Þjóðviljinn - 17.10.1980, Side 16

Þjóðviljinn - 17.10.1980, Side 16
DJÚÐVUHNN Föstudagur 17. október 1980. Aöalslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-30 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná i áfgreiðslu blaðsins.isima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar' á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 ASV með ráðstefnu um ncestu helgi: Semjum um sér- kröfurnar hér en verðum með í samflotinu um aðal kröfurnar; segir Pétur Sigurðsson —Viö sögðum það strax í upphaf i að við ætluðum að semja um okkar sérkröfur hér fyrir vestan og erum því ekki aðilar að þeim samningum sem náðst hafa fyrir sunnan um sér- kröfur, en að öðru leyti erum vð með í samfloti aðildarfélaga ASI, sagði Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusam- bands Vestfjarða, þegar Þjóðviljinn ræddi við hann í gær. Pétur sagði aö ákveðið væri aö halda ráðstefnu um næstu helgi með aöildarfélögum ASV, og þar yröi staðan i kjaramálunum rædd og aðgerðir mótaðar. Pétur kvaðst ekki hafa heyrt neinar raddir um það að Vestiirðingar segðu sig úr samflotinu með ASl og t reyndu að semja sér við at- vinnurekendur á Vestfjörðum. Enda eru þeir svo rigbundnir af VSl að þeir þyrðu aldreei að hreyfa sig til eins eða neins, sagði Pétur. Aðspurður um hvort verkalýðs- félögin á Vestfjörðum hefðu aflað sér verkfallsheimildar kvað hann vera svo, þau myndu nú öll vera búin að afla sér verkfallsheim- ildar. —S.dór Látum þennan aag líða -Nei, það hafa engir sátta- fundir verið boðaðir, og ég get ekki sagt til um þaö hve- nær það veröur; alla vega látum viö þennan dag liöa, sagöi Guölaugur Þorvalds- son sáttasemjari er hann var inntur eftir þvi i gær hvað samningamálum ASt og VSt liði. Sömu sögu er að segja um kjaradeilu bókagerðar- manna; þar er engin hreyf- ing. -Við erum að skoða áskorun ASÍ, sagöi Magnús E. Sigurðsson, formaður Félags bókagerðarmanna, i samtali við Þjóðviljann i gær. Sagði hann að haldinn yrði fundur um það mál alveg á næstunni. Þjóðviljinn hefur það eftir áreiðanlegum heimildum,að i gær hafi einhverjar ,,þreif- ingar” verið i gangi bak við tjöldin i kjaradeilu ASl og VSt. S.dór. Sigfinnur Karlsson formaður ASA Kyimum stöðuna á vinnustaðafundum Verkalýðsfé/ögin á Austurlandi ekki búin að afla sér verkfallsheimildar -Um þessar mundir er ákaflega mikil vinna á Austfjöröum og erfitt aö fá fölk á fundi I fé- lögunum, þannig að við höfum ákveðið að kynna stöðuna 1 samn- ingamálunum á vinnustaða- fundum; þar á meðal tillögu sáttanefndar, sem ég gæti vel hugsað mér sem lausn á kjara- deilunni, sagði Sigfinnur Karls- son,formaður Alþýöusambands Austurlands, er Þjóöviljinn ræddi viö hann i gær. Sigfinnur kvað engar hug- myndir vera á lofti um það að Austfirðingar tækju sig útúr sam- flotinu og reyndu að semja sjálfir við sina viðsemjendur. Við viljum halda samflotinu innan ASl eins lengi og mögulegt er, sagði Sigfinnur. Hann kvaöst og vera ánægður með þá tillögu 43ja manna nefndarinnar að reyna að ná samningum við riki og sveitarfélög. Ekkert verkalýðsfélag á Aust- fjörðum er búiö að afla sér verk- fallsheimildar, en Sigfinnur sagði að þau myndu öll gera það á næstu dögum. —S.dór 4- SliWiÍleií; ^■1111 t gær var sannkölluð jólastemmnig i Reykjavik, eftir að hin fegursta logndrifa byrjaði uppúr hádeginu. Þegar tók að skyggja,jók það á stemmninguna að rafmagnslaust varð viða iReykjavik, hinum róman- tisku til óblandinnar ánægju en hinum vinnusömu til armæðu. (Ljósm gel-) Tillaga Alþýðufl. um orkufrekan iðnað „Galopnir fyrir erlendri stóridju — segir Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra 55 Hjörleifur: ósamræmi krata i orðum og athöfnum. ,,Um þessa tillögu Alþýðú- flokksins mætti margt segja. Þetta eru tilburðir til að gera sig gildandi i stjórnarandstöðu. AI- þýðuflokkurinn velur sér svið sem þeir vita aö er til athugunar i ráðuneyti ogrikisstjórn og tengist Öryrkjabandalagið fœr: 300 milj. firá borginni í tilefni af alþjóðaári fatlaðra Borgarstjórn Reykjavíkur skuldbatt sig til þess i gær aö veita á næstu þremur árum jafn- viröi 100 miljón króna á hverju ári til byggingar fyrsta áfanga verndaðs vinnustaðar i tengi- ^yggingu öryrkjabandalags tslands viö Hátún. Er þetta fram- iag frá borgarstjórn i tilefni af al-. þjóðaári fatlaðra 1981. Guörún Helgadóttir fylgdi tillögu meirihlutaflokkanna um þetta úr hlaðijOg sagði hún aö langt væri •rá þvi að vinnumarkaðurinn tæki tillit til þarfa hinna fötluðu,en eitt af undirstööuatriöum i baráttu þeirra væri að hafa sama rétt til vinnu við sitt hæfi og aðrir. Þó gerðaryrðu úrbætur á almennum vinnumarkaði, yrði hinu ekki neitað,að einnig yrði alltaf þörf fyrir sérstaka vinnustaöi fyrir fatlaða, svonefnda verndaða vinnustaði. Rætt hefði verið við félaga i Sjálfsbjörg og öryrkja- bandalagi og hefði öllum komið saman um aö skynsamlegt væri að veita fjármagni til tengi- byggingar öryrkjabandalagsins heldur en að hefja framkvæmdir viö verndaðan vinnustaö á vegum borgarinnar. Framkvæmdir viö tengibygginguna eru nú að hefjast; hönnun er lokið og kemur fjármagn frá borginni þvi i góðar þarfir. Guörún sagði aö lokum, að hér væru enginundurog störmerki á ferð né nein stórfelld bylting i málefnum fatlaðra. Hún vonaöist hins vegartil aðhinir fötluðulituá þessar 300 miljónir sem dálitinn vott um vilja borgarstjórnar til lausnar vanda þeirra og einnig að nokkrir þeirra kæmust til vinnu örlitið fyrr en ella myndi vera. Tillagan hlaut mjög góöar undirtektir og var samþykkt með atkvæðum allra borgarfulltrúa. —Al ákvæöuin i stjórnarsáttmálan- um”, sagöi Hjörleifur Guttorms- son iðnaöarráöherra um tillögu Alþýðuflokksins um aukningu orkufreks iðnaðar, sem rædd var á Alþingi i gær. Hjörleifur sagði einnig: ,,Gert er ráð fyrir að stefnu- mótun i þessum málum verði lögð fyrir Alþingi á komandi vori fyrir þinglok. Þingflokkum gefst þá kostur á að fjalla um málið og koma fram með sin sjónarmið, áður en málið verður tekið upp að nýju. Tillaga Alþýðuflokksins gerir ráð fyrir kosnirigu sérstakrar þingnefndar.en ég tel eðlilegra að starfandi nefndir þingsins, sem sinna orku- og iðnaðarmálum, iðnaöarnefndir beggja deilda fái mál til meðíerðar eftir þvi sem þau koma fram, auk þess sem enginn bannar þeim að eiga frumkvæði að upptöku mála. Þegar Alþýðuflokksmenn tala um aö taka ákvarðanir um stór- aukningu orkufreks iðnaöar á næstu árum meö tilliti til þreng- inga i atvinnulifi að undanförnu, tel ég þá á hálum is og vekjandi tálvonir til lausnar á að- steðjandi vanda. Þótt menn hefðu mikinn áhuga á aö auka orkufrekan iðnað verður ekki komist framhjá þeirri staðreynd,að takmörkuö orka er til ráðstöfunar i þessu skyni á næstu árum. Það er ekki Framhald á bls. 13 Afrikuhjálpin: Rangæingar fyrstir Rauöakrossdeild Rangæinga hefur nú gert skil i söfnuninni til Afrfkuhjálpar, fyrst 42ja deilda sem safna um allt land. Söfnuðu Rang- æingar samanlagt kr. 2,220.641 eða sem svarar 684 krónumáhvert mannsbarn i sýslunni, að þvi er forstöðu- maöur söfnunarinnar, Jón Asgeirsson,sagöi. 1 dag munu fulltrúar deild- anna á Akureyri, Húsavik og Njarðvik ganga i hús vegna söfnunarinnar og á sunnud- daginn verða sex deildir á Austfjörðum með aðalátakið hjá sér. —vh

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.