Þjóðviljinn - 07.10.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.10.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 7. október 1980 Skáksamband islands stóö fyrir æfingamóti fyrir óiympiusveit islands. en hún heldur i næsta skák Umsjón: Helgi Ólafsson mánuöi til Möltu þar sem ólym- píumótiö i skák fer fram. Allir Ólympiufararnir utan Jóns L. Árnasonar tóku þátt í mótinu og Guðmundur Sigurjónsson að auki, en eins og fram hefur komiö getur hann ekki teflt fyrir islands hönd á mótinu. Keppnin fór fram I Vighólaskóla i Kópavogi og var geysihörð og spennandi. Þegar upp var staðið varð niðurstaöan þessi: 1. Friðrik ólafsson 3 1/2 v. 2. Helgi Ólafsson 3 v. 3. -4. Guöm. Sigurjónss. 2 1/2 v. 3-4. Jóhann Hjartarson 2 1/2 v. 5. Margeir Pétursson 2 v. 6. lngi R. Jóhannsson 1 1/2 v. Auk Ólympiusveitar karla var teflt i sérstökum heiðursflokki en þar voru á ferðinni gamlar kempur sem Jitið hafa teflt hin siðari ár. Þráinn Sigurðsson og Baldur Möller urðu jafnir með 2 v. af 3 mögulegum og Asmundur Ásgeirsson og Sturla Pétursson hlutu báðir 1 vinning. Þá tefldu okkar sterkustu skákkonur, alls 5 umferðir og sigraði Guölaug Þor- steinsdóttir örugglega, hlaut 4 v. af ömögulegum. I 2. sæti varð As- laug Kristinsdóttir með 3 1/2 v. og i 3. sæti varð Ólöf Þráinsdóttir með 3 v. Hvað keppnina sjálfa áhrærir fór hún fram með sóma nema hvað i upphafsumferðunum var notast við örsmá skólaborð sem skki geta talist mjög hentug fyrir stóra og myndarlega menn. Þvi atriði var þó blessunariega kippt i liðinn. Friðrik Ólafsson var vel að sigrinum kominn. Hann tefldi af miklu öryggi og tapaði ekki skák, sn það sama henti raunar bæði afanritaðan og Jóhann Hjartar- son. Friðrik vann Margeir Pétursson og Guðmund Sig- jrjónsson og er þetta i annað sinn á stuttum tima sem hann leggur Guðmund að velli. Skákin gekk þannig fyrir sig. Hvitt: Friörik Ólafsson Svart: Guömundur Sigurjónsson Sikileyjarvörn 1. e4-c5 6. Be2-e6 2. Rf3-d6 7- 0-0-Be7 3. d4-cxd4 8. f4-0-0 4. Rxd4-Rf6 9- Be3-Dc7 5. Rc3-a6 10. g4! ?- (Djarft og einkennandi fyrir Friðrik. A svipaðan hátt vann Stein á millisvæðamótinu i Stokk- hólmi 1962.) 10. ..-Rc6 17. exd5-Bc5 11. g5-Rd7 18. Dd2-exd5 12. a4-He8 19. Bd4-Bxd4 13. Hf3-Rxd4 20. Dxd4-Rc5 14. Dxd4-b6 21. Bg4-Had8 15. Hafl-Bb7 22. Hh3-g6? 16. Hg3-d5 (Þessileikur er upphafið af ógæfu Guðmundar þvi i ýmsum af- brigðum gerir hann hróksfórn á h7 mögulega. Betra var t.d. 22.-Re4.) 23. Hlf3!-Hel + 24. Kg2-He4 25. Df6-Rd7 (Mér er nær að halda að Guð- mundi hafi yfirsést framhaldið: 25. -Hd6. 26. Hxh7!-Hxf6 27. Hfh3-Kf8 28. gxf6 og mátið blasir við.) 26. Bxd7-Dxd7 28. Kf2-Dd6 27. Í5-Hg4+ 29. fxg6-Dc5 + ?? (Siðasti afleikurinn. Eftir 29. -Dxf6 30. gxh7+-Kh8 31. gxf6 er ekki öll nótt úti. Textaleikurinn ber vott um mikið timahrak.) 30. He3- — og Guðmundur gafst upp. Hann hafði sennilega gleymt þvi að hrókurin á d8 er i uppnámi. Ingi R. Jóhannsson sýndi að lengi lifir I giæöunum, þótt æfingaieysiö kæmi I veg fyrir að honum tækist aö innbyröa vinningana. Ljósm.-eik. Hjúkrunarskóla Islands vantar hj úkrunarkennara Aðallega er um að ræða kennslu i hjúkrun sjúklinga á lyflækningadeild. Fullt starf æskilegt»en hálft starf kemur til greina. Barnaheimili á staðnum. Upplýs- ingar veitir skólastjóri. Umsóknir sendist menntamálaráðu- neytinu, verk- og tæknideild. Friðrik vann æfingamótið Suöureyri viö Súgandafjörö Landþrengslin þjarma að Rœtt við Ellert Ólafsson, sveitar- stjóra á Suðureyri I —Það er nú svo sem verið að * fást hér við eitt og annað, en þeim framkvæmdum, sem | fengist er við, er bara ölium ó- I lokið ennþá svo ég veit hreint ' ekki hvort nein ástæða er til [ þess að segja frá þeim, eins og I er. > Þannig hófst samtal okkar * Ellerts ólafssonar, sveitar- ■ stjóra á Suðureyri við Súganda- I fjörð. Landpósti fannst aftur á • móti engin ástæða til annars en ! minnast á það, sem verið er að | gera, þótt endamarkinu væri I enn ekki náð. Þvi verður hér á { eftir drepið á þær helstu fram- ■ kvæmdir, sem nú er unnið að á ] Suðureyri. I Vegagerð I og uppfylling —Það er þá i fyrsta lagi vega- gerð, sem er nú raunar ekki i okkar höndum heldur Vega- 1 gerðar rikisins. Þessi vegur er ! lagður á grunnsævi og tengir saman Suðureyrarodd og Hlaðsnes, sem er hér nokkru J. innar. Þetta er fyrst og fremst ■ gert til þess aö auka hjá okkur landrýmið. I víkinni þarna fyrir I innan eru miklar grynningar og , er meiningin að fylla þær upp. • Við það fáum við mjög aukið I landrými, fast að þvi eins mikiö I og viö höfðum fyrir. Við erum , komnir i kreppu meö land undir ■ byggingar og af þeim sökum, I ekki hvað sist, hefur byggðin I hér staðið I stað að undanförnu. , Uppfyllingin kostar auðvitað ó- ■ hemju fjármuni og verður að I gerast á nokkrum árum. Eins I og sakir standa er þessi vegar- ■ lagning ekki nema hálfnuð en l meiningin er að ljúka henni I I einum áfanga. Fjölbýlishús —Það er þá liklega ekki mikið um byggingar hjá ykkur úr þvi að þið eruð svona landlitlir? —Nei, fyrir þeim fer nú ekki mikið en þó er hreppurinn að byggja átta ibúða fjölbýlishús, samkvæmt lögum um leigu- og söluibúðir. Er það fokhelt oröið og ráð fyrir þvi gert, að það verði fullbúið i april i vor. Stækkun á skólahúsnæði Svo er áfram unnið við stækkun skólabvggingarinnar. Er reiknað með að þeirri fram- kvæmd ljúki á næsta ári. Þetta er helmings stækkun húsnæðis- ins. Stefnt er að þvi að geta tekið neðri hæðina i notkun i haust og þá fyrir smiðakennslu meðal annars. Hitaveitan Og þá eru það hitaveitufram- kvæmdirnar. Við erum nýbúnir að hreinsa holuna. Við höfum átt við að stríða mikla kalkút- fellingu og hún hefur kostað tiö- ar upptektir á dælunni. Að auki, _hefur svo komið fram mikil tær- mg i rörunum. Við vorum rétt i þessu að dýpka holuna og hreinsa. Settum svo i hana salt- sýru, sem á að koma i veg fyrir útfelliitguna. Hún hefur verið það mikil að við höfum orðið að taka þetta upp tvisvar á ári og þá er auðvitað allt i hers hönd- um. Við erum að gera okkur vonir um að sýrublöndunin tefji það mikið fyrir kalkútfelling- unni að það þurfi ekki að taka upp nema svona á tveggja ára fresti. Og þó að áhrif hennar entust ekki nema yfir árið þá væri það strax mikill munur þvi þá getum við tekið upp aö sumr- inu. Lagfæring á höfninni Stærsta málið hjá okkur er nú Iðnaðardeild og Búvörudeild cru nú að gera átak til þess að stuðia að bættri meðferð á gærum hjá siáturhúsunum. Starfa nú fjórir menn að þvi á vegum þessara deiida að ferö- ast á miiii sláturhúsa og leiö- beina þar um gærumeöferö. Vinna þeir þetta verk I náinni samvinnu við lögskipaða gæru- matsmenn. Fyrir skömmu er komið til framkvæmda nýtt punktakerfi við gærumat. Hefur það i för meö sér að verðmunur á gærum eftir meðferð við slátrun hefur aukist stórlega. Eru það nú verulega háar upphæðir, sem um getur verið að tefla fyrir meöalstór sláturhús, eftir þvi hvernig til tekst með fláningu, Umsjön: Magnús H. Gislason kannski lagfæringin á höfn- inni. Eins og ýmsir vita erum við hér með togara. Hann kemst hinsvegar ekki inn i höfnina en hefur orðið að liggja við brim- brjótinn hér fyrir utan og er auðvitað engan veginn öruggur þar i fárviðri. Höfnin veröur nú stækkuð mjög mikið. Það kemur nýr við- legukantur, stálþil, fyrir togara, um 70 m langur. Meiningin er að Rfkisskip geti komist þarna inn lika. A þessu verki var byrjað i ágúst og reiknað er með að þvi verki verði lokið um ára- mót. Nú, siðan verður höfnin dýpkuð og þegar þessu er lokið hefur miklum áfanga verið náð og hafnaraðstaðan gjörbreytt. Atvinna er yfirdrifin. En hérna vantar algjörlega iðnaðarmenn. Þið ættuð að senda okkur slatta af þeim þarna frá Reykjavik. Haföu þetta svo bara stutt og láttu litið bera á þvi , þvi það er nú svo, að þegar maður talar við þessa blaðamenn i sima og eitt- hvað kemur svo frá þeim þá er það allt meira og minna vit- laust. Og svo er það dálitið at- riði, að skrifað sé á skiljanlegu máli. —Þetta var ágæt áminning og ég skal reyna að skrökva sem minnstu. söltun og aðra meðferð á gærun- um. Þessvegna er hér orðið um mikið hagsmunamál að ræða, jafnt fyrir bændur sem vinnslu- aðila. Jón Sigurðarson, aðstoðar- framkvæmdarstjóri Skinna- verksmiðjunnar Iðunnar, sem gaf þessar upplýsingar, gat þess jafnframt, að i skinnaiðnað- inum væri það orðið stórt vandamál hvað tvilitu fé virtist fara fjölgandi hér á landi. Mun erfiðara væri aö selja tvilitar gærur en einlitar og væri æski- legt að geta snúið þessari þróun við. Jón gat þess og, að nokkuð væri um skemmdir á gærum vegna bólusetningar á ung- lömbum. —mhg eó/mhg Bætt gærumeðferd

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.