun- um: Mezzoforte, Utangarðs- menn og Þursaflokkurinn. Auk þess mun rokkleikhúsið Tára- gasRroða upp meö dagskrá sem unnin er upp úr heimildum um „gasbardagann’ á Austurvelli 30. mars 1949. Mikið verður um frumflutt efniá þessum tónieikum, þ.á.m. efni sem samið er sérstaklega fyrir tónleikana. Bubbi Mortens og Utangarðsmenn verða t.d. meö mörg lög og texta sem beint er gegn vigbúnaði og hernaðarbrölti ýmiskonar. Þetta verða siðustu tónleikar þeirra á þessu hausti, og efnið sem þeir flytja er m.a. af væntanlegri plötu sem kemur út i haust. Mezzoforte muneinnig gefa út plötu á næstunni og frumflytur mörg laganna af þeirri plötu á tónleikunum. ÞursaBokkurinn verður lika með nýtt efni, „splunkunýtt og hressilegt rokkprógramm i anda kvölds- ins” einsog það var orðað á blaðamannafundi með aðstand- endum „Rokk gegn her” i gær. A fundinum kom fram að hátt i hundrað manns taka þátt i undirbúningi tónleikanna. Leik- arar og áhugafólk standa fyrir óvæntum uppákomum af ýmsu tagi, bæði á tónleikunum og á ýmsum stöðum i bænum dagana fyrir tónleikana. Myndlistarfólk hefur einnig komið við sögu og gert sviðsmyndir og vegg- skreytingar. — Rokk gegn her visar ekki aðeins til ameríska hersins á Miðnesheiði, — sagði Þorlákur Kristinsson, einn af undirbún- ingsmönnúnum, — heldur hverskyns vigamennsku og hernaöarbrölts. Forsala á aðgöngumiðum er þegar hafin i hljómtækjaversi- unum Karnabæjar, Bókabúð Máls og menningar, Bóksölu stúdenta og i ýmsum skólum, en auk þess verða miöar seldir við innganginn. Miöaverðið er kr. 7000- („fyrir neöan sveitaballs- prisa” sagði Bubbi Mortens). Tónleikarnir hefjast kl. 21. á laugardagskvöldið og standa til miðnættis. — ih Frá blaöamannafundinum með aðstandendum „Rokk gegn her” I gær. A innfelldu myndinni eru „verndarar” fundarins. Ljósm. —gel—

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.