Þjóðviljinn - 07.10.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.10.1980, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 7. október 1980 Þriöjudagur 7. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Háskólinn I Edmonton, Alberta, Kanada. Barnageðdeildin I Riiskov vib Arósa. Rætt við Guðrúnu Friðgeirsdóttur námsráðgjafa Námsráðgjöf er orðin útundan í skólakerfínu Guörún Friögeirsdóttir kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð er sér- menntuð í námsráðgjöf. Blm. tók viðtal við Guð- rúnu um nám hennar í þessum fræðum og þennan afskipta þátt í íslensku skólakerfi. fræöingum, hjúkrunarkonumj geölæknum og fóstrum. Sérstakt andrúmsloft í skóla Ilvaö tókstu þér svo fyrir hendur hér heima? GF: Hérna heima starfaöi ég ofurlitiö fyrir sólfræöideild skóla, skrifaöi athuganir á hegöun barna og kenndi slikt á nám- skeiöum og i Kennaraskól- anum. Frá 1971 hef ég verið kennari viö MH og var þá búin aö vera stundakennari einn vetur i skóla. Þarna fékk ég áhuga á námsráðgjöf. Og þá var haldið vestur um haf GF: Við drifum okkur öll fjöl- skyldan til Edmonton i Alberta- fylki i Kanada og viö hjónin vor- um þar við framhaldsnám i eitt ár, hann i tölvufræði og ég i upp- eidisfræði. Á ensku heitir greinin Educational psychlogy. Ég valdi mér ráögjöf sem sérsviö eöa Gui- dance and Counseling eins og þaö heitir á máli heimamanna. Viö uröum aö öllu leyti að sjá um skipulagningu, framkvæmd og úrvinnslu á þessum viötölum og hafa samband viö vinnustaöi og skóla vegna skjólstæðinga okkar. Ég læröi persónuleikasálar- fræöi námssálarfræði, þroska- sálarfræöi og tölfræöi sem undir- búning fyrir ráögjöfina. Aöeins 26 af þeim sem sóttu um ráögjafar- áfangana komust inn. Ég varö oft vör við hve starfs- reynsla min, bæöi á sjúkrahúsi og kennslu kom mér að góöu haldi og var mikils metin i ráögjafar- áföngum. leiöbeindi og teknar voru fyrir æf- ingar i samtalstækni með hlut- verkaleikjum. Þaö var i fyrstu kviöablandið að sjá sjálfan sig á kvikmynd og vita að hvert orð og hver smá- hreyfing yrði grannt skoöuö. En þetta komst allt upp i vana. bessi kennari tók hvert okkar i hópnum i tvö einkaviötöl og var tilgangur- inn sá að við kynntumst betur okkur sjálfum. Við fengum lika einu sinni aö vera meö i hópmeð- ferö hjá honum. 1 siðari hluta ráögjafarnámsins uröum viö að skipta um kennara til þess aö kynnast ólikum kenningum. Ég fékk þá mjög reyndan kennara, var aftur i þriggja manna hópi og við héld- um mikið saman og studdum hvert annaö. Auk þess var ég i 10 manna hópi sem hittist einu sinni í viku til aö gagnrýna viötöl sem tekin höföu verið upp á mynd- segulbönd undir leiösögn kenn- ara. Nú var tekin fyrir hópstjórn og hópmeöferö. Þegar náminu lauk haföi ég tekiö 42 viötöl, aöallega viö ungt fólk og börn. Mér finnst Starfsliöiö I Riiskov. Hvcnær, Guðrún, hófust af- skipti þin af uppeidismálum? GF: Arið eftir stúdentspróf fór ég á fóstruskóla i Kaupmanna- höfn, Seminariet for Smaabörns Pædagoger. Það var tveggja og hálfs árs nám meö verklega hlut- anum. Þessi skóli var langt á undan sinum tima, enda fór þaö orð af honum aö þarna væri samankominn rjóminn af bestu kennurum á þessu sviöi. Margir góðir fyrirlesarar heimsóttu skól- ann og fékk ég t.d. tækifæri til aö hlusta á forstöðumann hins fræga Summerhillskóla. Sumir af kennurum minum höföu starfaö hjá honum. Það hefur væntanlega veriö mikil breyting að koma úr Is- lcnskum skóla og setjast á skóla- bekk i Kaupmannahöfn? Settist i framúrstefnu- skóla GF: Já, það voru mikil við- brigði að koma úr islenskum menntaskóla rétt eftir 1950 inn i þennan framúrstefnuskóla. Ég kynr.tist þarna hugmyndum um uppeldi og skólamál sem fyrst núna á allra siöustu árum er farið að bera svolitiö á hér heima. Arin sem ég var við nám og siöar fóstrustörf á dagheimilum i Dan- mörku mótuðu viðhorf min til þessara mála. Þarna eignaöist ég lika vini sem eru enn þann dag i dag jafn tryggir og góöir vinir minir. Siöar vann ég tvö ár á sjúkra- húsi fyrir börn meö geöræn vandamál. Það starf átti mjög vel við mig og yfirgaf ég það með nokkrum söknuöi 1968 þegar ég sneri hingaö heim aftur meö fjöl- skyldu minni. Þetta var vinnu- staöur þar sem lýöræöi var i heiöri haft og þar gafst öllum tækifæri til að læra. Fyrirlestrar voru haldnir i hverri viku, auk þess leshringir, stofnanaheim- sóknir og fárra daga námskeiö öðru hverju. Þarna opnuöust mér dyr ,i allar áttir, ekki sist vegna þess aö þarna starfaöi ég náiö meö fólki sem haföi ólika mennt- un og reynslu, kennurum, sjúkra- þjálfum, félagsráðgjöfum, sál- Kennaraskólanum og Náms- flokkunum. Ég var svo heppin aö vera lika kennari við háskólann i dönskum nútimabókmenntum. Það var lærdómsrík reynsla og skemmtileg en að mörgu leyti á þaö betur viö mig aö starfa við skóla meö yngri nemendum. Þaö er sérstakt andrúmsloft i skóla, það liggur eitthvaö i loftinu sem er bæöi ögrandi og heillandi aö takast á við. Mér liöur vel inni i kennslustofu og mér finnst flestir timar liöa of fljótt en það finnst nemendum minum áreiöanlega ekki, þvi miður. Fyrir fáeinum árum lærði ég uppeldis- og kennslufræöi, dreifði náminu á tvö ár vegna vinnu minnar og tók auk þess tveggja missera námsþátt sem hét Leiö- sögn i skólum. Þetta var skemmtilegt nám og ég held að við sem vorum eldri og meö reynslu af kennslu- og uppeldis- störfum, höfum haft bæöi meiri gleöi og gagn af náminu en þeir sem voru nýsloppnir íir mennta- Framhaldsnám í Alberta Hvernig voru svo aöstæöur við háskólann i Alberta? GF: Viö háskólann i Alberta voru þetta áriö 35.000 stúdentar. I uppeldisfræöi voru þúsundir stú- denta en aðeins litið brot af þeim i framhaldsnámi. Deildin hafði aö- setur i sjö hæða stórhýsi. Þar var stórt og gott bókasafn með hljóö- upptökum, myndsegulböndum og allskonar kennslutækjum auk bóka og timarita um uppeldis og kennslufræöi. t húsinu voru þrir afar nota- legir veitingasalir auk fyrir- lestrasala og kvikmyndastofa. Á neðstu hæöinni var ókeypis ráö- gjafarþjónusta (clinic) fyrir al- menning. Þar vorum viö þjálfuö i viðtalstækni. Viö uröum sjálf aö taka öll viötöl upp á myndsegul- bönd. Þarna var lika sérstakt leikherbergi meö öllum tilheyr- andi leiktækjum til notkunar ef skjólstæöingar okkar voru börn. Hvernig var náminu háttaö? GF: Þvi var þannig háttað að fyrst tókum við ráðgjafarkenn- ingar og var kennslan fólgin i fyrirlestrum um ólikar kenningar ag viðhorf, i kvikmyndum, hóp- vinnu, hlutverkaleikjum og skrif- legum verkefnum. Við þurftum t.d. að útbúa ráðgjafarprógramm fyrir skóla, gera grein fyrir beit- ingu kenninga i ákveönum til- fellum og fleira af þvi tagi. En samhliða þessu vorum við með viðtöl og var okkur skipt niður i hópa meö einum kennara i viö- talstækni. t fyrri áfanganum var ég i þriggja manna hópi. Kennari okkar var sálfræöingur sem sinnti mest hópmeðferö og rak ráögjafarþjónustu i bænum. Vinnutiminn var yfirleitt frá kl. 9.00 á morgnana til kl. 11 á kvöld- in. Helgarnar fóru i ritgeröir og lestur. Viö sýndum i hverjum tima hluta af viötali sem viö höföum tekiö, siöan var rætt i hópnum hvernig til heföi tekist,kennarinn sjálfriaö þetta nám hafi veriö eitt af þvi gagnlegasta sem ég hef lært um ævina og finn að það hefur breytt mér verulega sem kennara. Ráögjöf ekki á faglegum grundvelli Hefur þú getað notfært þér þetta nám hér heima? GF: Ég hef fengiö tækifæri til aö nýta þessa þekkingu mina ofurlitiö og hef kennt samtals- tækni á stuttum námskeiðum, bæöi á vegum borgarinnar og á Kleppi. Auk þess kenni ég einn áfanga i uppeldisfræði i MH. Ráögjöf i framhaldsskólum hefur ekki veriö rekin á faglegum grundvelli fram til þessa, enda veit ég ekki til aö nokkur annar kennari en ég hafi lagt stund á þessi fræöi. Háskólinn hefur þó eitt tveggja missera kynningar- námskeiöi Leiösögn iskólumeins og ég gat um áöan. I Noregi hefur ráðgjöf verið rekin i framhaldsskólum siöan Guörún Friögeirsdóttir námsráögjafi. 1969. Þar heíur verið komiö á sér- stakri eftirmenntun fyrir kennara sem ætla að sinna ráögjöf. Eins og i Ameriku er áherslan lögö á persónuleikasálfræöi, viðtals- tækni, tölfræöi og ráögjafar- kenningar. I Danmörku er svip- aða sögu að segja og leggja Danir sérstaka áherslu á aö leiöbeina nemendum i náms- og starfsvali. Ekki allir sama andlega veganesti Er von á breytingu á þessum málum hér á landi? GF: Ef ráðgjöf, leiösögn og umsjón meö nemendum á að veröa annaö en nafniö tómt, verður aö koma til viðhorfsbreyt- ing meðal kennara, nemenda og hjá skólastjórum. Þaö veröur að skipuleggja þennan þátt skóla- starfsins faglega og sinna hon- um, en ekki láta allt annað hafa forgang eins og nú er gert. Það er augljóst mál að með öll- um þessum gifurlegu breytingum á atvinnuháttum og heimilislifi hefur uppeldi breyst, og viö stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að skipulag framhalds- skólanna hefur gjörbreyst. Þeir eru orönir miklu fjölmennara. Afangakerfi er viða komiö i staö bekkjakerfis, val nemenda er meira og skólasókn er aö nokkru i þeirra höndum. Þessar breyt- ingar má eflaust flestar eöa allar telja jákvæöar. Nemendur hafa meira sjálfræði og bera meiri ábyrgö. En þar meö er ekki sagt aö allir hafi þaö andlega vegar- nesti aö þeir geti axlaö þessa ábyrgð aðstoðarlaust. Mörg heimili eru ekki I stakk búin til aö geta leiöbeint unglingum vegna of mikils vinnuálags og vegna hinna hröðu breytinga á skólunum. Og foreldrar hafa farið i gegn um allt öðru visi skóla. Aðgerðarleysiö er ábyrgðarleysi Það er engin tilviljun aö ráögjöf hefur verið komiö á og efld svo mjög i grannlöndum okkar, bæði i grunnskólum og framhalds- , skólum um leiö og skipulag skói- anna hefur breyst. Ég tel þvi aö- gerðarleysiö mikiö ábyrgöarleysi af okkar hálfu hér á landi. Þeir nemendur sem verða verst úti i framhaldsskólum eru auö- vitað þeir sem minnstan stuöning fá heima fyrir. Foreldrunum hættir til aö gleyma vandamálum barnanna vegna sinna eigin. Nemendur ættu lika aö hafa greiöari aögang aö áreiðanlegum upplýsingum um nám og störf úti i þjóöfélaginu aö skyldunámi loknu. Slikar upplýsingar liggja ekki frammi hvar sem er. Vinnu- markaðurinn er sifellt aö breyt- ast. Sum störf hverfa, önnur verða til. Hér er margt aö athuga fyrir unga fólkið sem þarf að velja sér lifsstarf, þekkja getu siná og takmarkanir og meta framtiðarhorfurnar á raunsæjan hátt. Sjálfsgagnrýni Hvernig vinnur námsráögjaf- inn? GF: Ráðgjöf i skólum hefur viöa erlendis beinst meira i þá átt að taka fyrir heilt félagslegt kerfi, heilan bekk eða heilan skóla. Þetta hefur veriö kailaö aö breyta skólanum innanfrá. 1 slikri ráðgjöf er ma. fólgin sjálfsathugun og sjálfsgreining starfsmanna skólans. Ráögjöf af þessu tagi hefur þann tilgang að þróa skólann sem heild þar sem gengið er út frá þvi að hver ein- staklingur er með ýmsu móti tengdur öðrum i stofnuninni. Athyglin beinist þvi mjög að þvi að bæta samskiptin milli hópa og einstaklinga innan skólans. Sjálfsathugunin og sjálfs- greiningin nær til: 1) Starfsmanna sem einstakl- inga. 2) Samskiptastarfsmanna. 3) Skólans sem kerfis. 4) Skólans i samfélaginu. Tilgangurinn er að skapa með- vitund hjá einstaklingnum um að hann hafi áhrif á það sem gerist i skólanum og beri ábyrgö. Þessháttar ráögjöf er yfirleitt framkvæmd af hópi ráögjafa og er um leið rannsókn. Eitt af þvi mikilvægasta i ráö- gjöf er að skapa samstarf milli sem flestra i skólanum til að allir beri ábyrgö á sameiginlegum markmiðum. Ráögjafi á aö skipuleggja starfið, þróa áætl- anir, skrá starfsemina og gera kannanir. Auk þess á hann aö sinna ýmsum þáttum áætlunar- innar einn eöa með öörum. Þar ber fyrst aö nefna námstækni fyrir nemendur og kennara, sam- talstækni fyrir kennara, einstakl- ingsbundna ráögjöf, samstarf viö aörar stofnanir og þjónustu úti i þjóöfélaginu og upplýsingamiöl- un um nám og störf. Þaö ætti einnig aö falla i hlut ráögjafa að útvega bækur, timarit, fyrir- lesara og námskeiö fyrir kenn- arana um uppeldis- og skólastarf. Þaö er ástæöa til að taka fram, aö ráðgjafi ætti ekki að setja sig i bás eða láta setja sig i bás meö þeim sem völdin hafa I skólanum. Starf ráögjafa er ætlaö fyrir nem- endur og hann verður aö geta sett sig i þeirra spor. Markmiö ráögjafarþjónustu er aö koma til móts viö þarfir nem- enda, svo aö þeim liöi betur, þroskist betur og sækist námiö betur, en þetta þrennt helst oftast nær i hendur. —gb á dagskrá / Ijós hefur komið að stolt þeirra, sem trúðu á kapitalisma og frjálsa samkeppni Flugleiða, þoldi alls ekki frjálsa samkeppni Marx, Friedman og Flugleiðir Fyrir skömmu sýndi islenska sjónvarpið mynd gerða af hinni kapitalisku ensku sjónvarpsstöö Granada, þar sem fram kom harla ófögur spá um framvindu hins breska efnahagskerfis , ef áfram yrði haldiö á þeirri braut sem járnfrúiin Thatcher hefur markaö. Spá þessi var gerð af hag- fræðingum úr hinum þekkta hópi hagfræðinga sem kenndir eru viö Cambridge, en sá hópur birtir efnahagsspá á hverju ári áður en fjárlög eru lögö fram. Svo sem við mátti búast brugðu málpipur leiftursóknarmanna i Sjálfstæðisflokknum við hart og i heilsiðugrein i Morgunblaðinu var þátturinn afgreiddur sem kommúnistaáróöur, sjónvarps- stööin enska kölluö „hlynnt sameiningarsinnum” (citerað eftir minni) og Cambridge hag- fræðingahópurinn kallaður sér- vitrir Marxistar, sem enginn tæki mark á. Þetta var nú hin notalegasta afgreiðsla á óþægilegu efni, og mikiö vildi maður nú fyrir það gefa að það hákapitaliska fyrir- tæki sjónvarpsstöðin Granada væri orðin sósialisk, og ekki væri síður gott ef allir Cambridge-hag- fræðingar væru orðnir marxistar. En þvi miður er hvorugu aö heilsa, en hinsvegar er þetta dæmigert fyrir þann málflutning sem málpipur frjálshyggju- ihaldsins temja sér, hvort sem þeir hafa próf i sagnfræði eöa ekki. Yfirleitt hafa hagfræðingar þessir verið taldir fylgjendur Keynes þess sem öll borgaraleg hagfræði hefur meira og minna byggst á frá þvi i kreppunni miklu. En Keynes þennan telja þeir frjálshyggjumenn greinilega meðal vondra hagfræðinga, og villutrúarmann hinn mesta. Vilja greinilega flokka hann þvi sem næst meö kommúnistunum. Það er hinsvegar bráðsmellið, að i afstööu til kenninga Keynes eru frjálshyggjumenn og hefð- bundnir marxistar i raun samferöa, og reyndar verður ekki betur séö en að kenningar hag- spekinga frjálshyggjuihaldsins skjóti verulegum stoðum undir kreppukenningu Karls Marx, þótt hinir sömu lýsi þann gamla skeggjúða með öllu óalandi og óferjandi. Karl og kreppan Þaö sem Kari Marx sagöi i kreppukenningu sinni varm.a. að i efnahagskerfi kapitalismans væri innbyggð krepputilhneiging sem fyrr eöa siðar hlyti að fá útrás. Þetta taldi hann óumflýjanlegt meðan andstæður launavinnu og auömagns væru til staöar i framleiösluferlinu. Kreppan sagöi Karl gamli að væri auövaldinu bráðnauösynleg, húnski ldi hafrana frá sauðunum I samkeppnisfrumskóginum (kannski ætti maöur aö segja ljónin frá antilópunum), kreppan væri nauðsyn til að hreinsa blóö kapitalismans. Lengi vel átti kenning þessi miklu fylgi að fagna, og óneitan- lega var það svo aö kreppur komu alltaf öðru hverju i efnahagslif á Vesturlöndum, þannig að kenn- ingin hlaut meöbyr af þeim sök- um. Sósialistar þóttust lika heldur betur fá sönnun á kenn- ingu þessari þegar kreppan mikla hófst um 1930. Og margir töldu þá einungis dagaspurs mál hvenær hrun kapitalismans yrði. En þá komu fram i dagsljósið kenningar Bretans Keynes og gengu þvert á hina gömlu kreppu- kenningu Marx (sem reyndar er aðeinsréttað hluta. Keynes notar sér margt af kreppukenningu Marx). Þá varö kenningin sú aö meö réttum hagstjórnarað- geröum af hálfu rikisvaldsins væri hægt að hafa stjórn á hag- sveiflum i hinu kapitaliska hag- kerfi, og þvi væru kreppur liðin tið ef stjórnvöld kynnu að stýra ef n a h a g s m á 1 u m . Dagar Marxiskrar kreppukenningar væru þvi endanlega taldir, upp væri risin tiö hins eilifa bandalags kapitalista og rikisvalds. Hófst nú erfið tið fyrir fylgis- menn hefðbundinnar Marxiskrar kenningar. Kenning Keynes virtist standast, kreppurnar létu á sér standa, stöðugur hagvöxtur einkenndi efnahagslif hins kapitaliska heims. Hinir þolbetri af fylgjendum Karls gamla sögðu af þrjósku — „kreppan kemur, biðið þið bara” — en allir voru steinhættir að trúa þeim. Og þá kom hún. Allar götur lrá þvi i gullkreppunni 1967 má segja að kreppuástand hafa rikt i einni eða annarri mynd á Vesturlönd- um. Að visu hefur hagvöxtur verði allverulegur á köflum, en atvinnuleysi hefur hinsvegar veriö landlægt og viröist nú vera farið að flokkast undir eðlilegt ástand i mörgum iðnrikjum. Eftir þvi sem leið á áttunda áratuginn og töfraáhrif „hag- stjórnaraögerða” i Keynskum anda létu á sér standa fóru áhrif annarra spámanna i hagfræðinni að verða meiri. Þeirra þekktastur er Milton Friedman, Nóbels verðlaunahafi og talsmaður pen- ingamagnskenninga. Mjög harður „frjálshyggjumaður” og litill dáandi rikisvalds (á það reyndar sameiginlegt meö Karli Marx). Þaö eru kenningar hagspekinga á borð viö Friedman sem Magga Thatcher er nú að reyna að beita i Bretlandi. Ekki veröur betur séö en aö hagstjórn járnfrúarinnar sé i anda þeirrar kenningar Karls Marx aö kreppan og atvinnu- leysiö sem henni fylgir sé kapitalismanum naubsyn, og þvi sé ekki annað aö gera 1 málum hins breska kapitalisma nú en aö láta kreppuna vinna sitt verk (aö múkka enskan verkalýð) og tryggja aö betri gróöatiö komi þrátt fyrir stórkapitalista stór- veldisins gamla.Grunntónninner semsé: þaö þýðir ekkert aö vera aöhalda hlutunum gangandi meö opinberum hagstjórnaraögeröum („ri'kisafskiptastefnan”, sem Hólmsteinar frjálshyggjunnar nefna svo), kreppa er eölilegur hluti af kapitalisma og hún veröur bara aö fá aö taka sinn toll. Þab liggur viö aö maöur heyri skeggjaöan karl hvisla upp úr kirkjugaröi i Lundúnum: Sagöi ég ekki. Flugleiðakreppan Þótt kapitalisminn sé undir- rituöum ekki ýkjahugnanlegt fyrirbæri, þá hefur hann þó þann kost aö vera mjög skemmtilegur að velta vöngum yfir; það gera allar þverstæöurnar sem i honum er ab finna. Hér heima á Islandi er spurn- ingin um kapitalisma, kreppu og rikisvald grátbroslega áleitin i Flugleiðamálinu. 1 Ijós hefur komiö aö stolt þeirra sem trúöu á kapitalisma og frjálsa samkeppni, Flugleiðir, þoldi allsekki frjálsa samkeppni. Slikt var þvi góða fyrirtæki jafn- hollt og berklar okkur hinum. Og þá hlaupa þeir menn, sem mest hafa varaö við hinni „deyðandi hönd” rikisins.istjórnarráöiö inn ogbiðja i'guös bænum um 6 milj- aröa hjálp. önnur þverstæöa þessa máls er að þaö kemur i hlut sósialista sem i rikisstjórn sitja að taka á sig ábyrgö á þvi aö bjarga stolti is- lenskrar borgarastéttar frá hruni, annaö er ekki hægt vegna atvinnu þess fjölda fólks sem viö þessa starfsemi vinnur. Þar meö höndla þeir i anda þess Keynes, er sagði allt aöra hluti en okkar góöiMarx. Þaö rignir jafnt á rétt- láta sem rangláta, og þverstæöur kapitalismans hellast jafnt yfir sósialista sem ihaldsmenn. Grátbroslegast af öllu er þó að fylgjast meö viðbrögðum leiftur- sóknarihaldsins i Sjálfstæöis- flokknum. Þar hefur aö undan- förnu verið prédikaö aö óheftur kapitalismi væri þaö eina sem gæti orðið vorri þjóð aö liði i þrengingum heimsins. En um leiö ogóhefturkapitalismi fer aö þýöa aö,,þeirra” kompani fari á haus- inn, þá er eölilegt og sjálfsagt að rikisvaldiö tryggi „eölileg starfs- skilyröi” fyrir Flugleiöir, þ.e. taki á sig áföllin. r Ahugi kviða blandinn Viö sem alltaf höfum tekiö þó nokkurt mark á honum Karli gamla Marx horfum nú semsé meö áhuga á þaö hvernig ihaldiö er I reynd fariö aö hampa kenn- ingum hans um þaö hvernig kapitalisminn er f eöli sinu inn- réttaður. Hinsvegar getum viö ómögulega fagnaö þessum ný- fengna skilningi ihaldsaflanna á Marxismanum, til þess getur hannreynst alþýöu manna of dýr- keyptur. Svo sem atvinnuleysis- tölur frá Englandi sýna okkur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.