Þjóðviljinn - 18.10.1980, Qupperneq 22
22 SÍÐA — ►,
,JINN Hetgki 18.-1». ektéker ÍSM
Paul Weber hefur verift iistamanna grimmastur við lækna. Hinn skinhelgi heitir þessi
mynd hans.
Flóttinn úr sjúkrahúsinu: Vanmáttur sjúklinganna og nýjar hættur
Trúin á læknavísindin
er á hröðu undanhaldi
Á fimmta áratug og
hinum sjötta var mikil
bjartsýni rikjandi i
læknaheiminum. Spá-
dómar djarfir voru uppi
hafðir: árið 1980 áttu
flestir smitandi sjúk-
dómar að vera úr sög-
unni, viðgerðaþjónusta
með liffæraskiptum átti
að vera daglegt brauð,
börn áttu ekki lengur að
geta fæðst afskræmd,
ellin yrði ekki lengur
þjáning, lyf yrðu fundin
upp sem dyggðu gegn
krabba, gerviblóð (hvitt
á lit!) var á dagskrá —
blindir áttu að fá sýn.
Meðalaldur átti að fara
upp i hundrað ár.
Og þeir sem svo mæltu voru
alvörumenn — þeir sem leyföu
sér að vera „óvísindalegir” voru
enn djarfari og bjartsýnni i sinni
áætlanagerð um vald læknanna
og mátt.
Vitanlega var þessi trú ekki
reist á sandi. Næstu áratugi á
undan höföu unnist margir merk-
ir sigrar, ekki sist hafði tekist aö
útrýma ýmsum smitandi sjúk-
dómum, lækka barnadauöa stór-
lega, skurölæknar gátu furðu
margt sem áöur haföi veriö taliö
óhugsandi og svo mætti lengi
telja. En nú, tuttugu — þrjátiu
árum siöar, er eins og sú alda
vonbrigöa meö hugsanlegar og
raunverulegar framfarir, sem nú
um hríð hefur yfir okkur gengiö,
hafi einnig skolast yfir lendur
læknavisindanna. Og þá heyra
menn bæöi innanhússmenn heil-
brigöisstofnananna og svo •
utanaðkomandi menn brýna
breddur gagnrýninriar og beita
þeim af hörku.
Hver var árangurinn?
Fyrir þessu eru ýmsar
ástæöur: meöalannars sú, aö þótt
margar vonir hafi vaknaö og til-
raunastarfsemi veriö mjög öflug,
þá hefur um aldarfjórðungsskeiö
ekki tekist aö skeröa neitt aö ráöi
þaö mikla vald sem krabbamein
og svo hjarta- og æöasjúkdómar
hafa á lifi og dauöa.
En hér er um stærra mál aö
ræöa en þessi helstu banamein.
Menn hafa i vaxandi mæli fariö
aö vekja athygli á þvi, aö lif
manna hefur i raun og veru ekki
lengst svo heitiö geti undanfama
áratugi — og aö sá árangur sem
náöst hefur i baráttu gegn smit-
andi sjúkdómum þurfi ekki endi-
lega aö rekjast til læknavisind-
anna.
Skoöum aöeins hvaö hér er átt
viö.
Þaö má lesa af skýrslum, aö i
iönaöarlöndum hafi ævi manna
lengst um helming eöa þar um bil
siöan um aldamót.
Þetta er rétt. Um 1900 gat hver
Bandarikjamaður sem i heiminn
kom búist viö þvi aö ná 47 ára
aldri. Börn sem i sama landi
fæöast 1980 geta búist viö þvi aö
ná 73 ára aldri — hér er um 26ára
vinning aö ræöa. Svipaöa mynd
má sjá i öörum iönrikjum.
• Fyrir skömmu trúðu
menn á hraðar og skjótar
framfarir i læknavísind-
um.
• Nú sameinast fulltrúar
lækna og leikmanna um
harða gagnrýni og endur-
skoðun á árangri þeim sem
læknavísindin hafa náð.
i raun og veru hefur
meðalævi þeirra sem ná
fullorðninsaldri sáralitið
lengst siðan um aldamót.
• Almenn lífskjör hafa
meiri áhrif á heilbrigði en
afrek læknavísinda.
• Er það satt að bætt
heilsugæsla fjölgi
sjúklingum og heilbrigður
verði þá sá einn sem enn er
ekki búið að rannsaka nógu
vel?
En þegar betur er aö gáö þá
kemur i ljós, aö þegar um alda-
mót gat sá Bandarikjamaður sem
komst á fulloröinsár búist við þvi
aö veröa 69 ára gamall. Meö
öörum oröum: þrátt fyrir mikii
tiðindi i læknavisindum haföi ekki
tekist aö bæta nema fjórum árum
viö meöalævi fulioröinna á átta
áratugum.
Af hverju bætt
heilsufar?
Þetta stafar af þvi, aö veru-
legur árangur hefur náöst i
baráttunni viö barnasjúkdóma,
sem áöur tóku mikinn skatt af
fólki. En aö ööru leyti, segir m.a.
breski heilsufræöingurinn Thom-
as McKeown, eru nútimalækna-
visindi hreint ekki jafn áhrifarik
og mönnum gæti virst. Og hann
vill einnig telja, aö batnandi lifs-
kjör, betra fæöi, húsnæöi, lokuö
skolpræsi, betra mataræói hafi
ekki haft minni þýðingu en ýmis-
leg afrek lækna.
McKeown hefur skoöaö dánar-
skýrslur frá Englandi og Wales
frá miöri siöustu öld. Hann kemst
aö þeirri merku niöurstööu aö þá
þegarhafidauösföllum af völdum
kóleru, taugaveiki, berkla, skar-
latssóttar og kighósta farið mjög
fækkandi — löngu áöur en sótt-
kveikjur þessara sjúkdóma fund-
ust og lyf viö þeim. Taka má
dæmi af berklum. Um 1840 dóu
enn um 4000 manns á ári úr berkl-
um i Englandi og Wales. Áriö 1882
þegar Robert Koch fann bérkla-
sýkilinn haföi fórnarlömbum
hvita dauðans fækkaö i 2000. Og
þegar hiö áhrifamikla berkla-
varnarlyí streptomycin loks kom
á markað árið 1947 dóu i Stóra-
Bretlandi af völdum berkla að-
eins 400 manns á ári.
Svipuö veröur útkoman þegar
ýmsir aörir sjúkdðmar eru skoö-
aöir — lyf gegn þeim hafa gert
gagn, aö sjáifsögöu, en þau hafa
yfirleitt ráöiö miklu minnu um
þaö,en menn töldu,aö sjúkdómar
væru kveönir niöur (undantekn-
ingar eru hér á, t.d. eru þaö bólu-
setningarherferöir gegn lömimar-
veiki sem skipta sköpum i viður-
eigninni viö þann sjúkdóm). Þaö
eru batnandi lifskjör, og ekki sist
bætt mataræði, einnig meira
hreinlæti i borgum, sem, eins og
fyrr segir, hefur ráöið mestu um
bær framfarir sem oröiö hafa á
heilsufari. Og einnig skal ekki
gleymt framlagi ýmissa manna
sem ekki voru læknar — eins og
t.d. Frakkans Louis Pasteurs,
sem var efna- og bakterfu-
fræðingur, sem meö sinni
„pasteuriseringu” lagði fram
mjög mikinn skerf til þess aö
stöðva smitun meö matvælum.
Gliman við
helstu banamein
Og sem fyrr segir — nú beinist
athygli manna i vaxandi mæli
bæöi aö þvi hve hægt gengur
glimunni viö nokkur helstu bana-
mein mannkyns og sVo aö þvl,
hve stórar sveiflur veröa á staö-
hæfingum um t.d. krabbamein og
hjartas júkdóma . Einn daginn
beinast athygli,tilraunir og kenn-
ingar um krabbamein einkum að
veikleikum i ónæmiskerfi manns-
ins. 1 annan tima er gifurleg
áhersla lögö á leit aö grunsam-
legum veirum. Enn síöar er
lagöur fram listi yfir margvisleg
efni i neysluvarningi og umhverfi
sem eru talin krabbameins-
valdar. Enn siðar eru rann-
sóknaraöferöir á slikum efnum
dregnar i efa: eins og þegar
rottum er gefiö svo mikiö af koff-
eini aö þaö mundi kannski svara
til þess að manneskja drykki
marga tugi bolla af bleksvörtu
kaffi á dag. Um skeið er fituefni i
blóöi, kholesterin, höfuöskaö-
valdur og margarin (i staö
smjörs) besta ráöiö gegn slíkri
blóðfitu. Nokkru siðarer sú kenn-
ing tætt i sundur af nýjum rann-
sóknum og meira aö segja rakin
saman grunsamleg hagsmuna-
tengsli milli ýmissa lækna og
margarinkónga. Menn telja sig i
vaxandi mæli veröa vara viö
firnalega ofnotkun lyfja: aö
læknar gripi alltof oft til lyfseðils-
ins bæöi vegna eigin ráöleysis og
vegna þess aö sjúklingar sætta
sig ekki viö minna en þá viður-
kenningu á vanda þeirra sem
felst i lyfjagjöf. Um leið og báöir
aöilar hafa í raun nokkra vantrú á
öllu þessu pillustússi; taliö er aö
þriöjungur lyfja sem gefiö er
resept fyrir sé aldrei brúkaður
heldur hafni á ruslabingjum.
Fyrirbyggjandi aðgerðir
Allt i einu eru allir hlutir orönir
vafasamir: hinar dýru rann-
sóknir, rannsóknaaðferöirnar,
lyfjameöferöin — rööin sýnist
einnig komin aö bæöi fyrirbyggj-
andi aðgerðum svonefndum og
sjúkrahúsvistinni sjálfri.
Fyrirbyggjandi aögerðir og
skoöanir sem eiga aö koma auga
á meinsemdir i tima hafa notiö
mikils álits. En einnig á því sviöi
eru menn farnir aö fjölga spurn-
ingarmerkjum. Þegar mjög full-
komin tæki hafa verið tekin i
notkun sem kanna vefi likamans
af mestu nákvæmni er sem
munur á heilbrigðum og sjúkum
hverfi: þaö er eitthvaö aö hjá
öllum. Þaö kemur upp sú vafa-
sama staöa, aö vitund fólks er
stillt inn á sjúkdóm: sjúkdómar
eru ekki undantekning heldur
McKeown: Hoil fæða er iæknum
betri.
regla, heilbrigöur er sá einn sem
hefur ekki veriö rannsakaöur
nógu vel. í annan staö er spurt: til
hvers aö uppgötva ýmsar teg-
undir krabbameins, svo dæmi sé
nefnt, þegar biötiminn eftir dauö-
anum hefur ekki styst svo neinu
nemi si'öastliðin 20—40 ár?
Óþarfir uppskurðir
Fyrirbyggjandi aðgeröir fela
og I sér gifurlegan fjölda af upp-
skuröum sem taldir eru hæpnir
eöa óþarfir. Þvl er haldiö fram,
aö á bandariskum sjúkrahúsum
hafi á árinu 1977 einu saman veriö
geröar tvær miljónir skurðað-
gerðasem voru óþarfar eöa skaö-
legar. Kostnaðurinn nam fjórum
miljöröum dollara og þúsundir
sjúklinga létu lifiö. Hér er um aö
ræða bæöi óþarfa kirtlaskuröi,
brottnám móöurlifs úr konum,
sem i raun vildu aöeins ófrjó-
semisaögerö, og ýmislegt fleira.
Sjúkrahússýking
Upp kemur sú þversögn, aö þvl
betri sem heilsugæslan er,þeim
mun fleiri veröa sjúklingarnir-,
,,þá mun aldrei skorta”. Og leiöir
æ fleiri liggja á sjúkrahúsin — og
þau eru aö ýmsu leyti háskasam-
leg. Ekki aöeins vegna óþarfra
skuröaögeröa sem fyrr var á
minnst,heldur — og einkum —
vegna þess, aö þar þrifst
bakteriugróöur sem staöiö hefur
af sér öll fúkkalyf, þar er hægt aö
veröa sér út um sýkingu sem
hvergi annarsstaöar er hægt aö
fá. Vestur-þýska læknablaöið
Selectatelur sig geta reiknað það
út, að 250 þúsund sýkingar eigi
sér stað á spitölum á ári á landinu
og kosti 25.000 manns lifið.
Sumt af þessari gagnrýni er
tengt þvi, aö menn vilja koma
meira eftirliti á útgjöld til lækna-
visinda. En allmikiö aö henni
beinist aö nokkrum grund-
vallaratriöum, ekki sist þvi, aö
læknirinn liti á manninn eins og
einskonar vél sem hægt er aö
skoöa I pörtum og gera viö hvern
part. Hafi ekki nóga yfirsýn yfir
heildina og yfir þá samfélagslega
þætti sem hafa áhrif á hiö marg-
brotna samspil ótal þátta sem
brýtur niöur heilsu manna.
(Byggtá Spiegel.—AB)