Þjóðviljinn - 07.10.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.10.1980, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJIÍTO Þriöjudagur 7. október 1980 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds-, hreyfingar og þjódfrelsis Otgefandi: Útgáfufélag þjóBviljans Framkvæmdastjóri: Eióur Bergmann Riutjórar: Ami Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Olafsson • Auglýsingastjórl: Þorgeir ölafsson. Umsjónarmaður sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson Rekstrarstjóri: úlfar Þormóösson AfflrelBslustlóri: Valbór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdótt'r. Mágnús H. Gfslason, Sigurdór Sigurdórssor.. Þingfréttir: porsteinn Magnússon. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa :Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristln Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir Sfmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Anna Kristin Sverrisdóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. ^ 'útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Kitstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumilla 6, Reykjavfk, slmi 8 13 33. ) Prentun: Blaöaþrent hf. Höggva verður á hnútinn • ( dag kemur 43ja manna aðalsamninganefnd Alþýðusambandsins saman til fundar eftir nokkurt hlé. Á þessum fundi bíður nefndarmanna mikilvæg ákvarðanataka. I löngum og erfiðum kjarasamningum hafa verkalýðsfélögin allttil þessa lagt sig fram um að ná fram hóf legum kjarabótum með friðsamlegum hætti og forðast verkfallsátök. Hér hef ur ekki verið farið með friði vegna þess að menn hafi viljað hlífa ríkisstjórn landsins eins og stundum sést haldið f ram í Morgunblað- inu, — heldur af þeirri einföldu ástæðu að verkföll eru ekki gamanmál fyrir það fólk, sem þau þurfa að heyja, og því ekki gripið til verkfallsvopnsins fyrr en aðrar leiðir eru fullreyndar. • Nú virðist hins vegar f ullljóst að samningamenn at- vinnurekenda ætli ekki að neita aðeins einu sinni eða tvisvar öllum friðsamlegum leiðum til lausnar kjaradeilunni, heldur ætli þeir að hafna þverlega öllum friðsamlegum lausnum, hvort sem neiin þurfa að verða þúsund eða tíu þúsund. Þetta er pólitísk forherðing leift- ursóknarmannanna í Sjálfstæðisflokknum. • Við þessar aðstæður á verkalýðshreyfingin enga aðra leið en þá að grípa fil verkfallsvopnsins í einni eða annarri mynd, nema hún kjósi fremur að leita samvinnu við ríkisstjórn og Alþingi um lausn deilunnar með laga- setningu. __k klippi Ritstjóraraunir IEllert Schram, ritstjóri Visis, fórtil Tyrklands meö landsliöi i knattspyrnu á dögunum. Eins Iogmönnum er kunnugt hafa þau tlöindi oröiö í þvi landi, aö herinn hefur tekiö öll völd i sinar hendur, afnumiö pólitik- ina og þingræöiö meö þaö fyrir dauöarefsingum, sem borgara- legar stjórnir höföu heykst á.” Til hvers valdarán Þaö er óvart nokkuö hittin setning sem Ellert Schram dettur niöur á I lok þessarar lýs- ingar: herinn var ,,aö framfylgja dauöadómum sem borgaralegar stjórnir höföu heykst á.” Þaö er nefnilega engu likara en valdarániö hafi Þegar fyrir valdarániö bárust — m.a. til Amnesty International — hinar skelfilegustu skýrslur um pyntingar og aöra svfviröu sem pólitiskir fangar i þessu bræörariki okkar I Nato voru beittir. Völd hersins eru ekki sist til þess ætluö, aö hægt sé aö ganga á milli bols og höfuös á þeim róttæku án þess aö þaö heyrist of viöa. Sá sem trúir þvi, aö Jullt frelsi riki hjá fjölmiöl- um” i Tyrklandi nú er barnalegri en tárum taki. TYRKLANDSREISA LANDSLIÐSINS t'tti tr rkkt heiglum hent aö velja landsltö f knattspvrnu len«< 1 Annarhvor ietkmaöur sem tíl grrtna krntur íeikn' | (ptirum töndum. IsIandsmrislararMtr t***'*— shiarlandarrixu og gefi ekk» k' i stundu hvort Iþein M(l rnaV Pistiii 11 Tyr glaöi! stöftu Að þekkja sín takmörk • Fátt er hverjum einstaklingi nauðsynlegra en að þekkja sín eigin takmörk. Ritstjóri Alþýðublaðsins fellur í þá gryf ju í blaði sínu nú um helgina að fara að segja mönnum til við val á næsta forseta Alþýðusambands ls- lands. Enginn hafði þó spurt umræddan ritstjóra álits á þessu máli og satt að segja var ekki með honum reiknað sem dómara á vettvangi komandi Alþýðusam- bandsþings. • Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, þá er sú tfð liðin, að stjórnmálaf lokkarnir eða dagblöðin geti skipað málum að vild sinni innan verkalýðshreyfingarinnar. Hún stendur á sínum eigin fótum. I næsta mánuði koma saman á Alþýðusambandsþingi nokkur hundruð kjörnir f ulltrúar verkafólks. Þeirra bíða mörg verkefni, ma. að vel ja Alþýðusambandinu forystu til næstu f jögurra ára. Best fer á því að dagblöðin og stjórnmálaflokkarnir láti fulltrúa á Alþýðusambandsþingi í friði við þetta verk- efni og á það jafnt við um Alþýðublaðið sem Þjóðviljann, eða Morgunblaðið. Sú var tíðin fyrir nokkrum áratugum að hér var enginn maður kjörgengur til trúnaðarstarfa I verkalýðshreyfingunni, nema hann væri f lokksbundinn í Alþýðuflokknum. Fáir vilja víst nú endurvekja það kerfi. Hér teljum við okkur hafa frjáls og óháð verka- lýðsfélög, líkt og verið er að reyna að koma á fót í Pól- landi um þessar mundir. Þess vegna á það hvorki að vera í verkahring ritstjóra málgagns íslenska Alþýðu- flokksins né ritstjóra málgagns „Sameinaða pólska verkamannaflokksins" að skipa forystumálum slíkra félaga. • Ritstjóri Alþýðublaðsins segir, að Alþýðusambands- þing hafi hafnað forystu Alþýðubandalagsins síðustu 30 árin. Merkileg kenning það. Við vitum nefnilega ekki betur en í þau 24 ár, sem Alþýðubandalagið hef ur starf- að, þá hafi formaður þess jafnframt verið forseti Alþýðusambandsins í 12 ár, eða f ullan helming af starfs- tíma Alþýðubandalagsins! Og við erum jafnvel ekki grunlaus um að sérstakar ástæður séu fyrir því að rit- stjóri Alþýðublaðsins ætti síst að gleyma þeim manni sem í 12 ár var hvort tveggja í senn formaður Alþýðu- bandalagsins og forseti Alþýðusambandsíns. • Hitt er svo annað mál, að skoðað með nútíma augum, þá getur það síður en svo talist til f yrirmyndar að einn og sami maður sé formaður í stjórnmálaflokki og forseti Alþýðusambandsins í senn. Slíkt köllum við valdaeinok- un, hvort sem í hlut á Alþýðubandalagið, Sjálfstæðis- flokkurinn eða vesalings Alþýðuflokkurinn. • Við skulum vona að lýðræðislega kjörnum f ulltrúum á komandi Alþýðusambandsþingi gangi þolanlega að finna hinn „sanna verkamann" til að skipa forsæti í Alþýðusambandinu. • Að gefnu tilefni minnum við á að f logið hef ur fyrir að þrfr þingmenn Alþýðuflokksins telji sjálfa sig for- setaefni í Alþýðusambandinu og bítist um að verða í kjöri. Einhvern veginn f innstokkur samtólíklegt að hinn „sanna verkamann" sé að finna innan raða þingflokks Alþýðúflokksins. —k. Iaugum aö bjarga lýöræöinu, eins og þaö heitir á máli hins sorglega tyrkneska absúrd- leikhúss. Ellert B. Schram hefur einnig tekiö eftir bessu. þótt hann hafi öðrum boltum að sparka, og hann er ekki alveg nógu hress meö þetta. Hann vill helst trúa gestgjöfum sinum, sem segja aö þetta valdarán hersins sé alveg ágætt, en samt er honum ekki alveg rótt. Hann segir sem svo: „Vist virtust Tyrkir taka þvi vel aö herinn beitti valdi sinu. Og óneitanlega sýndist ró og öryggi svlfa yfir vötnunum þá daga sem viö dvöldum meöal tyrkneskra. En þaö er erfitt fyrir lýöræöissinna aö viöurkenna þá staðreyndaö betra sé að stjórna meö vopnum frekar en lýöræöislegum leikreglum. Þaö var óhugnanlegt aö horfa framan I byssustingi á götuhornum og vanmátt sigr- aörar þjóöar til aö koma skikk á landsmál. Eru ekki Tyrkir þátt- takendur i bandalagi vestrænna þjóöa til aö standa vörö um frelsi og lýöræöi? IOkkur var tjáö aö fullt frelsi rikti hjá fjölmiðlum og ekki væri skert hár á höföi nokkurs manns. En stjórnmálastarfsemi er skorin niöur viö trog, útgöngubann rikir á nóttinni.og herforingjastjórnin er önnum kafin viö aö framfylgja þeim veriögert i tvennu skyni. 1 fyrra lagi til aö fylgja eftir þeim hegöunarreglum sem alþjóöleg- ar peningastofnanir höföu sett Tyrkjum I efnahagsmálum (þeir áttu að „hreinsa til” i anda markaöshyggju) — en hin hægrisinnaöa stjórn sem viö völd sat gat ekki framfýlgt. Þessari efnahagsstefnu veröur nú fylgt eftir meö hervaldi, rétt eins og Friedmanisminn var leiddur til öndvegis i Chile eftir valdarán fasista. Þessi „leiftursókn” mun a.m.k. fyrst i staö leiöa til þess, aö hinir fátæku veröi fátækari og hinum atvinnulausu fjölgar enn — hvorutveggja er efni I enn meiri pólitiska ólgu en til þess hefur rikt. Einnig þess vegna veröur aö afnema þaö sem eftir var af málfrelsi og samtaka- frelsi i Tyrklandi. Herinn mun óspart láta þaö uppi, aö hann muni vinna ,,gegn öfgaöflum til hægri og vinstri” eins og þaö heitir i fréttaklisjunum. 1 raun mun rikja þegjandi samkomu- lag milli fasiskra hópa eins og „Gráu Ulfanna” og svo hers og lögreglu um aö þessir aöilar láti hvor annan i friöi. Hernum mun, eins og dæmi sýna nú þegar, fyrst og fremst ætlaö aö handtaka og drepa vinstrisinna. „Ómerkilegt af mér” Semsagt, Ellert Schram list ekki alveg nógu vel á lýðræöiö hjá sessunautum okkar I frels- inu, Tyrkjum. Honum list heldur ekki á miklar andstæöur vesældar og örbirgðar. En það er um leiö eins og hann skammist sin fýrir aö paufast meö svo ljóta þanka i friösælu Islensku hugskoti sinu. Ellert Schram segir: „Þaö er aö sönnu ómaklegt af mér aö draga upp ömurlega mynd af Tyrklandi. Til þess var of vel tekiö á móti okkur og of margt stórkostlegt aö sjá.” Þetta er stórkostlegri setning en svo, aö hún þurfi athuga- semda viö. Nema hvað þaö væri gaman aö heyra gauraganginn I þeim á Visi og hjá frændum þeirra á Morgunblaöi ef einhverjum blaöamanni, eöa þá ritstjóra, dytti I hug aö hafa yfir svona formúla eftir heimsókn i eitthvert land sem væri austan viö guös eigiö Atlantshafs- bandalag. áb. og skorið Afríkusöfnun Rauða krossins er að byrja Afrikuhjálp Rauöakrossins hef- ur um nokkurt skeiö veriö i undir- búningi og nú I þessari viku hefst söfnunin formlega. Þetta gerist helst: Þaö styttist nú óöum þar til söfnunin hefst formlega. Undir- búningur hefur staöiö siöasta mánuö og stendur enn aö sjálf- sögöu, en til glöggvunar þetta: 8. októbcr klukkan 16:15 i Norræna húsinu: Afrikuhjálpinni formlega hrundiö af staö. Forseti Islands veröur viöstaddur. 11. október kl. 14—24 aö Kjarvalsstööum: Hungurvaka haldin i samvinnu viö Landssam- tök um umhverfismál, Lif og land, sem hafa annast undirbún- ingaö mestu leyti. Þar veröa flutt stutt erindi, og einnig veröur boöið uppá skemmtiatriöi, uppá- komur og sýningar allan daginn frá kl. tvö til miönættis. 18. október kl. 10—16 veröur gengiö I hús. Þennan dag, og aöeins þennan eina dag, veröur gengiö I hús á vegum Afriku- hjálpar Rauöa Krossins til þess aö safna fé. Þeir sem safna veröa auökenndir sérstaklega, og veröur nákvæmlega skýrt frá til- högun þegar aö því kemur. Enda^þótt söfnunin sé ekki formlega hafin, þá streyma framlög inná giróreikning Afrlkuhjálparinnar, sem opnaður var fyrir nokkrum dögum, og margir hafa komiö á skrifstofu Rauöa Kross Islands aö Nóatúni 21 Reykjavik og til Reykjavikur- deildarinnar á Oldugötu 4 meö peninga. A fimmtudaginn var voru komnar 6,6 milljónir. Númeriö á giróreikningnum er 120200.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.