Þjóðviljinn - 18.10.1980, Síða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 18.—19. október 1980
Laust starf
Starf eftirlitsmanns við Skilorðiseftirlit
rikisins er laust til umsóknar.
Starfssvið: Eftirlit með ungu fólki sem
hlotið hefur skilorðisbundna ákærufrest-
un, svo og eftirlit með þeim, sem hlotið
hafa skilorðisbundna reynslulausn úr
fangelsi.
Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið
prófi frá háskóla i félagsráðgjöf,uppeldis-
fræði eða félagsfræði, eða prófi frá
kennaraháskóla.
Laun samkvæmt launakerfi rikisins.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 1.
nóvember nk.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið,
15. október 1980.
FLUGLEIDIR
Hlutafjáraukning
Á hluthafaf undi félagsins, sem haldinn var 8. októ-
ber 1980, var samþykkt að auka hlutafé félagsins úr
kr. 2.940.000.000.- í kr. 3.500.000.000.-, eða um 560
miljónir, sem eru 19.05%. Samkvæmt 4. gr. sam-
þykkta félagsins eiga hluthafar forkaupsrétt að
kaupunum á hinum nýju hlutum í réttu hlutfalli við
hlutaeign sína í félaginu.
Þeir hluthafar, sem vilja neyta forkaupsréttar síns,
tilkynni það hlutabréfadeild félagsins fyrir 15.
nóvember 1980, þar sem áskriftarlisti liggur
f rammi. Aukningarhlutir verða gefnir út á naf n og
skulu staðgreiddir samkvæmt nafnverði.
Óski hluthafar eftir að kaupa aukningarhluti um-
fram þau 19.05%, sem þeir hafa rétt á, skulu þeir
tilkynna það hlutabréfadeild fyrir 15. nóvember
1980.
Stjórn Flugleiða hf.
Blikkiöjan
Ásgarði 7, Garöabæ
onnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SIMI53468
Félagsmenn
Grafíska sveinafélagsins
Félagsfundur verður haldinn mánudaginn
20. okt. kl. 17.15 að Bjargi.
Fundarefni:
1. Afstaða til verkfallsboðunar.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Síminn er 81333
UOBVIUINN
r
sögur
i
ur
hvunndagslífínu
Frá þvi ég man eftir mér hef
ég veriö aö fylla Ut all kyns
eyðublöö. Frumraun mln gerö-
ist i barnaskóla þegar kennar-
inn smellti snepli á boröin fyrir
framan ni'u ára hornasirnar og
gelti: „Fylla Ut”.
Fylla Ut? Þaö var gert meö lit.
Hann átti ekki viö aö viö lituöum
bleöilinn. Nei, viö áttum aö
segja til nafns og skrá staö-
reyndir um íoreldra okkar og
foreldra þeirra. Ég nagaöi
strokleöriö á gula H2 blýant-
inum og beið eftir aö einhver
annar yröi fyrstur til aö væla:
Ég veit ekki hvaö amma min
hét, ég veit ekki hvort pabbi
minn er fæddur.
Kennarinn gnisti tönnum yfir
þessum óættvisu fáráölingum
og viö fengum aö fara meö
Fullt nafn
Staða ,
Heimili ....
Fœðd. og ár
Fceðingarst.
Tunga
Ilár
Sérkenni .....................
AV. Útg.
yíður útg. vegabréf
Sýnishorn undirskriftar
Aðrar upplýsingar
Nafnnr.
IIaO \HV\V
Augu
Clgsl.
Pappírsfanginn
skjölin heim og fylla þau Ut meö
aöstoö aðstandenda.
Sennilega hefur þessi fyrsti
ósigur fyllt mig af vanmáttar-
kennd gagnvart eyöublöðum og
lagt hornsteininn að viöbjóö
minum á þeim. Mörgum árum
siöar fyllti ég út fyrstu skatt-
skýrsluna mina og þaö geröist i
Danmörku. Þeir vildu vita hvort
ég ætti veröbréf. Ég skrifaöi i
reitinn: Tvö 60 aura frimerki.
Eftir aö hafa frikaö á danska
skattstjóranum hafa eyöublöö
freistaö mins illa innrætis meira
en nokkuö annaö. Og ef þau eru
skoöuö nánar, þá eru höfundar
þeirra beinllnis aö biöja mann
um aö hnýta i sig.
Lögreglustjóri afhendir mér
reglulega eyöublaö þegar mig
vantar vegabréf. A þvi stendur:
Hár, brotalina, augu, brotalina,
tunga, brotalina. Lögreglustjóri
vill aö ég riti á brotalinurnar aö
ég sé meö rautt hár, grágræn
augu og mæli á íslensku. Mér
finnst bara alltaf aö á tungu-
linuna eigiég aö setja „ljósbleik
meö kaffiblett i miðju”. En þá
fengi ég liklega ekki litlu bláu
bókina.
Aldrei er mér ljósara en á
haustin aö ég og niöjar mfnir
erum fangar pappirsmyllunnar.
Nú hefur það runniö upp fyrr
skólayfirvöldum aö þaö eru til
börn sem vita ekki hvar amma
þeirra fæddist og þvi koma
börnin beint heim meö bleölana.
„Auöur, geturöu ekki fyllt Ut
þenna persónunjósnasnepil
fyrir mig?” spuröi elsta af-
kvæmiö og rétti mér skjaliö.
„Pe ...?” spuröi ég.
„Já, sko, hUn kom meö þetta
og sagöi aö þetta væru ekki per-
sónunjósnir, þaöværihægt aö fá
aö vita þetta allt i manntalinu”.
„Hver spuröi hvort þetta
væru persónunjósnir?” spurði
ég af þvi aö hann er á fyrsta
vetri i nýjum skóia og ég haföi
hann grunaöan um aö grafa
undan vinsæidum sinum.
„Enginn, hUn bara sagði
þetta, tvisvar”.
,,Þúhefur ekki spurt af hverju
þeir færu þá ekki i manntaliö og
létu foreldra i friöi?” og var
orði alveg sama um vinsældir
hans, þvi ég eygði að þarna var
kominn sami seöillinnog sami
ósigurinn og hafði duniö yfir
mig i æsku.
Nei, engum datt þaö i hug.
Þaö er ekki faliegt frásagnar,
en seðillinn fór til baka i skólann
með fæöingarstað fööur mins
skráðan „unhvuss staöar fyrir
vestan” og móður minnar „um
miðbik Sjálands”. Ég ætla bara
að vona að þeir hafi farið i
" manntalið, þessi upplýsinga-
skorturgæti haft djúpstæð áhrif
á námsárangur barnsins.
bamsins.
Daginn eftir kom dóttir rni'n
heim meö Eyöublaö NUmerEitt.
Heilsufarsskýrslu. Mér féllust
hugur og hönd ásamt katlinum i
eldinn. Moðaöi þó tveggja siöna
ritinu i vélina og geröi Énitt
besta. JU, hún var fædd og ég
mundi hvenær.
Haföihún veriöbólusett gegn:
a? b? c? d? e? f? g? h? A eftir
þessum bókstöfum kom röð
sjúkdóma sem hafa verið máðir
af yfirborði jarðar með ýtarleg-
um aögerðum heilsuyfirvaida.
Og mér varð ljóstaö i þrettáp ár
hef ég i góðri trú gengið með
börnin i röð upp á Heijsu-
verndarstöð og látiö dæla i þau
efnasamböndum sem ég hef
ekki hugmynd um hvereru. Mér
hefur ekki verið sagt það og ég
hef ekki lesið skirteinið. Það
hefði allt eins verið hægt að g:era
þau að he’róinistum. I uppgjöf
tilkynni ég aö hún hefði ferjgið
aliar skyldubólusetningar
barnadeildar nema kúabólu:
Siban var spurt: Er sjón eöli-
leg? Heyrn? Er málfæri eðli-
legt? Þaö var ekki rúm i reitn-
um til aö setja að hún sér ekki
beysuna sina beint fyrir framan
nefiö á sér, en getur greint gira-
hjól á fjögurhundruö métra
færi. Ég geröi bara ráö fyriij að
það væri eðlilegt hjá sex ára.
Telst það eðlilegt að snapa allar
fulloröinssamræöur milli hæöa
en heyra aldrei þegar er kajlað
á hana inn? Liklega. Málfæiiö?
Þar var ég ekki i vafa og skrif-
aði: „Of liðugt”.
Lesandi eyöublaös númer eitt
vildi vita hvaöa barnasjúkdóma
hún haföi tekiö. Fjörutiu kvillar
voru taldir upp, ég þurfti bara
aö krossa og teikna ártöl. Hyar
varhUn þegar strákarnir fengu
mislinganna og ég komst ekki
aökaupa málningu? Ekki fæjdd.
Ég setti ,lield ekki” viö irjisl-
ingana. Rauða hunda? Þeir
gengu á leikskólanum og jein
móöirin var ófrisk og haföi qkki
fengið þá. Við vorum öll iheö
neglurnar i munninum tfir
þessari konu og mér varskyndi-
lega ómögulegt aö muna hfort
barnið haföi fengiö þá. $Iér
fannst það samt líklegt og fajröi
þaö inn.
Og hver var þaö sem ffekk
hlaupabóluna? Hugsa, hugsa,
hugsa. Ég setti „kannski".
Brjósthimnubólguog kighósta
haföi hún ekki fengiö, þaö Var
öruggt. Oruggt vegna þess aö
ekkert bamanna haflii fengiö
þaö. Eymabólgu fékk hún áriö
sem viö fluttum, loks gat ég gett
eitt hreint ,,já” ásamt ártali.
Si'öan merkti ég nei viö af-
ganginn. Og sneri mér aö sál-
rænum lýsingum á eina barninu
minu af þessari gerð. Til aö of-
gera ekki aöstandendum var
hólf á eyðublaðinu fullt af and-
stæöum. Er barniö: rólynt —
æst i skapi, unir sér vel —
eiröarlaust, félagslynt —- mann-
fæliö, o.s.frv.
Þessum gat ég velt lengi fyrir
mér. Stundum er þetta bliöasta
stelpan noröan alpa, stundum á
hún skilið aö vera kalónuö lif-
andi. Þaö gerist aö hún unir sér
svo vei aö ég fer og athuga hvort
hún hafi sofnaö, þaö gerist lika
aö hún er svo pirruö og leið að
þaö rikir borgarastyrjöld á
heimilinu. Hún er, eins og flest
böm, full af skapbrigöum og lit-
brigöum og það er ekki hægt aö
flokka hana einhlitt sem ljúft
eöa leitt barn.
Égstrikaöi undir ailt sem átti
viö hana og eftir andartaks
umhugsun setti ég i sviga fyrir
neöan: „Bendir þetta ekki til
geöklofa?”
Siöast vildi eyöublaöaUt-
sendarinn vita ailt um ættar-
meinokkar. Égsetti nei viöallt,
þar til ég kom aö geöveikinni.
Þetta meö heilbrigöiö er dá-
litið afstætt. Mér varð hugsað
til langalangafa, sem safnaði
leggjum og hornum og þótti
heldur betur kiikkaöur. Aö
safna frimerkjum eöa bjórdós-
um I dag þykir ekki vottur um
bilun. Ég mundi eftir frænda
minum sem var svona fremur
smávaxinn. Hann vildi fá
barnaklósett og handlaugar I
réttri hæö fyrir sig i' húsið sitt.
Pabbi sagöi aö hann væri geö-
veikur og neitaöi aö setja þaö
upp. Frændi varö bara aö láta
fæturna dingla þegar hann sat á
sinu eigin klói. Hvor var geggj-
aöri?
Eöa frænka, sem byggöi risa-
hús þegar öll bömin voru farin
að heiman. Mamma áleit hana
alvarlega truflaða. Og frænkan
sem átti pálmann. Þaö var
þegar pálmar voru æösta
sönnun húsmæöramáttarins,
stööutákn á heimsmælikvarða.
Pálminn frænku var mann-
hæöarhár, þroskavænlegur
mjög. Eins og það var erfitt aö
halda pálma lifandi I steinhUsi.
Frænka talaöi meira viö og um
þennan pálma en börnin sin.
Mamma sagöi aö þaö vantaöi I
hana. Það sem vantaöi var aö
mamma haföi aldrei getaö
komiö pálma á legg.
Geöveiki i ættinni? Ég setti:
„Engin viöurkennd”.
Si"öan sendiég skýrsluna aftur
i skólann þar sem hlutaðeig-
andi aöilar hafa rennt augunum
yfir hana og hnussaö:
„Alveg er vonlaust aö ætlast
til aö fólk geti fyllt út eitt einfalt
eyöublaö”.