Þjóðviljinn - 07.10.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.10.1980, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 7. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Fréttaskýring Stjómaijlokkaniir sigruðu í Vestur-Þýskalandi: Leiftursókn hins sterka manns hafnað Svo fór sem spáð hafði verið: Þingkosningarnar i Vestur-Þýskalandi leiddu ekki til stórfelldra breyt- inga. Samsteypustjórn sósialdemókrata og frjálsra demókrata mun sitja áfram undir forystu Helmuts Schmidts. Stjórnarandstaðan, hið kristilega hægri- sinnaða tviflokkabandalag CDU, CSU, tapaði all- miklu fylgi og hefur ekki notið jafn litillar hylli og nú, síðan 1949. Sósialdemókratar fengu nú tæp 43% atkvæða, bættu ögn við sig og fjórum þingsætum — hafa nú 218. Samstarfsflokkur þeirra, frjálslyndir, sem lúta forystu Genschers utanrikisráðherra, bættu mestu við sig, fór sá flokkur úr 7,9% atkvæða i 10,9% og bætir við sig 14 þingsætum, fær 53. Kristilegu hægriflokkarnir fá alls 44,5% atkvæða, tapa 4,1% og þrettán þingsætum, fá 226. Sam- kvæmt þessu hafa ýmsir smá- flokkar fengið samtals 2% at- kvæða, og má gera ráð fyrir þvi að obbinn af þeim hafi farið til Græningjanna, umhverfis- verndarflokksins. Flokkur þarf að fá fimm prósent til að komast á þing i Vestur-Þýskalandi. Það sem gerst hefur er i stórum dráttum það, að hluti kjósenda kristilega flokksins hefur ílutt sig um set og yfir á miðju þýskra stjórnmála til að láta i ljósi óá- nægju sina með málflutning og stefnu kanslaraefnis hægra bandalagsins Franz-Josefs Strauss. Ósigur Strauss er mjög ótviræður: Hann tapar, enda þótt hann eigi i höggi við stjórn sem hefur setið alllengi og þurft að glima við vaxandi efnahagslega örðugleika eins og svo margar stjórnir aðrar: 1 þvi andrúmslofti reynist einatt auðveit að laða til sin ef ekki nýja stuðningsmenn þá a.m.k. óánægju þeirra sem vilja „refsa” stjórninni með einhverj- um hætti. Þetta tekst Strauss alls ekki. Meira en svo: Hann fælir fólk frá sér i stórum stO. Hart deilt um tollfrelsi á ferjum: Standa samgöngur eða falla á ódýra brenni- víninu á milli hafna? Skattanefpd sænska þingsins hefur hleypt miklum skrekk i ilt- geröarfyrirtæki. Hún hefur beint sinu kastljósi að brennivinsferð- unum svonefndu: stuttum ferð- um, einatt til Alandseyja, sem eru ekki tii annars farnar en að drekka um borð og koma með skammt af ótolluðu áfengi og tóbaki, sem seit er um borö — og smygla einhverju i viðbót, ef hægt er. Nefndin telur sig m.a. hafa komist að þvi að einatt séu regl- ur brotnar i sambandi við slikar ferðir — t.d. eiga menn að hafa haft næturgistingu á Alands- eyjum (sem tilheyra Finnlandi) til að geta haft með sér frihafnar- áfengi á leiðinni til baka, en einatt er farið i kringum þetta. Nefndin tekur i skýrslu sinni dæmi af einni einustu ferju, sem hafi á einu ári tekið um borð 196 þúsundir litra af sterkum drykkjum, 107 þús. litra af vini og 33 miljónir af sigarettum. Gert er ráð fyrir, að af þessu magni hafi verið smyglaöinnmagni sem svarartil þess að sænska rikiö hafi tapað fjórum miljörðum islenskra króna i tolltekjur og vel það. Mikið fé er i húfi. Hér er um mikla sölu að ræða ogmikla hagsmuni. 1 fyrra voru á ferjuleiöum milli Norðurlanda- hafna seldar um sjö miljónir litra. af sterum drykkjum og þaö er um helmingsaukning á fimm árúm. Um helmingur þessara viöskipta fer fram á ferjum sem ganga á milli Finnlands og Svlþjóðar. Þegar umferð er sem mest súpa mennásænskum ferjum þriðjung af öllu þvi vini sem Uthellt er á öllum vertshUsum I landi. Margt likt með skyldum Að einhverju leyti minnir ósigur Strauss á þau vonbrigði sem Sjálfstæðisflokkurinn varð fyrir með sina leiftursókn i kosningunum i fyrra. Strauss var mjög herskár og illskeyttur i mál- flutningi eins og nýfrjálshyggju- menn svonefndir og harðir Nató- vinir hér heima eru einnig að reyna að manna sig til að vera. Strauss finnst samstjórn hins stóra verkalýðsflokks og frjáls- lyndra alltof lin og auðsveip Rússum: Ýmsa helstu forystu- menn sósialdemókrata kallaði hann jafnan „Moskvuklikuna” i málflutningi sinum. Strauss þótti aldrei nóg vigbúist, eldflauga- skógurinn i Evrópu miðri hvergi nógu þéttur. Strauss var gall- harður kjarnorkupostuli og hædd- ist mjög að Schmidt kanslara fyrir að hann væri svo aumur að taka tillit til „óraunsæis og yfir- gangs” vinstrisinna og um- hverfisvina i sinum flokki. Franz-Josef Strauss: Hann talaði mál sem hljómar furöu kunnug- lega i eyrum — enda var honum hafnaö. Strauss reyndi eftir föngum að stimpla sem úrhrök og glæpa- menn róttækt æskufólk af ýmsu tagi, hann blés og eftir föngum i móðursýkiseld gegn „sósíalisk- um ofstækiskennurum sem mis- nota börn vor i hugmyndafræði- legum tilraunum”. Með öðrum orðum: það má hæglega finna hliðstæður milli boðskapar Strauss og háværustu fylgismanna hans og svo ung- tyrkja Sjálfstæðisflokksins hér heima, einkum þegar þeir fallast i faðma við þann menningar- fjandskapsem á sérsamnefnara i Svarthöfða Visis. „Þýskir kjós- endur kunna að álykta sem svo að þeir þurfi einmitt á slikum manni að halda til að halda öfgamönnum til hægri og vinstri i skefjum” segir Björn Bjarnason i frétta- skýringu i Morgunblaðinu daginn fyrir kosningar. Þýskir kjósendur svöruðu þeirri málaleitan neit- andi fyrir sinn hatt. Þeir voru ekki i neinum vinstriham, en þeir höfnuðu þeirri hægrisveiflu sem nú um hrið hefur farið eyðandi eldi um Bretland undir stjórn Margaret Thatchers — og nú um helgina náði nokkrum árangri i snauðu Suður-Evrópulandi, Portúgal. — áb. Kannski tapa Sviar 60—70 miljörðum króna eða sem þvi svarar i tolltekjum á ári vegna þess arna — er slikur reikningur þóvarasamur að þvi leyti,að ekki er víst að menn drekki jafnmikið á fullu verði i landi og þeir drekka á sérstökum brennivinsreisum milli Norður- landabafna. Við ramman reip að draga En þeir sem vilja breyta ein- hverju i þessu efni eiga við rammanreip aödraga ; útgerðar- fyrirtækin, ferðaskrifstofur, gott ef ekki áhugamenn um norrænar kynnisferðir eru allir mjög smeykir við aðsprúttireisur verði niður skornar. Þeir segja að það þurfi að leggja ferjum, atvinnu- leysi muni aukast, samgöngur versna. Skattanefndirnar spyrja á móti: af hverju á rikið að gefa út- gerðarfélögum frjálsar hendur i þessum efnum? Þau geta tekið um borö t.d. brennivfnsflöskuna á ca 1000 krónur — og selt hana svo á því veröi sem þeim sýnist, og vitanlega á hærra veröi en „fri- hafnarveröi” á börum skipanna. Hvers vegna á útgerðin ekki að standa undir sinum kostnaði sjálf? Hvers vegna eiga Alands- eyjar að lifa á brennivínsferðum Svia? Þvi ekki Gotland —- eða Jamtaland? Málið er 1 athugun. Þegar fyrir meira en tuttugu árum komst norræn þingnefnd aö þvi, að ferðalög milli Norðurlanda ættu að jafngilda feröalögum innan-- lands. En þaö hafa menn ekki árætt að standa við i verki. (ByggtáDN) á fullri ferd.. á framfidarstadinn Ármúla 40 sími 83833 Þar opnum við í dag verslun okkar í nýjum húsakynnum, þar sem aðstaða öll og innrétt- ingar er mun hagstæðari en á gamla staðnum. Við bjóðum hreinlætistæki í okkar viður- kenndu merkjum, Ideal Standard og Royal Sphinx, auk alls annars í baðherbergið. Hjá okkur fást þéttiefni svo og allt til pípulagna. Verið velkomin að líta á nýja staðinn og þær vörur sem við höfum á boðstólum. J. ÞORLAKSSON OC NORÐMANN H.F Ármúla 40 — sími 83833

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.