Þjóðviljinn - 07.10.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.10.1980, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓDVILJINN Þriftjudagur 7. október 1980 Námskeið fyrir skotveiðimenn: Skotveiöifélag Islands heldur 2ja kvölda námnskeið um með- ferð skotvopna, notkun landabréfa og áttavita, hjálp I viðlögum, öryggisútbúnað og klæðnað i fjallaferðum. Námsskeiðið verður aö kvöldi miövikudags 8. og fimmtudags 9. okt. n.k. i húsi Slysa- varnarfélags Islands Grandagarði 14. Námsskeiðstiminn um 3 klst. hvort kvöld. Allir áhugamenn um þessi mál eru velkomnir. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Sverrir Sch. Thorsteins- son jaröfræöingur, Cskar bór Karlsson erindreki, Gunnar Ingi Gunnarsson læknir og Thor B. Eggertsson fulltrúi. Námskeiöið hefst kl. 20 bæöi kvöldin, námskeiösgjald er kr. 3000 og þátttakendur taki með eigin skotvopn, óski þeir leiöbeininga og umsagnar um þau. Opnunartími yfir veturinn Listasafn Einars Jónsson er opið frá og meö 1. okt. sunnu- daga og miðvikudaga kl. 13.30- 16. Á myndinni sést verkiö „Vernd”, en kort með mynd af þvi var gefið út af safninu i til- efni barnaárs Sþ.. „ Við fiimm í norðri,f — vinningur 1 sl. viku var kynningarbæklingurinn „Við fimm I norðri” bor- inn I hús á Akureyri, en hann fjallar um Akureyri og vinabæina á Noröurlöndum. Hvert hefti var með happdrættisnúmeri og er vinningurinn ferö fyrir tvo fulloröna og tvö börn til þess vina- bæjar á Noröurlöndum sem vinningshafi óskar sér. Dregiö var i happdrættinu á skrifstofu bæjarfógeta 1. okt. sl. og kom upp nr. 22660. Handhafi bæklingsins „Við fimm I noröri” með þessu númeri er beöinn aö framvisa honum til bæjar- stjórans á Akureyri. Gert er ráö fyrir aö happdrættisvinningurinn veröi notaður næsta sumar. „Freyjulundur" á Ári trésins Undir umsjón Skógræktar- félags Reykjavikur var Al- þjóðasamtökum Málfreyja á Islandi úthlutaö tveimur hekt- urum lands i Heiömörk sl. sumar og var fyrsta gróöur- setningarferðin farin i júli. Um 30 málfreyjur, fulltrúar þeirra 6 deilda sem eru skráðar á Islandi i dag, ásamt eiginmönnum og börnum, voru viðstaddar, er Sigrún Siguröardóttir forseti 1. ráðs opnaði nýverið „Freyjulund” formlega, en að lokinni opnunarathöfninni og gróður- setningu, sem allir tóku þátt I, Prúöbúin málfreyja gróöur- nutu menn nestis i haustblið- setur tré viö °Pnun Preyju- Vetrarstarf Ferðafélagsins Eins og undanfarin ár verða myndakvöld og kvöldvökur Ferðafélags Islands stór þáttur i vetrarstarfi félagsins á vetri komanda. Miðvikudaginn 8. okt. verður fyrsta myndakvöldiö að Hótel Heklu við Rauðarárstig, en þar verður þessi starfsemi tií húsa i vetur. Ráðgert er að myndakvöldin verði annan miðvikudag hvers mánaðar og hefjist kl. 20.30 stundvislega og ljúki kl. 23. Hlé verður I 45 min. A myndakvöldum sýna félagsmenn myndir úr ferðum sinum og er þeim valið frjálst. A fyrsta myndakvöldinu sýnir Grétar Eiriksson og verða það landslagsmyndir viðsvegar að, t.d. Fjallabaksleið syðri, Snæfellsnesi og viðar. A kvöldvökum, sem ráðgert er að veröi 3 i vetur, munu sér- fróðir menn fengnir til þess að flytja erindi með myndasýningum um ákveðið efni, auk þess verða þá myndagetraunir. Fyrsta kvöldvakan i vetur verður 26. nóv. n.k. og mun Jón Gauti Jónsson flytja fræðsluefni um ódáðahraun. Allir eru velkomnir og er aðgangseyrir enginn, en veitingar verða seldar i hléi á vegum hússins. Til þess aö spara tima og auðvelda alla afgreiðslu, veröur óskað eftir að gestir greiði veit- ingar áður en sýning hefst, þ.e. viö innganginn. Myndakvöld og kvöldvökur Feröafélagsins veröa á Hótel Heklu I vetur. , _— vsamm Satujen saarella otetaan riskejö (»» t*kj ei- lo>» HeitirAitm »» Utt- tk-f, T««ttvri» f«ttvi«tv>: 1* t'ukl»t:««t K»jf»y.y K>.'X<-otlrtit> rivr-ixkw jfc .Stwvjx.frótóf) Sitki>»:> Tr«U*f»; ;iminpí»v«.. >w« .■» sir«* vséfx.('».'»• lM lt»í>t*fc«i»».'»K< 'tVxtl,- inxa «rfcrUM «->>kí» tteW- r«->tt<>a»í:<r txlkVkutnvx, <-St>v.>a«fci«-» ImtlMl lliwa OfOÍDÍMíUlitU-Jfl jx kíkyjn i>:»l»!tfc<» «»!>x «iy!rlm4t> ttu,itfw« Þjóðleikhásið: Frábærar viðtökur Rúmlega 20 manna leikhópur frá Þjóðleikhúsinu er nýkominn úr leikferðalagi á Bitef-leik- listarhátiöina i Belgrad meö Stundarfrið Guðmundar Steins- sonar. A heimleiðinni voru sýn- ingar i Helsinki og Stokkhólmi. Til fararinnar hlaut leikhúsið styrk islenskra stjórnvalda og úr norræna gestaleikjasjóðnum. Ferðin varö hin mesta sigurför og vakti mikla athygli á is- lenskri leikmenningu og viö- tökur hvarvetna frábærar. Bitef-leiklistarhá tíðin í lelgrad ér nú haldin i 14. sinn og sr talin ein virtasta sinnar teg- undar i heimi. Þjóðleikhúsinu hefureinu sinni áður verið boðið að koma þar fram, það var meö ínúk árið 1976. Þessi för til Bitef nú varð þvi ains og til að staðfesta þá skoðun, að leiklist á tslandi stæði með blóma og stæðist fyllilega samanburð við hið besta erlendis. Þjóðleikhúsinu var boöið að koma til Bitef i þriðja sinn með hentugt verk- efni, en það mun óalgengt. Þjóðleikhúsiö var eina nor- ræna leikhúsið sem tók þátt i hátiðinni að þessu sinni. Annars voru þarna sýningar frá Bochum og Diisseldorf, Stary- leikhúsinu i Póllandi, frá Bandaríkjunum, Frakklandi, Kúbu, Júgóslaviu o.s.frv.. Gagnrýnandi júgóslavneska útvarpsins taldi islensku sýn- inguna merkasta þeirra sem þá höfðu komið fram (margir flokkar voru reyndar ókomnir) og i umræöum sem fram fóru með erlendum og þarlendum gagnrýnendum eftir fyrstu sýn- inguna, sem fram fór i Þjóðleik- húsinu i nýja hluta Belgrad (Zemun), kom fram aö gagn- rýnendur töldu leikritið og sýn- ingunu eiga erindi mjög viða. Þannig sagði bandariskur gagn- rýnandi, að ef nokkur sýning ætti erindi við landa ^slna þá væri þaö þessi, og pólskur gagn- rýnandi, sem er formaður al- þjóðasamtaka gagnrýnenda, lét þess getið, að ef hann mætti nokkru til leiðar koma skyldi hann sjá til þess aö Þjóðleikhús- inu yröi boðiö rneð Stundarfrið á næstu leik.listarhátið I Varsjá. Fleiri boö bárust leikhúsinu m.a. frá Danmörku og Noregi og endurvakin var hugmynd um að leikhúsiö tæki þátt i norrænni listahátiö I Wiesbaden (ásamt t.d. isl. sinfóniunni, danska ball- ettinum, finsku og sænsku óper- unni) og er þaö mál I athugun. Stundarfriður var tekinn upp i sjónvarp i heild sinni i Belgrad og var fyrsta sýningin á allri , hátiðinni, sem sjónvarpaö var i heild sinni um alla Júgóslaviu. Eftir tvær sýningar i Belgrad 1 voru svo sýningar i Sænska leik- , húsinu i Helsinki og Klara- 1 teatern i Stokkhólmi. Viðtökur vorú allsstaðar frá- bærlega góöar og höfundi.leik- stjóra, leikmyndateiknara og leikendum borið mikið lof. Er ekki að efa að þessi ferö varð til að kynna til gagns islenska leik- menningu og vekja athygli á þvi sem þar hefur þróast i leikhús- lifinu undanfarin ár. Góöir leikdómar Blaðagagnrýni um sýningar Þjóöleikhússins á Stundarfriði er mjög jákvæð og fara hér á eftir nokkrar glefsur úr dóm- um: 1 „Svenska Dagbladet” 30.9. skrifar Xke Janzon m.a. undir fyrirsögninni „Ljósið kemur frá lslandi”:,,Stundum gerist það að sænska leikhúsið vinnur i stilfærslum, allavega i leiktjöld- um og umhverfi, jafnvel i til- tölulega raunsæjum leikritum. En við getum fullyrt að við erum einungis byrjendur i þvi tilliti eftir að hafa séð gestaleik islenska Þjóöleikhússins á Klara-teatern hér i Stokkhólmi — aðeins ein sýning þvi miður. Hér er ekkert hálfkák á ferð- inni. (Og hér fylgir ýtarleg lýs- ing á leikmynd Þórunnar S. Þorgrfmsdóttur). ...,,hin stór- brotna stórasystir fjölskyld- unnar, leikin af Lilju Þorvalds- dóttur, er hið sjálfumglaða kyn- bombuvélkvendi sem þýtur frá einu simtækinu til annars I gljá- andi silkifatnaði og á háum hæl- um. Enginn getur keppt við hana i likamsburðum, en Krist- björg Kjeld sem leikur móöur- ina stendur henni þó ekki langt að baki, og maður skilur firr- ingu yngstu dótturinnar — það er Guðrún Gisladóttir sem leikur hana, hrædd eins og fugl, en augun full af uppreisn” ...,,Svo mikið er vist að islenska Þjóöleikhúsið hefur starfskrafta sem það getur verið stolt af” ...„óhugnanlega áhrifamikið leikrit i einföldun sinni”. Mia Tottmar i Dagens Nyheter skrifar undir fyrir- sögninni „Hlegiö á islensku”: „Maður þarf ekki aö skilja orð i islensku til aö geta hlegið að hinni beittu nútimasatiru Stundarfriöur”. Og Katri Veltheim I Uusi Suomi undir fyrirsögninni „Fjöl- skyldulif i hljóðtjöldum”„...fin- slipaður harmleikur”....Stefán Baldursson hefur gert leikritið að virkilegri listasýningu” ...„Túlkun Guörúnar Gisla- dóttur er mjög fingerð og ná- kvæm leikvinna” ...„Móðirin Ingunn er leikin á öruggan og þvi sem næst brilliant máta af Kristbjörgu Kjeld”. Kirsikka Siikala I Helsinkin Sanomatundir fyrirsögninni „Islensk mynd af gjaldþroti heimilisins”: „Þegar bætt er við i þetta kuldalega umhverfi streitufullu hlaupandi fólki, sem sifellt ber utan á sér ný og ný tiskuföt; glæsileg vinna fatahönnuðar leiksins; þá er komin fjölskyldu- mynd, sem fær kaldar rákir til að hrislast niður bak áhorfand- ans” ...„Eina persónan sem tókst .að sýna einhverskonar mannsmynd var yngsti fjöl- skyldumeðlimurinn Guðrún; niðurbrot hennar vegna sam- bands- og ástleysis myndaði hinn sterka og buröarmikla tengilið verksins”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.