Þjóðviljinn - 18.10.1980, Page 24
. ?.£ f OÍ<? -- MMU.JJVríC'W vh«í* -ísdóWo «t—.8; i i,i!* H
24 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Helgin 18 —19. ökíóber Í980
Jónatan Hallvarösson hæsta-
réttardómari
Jón Hallvarbsson sýslumaöur
Bjarni Bragi Jónsson hag-
fræöingur
Jóhann Einvarösson alþingis-
maöur.
Hallvaröur Einvarösson
rannsóknarlögreglustjóri rikis-
ins.
Þóröur Þ. Þorbjarnarson borg
arverkfræðingur.
Halldór Jónatansson aöstoöar-
framkvæmdastjóri Landsvirkj-
unar
-Jón Sigurösson forstjóri Járn-
blendiverksmiöjunnar.
Hallvaröur bjó í Skutulsey.
HaUvarðssonaætt
Hallvaröur Einarsson hét bóndi
vestur i Skutulsey f Mýrasýslu.
Hann var fæddur áriö 1871 en dó
aðeins rúmlega fertugur áriö
1912. Kona hans var Sigriöur
Gunnhildur Jónsdóttir
(1877—1944) og bjó hún á
Fáskrúðarbakka mörg ár eftir lát
manns sins. Sex af börnum þeirra
komust til fulloröinsára og hétu
þau Jón, Einvaröur, Jónatan,
Sigurjón, Ásdis og Guöbjörg.
Sigriöur húsfreyja átti siöar tvö
börn meö Guömundi Jónssyni
bónda á Mel I Stafholtstungum,
þau Kristján Guömundsson öku-
kennara i Reykjavik og Huldu
sem giftist Steingrimi Jónatans-
syni bókara i Reykjavik. Hér
veröur greint frá afkomendum
bóndah jónanna i Skutulsey,
þeirra Hallvarös og Sigríöar, en
margir þeirra eru og hafa veriö
þekktir menn í þjóöfélaginu:
1. Jón Hallvarösson (1899-1968)
sýslumaður i Snæfellsnes- og
Hnappadalssýslum. Kona hans
var ólöf Bjarnadóttir læknis
Jenssonar rektors, bróöur Jóns
Sigurðssonar forseta. Þeirra
böm:
a. Baldur Jónsson f. 1926,
b. Bjarni Bragi Jónsson.f. 1928,
hagfræðingur, forstöðumaður
áætlanadeildar Framkvæmda-
stofnunar rikisins. Kvæntur Rósu
Guðmundsdóttur.
c. Sigriður Jónsdóttir f. 1931,
starfsmaöur Seölabankans.
d. Svava 1932—1952.
2. Einvarður Hallvarösson (f.
1901). Hann var skrifstofustjóri
gjaldeyrisdeildar Landsbanka Is-
lands 1932—37, formaöur
nefndarinnar 1937—42, deildar-
stjóri Landsbankans 1943—1956
en siðast starfsmannastjóri
Landsbankans og Seðlabankans.
Kona hans: Vigdis Jóhannsdóttir
Kr. trésmiðameistara i Reykja-
vik Hafliðasonar. Þeirra bik-n:
a. Hallvaröur Einvarösson f.
1931, rannsóknarlögreglustjóri
rikisins. Hans kona Guðrún
Sesselja Karlsdóttir G. Magnús-
sonar læknis.
b. Jóhann Einvarösson f. 1938,
þingmaður Reykjaneskjördæmis
fyrir Framsóknarflokkinn frá
1979, bæjarstjóri i Keflavik, áður
bæjarstjóri á tsafiröi. Kona:
Guöný Gunnarsdóttir skrifstofu-
manns f Rvik Ármannssonar.
c. Sigriður Einvarðsdóttir f.
1947, hjúkrunarfræöingur i
Reykjavik.
3. Jónatan ‘ Hallvarösson
(1903—1970) lögreglustjóri I
Reykjavik 1936—40, sakadómari
1940—1945 og hæstaréttardómari
1945—1969. Kona Sigurrós Gisla-
dóttir sjómanns i Reykjavik
Kristjánssonar. Börn þeirra:
a. Halldór Jónatansson f. 1932,
lögfræðingur, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Landsvirkjunar,
áður deildarstjóri I viðskipta-
ráðuneytinu. Kona Guðrún Dag-
bjartsdóttir kaupmanns Lyös-
sonar.
b. Bergljót Jónatansdóttir f.
1935, gift Jóni Sigurössyni for-
stjóra Kisilgúrverksmiðjunnar á
Grundartanga, en hann var áður
ráöuneytisstjóri fjármálaráðu-
neytisins.
c. Sigriður Jónatansdóttir f.
1937, gift Þóröi Þ. Þorbjarnarsyni
borgarverkfræðingi i Reykjavik.
4. Sigurjón Hallvarðsson f. 1905,
skrifstofustjóri lögreglustjóra-
embættisins i Reykjavik. Kona
Gerd, dóttir L.H. MUllers kaup-
manns i Reykjavlk. Börn:
a. Birgir Sigurjónsson simvirki
1 Hafnarfiröi f. 1938.
b. Hallvaröur Sigurjónsson i
Reykjavik f. 1944.
c. Helga M. Sigurjónsdóttir i
Reykjavik f. 1951.
5. Asdís Hallvarðsdóttir
(1908—1965), ógift og bamlaus.
6. Guðbjörg Hallvarðsdóttir (f.
1912). Hennar sonur: Arngeir
Lúöviksson I Reykjavik f. 194A
P.s. Allar ábendingar vel
þegnar. Skrifið Sunnudagsblaöi
Þjóðviljans, Siöumúla 6.
P.s. Okkur varð heldur betur á I
messunni i' sambandi við siðustu
ættrakningu. IrisDungal varsögð
kona Kristins Olsens en hún er
stjúpdóttir hans. Hún er hins
vegar gift Guðmundi Pálssyni
deildarstjóra hjá Flugleiöum. Þá
var Kristinnkallaöur stjómarfor-
maöur Flugleiða en er stjómar-
maöur.
Einnig var Einar Arnason lög-
fræðingur Vinnuveitendasam-
bandsins sagður vera varamaður
I stjórn Flugleiöa. Það er hins
/vegar annar maöur sem þar
situr, nefnilega Einar Arnason,
kallaður flugriki. Þá er Sigriöur
Steinunn fyrrverandi kona téðs
Einars lögfræðings.
P.s. Ranghermt var i grein-
inni s.l. sunnudag að Niels
Eyjólfsson á Grimsstöðum væri
fööurbróðir Kristins E. Andrés-
sonar magisters.þvi að hann var
sonur Andrésar Runólfssonar.
Talið var hins vegar vist að þeir
bræðurnir Andrés og Björgúlfur
Runólfssynir sem aldir voru upp
á Helgustöðum i Reyðarfirði
væru rangfeðraðir og synir
Andrésar Eyjólfssonar bónda
þar en móðir þeirra var vinnu-
kona á bænum. Eí þetta er rétt
er Niels Eyjólfsson afabróðir
Kristins E. Andréssonar.
P.s. Að lokum veröur hér birt
bréf frá Höskuldi Egilssyni varð-
andi Þverárætt sem birtist i blað-
inu 21. september s.l. Það hljóðar
svo:
,,Leyfist mér að láta þess getið
að elsti sonur séra Asmundar
prófasts á Hálsi heitir ólafur,
fyrrum bóndi á Hálsi og til
margra ára verkamaður hjá
Reykjavikurborg. Ekki veit ég
hvers Ólafur á að gjalda að hann
fellur út af þessari annars skil-
merkilegu ættarskrá. Varla getur
orsökin verið sú að hann var
aðeins bóndi og verkamaður, en
hinir bræðumir gengu mennta-
veginn og eru þekktir menn af
verkum sinum. Ég vil þvi taka
upp hanskann fyrir þennan ágæta
sveitunga minn og kunningja og
vænti þess að hann fái náfn sitt á
blað, þar sem ég tel að hann hafi
skilaö sinu dagsverki með sóma
ekki siður en bræður hans, þótt á
öðru sviði væri”.
—GFr
Afmæliskveðja:
Jórunn Jónsdóttir 95 ára
Hratt fijúga dagarnir og árin,
svo aðfyrr en varir er hún Jórunn
orðin hálf tiræð. Elli kerling hefur
marga bugað fyrr, en það er rétt
eins og aö hún hafi aöeins haft
vinsamleg afskipti af henni Jóu
frænku. Það fer vel á þessu, þvi
að æskan hefur ævinlega átt þar
vin sem Jórunn var.
Jórunn Jónsdóttir fæddist á
Hliöarenda i Olfusi 19. október
1885, og var fimmta barn hjón-
anna Þórunnar Jónsdóttur og
Jóns Jónssonar og annað barnið
sem hét nafni ömmu sinnar, Jór-
unnar Sigurðardóttur i Þorláks-
höfn. Þær mæðgur urðu báðar
aldraöar,og það varö gamli Jón á
Hliöarenda einnig.
Um tvitugsaldur giftist Jórunn
Gisla Gislasyni frá Kauðabergi i
Fljótskverfi, og bjuggu þau um
skeið á Hjalla i Olfusi, en siðar i
Reykjavik. Þauskildu samvistum
og eftir þaö var Jórunn fyrirvinna
þeirra mæðgna, sin og fóstur-
dætranna tveggja.
Margar ljúfar minningar og
fróöleik hefur Jórunn rifjað upp,
um heimsóknir til nöfnu sinnar og
afans i Þorlákshöfn. Þar var
margt i heimili og fjöldi af ungu
fólki. Þar stóðu börn húsbænd-
anna, þau sem heima voru, fyrir
leikum og skemmtan, eða aö
skólapiltar sem voru við versl-
unina stjórnuöu gleöskapnum.Þá
voru húsbændurnir nærstaddir,
enda var húsbóndinn skemmtinn
og húsfreyjan stjórnsöm, svo aö
öllum leikum lauk með gleði.
En þó að Jórunn segi gjarnan
frá glöðum stundum, sem hún átti
á æskustöðvum,og hún byggi þar
viö góö kjör i foreldrahúsum, þá
hafði hún þegar á unga aldri
glökkt auga fyrir kjörum annarra
og lífsstriði. Hún hefur brugðið
upp fyrir okkur, frændfólki sinu,
myndum af lifi fátækrar alþýðu,
eins og þaö var um siöustu alda-
mót. Þegar Jórunn var ung stúlka
var það siður, að heimafólkið á
Hliðarenda fór út i Þorlákshöfn til
þess að þurrka þann fisk,sem Jón
faðir hennar hafði aflað á vetrar-
og vorvertið.
Þegarskip komu i Þorlákshöfn,
áður en nokkur hafnarmannvirki
voru reist, þá kom daglaunafólk
frá Eyrarbakka, handan Olfusár,
til þess að vinna viö uppskipun-
ina. Þetta voru bæði konur og
karlar og var á þeim tima nefnt
„erfiðisfólkið”. Langt er nú um
liðið siöan hún Jórunn sá kon-
urnar ganga bognar og móðar
undir kornsekkjum og kola-
pokum, frá lendingunni og upp i
vöruskemmu i Höfninni, en þó er
frásögn hennar svo glögg, aö
þegar ég sá fyrst endurprentun af
mynd Muggs af verkakonum viö
Reykjavikurhöfn, þá fannst mér
að ég hefði séð hana áður hjá
Jórunni.
Þegar manni er lýst getur leikið
vafi á þvi, hvað helst er einkenn-
andi fyrir skaphöfn hans og at-
ferli. I þessu tilviki er enginn vafi,
þvi rikasti þátturinn i skapferli
Jórunnar er samúð sem einkum
beinist að börnum og unglingum;
húnerbarnavinur. Allur sá fjöldi
fólks, sem á Jórunni að föður- eöa
móðursystur, kallar hana Jóu
frænku — og ég hygg að við segj-
um flest ,,Jóa frænka min”. Við
hana höfum við skrafað margt,og
mörg eru þau barnalegu tilsvör
og skritnu spurningar, sem
hún hefur heyrt og riíjar upp
á góöum stundum löngu siðar.
Sögur hennar af atferli og
viöbrögðum barna gætu oft
verið leiðbeiningadæmi i upp-
eldisfræðum svo nærfærnar
eru þær. Þá koma i hugann
minningar um heimsóknir til
frænku i Geysi á Skólavörðu-
stignum, þar sem Vestmanna-
eyingur sá fyrst tækniundur
vatnsveitunnar. Það var undur-
samlegt að skoða vatnsbununa
sem fossaði fram með afli, eða
smáu dropana sem loddu viö
kranastútinn,og svo var hægt að
halda fingri fyrir stútinn og dreifa
Framhald á bls. 27