Þjóðviljinn - 09.09.1980, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 9. september 1980
Ýmsar nýjungar í vetrar-
starfi Alþýðubandalagsins
í Reykjavík
Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík hefur á síðustu
vikum undirbúið starf félagsins í vetur. Fram að ára-
mótum hefur verið ákveðið að leggja einkum áherslu á
undirbúning félagsins undir landsfund flokksins, sem
haldinn verður um miðjan nóvember og vinna að því að
auka með ýmsu móti samskipti félaga i ABR.
Margrét B j ö r n s d ó 11 i r ,
formaður félagsins, sagði i
samtali við blaðið að i sumar
heföi þrisvar sinnum verið gerð
tilraun með gönguferðir i
nágrenni Reykjavikur. Þessar
gönguferðir þóttu takast vel og
vera vel til þess fallnar að stuðla
að auknum kynnum félags-
manna, og hefur verið ákveðið að
það sérstaklega auglýst hverju
sinni i Þjóðviljanum. Hún lagði
áherslu á að fundir starfshópanna
væru öllum opnir, ekki siður
áhugamönnum um þessa mála-
flokka utan flokksins en félögum i
Alþýðubandalaginu, og hún vildi
sérstaklega hvetja fólk til þess að
koma á fræðslufundi jafnvel þótt
það gæfi sér ekki tima til vinnu i
Fjórir starfshópar
fyrir landsfundinn
halda þeim áfram, að sögn
Margrétar. Verða ferðirnar aug-
lýstar hverju sinni hér i Þjóðvilj-
anum.
Til nýmæla heyrir það einnig að
ákveðið hefur verið að deildir
félagsins sjái til skiptis um opin
hús að Grettisgötu 3 einu sinni i
mánuði. Verður fyrsta opna húsið
fimmtudaginn 11. þessa mánaðar
kl. 20.30. Þaö er Erlingur Viggós-
son, formaður 3. deildar, sem hef-
ur veg og vanda af fyrsta opna
húsinu.
„Hugmyndin er að á þessum
kvöldum verði ýmist umræður
um ákveðin mál og þá fengnir
til sérfróðir menn, — eða reynt að
brydda upp á einhverjum
skemmtilegheitum. Þessi kvöld
verða einnig auglýst sérstaklega i
Þjóðviljanum,” sagði Margrét
Björnsdóttir.
t þriðja lagi er. þaö nýtt i
starfinu að efnt verður til
meiriháttar haustfagnaðar á
vegum félagsins þann 4. október
næstkomandi, og verður hann
haldinn i húsi Rafveitunnar við
Artúnsblett. Þessir þættir i starf-
inu lúta sérstaklega að auknum
samskiptum félagsmanna, en
eins og áður sagöi hyggst félagið
beita sér i auknum mæli fyrir
stefnumarkandi starfi, bæði i
tengslum við ráðstefnu
miðstjórnar um þjóöfrelsismálin,
sem halda á i Reykjavik 25.
október, og i sambandi við lands-
fund flokksins 21. til 23. nóvember.
Öllum opnir
Margrét sagði að á stjórnar-
fundi i ágúst heföi veriö ákveðið
að koma á laggirnar fjórum
starfshópum til undirbúnings
félagsins fyrir landsfund. Þeir
munu starfa að kjördæmamálinu,
kjaramálum, utanrikismálum og
fjölskyidupólitik og leggja niður-
stöður sinar fyrir fulltrúaráös-
fund Alþýöubandalagsins i
Reykjavik, sem haldinn verður
um miðjan október.
Starfshóparnir eru þessa
dagana að hefja starfsemi sina og
sagði Margrét að auk stefnumót-
unar fyrir félagið i Reykjavik i
þessum málaflokki væri ætlunin
að fundir þeirra væru til fróöleiks
og fræðslu. I þvi skyni væri ætlun-
in að fá sérfrótt fólk til þess að
ílytja erindi og innleiða umræöur
á fundum starfshópanna og yrði
Umræður, fræðsla og stefnumótun í
kjaramálum, kjördæmamálum,
þjóðfrelsismálum og fjölskyldupólitík
Guöný Guðbjörnsdóttir prófessor
flytur erindi um fjölskyldupólitlk.
Hrafn Magnússon flutti erindi um
lifeyrismál I sl. viku i starfshópi
um kjaramál.
Erlingur Viggósson sér um fyrsta
opna húsið fimmtudaginn 11.
sept.
starfshópunum, sem sjálfir munu
ákveða starfshætti sina. Allar
nánari upplýsingar er að fá hjá
Kristjáni Valdimarssyni á skrif-
stofu félagsins að Grettisgötu 3,
en þar er siminn 17500.
Kjördæmamálið
Fulltrúi stjórnar i starfshópi
um kjördæmamálið er Skúli
Thoroddsen. Hann sagöi I samtali
að fyrsti fundur yröi næst-
komandi föstudag kl. 8 að Grettis-
götu 3. Til grundvallar umræðum
i hópunum væri lögð ályktun ráð-
stefnu Alþýöubandalagsins i
Reykjavik og kjördæmisráös AB
á Reykjanesi um kjördæmamál,
en hún var haldin i október á sl.
ári. Einnig væri áætlunin að fara i
gegnum álit stjórnarskrár-
nefndar. A fyrsta fundinum yrði
áöurnefnd ályktun kynnt og fjall-
að um hana. Markmiö starfs-
hópsins væri að ieggja fyrir hug-
myndir sinar á fulltrúaráðsfundi
félagsins og kynna þær flokks-
félögum um land allt fyrir lands-
fund.
Kjaramálin
I kjaramálahópnum eru full-
trúar stjórnar Kristin Guðbjörns-
dóttir, Asmundur S. Hilmarsson
og Þórarinn Magnússon. Þau
Asmundur og Kristin tjáðu
blaðinu að fyrsti fundur starfs-
hópsins hefði veriö haldinn i sl.
viku, þar sem Hrafn Magnússon
hefði flutt fróðlegt erindi um lif-
eyrissjóöamálin. Meöal umræðu-
efna sem ætlunin væri að taka
fyrir mætti nefna visitölumálin,
launaflokkaröðun, einföldun
launatexta, álagsgreiðslur og
félagslegar umbætur. Þau sögðu
að gert væri ráð fyrir vikulegum
fundum og aö reynt yrði aö fá sér-
fróða menn til þess að innleiöa
umræður á hverjum fundi. Þau
kváöust ekki ætla sér þá dul að
starfshópurinn byggi til nýja
launamálastefnu, en kjaramálin
væru orðin svo flókinn vefur að
nauðsynlegt væri aö kynna sér
þau vel. Hvöttu þau sérstaklega
til þess að virkir féllagar i
Alþýðubandalaginu innan verka-
lýðsfélaganna létu sig ekki vanta
á fundi kjaramálahópsins.
Þjóðfrelsismálin
1 utanrikismálahópnum verður
einkum rætt um herstöðva- og
þjóðfrelsismálin, með sérstöku
tilliti til þess að miöstjórn flokks-
ins hefur boðað til ráðstefnu um
þjóðfrelsismál 25. október nk.
Arthur Morthens sem er fulltrúi
stjórnar i þessum hópi sagði að
ætlunin væri aö taka fyrir helstu
leiðir sem uppi heföu verið i her-
stöðvamálinu að undanförnu, svo
sem einangrun hersins, friðlýs-
ingu, stefnuna um brottför i
áföngum og hugmyndina um
þjóðaratkvæði. Einnig væri ætl-
unin að ræða málefni eins og
Samtök herstöðvaandstæðinga og
tengsl þeirra við Alþýöubanda-
lagið, svo og um verkalýðshreyf-
inguna og þjóðfrelsismálin. Loks
Kulltrúar stjórnar ABR I starfs-
hópunum fjórum ásamt
formanni. Frá v. Margrét Björns-
dóttir, Kristin Guðbjörnsdóttir,
Skúli Thoroddsen, Astnundur
Hilmarsson og Kristján Valdi-
marsson, starfsmaður félagsins.
A myndina vantar Arthur
Morthens úr utanríkismálahópi
og Þórunni Klemensdóttur úr
starfshópi um fjölskyldupólitik.
Ljósm. eik.
myndi hópurinn huga að breytt-
um viðhorfum i vigbúnaði á
Norður-Atlantshafi og stöðu
Keflavikurherstöðvarinnar i þvi
ljósi. Fyrsti fundur i starfshópi
um utanrikismál verður i kvöld
að Grettisgötu 3 ki. 20.30. Niður-
stöður starfshópsins verða kynnt-
ar á fulltrúaráðsfundi félagsins i
október.
Fjölskyldupólitík
Kl. 20.30 nk. fimmtudag kemur
starfshópur um fjölskyldupólitik
saman i fyrsta sinn að Grettis-
götu 3. Þórunn Klemensdóttir
sem ásamt Eddu óskarsdóttur er
fulltrúi stjórnar i þessum starfs-
hópi, sagði i gær að á þessum
fyrsta fundi myndi Guðný
Guðbjörnsdóttir prófessor flytja
stutt erindi um skilgreiningu á
hugtakinu fjölskyldupólitik og
þróun og stöðu slikra mála i
nálægum löndum.
Þórunn sagði að markmið
þessa starfshóps væri að fá upp
umræöu um þær aðgerðir
stjórnvalda sem á einn eða annan
hátt snerta fjölskylduna. Undir
þetta kæmu margir málaflokkar,
svo sem húsnæðismál, skólamál,
dagvistunarmal, heilsugæslumál,
skattamál, kjaramál, vinnutimi
og vinnutilhögun o.fl. Venjulega
væri fjallað um þessi mál hvert i
sinu lagi innan flokksins, en
starfshópurinn myndi ræða þau
sem eina heild út frá sjónarhóli
fjölskyldunnar. Þórunn benti á að
hjá öðrum þjóðum væri viða til
fjölskylduráðuneyti og nokkuð
heilsteypt fjölskyldupólitik, en
hér heyröu þessi mál undir ýmis
ráðuneyti og stofnanir, og þörf
væri á umræöu um samræmdari
stefnu en hér hefur rikt. Margir
hópar I þjóðfélaginu heföu látiö
sig skipta einstaka þætti þessa
sviðs, og vildi Þórunn sérstaklega
beina þvi til áhugasamra utan
flokks, að taka þátt I starfi hóps-
ins um fjölskyldupólitik, sem
væri öllum opin þvi mikilvægt
væri að sem flest og ólikust
sjónarmið heyrðust, er reynt væri
að móta heildarstefnu um þessi
mál. Þátttaka i starfshópnum
væri kjörið tækifæri til þess að
hafa áhrif á stefnumótun stjórn-
málaflokks á mikilvægu sviði
strax á frumstigi.
Þess skal að lokum getið að
fréttabréf er nýlega útgengið til
félagsmanna i ABR, og eru þar
nánari upplýsingar um starfshóp-
ana og starfsemi félagsins fram
aö áramótum.
— ekh