Þjóðviljinn - 18.10.1980, Side 7
Helgin 18.—19. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Stofnuð samtðk áhugafólks
Vemdun út-
sýnis yfir
Sundin blá
Verndun útsýnis yfir Sundin og
náttúrunnar viö þau er á stefnu-
skrá áhugafólks sem stofnar til
samtaka á sunnudag. Astæðan er
m.a. fyrirhuguð bygging skrif-
stofuháhýsis við Holtagarða.
t f
t fréttatilkynningu um málið
segir, að fbúar i Kleppsholti hafi
þungar áhyggjur af byggingu.
þessa háhýsis við Elliðavoginn.
bað myndi ekki einasta spilla út-
sýni, sem ekki verður aftur tekið,
heldur og náttúrufegurð. bá hefði
fyrirhuguð bygging háhýsis við
Sundin víðtækar breytingar á
skipulagi svæðisins.
Stofnun samtakanna fer fram i
bróttheimum við Holtaveg kl. 2,
en kl. 15.30 verður afhjúpað mót-
mælaskillti á fyrirhuguðum
byggingarstað — meö viðhöfn.
Nokkrir nefndarmanna norrænu málaársnefndarinnar, ásamt
Hjálmari Ólafssyni form. Norræna félagsins. Standandi f.v.:
Haraldur Ólafsson, Aðalsteinn Daviðsson, form. nefndarinnar,
Hjálmar ólafsson. Sitjandi f.v. Hjörtur Pálsson, Guðrún Egils-
son og Stefán Karlsson.
Yfirlitssýning Braga Asgeirssonar hefst I dag. A myndinni er verið að vega og meta hæð og stöðu
myndarinnar i salnum að Kjarvalsstöðum. Ljósm. —eik
Yfirlistssýning Braga Ásgeirssonar:
Heimur augans
Heimur augans er heiti sýn-
ingar Braga Asgeirssonar sem
hefst i dag, laugardag að Kjar-
valsstöðum. Bragi sýnir myndir
frá þeim 33 árum sem hann
hefur féngist við myndlist.
Bragi Asgeirsson hefur haldið
fjölda einkasýninga og tekið
þátt i samsýningum, auk þess
sem hann hefur fengist við
kennslu og skrifað um myndlist
og myndlsitargagnrýni um ára-
bil.
Sýningin stendur til 2. nóv. og
er opin daglega frá kl. 16-22.
Vid fluttum
um set, að Suðurlandsbraut 18
Norræna málaárið:
Efni á snældum
handa skólanemum
Það hefur ekki farið hátt i
fréttum að nú stendur yfir nor-
rænt málaár. Tilgangur þess er
að efla kynningu miili hinna nor-
rænu þjóða, benda á skyldleika
tungumálanna og kynna ýmislegt
það sem þessar þjóðir eiga sam-
eiginiegt og geta notið i samein-
ingu.
tslandsnefnd norræna málaárs-
ins hefur ekki setið auðum
höndum það sem af er. Fjöl-
margar hugmyndir hafa komiö
fram og þegar hafa ýmsar þeirra
komist i framkvæmd. bað er Nor-
ræna félagið sem sér um fram-
kvæmdina, en i nefndinni situr
fólk sem þekkir vel til norrænna
tungumála og menningár.
A næstunni er væntanleg
snælda (kassetta) með völdu efni
á sænsku, norsku og færeysku.
bar er ein þjóðsaga frá hverju
þessara þriggja landa og nútima
samásaga, en efnið er tengt með
tónlist. bað voru þær Björg Ju-
hulin, Sigrún Hallbeck og Ingi-
björg Johannessen sem völdu
efnið,en Hörður Bergmann náms-
stjóri i dönsku ýtti verkinu á flot.
Snældunni er ætlað að gefa skóla-
nemendum sem læra dönsku kost
á að kynnast hinum málunum, en
það er einmitt tilgangur málaárs-
ins m.a. að benda fólki á, að eitt
norðurlandamál er lykill að
hinum.
bað skal reyndar tekið fram að
það eru ekki aðeins hin svo-
kölluðu norrænu mál sem um er
að ræða, heldur öll mái sem töluð
Göngum
ávallt vinstra
megin
á móti akandi
umferð..
yugFEROM.
eru á Norðurlöndum, par meo
talin finnska, grænlenska og sam-
iska.
Af öðru þvi sem er á döfinni I
tilefni málaársins má nefna að
bókafulltrúi rikisins hefur hvatt
bókaverði til þess að hafa sýn-
ingar á norrænum bókum.
Væntanlegur er eins konar mál-
kynningartexti á mjólkurum-
búðum, útvarpi og sjónvarpi
hefur verið skrifað til að minna á
málaárið og sótt hefur verið um
styrki til að festa kaup á hljóm-
plötum og öðru efni. bá hefur
Norræna félagið staðið fyrir
fjórum samkomum i Norræna
húsinu þar sem kynnt hafa verið
þau tungumál sem töluð eru á
Norðurlöndum og verður væntan-
lega framhald á þvi starfi.
A blaðamannafundi sem ts-
landsnefnd norræna málaársins
hélt nýlega kom fram, að
stundum er norrænni menningu
stillt upp sem andstæðu þeirrar
engilsaxnesku, en nefndarmenn
vildu leggja áherslu á, að auö-
vitað ættu þær að vera til sam-
hliða og við ættum að njóta alls
þess besta sem boðið er upp á,
hvaðan sem það kemur.
A hinum Norðurlöndunum
hefur ýmislegt verið gert til að
kynna málaárið, m.a. hafa Sviar
gefið út vinnublöð þar sem
strákurinn Villi norðurbúi veltir
norrænu málunum fyir sér á
ýmsa lund.
Málaárið mun standa til loka
skólaársins 1981, en þeir sem sitja
i nefndinni hér á landi eru Aöal-
steinn Daviðsson form., Haraldur
Ólafsson, Hjörtur Pálsson, Guð-
rún Egilsson, Stefán Karlsson,
Vésteinn Ólason og Jón Sigurös-
son. Hjálmar ólafsson form. Nor-
ræna félagsins kynnti nefndina og
starfhennar og sagði hana einkar
góðan hugmyndabanka sem lengi
yröi búið að.
Pálmi Guðrún Kristín Egilína Katrín
Gíslason Jóhannsdóttir Káradóttir Guðgeirsdóttir Torfadóttir
Til gamalla og nýrra viðskiptavina!
Vegna stóraukinna viðskipta, höfum við flutt í stærra
húsnæði. Við bjóðum ykkur velkomin og væntum þess að
geta boðið enn betri þjónustu.
Starfsfólk Samvinnubankans Suðurlandsbraut 18
Samvinnubankinn
Suðurlandsbraut 18
3
—ká