Þjóðviljinn - 17.10.1980, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 17.10.1980, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. októbér 1980. uoamuNN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis CJtgefandi: Utgáfufélag Þjó&viljans Framkvæmdastjóri: Eióur Bergmann RlUtjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan ólafsson • Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. t’rnsjónarmaöur sunnudacsblaös: Guöjón Friöriksson. . Afgrelöslustjóri .Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingibjörg Haraldsdóttir. Kristin Astgeirsdóttir, Mágnús H. Gfslason, Sigurdór Sigurdórssor.. Þingfréttir : porsteinn Magnússon. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elfsson Handrita- og prófarkaléstur: Andrea Jónsdóttir, Elfas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. 'Auglýsingar: Sigrföur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa :Guörún Guövaröardóttir. AfgreiÖsla: Kristfn Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Anna Kristfn Sverrisdóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. "Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavfk, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaöaþrent hf. Heilbrigði þjóðar • Það þarf ekki lengi að skoða skýrslur eða hlýða á ræður á Heilbrigðisþingi, sem hófst í gær, til að komast að því, að (slendingar hafa margt gert ágætlega á sviði heilbrigðismála. Svavar Gestsson heilbrigðisráðherra minnti á það í ávarpi sínu við upphaf þingsins, að nú í ár verjum við 8% af vergri þjóðarframleiðslu til heil- brigðismála og erum þar með komin í hóp þeirra þjóða, sem örlátastar eru við þennan þátt félagslegrar þjónustu. Við erum karla og kerlinga langlífust, ung- barnadauði er minni en í öðrum ríkjum. Vert er að vekja athygli sérstaklega á einum samanburði í máli ráð- herra: hann gat þess að á undanförnum áratug hefði okkur tekist að láta örlæti samfélagsins við heilbrigðis- þjónustuna vaxa örar en einkaneysluna. Kannski er það einmitt þessi staðreynd, sem við getum öðru fremur verið hreykin af. • Svavar Gestsson minnti einnig á það, að það væri rangt að láta viðfelldnar tölur um það sem gert hefur verið leiða til óvirkrar sjálf umgleði: það þarf að halda áf ram með umbætur og nýjungar, verkefni reynast jafnan yfrið nóg.Heilbrigðisþing er haldið til að leita svara við ótal spurningum sem uppi eru um rekstur sjúkrahúsa, um nýjar áherslur í heilbrigðisþjónustu, um verka- skiptingu, um meðferð fjármuna — og þó fyrst og fremst um samþættingu alls þessa. Með öðrum orðum: það er reynt að gera þá sem við sögu heilbrigðismála koma samvirka í stef numótun, sem síðan skálmaði út af ráðstefnupappírum og út í heim athafnanna. • Sem f yrr segir: það verður jaf nan af nógu að taka. Við eigum prýðileg almenn sjúkrahús, en höfum í of ríkum mæli eins og látið þau koma í staðinn fyrir þjónustu,sem er betri og virkari ? ýmsum grannlöndum: ellihjúkrun og þjónustu utan sjúkrahúsa. Þessi tvö atriði eru einkar mikilvæg, bæði að því er varðar meðferð f jár til heil- brigðismála sem og það, að koma á því aukna samræmi heilbrigðisþjónustu við brýnar mannlegar þarfir, sem hlýtur að verða eilífðarverkefni þeirra sem með þessi mál fara. • Svavar Gestsson gat þess í ávarpi sínu, að hann teldi að fyrirbyggjandi aðgerðir ættu að skipa meira rúm í heilbrigðisþjónustu en fyrr hefur verið, og þá ekki síst felagslegar aðgerðir; það þyrfti að tengja betur saman alla þætti félagslegrar þjónustu við almenning. Þetta er mikilvægt. • Þótt ýmsir ágætir sigrar hafi unnist með fyrir- byggjandi aðgerðum af hálf u læknavísindanna sjálf ra — með ónæmisaðgerðum, með krabbameinsleit og annarri skyldri starfsemi, þá má ekki gleymast, að það eru, þegar allt kemur til alls, heilbrigðari lifshættir sem hafa orðið drýgsta ráðið til að bæta heilsufar og lengja lífs- braut fólksins. Það er ekki verið að lasta læknisskoðanir þótt athygli sé vakin á því, að líklega verði góður að- búnaður á vinnustað, hóflegt vinnuálag og skaplegri lausn húsnæðismála ungs fólks við okkar aðstæður af- drifaríkari fyrir almennt heilbrigði en nokkuð annað. Félagsmál eru eitt tré, þar sem ein grein nýtur ekki góðs vaxtar nema hún njóti styrks af öllum hinum. • Heilbrigðisráðherra minnti einnig á það, að það væri brýn nauðsyn að móta heildarstefnu í heilbrigðismálum einmitt nú, þegar minnkandi hagvöxtur allt um kring hefði eflt tilhneigingar til að draga úr allir félagslegri þjónustu. Slík heildarstefna, sem nýtur skilnings, sam- þykkis og stuðnings alls þorra manna,er hin besta vörn fyrir þann veigamikla þátt þjóðlífsins sem heilbrigðis- þjónustan er. —áb klippt Jón Baldvin ASÍ-félaginn Jón Baldvin Hannibalsson rit- stjóri Alþýöublaösins hefur sem kunnugt er gefiö kost á sér sem fulltrúi á Alþýöusambandsþing, og komiö þvi á framfæri i blaöi sinu aö hann sé félagi i Sjó- mannasambandi Islands. Þessi vonbiöill um sæti á Alþýöu- sambandsþingi er þó ekki betur meö á nótunum en svo aö I blaöi hans i gær er ekki minnst auka- teknu oröi á boöaö allsherjar- verkfall ASI 29. þessa mánaöar. Hinsvegar er rækilega gerö grein fyrir veröbólguspá Vinnu- veitendasambandsins i Alþýöu- blaöinu, en hún er lögö fram til þess aö sýna fram á aö ekki sé efnahagslegt rúm fyrir kaup- hækkanir til félaga Jóns Bald- vins i ASI. Þessar áherslur i Al- þýöublaöinu er væntanlega vitnisburöur um hvaöa hlut Jón Baldvin ætlar sér á komandi ASl-þingi. Allir til Hollands Flugmál Islendinga eru sannarlega sérstæö. Nú er kom- in upp sú staöa aö þrjú flugfélög hyggja ó feröir milli Amster- dam og Keflavikur/Reykja- vikur næsta sumar, þeas. Flug- leiöir, Iscargo og Arnarflug. Ekki voru flugráö og sam- gönguráöuneytiö fyrr búin aö veita Iscargo vilyröi fyrir flugi á þessari leiö en Flugleiöir til- kynntu um sumarferöir til Hol- lands eftir 13 ára hlé. Og Arnar- flug lét ekki á sér standa og minnti á aö i fjögur ár hefur legiö fyrir umsókn frá þvi um Hollandsflug. Samgönguráö- herra segir i viðtali viö Morgun- blaöiö aö hann hafi ekki haft hugmynd um áhuga Flugleiða á þessu flugi,en að umsókn Arnar- flugs og afdrifum hennar veröi leitaö i ráöuneytinu. Flugleiöa- menn segja að sjálfsögöu aö áhugi þeirra á Hollandsflugi sé alls ekki i neinum tengslum viö áform Iscargo, og Kiddi Finn- boga segir að Flugleiöum sé velkomiðað ástunda samkeppni viö Iscargo á Amsterdamleiö- inni. Lœmingjarnir komnir af stað Þaö var kominn timi til aö Is- lendingar tækju aö heiöra Hol- lendinga og Amsterdambúa meö nærveru sinni. Og á næsta sumri mega menn búast viö þvi aö Carterstefna ríki á flugleiö- inni tsland-Holland. Meö oröum Flugleiöamanna veröur þá um aö ræöa „brjálaöa samkeppni”, „frumskógarstriö”, og „tor- timingaræöi læmingjahjaröar”, svo eitthvaö sé nefnt af fordæm- ingarfjólum þeirra á frjálsri samkeppni. Vitaskuld veröur frumskógarlögmáliö til hags- bóta fyrir neytendur þangað til öll flugfélögin þrjú veröa komin á hausinn. Þá leggst Hollands- flugiö niöur á ný og hassleiöir lokast. Nýr kafli i flugsögunni er aö hefjast og menn hafa engu gleymt, en ekkert lært. Kostaboð til Tómasar 1 Klippi i gær var rætt um veröbótahroll Tómasar Arna- sonar. I sanngirni nafni veröur aö viöurkenna aö hlutskipti hans er erfitt. Enda þótt rikis- stjórnin hafi yfirleitt skorið niöur veröhækkunarbeiönir um helming og meir, fara samt of miklar hækkanir út i verðlagiö tii þess að niðurtalningarleiðin standist. En nú skal Tómasi gert kosta- boö. Ef hann tekur aö sér aö halda veröhækkunum innan 8,7,6% ramma næstu þrjú visi- tölutimabil skal klippari taka þaö aö sér persónulega aö sjá svo til, aö Alþýöubandalags- Davíft (iuftmundsson Davíö Guömunds son hættir sem framkværaJastj. Davlft (luftmunds ,«n. fram- kvæmdasljori Reykjaprents hf.. juiKáfufélag* Visis. hefur sagt 'starfisfnu lausu frá og ineft næstu jaramótum. en Davlft hefur gegnt fþessu starfi frá þvl I september 1^75. Hefur I)a\lft ráftift sig sem aftstoftarframkv æmdastjora ,,f|8 Jkur hl ok Tómas Arnason menn á þingi og i rikisstjórn komi þvi til leiðar aö veröbætur á laun, fiskverð og búvöruverð lækki i sama takti. Þvi veröur vart trúað að verðlagsmálaráö- herra neiti þessu ágæta boði. Djúpsálatfræði Visis Þjóðviljinn skýrði frá þvi sl. sunnudag aö framkvæmdastjóri Visis heföi sagt upp störfum. Staöfesting fékk á þessu strax á mánudaginn er Visir greindi frá uppsögn hans. En eitthvaö fór þaö i taugarnar á Visismönnum aö vera ekki fyrstir meö frétt- ina, og siöan hefur djúpsálar fræðingur blaösins veriö aö birta „fréttir” úr sálarfylgsnum ritstjóra Þjóöviljans, og má hafa af þeim hina bestu skemmtan. Kaup reddaranna En ónefndur kunningi klipp- ara hafði samband og sagði aö Daviö Guömundsson færi nú til starfa hjá „Stóru-Milljón” i Keflavik og hefði i byrjunar- kaup sömu laun og á VIsi. Hann sagðist hafa þaö eftir áreiöan- legum heimildum aö kaupiö væri 1.4 milljónir króna á mánuöi, frir simi og aliur kostn- aöur viö rekstur bils greiddur af fyrirtækinu, auk annarra friöinda. Sagöi hann aö þaö væri mjög algengt aö „reddarar” viö fiskvinnsluna heföu laun af svipaöri gráöu upp i 2 milljónir króna. Fannst honum þetta dæmigert fyrir þaö kaupmis- ræmi sem rikti i kaupgreiöslum i landinu, þar sem ekki mætti hækka kaup sem næmi um 300 þúsund krónum á mánuöi, en fjöldamargir heföu á aöra milljón króna i laun, og héldu ávallt sinu vel veröbættu. — ekh L AUir til Amsterdam á tombólupris næsta sumar. 09 skoríð

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.