Þjóðviljinn - 07.10.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.10.1980, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 7. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Kennslustund i Seljaskóla Grunnskólar Reykjavíkur: 50% nemenda í Árbæ og Breiöholtshverfí 30. sept. sl. héidu Fræðsluráð Keykjavíkur og fræðsiustjóri blaðamannafund i Seijaskóla i Breiðholti i tilefni af þvi að skóla- starf er hafið og byggingu I. áfanga Seljaskóla lokið. Viðstaddir voru m.a. Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri Kristján J. Gunnarsson fræðslu- stjóri, Kristján Benediktsson form. Fræðsluráös, Indriði Þorláksson form. byggingar- nefndar Seljaskóla og Hjalti Jónasson skólastjóri. I ræðu Kristjáns J. Gunnars- sonar kom fram að miðað við áætlanir verður nemendafjöldi i grunnskólum ReykjavíkUr á skólaárinu 1980—81 samtals um 11.600 og er það um 180 nemendum færra en á sl. skóla- ári. Fólksflutningar innan borgarhverfa halda áfram og er nú svo komið að um 43% grunn- skólanemenda i borginni eru búsettir i Breiðholtshverfum. Séu Breiðholts- og Arbæjarhverfi tal- in saman lætur nærri aö um 50% nemenda séu nú búsettir i þessum nýjustu hverfum borgarinnar. Siðustu árin hafa töluverðir fólks- flutningar átt sér stað milli Breiðholtshverfanna innbyrðis sem leiðir einkum til meiri og hraðari fjölgunar nemenda i Seljahverfi. Eðlilegt er að margir haldi að þessi fækkun i eldri hverfum borgarinnar hafi leitt til þess að skólar þár standi hálftómir. Þessu er þó ekki þannig farið. Aður voru skólarnir yfirsetnir en nú gefst rými fyrir ýmsa starf- semi og kennslu sem áður var ekki pláss fyrir s.s. bóka- og kennslutækjasöfn, sérstofur fyrir ýmsar greinar, heilbrigðis- þjónustu, félagslif o.s.frv.. Þá hafa skólar, eins og Kvennaskól- inn, Miðbæjar-, Voga-, Lindar- götu-, Armúla- og Vörðuskóli, verið teknir til afnota fyrir aðra en grunnskólanemendur. Ennþá vantar nægilegt skóla- húsnæöi i Breiðholtshverfum. Lokaáfangi ölduselsskóla hefur verið boðinn út, áfram verður haldið við byggingu Seljaskóla og er m.a. fyirhuguð bygging stórs iþróttahúss, kennslustofum verður bætt við Hólabrekkuskóla, auk þess leikfimisal. Samið hefur verið við Höfunda- miðstöð Rithöfundasambandsins um bókmenntakynningu i grunn- skólum. Hver skóli getur tvisvar á ári fengið heimsókn rithöfundar. Sinfóniuhljómsveit Islands mun i vetur halda tónleika i eins mörgum af grunnskólum borgar- innar og við verður komið. Aformað er að leiksýning verði á vegum Leikfélags Reykjavikur i grunnskólum. Sýntverður finnskt leikrit, „Hlynur og svanurinn á Heljarfljóti” eftir Christina Andersson. Alþýðuleikhúsið hefur einnig boðist til að sýna i grunn- skólum leikrit sem einkum er ætl- að nemendum á unglingastigi. Ráðgerter að starfrækja náms- og starfskynningu fyrir 9. bekk grunnskóla. Ýmsar breytingar verða á tilhögun safnkennslu. Reynt verður að tengja hana meira við námsefnið og aðal- áherslan lögð á að miða viö kennslu i samfélagsgreinum og að nemendur verði látnir vinna að ákveðnum verkefnum innan viðkomandi safns. Reynt er að koma til móts við þarfir nemenda sem eiga við örðugleika að etja i grunnskólum. Hér er i fyrsta lagi um að ræða stuðningskennslu i ýmsu formi við nemendur sem hafa dregist aftur úr jafnöldrum sinum i móðurmáls- og stærðfræðinámi, talkennslu fyrir nemendur með mál- og talgalla, enn fremur að- stoð við nemendur sem eiga i til- finningalegum og félagslegum vandræðum. Þessi þjónusta er i öllum hverfisskólum og njóta hennar u.þ.b. 12% nemenda ein- hvern tima á skólaferli sinum. Tvær dagdeildir eru reknar fyrir nemendur með geðræn vandamál og niu fámennar deildir i þremur efstu bekkjum grunnskóla þar sem nemendur með námsörðug- leika gefst kostur á námi viö hæfi. Auk þess er á vegum grunnskól- anna fámennur dagskóli og með- ferðarheimili fyrir taugaveikluö börn. Pláss er fyrir rúmlega 200 nemendur i þessum sameiginlegu úrræðum. Loks má nefna að i tveimur grunnskólanna eru sérdeilir fyrir hreyfihamlaða, málhamlaða og blinda nemendur. Þangað sækja nám u.þ.b. 30 nemendur viðs vegar að af landinu. Þrjár skólalúðrasveitir starfa i grunnskólum Reykjavikur og komu þær 100 sinnum fram á sl. ári. Minning: Ragnhildur Gudbrandsdóttir Fœdd 4. maí 1878 — Dáin 24. sept. 1980 Ilaustskuggarnir lengjast og þreyttar brár liafa lokast yfir brostnum auguni i þann mund sem húsið er að taka á sig form við vog kópanna. Ilúsið, sem geymir draum hennar um góða heimkomu. Ég þekkti hana ekki og sá hana aðeins einu sinni álengdar. Samt þykir mér vænt um hana og hún verður mér ógleymanleg. Hinn 26. janúar s.l. safnaðist dálitill hópur fólks saman i horninu milli Kópavogsbrautar og Hafnarfjarðarvegar. Þar mátti greina ýmis kunnugleg andlit úr þjóðlifinu eins og ráð- herra og alþingismenn, auk þess fréttamenn og ljósmyndara, en Kópavogsbúar voru þarna i meiri hluta. Fólkið stóð i hring þolin- mótt og með vissa væntingu i svipnum. Þá var bifreið ekið að og út steig háöldruð kona. Hún gekk að hópnum og fólkiö vék til hliðar svo að hún komst inn i hringinn. Þar tók hún skóflu I hönd og beitti henni kunnáttu- samiega og tók fyrstu skóflu- stunguna aö Hjúkrunarheimili aldraðra i Kópavogi. A þessum degi var hún, elsti ibúi Kópavogs og næstelsti tslendingurinn, 101 árs og 143 daga gömul. Ég held, að þessi einfalda, táknræna at- höfn hafi engan látið ósnortinn, sem á horfði, og við undruðumst þrekið sem bjó i Ragnhildi, sem i fyrsta og eina sinn á ævinni kom fram opinberlega af þessu tilefni. Ragnhildur fæddist að Hörgs- landi á Siðu og dvaldi mestan hluta sinnar löngu ævi i Vestur- Skaftafellssýslu. Fyrir tæpum 30 árum flutti hún i Kópavog og bjó i góðu skjóli Júliusar, önnu og Unnar að Hrauntungu 20. t vor veiktist hún og var lögð inn á Landsspitalann til rannsóknar. Eftir um það bil mánaðardvöl þar var hún send heim rúmliggjandi og ósjálfbjarga þótt hún treysti sér ekki til að fara heim þannig á sig komin. Eftir um vikudvöl heima fékkst rúm fyrir hana á hjúkrunardeild Landsspitalans aö Hátúni 10 B. Hafði hún dvalið þar i tvo mánuði og lést i þann mund er átti að senda hana heim i annað sinn ósjálfbjarga. Þvi læt ég þessa getið hér, að seinasta ævireynsla Ragnhildar er áþekk reynslu svo margra annarra sjúkra aldraðra á tslandi á okkar dögum og mál er að linni öryggisleysi aldraðs fólks og kviða fyrir framtiöinni. Ragnhildur var með afbrigöum gjafmild og við sem vinnum að byggingu Hjúkrunarheimilis aldraðra i Kópavogi njótum ör- lætis hennar og fordæmis. Þvi miður vorum við ekki nógu snemma á ferðinni til þess að geta liðsinnt henni. Ég kveð hana með þakklæti, aðdáun og virðingu og votta syni hennar og öðrum aðstandendum innilega samúð. Elsa G. Vilmundardóttir erlendar bækur Karl Marx Capital. A Critique of Political Economy. Volume Two. Introduced by Ernest Mandel. Translated by David Fernbach. Penguin Books in association with New Left Review 1978. Annað bindi Kapitalsins kom út 1885. Engels sá um útgáfuna og áður en bókin kom út gerði hann sér litlar vonir um mþttökurnar, taldi að annað bindið væri of tyrfið til aflestrar fyrir þá sem áhuga hefðu á kenningum Marx. Mandel segir i inngangi að annaö bindi Kapitalsins hafi ekki aðeins verið lokuð bók, heldur einnig flestum gleymd og svo sé enn þann dag i dag. Mandel rekur i innganginum inntak annars bindis og þýðingu þess i heildar- verkinu. Formáli Engels fyrir fyrstu útgáfu er birtur, en hann bjó bindið undir prentun. Fyrsta bindi verksins er þegar komið út og þriðja bindið væntan- legt. Auk Kapitalsins hefur Penguin ásamt New Left Review gefiö út Grundrisse, Early Writ- ings, The Revolutions of 1848, Surveys from Exile og The First International and After. Ritverk Marx eru mikil að vöxtum og áhrif þeirra hafa mótað alla sögu 20. aldar. Kenningar hans um of- framleiðslu, stéttbaráttu og arð- rán eru ekki siður timabærar nú á dögum, en þegar þær birtust fyrst. Enginn hefur skilgreint eðli kapitalismans betur og sýnt fram á þær þverstæður sem búa i þvi kerfi. Otgáfur verka Marx hafa gengið skrykkjótt. 1968 var lokið viö útgáfu rita Marx og Engels i Austur-Þýskalandi i 41 bindi, á þýzku. Fram til þess tima voru þessi rit til i sérútgáfum eða smærri úrvals útgáfum. Fyrir- mynd Penguin útgáfunnar er þýskaútgáfan. Dómkirkjan i Mexicoborg. Mexico 1980/1981 Penguin Travel Guides. Steph- en Birnbaum editor; James Budd, Anthony Greno, Loyd Rosenfield area editorsr David Walker exe- cutive editor; Claire Hardiman managing editor; Stacey Chanin, Laurie Nadel associate editors. Penguin Books 1979. Leiða-og landalýsingar „Pengu- in Travel Guides” eru sniðnar fyrir nútimafólk. Þar er að finna hinar fjölbreytilegustu upplýs- ingar, svo sem um bestu bað- strendur, disco-staði, kostnaö viö ferðir og dvöl á ýmsum stöðum. Ferðaþjónustu innan svæöanna og ráð um hvernig megi auðveld- ast undirbúa og skipuleggja ferðir einstaklinga, hópa og fjölskyldna. Rakin er saga svæðanna og lýst helstu borgum og öðrum stöðum, sem forvitnilegir eru, kaflar eru um mataræði, skemmtanir, tylli- Karl Marx daga og iþróttir. Einnig er fjallað um verslanir, minjagripasölur og fl. og fl. Þessi bók um Mexico er rúmar 500blaösiður, með uppdráttum og efnisyfirliti. Helstu borgir eru taldar upp og aðrir staðir, sem vert er aö skoöa eða dveljast á. I Mexico eru ágætir baðstaðir, Acapulco er þeirra kunnastur, Cuernavaca er annáluð fyrir ágætt loftslag og telja mætti fleiri slika. Mexico-borg er nú likast til fjöl- mennasta höfuðborg i heimi, með um 14 miljón ibúa. Ef til vill er þessi staöur sá sem á sér lengsta mannvistarsögu i heimi, um 20 þúsund ár, að þvi að taliö er. Fundist hafa leifar Indiánaþorps frá þeim timum. Aztekar gerðu borgina aö aðalstöðvum sinum og þegar Cortes kom þar 1519, bjuggu þar um 300 þúsund manna. Samtimahöfundar töldu borgina ekki siðri Feneyjum. Bók þessi er mjög hentug fyrir þá, sem hyggjast ferðast um Mexico og upplýsingarnar eru frá fyrstu hendi; hér fjalla þeir um sem þekkja vel til staðhátta og ferðalaga um landið. Starfsmaður óskast Auglýsingadeild Þjóðviljans óskar að ráða starfsmann. Þarf að geta hafið störf strax. Nánari upplýsingar á staðnum (ekki i sima). ÞJÓÐVILJINN Siðumúla 6, Reykjavik. Húsnæðislaus hjónaleysi óska eftir ibúð til leigu. Upplýsingar i sima 35571 eða 19784.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.