Þjóðviljinn - 07.10.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.10.1980, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 7. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Kjörtímabil vinstri meirihlutans hálfnad: Gunnar H. Gunnarsson, Guðrún Agústsdóttir, Siguröur Harðar> son, Sigurður G. Tómasson, Guðrún Haligrimsdóttir og Ólafur R. Grfmsson. Siguröur G. Tómasson, Ólafur R. Grimsson, Kristvin Krist insson, Ingóifur H. Ingólfsson, Hörður Bergmann, Guðmundur Þ. Jónsson, Hrafn Magnússon og Kristin Guðbjörnsdóttir. Hvað hefur áunnist og hvað er framundan voru umræðuefnin á ráð- stefnu ABR um borgarmál Adda Bára Sigfúsdóttir, Sigurjón Pétursson, Kristján Valdimars- son, Arthúr Morthens, Guðrún Heigadóttir og Þórunn Klemens- dóttir. A þessu ári verða teknar í notkun fjórar nýjar dagvistar- stofnanir i Reykjavik og opnaö hefur verið nýtt skóladagheimili i Austurbæjarskóla, sem rekiö er meö nýju sniði i nánum tcngslum við skólann. t fyrsta sinn hafa sérfróðir menn gert könnun og tillögur um innra skipuiag dagvistarstofnana og liggur álit þeirrar nefndar nú fyrir félagsmálaráði borgar- innar. Nefnd sem vinnur aö til- lögum um framtíöaruppbygg- ingu dagvistarstofnana i borg- inni er að skila af sér störfum og dagmömmukerfið hefur veriö sameinað dagvistarþjónustu borgarinnar. Þetta eru m.a. þeir áfangar sem staldrað var viö á ráðstefnu Alþýðubandalagsins i Reykja- vik um siðustu helgken þá sátu borgarfulltrúar, borgarmálaráð félagsins, þingmenn og stjórn ásamt fulltrúum ABR i nefnd- um á vegum borgarinnar á rök- stólum. Var rætt um hvað áunn- ist hefur það sem af er kjör- timabilinu og horft fram á við með stefnumörkun til langs tima og næsta mánaða i huga. I upphafi ráðstefnunnar gaf Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar yfiriit yfir þá þætti sem hann taldi hafa áunn- ist frá þvi núverandi meirihluti vinstri manna 1 borgarstjórn Reykjavikur var myndaður i byrjun júni 1978. Tók hann til a dæmis um ávinninga bætta | stöðu i atvinnumálum borgar- innar, tvo nýja togara til Bæjar- útgerðarinnar og ákvarðanir um frekari uppbyggingu fyrir- tækisins sem i fyrsta sinn skilaði hagnaði á siðasta ári. bá vék Sigurjón að breyttum bæjarbrag i Reykjavík fjörugra götulifi og uppákomu sem borgarstjórn hefur stuðlað að með ýmsum hætti. bá minnti hann á nýjar og sanngjarnar reglur um lóðaúthlutun, ákvörðun um að veita lista- mönnum starfslaun á vegum borgarinnar, rekstur tveggja bifreiða fyrir fatlaða og upp- byggingu B-álmu Borgarspital- ans auk fjölda annarra áfanga. Sigurjón fjallaði einnig um fjárhagsstööu borgarinnar eftir viðskilnað ihaldsins, hvað áunn- ist hefði i bættri fjármálastefnu og horfurnar i fjármáum borgarinnar á næstu árum. Adda Bára Sigfúsdóttir. borgarfulltrúi, ræddi þessu næst um vinnubrögö og starfshætti félagsins að borgarmálum, en borgarmálaráð hefur haldiö meira en vikulega fundi frá myndun meirihlutans. Hún fjallaði einnig um hvernig tengslum við borgarbúa og starfsmenn borgarinnar er háttað og sagöi brýnt að halda opna fundi með borgarbúum i hinum ýmsu hverfum til þess að kynna störf borgarstjórnar og kynnast viðhorfum borgarbúa til þeirra beint. Þá vék hún einnig aö stjórnkerfi borgar- innar en borgarstjórn sam- þykkti s.l. fimmtudag tillögu um að þau yrði endurskoðað. Eftir tölur þeirra Sigurjóns og Oddu uröu miklar umræður en á siðara hluta ráöstefnunar var einkum fjallað um hvaö leggja beri áherslu á i starfi Alþýðu- bandalagsins að borgarmálum þaö sem eftir lifir kjörtimabils- ins. Sigurður Ilarðarson for- maður skipulagsnefndar gerði grein fyrir þvi sem framundan er I störfum nefndarinnar og Borgarskipulagsins, rakti helstu ákvaröanir sem þegar hafa verið teknar i þeim efnum, fjallaði um lóðaúthlutanir og breytt viðhorf i byggðaþróun vegna orkukreppu. Guðrún Agústsdóttir formaöur stjórnar SVR fjallaöi um málefni strætisvagnanna og Alfheiður Ingadóttirformaður umhverfis- málaráðs gerði grein fyrir þeim verkefnum sem þar eru fram- undan. Guðrún Heigadóttir, borgar- fulltrúi fjallaði þessu næst um starfið fram að næstu kosning- um og hvaö leggja bæri áherslu á. Þórunn Klemensdóttir kynnti tillögur stjórnar ABR i þeim efnum og aö tölum þeirra lokn- um stóðu umræður i nokkra tima. Voru þær hinar fjörugustu og verða niðurstöður fundarins til nánari umfjöllunar i borgar- málaráði félagsins og á félags- fundum á næstunni. — Ai L eigjendasam tökin um leiguhækkun á stúdentagöröunum: Níðings- skapur af stjórn F.S. Stjórn Félagsstofnunar stúdenta hefur ákveðið að hskka leigu á stúdentagörðunum úr 18 þús. krónum 145 þúsund á mánuði fyrir einstakiinga og á hjónagörö- unum úr 42 þús. kr. á mánuði I 70 þúsund. Eins og fram kom i Þjóðviljan- um mótmæltu Garðbúar fyrir- hugaðri hækkun, en hún var siðan ákveðin fyrir helgina og hafa Leigjendasamtökin nú sent frá sér eftirfarandi ályktun af þessu tilefni: „Flestum er kunnugt hvernig hið opinbera hefur alla tið hunsaö þjóðfélagshóp þann sem kýs aö leigja sér húsnæði. Þaö er mjög vitavert af hálfu rikisvaldsins að hafa ekki leyst úr þörfum þessa hóps svo viðunandi sé. Nú er svo komið, að ástandið á leigumark- aðnum er vægast sagt mjög al- varlegt og húsaleiga rýkur upp úr öllu valdi. Ljigjendasamtökin telja það niðingsskap af hálfu stjórnar Félagsstofnunar stúdenta að hækka leiguna á stúdentagörðum og hjónagörðum langt umfram það sem löglegt geti talist. tbúar garðanna eru i flestum tilfellum komnir utan af landi og eiga þvi erfitt um vik. Leigjendasamtökin telja það slæmt fordæmi af hálfu Félagsstofnunar stúdenta að hækka leiguverð i skjóli mikillar um fra mef tirspurnar eftir leiguhúsnæði og að það standi námsmannahreyfingunni nær að sýna samstöðu með leigjendum i baráttunni gegn ófremdarástand- inu sem nú rikir.” Nýtt leikrit eftir Erlend Jónsson komið út Ot er komið leikritiö Heildsal- inn, fulltrúinn og kvenmaðurinn eftir Erlend Jónsson. Það var flutt i Rikisútvarpinu á siðast- liðnu ári, nokkuö stytt, en er nú prentað sem næst upphaflegri lengd. Persónur eru þrjár: heildsali i Reykjavik og fulltrúi hans, sem eru að koma frá laxveiðum uppi i Borgarfirði, og kona að norðan sem er stödd á sömu slóðum og slæst i för með þeim. Þetta er sjötta bók Erlends Jónssonar, en hann hefur meðal annars sent frá sér þrjár ljóðabækur. Leikritiö er gefið útá kostnað höfundar en Litbrá offsetprentaði. í fínnskum ævintýraheimi Leikfélag Reykjavíkur sýnir barnaleikrit í skólum borgarinnar Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir i dag barna- leikritið „Hlynur og svanurinn á Heljarfljóti". Höfundur er finnsk kona Christina Andersson að nafni og var verkið frumsýnt í Finnlandi í fyrra. Leikritið er byggt á finnsku ævintýri, en þar koma viö sögu persónur og atburðir sem allir þekkja úr heimi ævintýranna. Hlynur er strákur sem fæðist út úr tré og elst upp meðal dýra skógarins. Hann leggur af stað út I heiminn og þar fær hann aö kynnast ástinni og illskunni, ævintýrum og raunum. Hann verður ástfanginn, en skinnasali nokkur sem vill hann feigan reynir að gera allt hvað hann getur til að koma i veg fyrir aö hann fái stúlkuna sina. Hlynur verður aö leysa af hendi ýmsar þrautir, þar á meöal að ná fjööur af svaninum sem syndir á Heljar- fljóti. Leikritið er spennandi og fullt af leyndardómum, að sögn þeirra leikfélagsmanna, þar er fjallað um lifið og dauðann á einfaldan og fallegan hátt, en þaö gerist lika margt spaugilegt. Sviðiö er finnskur birkiskógur og þar eru vetrarrisi, krákur, höggormur og fleiri dýr á ferðinni. Leikritið tekur 45 minútur I flutningi og það veröur Krákurnar finna Hlyn I skóginum og ákvcða aft koma honum til hjálpar. Valgerður Dan og Guðrún Asmundsdóttir leika krákurnar og Kristján Viggóssson er I hlutverki Hlyns. eingöngu sýnt i skólum borgar- innar. Það er Stefán Baldursson sem þýðir verkið, lýsingu annast Daniel Williamsson, tónlist er eftir Toni Edelman og Sigurö Rúnar Jónsson sem einnig æfði söngatriði og leikhljóð, en leikstjóri er Eyvindur Erlends- son. Leikmynd og búninga gerir Olaf Kangas, en umgjörö verks- ins sem hann gerði fyrir frumsýn- inguna úti i Finnlandi vakti mikla athygli. 1 hlutverki Hlyns er Kristján Viggósson, sem leikur nú i fyrsta sinn hér á landi, en hann er nýútskrifaður leikari frá London. Tinna Gunnlaugsdóttir leikur stúlkuna Mariu, Jón Hjartarson er i hlutverki skinna- salans og þær Guðrún Asmunds- dóttir og Valgerður Dan bregöa sér I ýmis gervii Frumsýning veröur I Hóla- brekkuskóla kl. 3 i dag og önnur sýning verður á sama stað kl. 16.30. Leikritiö er einkum ætlað börnum á aldrinum 7—12 ára, en eflaust hafa allir þeir sem unna ævintýrum gaman af og ekkert mælir gegn þvi aö foreldrar komi með börnum sinum og hverfi um stund inn i ævintýraheima finnskra birkiskóga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.