Þjóðviljinn - 18.10.1980, Síða 4
4 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 18,—19. október 1980
Baráttuhópur farandverkafólks hvetur ASÍ:
Snúumst af hörku
gegn óheillaþróun
Forystan verður að gera upp við sig hvort hún gefur
ríkisstjórnarsamstarfinu framhaldslíf
Baráttuhópur farand-
verkafólks afhenti nú i
vikunni 43ja manna
samninganefnd ASi bréf
þar sem verkalýðsfor-
ystan er hvött til að gera
upp við sig, hvort hún
gefur rikisstjórnarsam-
starfinu framhaldslíf í
td. ár, og gerist á þeim
tíma opinber stuönings-
maður þess, en láti sér
ekki nægja stuðning að
tjaldabaki.
Bréf farandverkafólks er svo-
hljó&andi:
„Eftir margra mánaöa samn-
ingaþóf verkalýösstéttarinnar
viö atvinnurekendur og rikis-
vald er nú svo komiö, aö einn
stendur einkaatvinnureksturinn
i landinu og þverneitar aö ganga
til samninga. Náöst hafa samn-
ingar milli rikisvaldsins og
BSRB. Forysta bankastarfs-
manna hefur fallist á atkvæöa-
greiöslu um samninga viö
bankakerfiö. Vinnuveitenda-
samband fslands bundiö og
keflaö af þvi leiftursóknarihaldi
sem náö hefur aö draga þar
myrkvunartjöld fyrir alla
glugga, þverneitar aö ræöa
samninga og krefst i sifellu auk-
innar kjaraskeröingar hjá lág.
launafólki. I þessa nauöhyggju
righeldur VSÍ., þrátt fyrir aö
fyrir liggur umræöugrundvöllur
frá rikisvaldinu sem miöar aö
þvi aö meölimir Alþýöusam-
bandsins fái að njóta þeirra
ávinninga sem náðst hafa fram
af öörum launþegasamböndum.
Með þessu sýnir Vinnuveit-
endasambandiö að þeir eru til-
búnir aö beita öllum lág-
kúrulegustu aðferöum til að
draga samninga á langinn,
vitandi þaö,aö hver dagur þýöir
aukiö kjararán á láglaunafólki.
Blindaðir ofstæki sinu vilja þeir
neyöa rikisvaldiö til aö gripa inn
i gang samninganna meö
lögboöi, firra sig þannig af þeim
allri ábyrgö til aö geta siöan i
framhaldi af þvi óhindraö orgaö
I sífellu á frekari kjaraskerö-
ingar allt næsta samningatima-
bil, sprengt siðan það pólitiska
bandalag sem núverandi rikis-
stjórn er fulltrúi fyrir, þegar
þeim þykir best henta. Um leið
Þjódfrelsis- og
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Guömundur Böövar Ólafur Ragnar Kjartan
Alþýdubandalagid boðar til rádstefnu um
utanríkismál
Laugardaginn 25/10 og sunnu-
daginn 26/10 i Þinghól, Hamra-
borg 4, Kópavogi. Ráðstefnan er
opin félögum í Alþýðubandalag-
inu. Gögn liggja frammi á skrif-
stofu Alþýðubanda lagsins,
Grettisgötu 3.
Dagskrá:
Laugardagur:
Kl. 13.30 Gils Guömundsson,fyrrv.
alþingismaöur, setur ráöstefnuna.
Guömundur Georgsson, formaöur
SHA, gestur ráöstefnunnar,
flytur ávarp.
Framsngumenn: Böövar Guö-
mundsson,
Ólafur Ragnar Grimsson,
Kjartan ólafsson.
Kl. 15.00 Kaffihlé
Kl. 15.30 Almennar umræöur
Kl. 16.30 Starfshópur um valkosti i
herstöövamálinu
Kl. 18.00 Fundarhlé
Sunnudagur:
Kl. 13.30 Starfshópur framh.
Kl. 15.00 Kaffihlé
KI. 15.30 Alitstarfshópa og
almennar umræöur
Ráöstefnuslit.
Ráöstefnustjórar: Arthúr Morthens, As-
mundur Ásmundsson, Bragi Guðbrands-
son, Elsa Kristjánsdóttir og Þórður Ingvi
Guðmundsson
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Bragi
Asmundur
Elsa
Arthúr
sjá þeir sér þann leik á boröi, að
takist þeim aö fá verkalýðs-
forustuna til aö knékrjúpa rikis-
valdinu i bón um kaup og kjör,
veröi þeim eftirleikurinn leikur
einn. Gerist þaö,veröa minni
likurá þviaö sú martröö þeirra,
sem hófst þegar verkalýös-
stéttin reis gegn kjaraskerö-
ingarlögum Geirs Hallgrims-
sonar 1978,endurtaki sig i náinni
framtiö. Hámark sigurgöngu
þeirra yrði, tækist VSÍ að koma
inn hjá verkafólki þeirri hlægi-
legu mótsögn að þaö biöji um
pólitiskt samfélagsástand sem
leiftursóknarihaldiö getur eitt
þrifist I, og þarfnast nauösyn-
lega i árásum sinum á rikis-
valdiö og verkalý&shreyfinguna
meö frelsisgrimuna á lofti.
Verkalýðshreyfingin og þau
pólitisku öfl sem aö núverandi
rikisstjórnarsamstarfi standa,
verða að snúast af hörku gegn
þessari óheillaþróun. Forysta
verkalýðshreyfingarinnar
verður aö gera þaö upp viö sig
hvort hún ætlar aö gefa rikis-
stjórnarsamstarfinu fram-
haldslif I t.d. eitt ár, og gerast á
þeim tima opinber stuönings-
maöur þess, en láta sér ekki
nægja aö styöja það af öllu afli
að tjaldabaki. Til þess aö svo
megi veröa, veröur verkalýðs-
forustan að hvetja félögin til aö
hefja af djörfung merki sin á
loft og gripa þegar I stað til aö-
geröa meö afli og á þann hátt.
aö þær vekji umtalsveröa at-
hygli meöal verkafólks og hvetji
þaö meö bjartsýni og sigurvissu
til aðgerða og sigurs.
Meöfylgjandi bréfi þessu eru
tillögur um fyrstu aögerðir frá
Baráttuhóp farandverkafólks.
Jafnframt vill hópurinn meö
bréfi þessu mótmæla þvi harö-
lega,aö gengið veröi til samn-
inga um fæöismál farandverka-
fólks á þann hátt sem umræðu-
grundvöllur sáttasemjara gerir
ráð fyrir. Meö þvi aö gera verö á
fæ&i aö samningsatri&i á
einstökum félagssvæöum, fæst
ekki minnsta trygging fyrir þvi
að fæðisokrinu verði aflétt á
neinum einasta stað. Með þvi að
binda niðurgreiðslur á fæöi viö
mö tuneyti atvinnurekenda,
stuðlar tillagan að þvi að fyrir
tæki leggi mcítuneyti sin niður,
farandverkafólk þurfi aö kaupa
fæöi sitt af sérstökum fyrir-
tækjum og einkaaöilum á sina
ábyrgö. Baráttuhópur farand-
verkafólks gengst aldrei undir
slika samninga, og mun standa i
stöðugu striði viö atvinnurek-
endur allt næsta samningstima-
bil,verði þetta samþykkt’.’
Verslunarráö
rædir reynslu af
skattalögunum
Verslunarráð lslands efnir á
mánudag til félagsfundar um
reynsluna af nýjum lögum um
tekju- og eignaskatt og tillögur
ráðsins til breytinga á lögunum.
Fundurinn verður á Hótel Sögu og
hefst kl. 16.15.
w
Á norrænu
málaári
Kynning á !
danskri I
tungu
A Norrænu málaári hefur I
Norræna félagiö, i samráði I
viö málaársnefnd sína,leitað ,
til ýmissa aðila til þess að ■
kynna þær tungur, sem I
talaðar eru og ritaðar á |
Norðurlöndunum.
1 Norræna húsinu hafa ■
veriö haldnar fjórar sam- j
komur i samráði við aðra |
aðila i þessu skyni. ,
Grænlenska var kynnt i |
byrjun ársins i samvinnu við I
Grænlandsvinafélagið,
finnska var kynnt á |
Runebergsdaginn i febrúar ■
af finnska lektornum og I
Suomi félaginu, I mars fór I
fram afhending verðlauna |
fyrir merki málaársins, upp ■
úr verkum sinum las verð- I
launahafinn SaraLidmann. 1 1
april var kynnt færeyskt mál j
i samvinnu við Færeyinga- ■
félagið. Allar þessar sam- I
komur voru mjög vel sóttar. I
Nú i haust er ætlunin að I
kynna þau Norðurlandamál •
sem eftir standa: dönsku, j
norsku,sænsku og Samamál. I
Leitað var til dönsku lek- I
toranna viö háskólann •
varðandi kynningu á danskri I
tungu, og fer hún fram i |
Norræna húsinu á laugar- I
daginn kemur kl. 15:00.
Að fundinum standa, auk |
Norræna félagsins.j
Dansk-islenska félagið, •
Dansk kvindeklub, Danne- '
brog, Det danske selskab, |
Skandinavisk Boldklub og |
Dönskukennaraféiagiö.
Dagskrá lektoranna er á J
þessa leið: Peter Söby j
Kristensen flytur spjall sem I
hann nefnir: Horft á Dani ■
með dönskum augum. Auk J
þess les hann upp. Bent j
Christian Jacobsen talar um I
danskt nútimatungutak og j
Claus Lund fjallar um J
danskar bókmenntir og I
danskt þjóðlif i dag. Leikin I
verður dönsk tónlist milli J
atriða.
Umræður um
ofbeldi í
morgunkaffí
Gestur í morgunkaffi
Rauösokka veröur aö þessu sinni
Ásdis Rafnar lögfræöingur. Hún
skrifaöi á sínum tima prófritgerö
um meöferö nauögunarmála, og
er ætlunin aö ræöa um nauðganir
ogofbeldi gegn konum og hvernig
tekiö er á þeim málum.
Asdis var ein þeirra sem tóku
þátt i hringborðsumræðum Þjóð-
viljans i sumar, en þær vöktu
mikla athygli. Morgunkaffiö hefst
kl. 12 á hádegi i Sokkholti, Skóla-
vörðustig 12.
Allir velkomnir. —ká
Ásdis Rafnar
Hverskonar þjóðfélag?
Haldinn verður fræðslu - og um-
ræðufundur um efnið „Hvers
konar þjóðfélag viljum við?” á
vegum Kommúnistasamtakanna
að Hótel Heklu (salur i kjallara)
mánudaginn 20. október kl. 20:30.
Frummælendur eru Ingólfur
Jóhannesson sagnfræöingur,
ómar Harðarson prentari og
Guðrún Helgadóttir alþingis-
maður.