Þjóðviljinn - 07.10.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.10.1980, Blaðsíða 1
PWÐVnnNN Þriðjudagur 7. októberl980 — 225. tbl. 45. árg. Prentaradeilan: Þokast hægt //Það þokast hægt i samkomulagsátt, en þó er ekki séð fyrir endann á þessu", sagði Guðlaugur r Nýtt dag- heimUI í Fella- hverfi Nýtt dagheimili, Iöuborg, hef- ur tekiö til starfa I Fellahverfi i Breiöholti. Þar er rými fyrir 91 barn á tveimur leikskóladeild- um og einni dagheimilisdeild, og er þaö nýjung hér á landi, aö leikskóli og dagheimili séu undir sama þaki. Húsiö er byggt eftir teikning- um sem unnar voru fyrir menntamálaráöuneytiö af arkitektunum Guömundi Kr. Guömundssyni og Ölafi Sigurös- syni. Veriö er aö ljúka byggingu tveggja samskonar heimila, sem einnig eru i Breiöholti, og veröa þau bæöi tekin i notkun fyrir áramót. Einnig veröur skóladagheimili opnað i Breiöholti á næstunni, en i haust Þessi ungi herra var i hópi þeirra yngstu á dagheimilisdeildinni I Iöuborg. Ljósm. tók til starfa nýtt skóla- dagheimili i Austurbæjarskól- anum. Aö öllu þessu meðtöldu bætast þvi 270 pláss á dagvistar- stofnunum fyrir börn á forskólaaldri og 42 pláss á skóladagheimilum á þessu ári, og er það umtalsverö aukning. — ih. Alvarlegasta félagslega vandamálið i Reykjavik: Fimmtíu neyöartilfelli aldraðra sjúklinga Bygging B-álmunnar og hjúkrunarheimilisins hafin Aðstaða aldraðra lang- legusjúklinga er alvarlegasta félagslega vandamálið i Reykjavik og verður að grípa til skammtímaráðstafana til að leysa það þar til B-álma Borga rspita la ns og hjúkrunarheimilið á Hei Isuverndar- stöðvarreitnum eru komin i gagnið. Þetta er ein af niðurstöðum ráðstefnu Alþýðubandalagsins um borgarmál, sem haldin var um síðustu helgi. Nánar er greint frá ráðstefnunni á bls. 3. Guörún Helgadóttir borgar- fulltrúi greindi frá þvi á fundinum aö nú biöu 50 neyöartilfelli aldr- aöra sjúklinga úrlausnar Félags- málastofnunar en i þvi efni væri fátt til bjargar. t þessum tilfellum er um aö ræöa fólk, sem ekki á neina að, en önnur tilfelli sem einnig þarfnast skjótrar úrlausn- ar en eru þó ekki eins brýn skipta hundruðum. Mikiö var rætt um það skipulag sem nú er á öldrunarþjónustu i borginni, elliheimili einkaframtaksins, sjúkrahúsþjónustu viö aldraða langlegusjúklinga, heimahjúkrun og dyalarheimili borgarinnar, en þau eru sem kunnugt er einkum ætluö fólki sem ekki þarf stööuga umönnun. Þaö sem af er kjörtimabili vinstri meirihlutans i Reykjavik Er Tjörnin aö breytast I heita uppsprettu eöa hvaö er á seyöi? 1 gær lagöi gufu upp af Tjörninni og þegar betur var aö gáö, reyndist vatniö ylvolgt. Skýringuna gat aö líta handan Hringbrautarinnar, þar haföi vatnsæö sprungiö og rann sjóöandi vatn út ilækinn og þaöan ITjörnina. Nokkrar endur komu á vettvang til aö kanna máliö, en kunnu greinilega ckki of vel viö sig i gufunni og flugu á braut. — Ljósm: gel B-álma Borgarspitalans kemst gagniö eftir 2-4 ár. hefur töluvert þokast i málefnum aldraöra. Tvö ný dvalarheimili hafa verið tekin i notkun viö Lönguhliö og Dalbraut og hafin er bygging fyrsta hjúkrunar- heimilisins viö Droplaugarstig (milli Barónsstigs og Snorra- brautar). Heimahjúkrun hefur verið efld og tekist hefur góö samvinna félags- og heilbrigðis- þjónustunnar um vistun ellilif- eyrisþega á vegum borgarinnar. Hæst ber þó aö nú eru aö hefjast framkvæmdir við B-álmu Borgarspitaians sem mun koma til meö að hýsa langlegusjúklinga og veröur uppsteypu hennar lokiö á næsta ári. Adda Bára Sigfúsdóttir, formaöur heilbrigöismálaráös borgarinnar og Svavar Gestsson, heilbrigöisráðherra sögöu að þó hér væri um mikilsverða áfanga aö ræöa, væri greinilegt aö hversu mjög sem þessum bygg- ingum yröi hraöaö yröu þær ekki komnar i notkun fyrr en eftir 2—4 ár. Yröi þvi aö gripa til annarra ráöstafana i millitiöinni. Varö þaö sameiginleg niöurstaöa fundarins aö Alþýöubandalagiö i borgarstjórn myndi beita sér fyrir úrlausnum i þessu efni, t.d. með þvi aö taka á leigu eöa kaupa húsnæöi sem hentaöi til þessarar þjónustu. — AI. Þorvaldsson, rikisssátta- semjari í gær um deilu bókagerðarmanna. Stööugir fundir voru i deilunni alla helgina og til stóö aö halda þeim áfram i gærdag en var frestaö til kvölds aö beiöni prentara sem héldu fund kl. 17 i gær. Aö ööru leyti sagði Guölaugur Þorvaldsson aö litiö væri aö frétta af samningamálunum. Um helg- ina voru fundir meö ýmsum minni félögunum, sem eru utan landssambanda, en enginn fundur hefur enn veriö boöaöur meö aöalsamninganefndum ASl og VVSI. Bjóst rikissáttasemjari viö þvi aö boöa til fundar þessara aöila eftir aö 43ja manna samn- inganefnd ASl hefur komið saman I dag. — AI. Y eröur gripid til verk- falla? 43ja manna samninganefnd Alþýöusambands tslands kemur saman i húsakynnum sátta- semjara kl. 14 i dag og veröur þar rætt um stööuna i samningamái- unum. Sem kunnugt er lýsti 14 manna samninganefd ASl þvi yfir fyrir helgina aö engin ástæöa væri til aö boöa til frekari funda aö óbreyttri afstööu at- vinnurekenda og eru samninga- menn Alþýöusam bandsins og félagsmenn þeirra orönir lang- þreyttir á þvi þófi sem atvinnu- rekendur halda uppi. Er jafnvel búist viö aö niöurstaöa fundarins i dag veröi aö gripa þurfi til verkfalla til aö knýja þá aftur aö samningaborðinu. Asmundur Stefánsson framkvæmdastjóri ASÍ sagöi aö 14 manna samninganefndin myndi hittast fyrir fundinn i dag og myndi hún gera grein fyrir stöðunni eins og hún nú er i samn- ingamálunum. Sagðist hann búast við aö á grundvelli umræöna um skýrslu 14 manna Framhald á bls. 1 3 j Stjarna Gunnars er skær i t könnun sem Dagblaöiö geröi fyrir rúmri viku og birti I gær, kemur fram, aö 63% stuöningamanna Sjálf- stæöisflokksins styöja Gunnar Thoroddsen for- sætisráðherra, en 36,7% styöja Geir Hallgrimsson formann flokksins. Af stuðningamönnum Sjálfstæöisflokksins sögöust 50,6% styöja Gunnar, 29,4% Geir og 20% tóku ekki af- stööu. Af öllu 600 manna úrtakinu sagöist 61% styöja Gunnar fremur en Geir, 14,3% Geir og 24,7% voru óákveönir. Ef miöaö er viö allt úrtakiö, styöur 81% þeirra sem af- stööu tóku Gunnar og 19% Geir. Spurning blaösins var: Hvorn stjórnmálamanninn styöur þú frekar, Geir Hall- grimsson eöa Gunnar Thoroddsen? — Og svörin sýna augljósa yfirburöi Gunnars I þessari vinsælda- kosningu eöa „stjörnu- messu” Dagblaösins. — eös

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.