Þjóðviljinn - 07.10.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.10.1980, Blaðsíða 6
6 SIÐA _ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. október 1980 Rannsóknir á vatns- vinnslu borgarinnar Nýlega beindi borgarráð þeim tilmælum til stjórnar veitustofn- ana að gerðar veröi viöbótarrann- sóknir á vatnsvinnslusvæðum Vatnsveitu Reykjavikur, einkum með tilliti til þess hvort nauösyn- legt er til frambúðar að vinna vatn úr Bullaugum og viðhalda vatnsvernd á þeim. Stjórn veitu- stofnana fjallaði um þetta mál 26. september s.l. og skipaði fimm manna vinnuhóp i þessu skyni. Formaður hans er Sveinbjörn Björnsson, prófessor. 1 samþykkt borgarráðs um þetta mál segir að viðbótarrann- sóknirnar á vatnsvinnslusvæðun- um skuli miða að þvi að heildar- mynd fáist af þeim vatnsöflunar- möguleikum sem fyrir hendi eru og leggja beri áherslu á að fá úr þvi skorið hvort nauðsynlegt sé að viðhalda núverandi vatns- vernd á Bullaugnasvæðinu, en Baullaugun eru inni á þvi landi sem nú er til skoðunar sem hugsanlegt byggingarland fyrir borgina. t vinnuhópnum eru auk Svein- björns Björnssonar prófessors: dr. Kristján Sæmundsson jarð- fræðingur, Snorri Páll Kjaran verkfræðingur, Þóroddur Th. Sig- urösson vatnsveitustjóri og Jón Óskarsson verkfræðingur. Starf vinnuhópsins kom m.a. til um- ræöu i borgarstjórn s.l. fimmtu- dag i tilefni af fyrirspurn Páls Gislasonar læknis og sagði Sig- urður G. Tómasson borgarfull- trúi að verkefni hópsins væri aö gera tillögur og búa til rann- sóknaráætlun og kostnaðaráætlun fyrir framkvæmd hennar. Eitt megin verkefnið væri að kanna hve vatnsþörfin er mikil og hvar hagkvæmast væri að sækja vatn og yrði gert vinnslulikan af vatns- öflunarsvæðunum i þvi skyni. Sagðist Sigurður vænta góös af störfum vinnuhópsins, enda væri þar valinn maður i hverju rúmi. — AI Leiðrétting v/Helgarblads Undirritaðri brá I brún þegar hún leit afurð sina f Helgarblaði Þjóðviljans sl. laugardag á næst- öftustu siöu þar sem skrifaö er um útvarp og sjónvarp. Ástæöan var sú að á burt var upphafið og litlu síðar nokkuö meira. — Þetta er að visu langt frá þvi að vera stórmál og skiptir ekki máli fyrir þá sem barið hafa greinarkornið augum. En — af einskærum hégóma, og til að sýna að enn er mér ekki gleymd reglan — upphaf — meginmál —r niöurlag —, þá langar mig til að fá upphafið birt, en það hljóðar svo,: „Þegar ég tók aö mér þessi skrif þann siðasta i prentaraverk- falli, mundi ég ekki þá stundina að ég yrði á kvöldvakt þessa vik- una og sæi þar af leiöandi ekki sjónvarp. Ég er þvl ekki til frá- sagnar um auöa stóla, forstjóra eða Jón Múla berandi blak af „félaga” Stalin. En ekki þýðir að fást um það sem ekki sást. — Hins vegar lenti ég i þvi sl. sunnudags- kvöld, eftir eina af okkar löngu og oft ströngu islensku helgum, að sjá Bakkusarþáttinn i sjónvarp- inu, og settist enn við á mánu- dagskvöldið. Svona þættir (þótt spyrjendur hefðu kannski þurft að fá sér einn til að slappa aöeins af) eru upp- lýsandi fyrir alla, bæði alkóhól- ista og aðra, og leiöa vonandi til þess, að það viðhorf til alkóhól- ismans sem einn vegfarandi iét i ljós (ræfildómur og aumingja- skapur) hverfi með honum og hans kynsióð. Annað nennti ég nú ekki aö horfa á.” o.s.frv. — og þá þakka ég bara rit- stjórn fyrir dýrmætt pláss i blað- inu. Andrea Jónsdóttir. Um 200 manns hlýddu á fyrirlestur Hermanns Pálssonar. Meöal þeirra sem sjást á myndinni eru Ólafur Halldórsson, Ásdfs Egilsdótt ir, Kolbrún Haraldsdóttir, Bjarni Guðnason, Skúli Þóröarson, Sigurður Þórarinsson, Kristján Éldjárn og Halldór Laxness. (Ljósm.: — gel.) Hermann Pálsson í fjörugum fyrirlestri um Hrafnkelssögu- Endurspeglar skóla- lærdóm 13. Hermann Pálsson háskóla- kennari i Edinborg hélt fjörug- an fyrirlestur um Hrafn- kelssögu I Árnagarði á föstudag og urðu margir frá að hverfa þar sem 201. kennslustofa rúm- aði ekki þann fjölda sem kom til að hlýða á. Hermann gagnrýndi bæði kenningar Siguröar Nordals og hina nýju sagnfestu- kenningu sem gengur út frá þvi að sagan sé skráning munn- mæla frá 10. öld. Hélt Hermann þvi fram að höfundur sögunnar hefði verið hálærður maður og hún endurspeglaöi fyrst og fremt evrópskan hugmynda- heim 13. aldar. Sigurður Nordal hélt þvi fram á sinum tima að speki sögunnar væri runnin af islenskum alþýðurótum, en Hermann leiddi aö þvi rök að hún endur- speglaði fyrst og fremst aldar latneskan lærdóm. Málshættir, spakmæli, orðskviðir og eftir- minnileg tilsvör einkenna mjög Hrafnkelssögu og sýndi Her- mann fram á að flest það væri þýðingar úr latinubókum. Lykilmálsháttur sögunnar er „Skömm er óhófs ævi” og kem- ur hann ekki fyrir annarsstaðar i Islenskum fornritum. Máls- hátturinn er bein þýðing á latn- eska málshættinum „Im mod- icius brevis est ætas”. Hermann sagði að málshættir og orös- kviðir hefðu verið stór þáttur I skólalærdómi miðalda og hefði hann undanfarið unnið að þvi aö safna þeim saman og kanna þýöingar á þeim i islenskum fornritum. Mjög margt þessara spakmæla væri runnið frá leysingjanum Publius Syrus sem var uppi á dögum Cæsars. Þá hélt Hermann Pálsson þvi fram að fornleifarannsóknir á söguslóðum Hrafnkelssögu skiptu engu máli er kannaö væri sannleiksgildi sögunnar. Meira væri um vert aö bera hana sam- an við evrópsk samtimarit og hugmyndaheim þann sem ritari hennar bjó við. Einnig taldi Hermann aö flestir atburðir Hrafnkelssögu hefðu á sér nokkurn dæmisögu- blæ en dæmisögur hefðu mikið verið notaöar á miðöldum og þá oft til að sanna spakmæli. llermann Pálsson: Málshættir, spakmæli, orðskviðir og samtöl bókarinnar endurspegla mjög latneskan lærdóm (Ljósm.: gel.) Að loknum fyrirlestri Her- manns stóðu nokkrir upp með fyrirspurnir. Einn af þeim var Öskar Halldórsson lektor, einn af málsvörum hinnar nýju sagnfestukenningar. Vildi hann inna Hermann eftir uppruna hins episka i sögunni. Hvernig stóð á söguefninu? Hermann svaraði þvi til að hann teldi Hrafnkelssögu alls ekki eplska sögu. Miklu meira bleki væri eytt i að lýsa eltingaleik við rollur, hestj sem hleypur, sárri tá, vinnukonu sem svikst um að þvo þvottinn sinn heldur en stór- atburðum sem skapa episka sögu. — GFr. Mikill áhugi lýsir sér úr svip fundarmanna. Meðal þeirra sem á myndinni sjást eru Haraldur ólafsson, Jón Aðalsteinn Jónsson, Jónas Kristjánsson, Sveinn Skorri Höskuldsson og Árni Böðvarsson. — (Ljósm.: — gel.) I Sveinafélag húsgagnasmiða áhyggjufullt: Varnaraðgerðir mistókust 77% aukning í innflutningi húsgagna Félagsfundur Sveinafélags húsgagnasmiða nú i vikunni lýsti yfír áhyggjum sinum vegna gifurlegs innflutnings, sem á sér stað á fullunnum trévörum, eink- um húsgögnum og innréttingum. Samkvæmt opinberum skýrslum hefur innflutningur af þessu tagi stóraukist á þessu ári miðað við árið i fyrra, eða um 77% á fyrstu 6 mánuðum ársins. Þetta er ekki sist áhyggjuefni vegna þess, að þrátt fyrir vilja stjórnvalda til mótspyrnu hafa opinberar aðgeröir þvi miður mistekist aö verulegu leyti, segir I ályktun fundarins, og jafnframt að innflytjendur virðast hafa komist auðveldlega hjá tima- bundinni innborgunarskyldu. Marktækar aðgeröir af hálfu stjórnvalda eru þvl nauösynlegar nú þegar, telja húsgagnasmiðir, þvi ef svo fer sem horfir er stór hætta á að starfsfólk 1 islenskum húsgagna- og innréttingaiðnaöi verði atvinnulaust, áöur en langt um liöur. Segir aö lokum, að fundurinn treysti þvi að núverandi rik- isstjórn, sem hefur aö markmiði að halda uppi fullri atvinnu i landinu, gripi til þeirra aögeröa, sem raunhæfastar eru til stuön- ings islenskri húsgagna- og innréttingarframleiðslu og vinni i samvinnu við samtök þess fólks, sem viö þessar iöngreinar starfa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.