Þjóðviljinn - 03.10.1980, Page 5

Þjóðviljinn - 03.10.1980, Page 5
Föstudagur 3. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Sigrar vinstrisinna í Verkamannaflokknum breska: Samþykkja einhlida kjarnorkuafvopnun og úrsögn úr EBE Söguleg tlöindi eru að gerast á ársfundi Verkamannaflokksins breska sem fer fram þessa dag- ana i Blackpool. Vinstri armur fiokksins, undir forystu Tony Benn , fyrrum iðnaöar- ráðherra, hefur bersýnilega sótt mjög á og hefur fengiö því framgengt, að einhliða kjarn- orkuafvopnun Breta veröi á kosningastefnuskrá flokksins fyrir kosningarnar 1984. Þetta gerðist i gær, en i fyrradag fengu vinstrisinnar þvi fram- gengt að úrsögn Bretlands úr Efnahagsbandalaginu yrði að verða eitt af forgangsmálum fiokksins ef hann vinnur kosningarnar 1984. Þetta eru merkileg tiöindi og gætu verið undanfari þess, að Verkamannafiokkurinn klofn- aði. en hann er, vegna hins breska kosningafyrirkomulags, sem mismunar mjög öllum flokkum öðrum en þeirri tveim stærstu, einskonar „regnhlif” yfir ólika hópa, allt frá hægri- krötum til róttækra sósialista. Enn er óráðið um aðferðir við kjör flokksleiðtoga Forystukreppa Samþykktir ársfunda flokks- ins,ein s og þ ær sem a ð ofa n v oru nefndar, eru aö sönnu ekki bind- andi fyrir rikisstjórn flokksins. En þá má þvi ekki gleyma, að i hörðum átökum milli vinstri og hægrimanna i flokknum er eitt helsta átakaefnið einmitt það, hve mikið eftirlit flokksforystan munhafa með pólitik þeirri sem flokkurinn rekur á hverjum tima — og hvernig þessi forysta verður valin. t fyrrinótt var það samþykkt með naumum meirihluta at- kvæða, aö kjörgengi til leiðtoga flokksins, sem hingað til hefur verið bundið við þingmenn, muni einnig ná til virkra flokks- félaga og verklýðsforingja. Þetta er túlkað sem meiriháttar sigurfyrir vinstrisinna i baráttu þeirra fyrir þvi, að forystan, sem jafnan hefur verið hægra megin i flokknum, verði i aukn- um mæli að bera ábyrgð gagn- vart óbreyttum flokksmönnum. Siðan tóku við langar vöku- stundir með baktjaldamakki og hornaráöstefnum. Og eftir það þóf höfnuöu fulltrúar á flokks- fundinum þrem mismunandi til- lögum um það, hvernig kosning- um til forystu skyldi hagað. t fjórðu atrennu féllust þeir á þaö að fresta málinu til næsta árs. Ótti hægrikrata Þetta mál verður jafn stórt og heitt og raun ber vitni vegna þess, að gert hafði verið ráð fyrir þvi að James Callaghan segði af sér sem leiðtogi flokks- ins nú i haust, en hann er nú 68 ára gamall. Hægrisinnar óttast þaö mjög, að nýjar kosningaað- ferðir muni setja i leittoga- sæti fyrrgreindan Tony Benn, sem þeir telja alltof róttækan til að flokkurinn gæti unniö kosningar undir hans forystu. Tony Benn var m.a. þekktur fyrir það i sinni ráðherratið að styðja við bakið á verkamönn- um sem höfðu tekiö aö sér að reka fyrirtæki á eigin ábyrgð sem eigendurnir höfðu lokaö. Samþykkt Verkamanna- flokksins um úrsögn úr Efna- hagsbandalaginu hefur þegar vakið upp ugg með sósialdemó- krötum á meginlandinu — m.a. hafa flokkarnir i Þýskalandi og Belgfu þegar sent frá sér sér- stakar samþykktir um málið. Stórtiðindi Þvi hefur verið spáð undan- farin misseri að mjög væri nú reynt á þanþol breska Verka- mannaflokksins og mjög væri tvisýnt um það hvort tækist að koma i veg fyrir klofning i hon- Tony Benn; hægrisinnar segja að flokkurinn gæti aldrei sigrað i kosningum undir forystu svo róttæks manns. Callaghan; er að hætta, og um leiöer sterkur þrýstingur á auk- in áhrif óbreyttra á forystuna. um. Atvik gætu farið svo, að vinstrisinnar næðu meirihluta og hægrimenn yfirgæfu flokk- inn, eins og Shú-ley Williams, fyrrum menntamálaráðherra, hefur reyndar hótaö nú þegar. Þá væri komin upp ný staða i breskum stjórnmálum sem af- drifarík gæti orðið i Evrópu: þeim sósialiskum hreyfingum sem eru til vinstri við hefð- bundna sósíaldemókratiska stefnu hefði bæst mikill og merkur liðsauki. —áb. Er hœtta á olíuverðhœkkunum?: IEA telur sig frið fram yfir hafa tryggt áramót Meðan áþreifingar fara fram um það, hvort takast megi að koma á vopnahléi á landamærum iraks og írans og með hvaöa skil- málum, hafa fulltrúar hclstu oliu- neyslurikja vesturlanda þingað um ástandið nieð það fyrir augum að koma i veg fyrir brask með oliu og þar með stórhækkun verðs á þeirri oliu sem seld er utan við langtimasamninga — og þar með á Rotterdamverði þvi sem við islendingar könnumst vel við. Fundur um þessi mál var hald- inn i Paris. Þar komu saman full- trúar 21 rikis i svonefndu IEA, International Energy Agency.til að ræða áhrif striðsins fyrir botni Persaflóa á oliuverðið. Fundar- menn lögðu áherslu á það i skýrslu sem birt var á þriðjudag, að miklu auðveldara væri nú að glima við oliuskort en i ársbyrjun 1979 þegar fall transkeisara íeiddi til þess að verðlag á „skyndi- mörkuðum” þaut upp vegna hins Blað- bera- bíó Hawai-stúlkan, bráðskemmtileg lit- mynd með islenskum texta. Sýnd í Hafnar- bíói á morgun kl. 1 eins og venjulega! almenna ótta sem þá fór um mörg Vesturlönd. IEA metur svo stööuna nú, að striðið kosti 3.9 miljónir tunna af oliu á dag, og er obbinn af þvi magni frá trak. Þetta er.u um átta prósent af daglegri oliuneyslu allra þeirra rikja sem ekki lúta stjórn kommúnistaflokka. Þessu tapi telja fulltrúar hjá IEA aö megi mæta með þvi, að fram yfir áramót eru nægar birgðir til i helstu oliuneyslurikjum til að koma á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. Auk þess vonast þeir til, að sum önnur OPEC-riki auki framleiðslu sina nokkuð meðan á núverar.di kreppu stendur með það fyrir augum að lengja þann frest sem oliuneyslu- lönd hafa,áður en komið er að „áhættuástandi” eins og það heitir. Sá ótti hafði verið látinn i ljós. að þeir oliukaupendur, sem hafa fengið drjúgan hluta af innflutn- ingi sinum eimitt frá stvrjaldar- rikjunum tveim,mundu nú snúa sér i auknum mæli til Rotterdam- markaðarins eða hliðstæðra markaða. En IEA hefur bersýni- lega reynt að ganga svo frá hnútum i kyrrþey að allir heistu neytendur gætu verið óhræddir um sig um allangan tima enn. Hitt er svo annað mal, aö við Hormuzsund fjölgar nú óðum þeim oliuskipum, sem ekkitáræða inn á Persaflóa eftir oliu, þrátt fyrir fyrirheit írana um að sigl- ingar um flóann séu hættulausar. 1 gær voru þau yfir þrjátiu tals- ins, og ef ótti skipafélaga við óhöpp,— oghá vátryggingargjöld, dregur með þessum hætti jafnt og þétt úr oliuflutningum, þá er hætt við aö áform IEA standist ekki lengi. —áb CTÁD kJ JL \JJK Við rýmum fyrir væntanlegum M ATV ÖRUMARK AÐI og seljum þessa viku öil HÚSGÖGN OG GÓLFTEPPI á sérstöku afsláttarverði og auk þess með einstæðum greiðslukjörum Útborgun allt niður í 25% og eftir- stöðvar lánum við í alltað 10 mánuði Opið föstudaga til kL 22 Opið laugardaga kl. 9—12 Innlend húsgögn: Staðgr.afsl. 15% Innflutt húsgögn: Staðgr.afsl. 15% Teppi: Staðgnafsl. 10 % / a Afsláttur kaupsamningum: 5% Hringbraut 121 Sími 10600

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.