Þjóðviljinn - 07.10.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.10.1980, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 7. október 198« ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 11 Ragnar Margeirsson og Ásbjörn Björnsson gera harða hrið að marki Skotanna. Mynd:-eik- Celtic gefur Asbirni auga Eftir þvi sem Þjv. kemst næst fylgdust úrsendarar frá skoska stórliðinu Celtic náið með isienska unglingalands- liðs-fyrirliöanum, Ásbirni Björnssyni, þegar hann var ásamt félögum sinum á æfingaferð i Skotiandi fyrir skömmu. Þar lýstu þeir þvi yfir að Celtic hefði hug á að fá pilt til liðs við sig og að með honum yrði fyigst náið þegar isiand og Skotland leika ytra 16. þ.m. - IngH „Þrautþjálfaöir atvinnumeim” sagði Lárus Loftsson landsliðsþjálfari um skoska liðið — Þessi leikur spilaðist ekki eins og ég bjóst við. Við fengum á okkur algjört slysainark, sem sló mina menn út af laginu, sagði þjáifari islensks unglingaiands- f Arni og félagar fallnir í 2. deild Árni Stefánsson og féiagar hans i sænska liðinu Landskrona töp- uöu I leik sinum um helgina fyrir Gautaborg (liöi Þorsteins Ólafssonar), 0-5. Landskrona er þar með faliið i aöra deild. AIK, sem Hörður Valsmaður Hilmarsson leikur með, er svo gott sem búið að tryggja sér sæti i „Alsvenskan” að ári, en um helg- ina sigraði liðið örebro, 1-0. liðsins, Lárus Loftsson, eftir leik- inn i gærdag. — Þessir skosku strákár eru allir þrautþjálfaðir atvinnumenn og þvi erfitt að eiga við þá. Hins vegar verö ég að segja það að mina stráka vantaði meiri dugn- að, dugnað sem oft hefur fleytt okkur langt i unglingalandsleikj- um. — Ég hef sagt strákunum þaö, að við eigum jafna möguleika gegn Skotunum úti, i þessum ald- ursflokki hefur heimavöllur litið sem ekkert að segja. - IngH Feyenoord slgraði Feyenoord, án Péturs Péturs- sonar, sigraði I hollensku úrvais- deildinni um helgina. Liðið lék gegn hinu sterka PSV Eindhofen og sigraði Feyenoord, 1-0. 8 komust alla ieið Sigurður P. Sigmundsson varð hiutskarpastur i svoköliuðu Kambamaraþonhlaupi, sem fram fór um helgina. Hann skeiðaði hina 42 km á 2:43.50 kist. Annar varð Gunnar Snorrason og þriðji Stefán Friðleifsson. Alls lögðu 17 hlauparar af stað, en 8 þeirra komust alla leið i mark. Margir I þeim hópi hafa ekki hlaupiö maraþon-vegalengd- ina áður. 1 fjórða sæti i hlaupinu varð Högni óskarsson, marg- reyndur maraþonhlaupari. Siðan komu Arni Þ. Kristjánsson, Jó- hann H. Jóhannsson, Arsæll Benediktsson og Baldur Fjölnis- son. Næsta sumar er ráðgert aö halda maraþonhlaup amk. tvisvar sinnum. — IngH Skotland sigraði ísland 1:0 í gær: Islensku strákarnir áttu aldrel möguleika tslensku unglingalandsliðs strákarnir i knattspyrnu höfðu litið að gera i hina skosku jafn- aidra sina i unglingalandsleik á Laugardalsvelli i gærdag. Skot- arnir voru okkar mönnum fremri á öllum sviðum og þeir sigruðu mjög verðskuldað, 1-0. Það er þvi hætt við að róðurinn verði þungur hjá okkar mönnum þegar iiðin ieika i Skotlandi um miðjan mánuðinn. skoskum tókst að komast fyrir skot hans á siðustu stundu. Erfitt er að gera upp á milli leikmanna i skoska liðinu, þeir eru allir vel þjálfaðir og meö góða boltameðferð, en hins vegar er liðsskipulagið ekki gott hjá þeim og stafar það vafalitið af litilli samæfingu. Islensku strákarnir ollu nokkr- um vonbrigðum i gær, þeir geta vafalitið mun betur. Asbjörn fyrirliði Björnsson úr KA, var al- gjör yfirburöamaður i liöinu. Hann var góður þegar hann lék með drengjalandsliðinu i fyrra og enn betri en hann nú. Það veröur gaman að fylgjast með þessum pilti á næstu árum. Þá áttu ágæta spretti Þorsteinn bakvörður Þor- steinsson úr Fram, Öli Þór, IBK og Samuel Grytvik, IBV, I seinni hálfleiknum. — IngH Æsispennandi úrslitaleikur í körfuboltanum: Valur Reykja- víkurmeistari Það var nistandi kuldi þegar leikurinn hófst i gær og fljótlega kom i ljós aö hinar óhagstæðu ytri aöstæður settu mark sitt á viður- eignina. Eftir tiðindalitlar upp- hafsminútur tóku Skotarnir óvænt forystuna. Leikmaður no 8, Allister McCroist frá St. John- stone fékk knöttinn um 35 m frá islenska markinu þrumaði honum i stóran sveig og inn. Þetta var hálfgert „slysamark”. Hregg- viður markvörður reyndi ekki einu sinni að verja þetta lausa skot. I seinni hálfleiknum héldu Skot- arnir yfirburðum sinum úti á vellinum, en þá skorti getu til þess að brjóta niður vörn landans. Reyndarfengu þeir 2 góð færi, en i bæði skipti bjargaði Hreggviður laglega. Besta færi íslands i leiknum féll i skaut Asbjarnar Björnssonar, en varnarmanni Einn úr skosku úrvalsdeildinni Leikmenn skoska unglinga- landsliðsins, sem sigraði landann i gær, 1-0, vöktu nokkra athygli fyrir það hve harðskeyttir og tekniskir þeir eru. Þegar að er gáð kemur I ljós að einn strák- anna (no. 4) leikur mcð Hearts I skosku úrvalsdeildinni, hann er fastur maður i liðinu. Þá eru 3 aðrir strákar, sem eru i aðalliðum sinna félaga. Sá er markið skoraði, Allister McCroist leikur með St. Johnsstone i 1. deildinni og i haust hefur strákur skorað 6 mörk fyrir lið sitt. Mið- herji skoska liðsins (no. 9) hefur leikið nokkrum sinnum i aðalliði Dundee i úrvalsdeildinni og kant- maðurinn (no. 11) er fastamaður i liði Hibs. Auk framantaldra eru hinir strákarnir i skoska unglinga- landsliöinu allir á samningum hjá skoskum og enskum félögum. — IngH Kínverska liðið sterkt Kinverska landsliðið, sem leik- ur hér á landi 4 landsleiki I vik- unni, lék um siðustu helgi gegn Finnum 4 landsleiki. Finnar sigruðu I þeim öllum, en meö litl- um mun, 100-88, 92-88, 82-77 og 92-91. Þess má geta að Finnar eiga á að skipa besta landsliöinu á Noröurlöndum. — IngH. Sigur hjá Dortmund Borussia Dortmund sigraði Miinchen 1860 í vestur-þýsku Bundesligunni á laugardaginn, 3-1. Atli lék með iiði Dortmund, sem skoraöi ekkert marka liðs- ins. Leikurinn var liöur I bikar- kcppninni. Valur varði i gærkvöidi sæmdarheiti sitt scm besta körfu- knattleiksfélag Reykjavikur þegar liðiðsigraði KR með 3 stiga mun, 81—78. Leikurinn var mjög spennandi, það þurfti að fram- lengja og úrslit réöust ekki fyrr en á siðustu sekúndunum. Valsmenn náðu undirtökunum strax i byrjun leiksins og þeir héldu þeim tökum allan fyrri hálfleikinn, 16—14, 30—24 og 39—34 i hálfleik. KR-ingarnir voru ekki lengi að jafna og þegar 7 min. höfðu verið leiknar af seinni hálfleik var staðan 45—45. KR komst yfir 55—50, en Valur náði íorystunni á ný 67—63. Það sem eftir lifði leik- tímans var staðan hnifjöfn, munaðiekki meira en 1—3 stigum á liðunum. KR komst i 69—67, en Þóri tókst að tryggja Val 5 min. framlengingu, 69—69. Valur skoraði 2 fyrstu kórf- urnar i framlengingunni, 73—69 og 79—77. Keit Yow fékk 2 skot, en gerði það fyrra ógilt með þvi að stiga i vitakastslinu, en skoraði úr þvi seinna, 79—78. Valsmenn misstu boltann þegar 22 sek. voru eftir. KR-ingar brunuðu upp, en þeir misstu einnig boltann og Þórir skoraði siðustu körfu leiks- ins, 81—78. Burell skoraði flest sig Vals eða 16, Kristján 15, Þórir 14 og Torfi 13. Yow skoraði 22 stig fyrir KR og Jón 18. Valsararnir voru sterkir i þess- um leik og er vist að þeir verða ekki auðsigraðir i vetur. Breiddin i liðinu er mikil, en i gær voru Jón, Torfi, Þórir, Kristján og Burell bestir. KR-ingana vantar aðeins Framhaid á bls. 13 Þeir Keith Yow og Ken Bureil börðust oft af miklu kappi um knöttinn I gærkvöldi og mátti vart á milli sjá h vor hefði betur.Mynd: — gel.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.