Þjóðviljinn - 21.10.1980, Side 5

Þjóðviljinn - 21.10.1980, Side 5
ÞriOjudagur 21. október 1980. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 5 Stjórnarkreppunni lokið á ítaliu: Sósíalistaforinginn vill smíða sér „þriðja affið” Stjórnarkreppan siðasta á italíu stóð ekki lengi eða röskan hálfan mánuð. Formanni Kristi- legra demókrata, Arnaldo Forlani, hefur tekist að berja saman nýja stjórn með sósíalist- um, sósíaldemókrötum og Lýðveldisf lokknum. Hún stendur á ögn breið- ari grundvelli en stjórn Cossiga, þar voru sósíal- demókratar ekki með. Stjórn Cossiga féll viö at- kvæOagreiöslu um efnahagstil- lögur — 32 stjórnarliöar hlupu undan merkjum. Nokkur rimma hófst þá um þaö, hvaöan liöhlaupararnir væru komnir. Kristilegir demókratar sögöu, aö þeir væru mestan part úr vinstri armi sósialistaflokksins, sem hefur oftast veriö andvigur þvi aö sósialistar færu i stjórn án kommúnista. Ráöherrar sósialista voru hinsvegar ann- arrar skoöunar: Manca viö- skiptaráöherra hefur staöhæft, aö liöhlauparnir væru úr vinstra armi Kristilegra demókrata sjálfra. En sá armur, sem lýtur forystu Zaccagnini fyrrum flokksritara og Andreottis, fyrr- um forsætisráöherra, hefur full- an hug á aö draga kommúnista til einhverskonar stjórnar- ábyrgöar. Hvort sem rétt væri er þaö ljóst, aö þaö er afstaöan til kommúnista sem felldi stjórn Cossigas, en þeir höföu þá sýnt styrk sinn m.a. meö stuöningi viö mótmælaaögeröir hjá FIAT- verksmiöjunum gegn uppsögn- um 15 þúsunda verkamanna. Uppsögnunum var frestaö. Craxi formaöur sósialista og Berlinguer formaður Kommúnlsta- flokksins hittust siöast i júli til aö ræöa sameiginlega afstööu til Kristilegra demókrata. Nú sýnist Craxi hafa veöjaö á langvarandi samstarf viö Kristilega... Craxi hefur sitt fram Stjórnarmyndun Forlanis veröur einna helst túlkuö sem sigur fyrir Bettino Craxi, leiö- toga sósialista, og stefnu hans. Hann hefur I stjórnarkreppunni beitt fyrir sig ótta viö nýjar kosningar stefnu sinni til stuönings. Ef aö sósialistar og sósialdemókratar neita aö veröa meö i stjórn, sagöi Craxi fyrir rúmri viku, þá þýöir þaö nýjar kosningar. Núna hafa vinstriflokkarnir ekki meiri- hluta á þingi, þaö er enginn möguleiki á stjórnarsamstarfi milli Kristilegra demókrata og kommúnista og þaö er ekki hægt aö finna meirihluta fyrir stjórn hægri- og miðjuafla. Það eru þvl sósialistar og sóslaldemókratar einir sem geta svaraö spurning- unni um stjórnarmyndun. I vetur leið héldu sósialistar flokksþing og var stefna Craxis þá samþykkt gegn vilja allstórs minnihluta, sem vill sem nánast samstarf viö kommúnista meö s t j ó r n a r m y n d u n meö kommúnistum fyrir augum. En Craxi-armurinn hefur slðan ráöið flestu I flokknum. Sóslal- istar hafa lengi stjórnaö meö kommúnistum I borga- og héraöastjórnum I svonefndu Rauöa belti I Italiu norðan- veröri. En eftir héraösþinga- kosningarnar I júnl hafa sósíal- istar tekiö upp samstarf viö Kristilega demókrata i ýmsum héraösstjórnum á Suöur-ítalíu. Kommúnistar hafa gagnrýnt harðlega þessa stefnu, sem þeir óttast aö muni, þegar lengra sækir, stefna samstarfi vinstri flokkanna I Rauöa beltinu I hættu. Kratabanda lag Craxi steig nýtt skref til auk- inna áhrifa meðan á stjórnar- kreppunni stóö. Þeir Pietro Longo, foringi Sósialdemókrata (sem taldir eru jafnvel til hægri viö miöju I Itölskum stjórnmál- um) birtu sameiginlega skil- mála fyrir þátttöku flokkanna tveggja I rikisstjórn. En þar aö auki lögöu flokksforingjarnir fram langtlma áætlun um aö flokkarnir tveir ætluðu aö vinna að því aö koma upp „þriöja valdinu” I Italskri pólitik. Þar eiga aö koma saman flokkar þeir, sem ekki eru kaþólskir og teljast aö einhverju leyti sósialiskrar ættar. Bæöi Lýö- veldisflokkurinn og Róttæki flokkurinn (sem hefur einbeitt sér aö þjóöaratkvæöagreiðslum um hjónaskilnaöi, fóstureyöing- ar, jafnrétti og ýmisleg mann- réttindamál önnur) eru hvattir til aö slást I þessa fylkingu. Milli tveggja risa Þaö má ljóst þykja að hverju Craxi stefnir. Hann vill færa sér sem best I nyt þá útbreiddu skoöun, að hvorki gangi né reki i itölskum stjórnmálum vegna þess aö tveir risar, kristilegir og Frétta- skýring kommúnistar, sem samanlagt hafa um 70% atkvæöa, geti ekki unniö saman. Ef aö Craxi tekst aö fylgja fram áformum sinum gæti hann kannski smiðaö blökk sem styddist viö um 20% at- kvæöa (þótt menn kunni aö eiga erfitt meö aö sjá t.d. utangarös- fólkiö I Róttæka flokknum, sem einatt gagnrýnir kommúnista frá vinstri, samfylkja með hin- um ihaldssömu sósialdemókröt- um landsins). Blökk af þessu tagi gæti siöan oröiö áfangi á leiö Craxis i forsætisráöherra- stól. Viðbrögð hinna stóru Hvorki kommúnistar né kristilegir eru hrifnir af þeim möguleika aö Craxi komist i einskonar fastaaöstööu til aö ráöa þvi hvernig stjórn er á Ita- liu. Málgögn kommúnista hafa óspart gagnrýnt foringja sósial- ista fyrir aö kljúfa vinstrisam- stööuna og styöja þar meö viö bakið á afturhaldinu. Kommún- istar halda þvi og fram, aö Craxi ofmeti möguleika sina á þvi aö ná pólitiskum árangri með samstarfi viö hinn mak- ráöa og um margt spillta valda- flokk Italiu. En sá flokkur, Kristiiegir demókratar, er einnig áhyggju- fullur. Kristilegir óttast aö Craxi verði of sterkur ef aö sósialistar og sósialdemókratar koma inn i stjórnina meö sam- eiginlegan málefnagrundvöll. Kristilegir hafa a.m.k. ekki efni á mjög áberandi sundurþykkju i eigin rööum viö slikar aöstæöur. En ágreiningsefni hafa flokks- menn yfriö nóg: á flokksþingi i vetur sigruðu hægrimenn þá sem hafa mestan áhuga á eins- konar stjórnarsamstarfi við kommúnista, Zaccagnini, Andreotti og þeirra liösmenn. Sá armur gengur nú mjög treg- ur til stjórnarsamstarfs og krefst þess aö minnsta kosti, að fariö sé aö öllu meö varúö i um- gengni viö kommúnista. Aö visu ekki af umhyggju fyrir flokki Berlinguers — heldur meö þaö fyrir augum, aö harösnúin af- staöa til þess sem kommúnistar hafa fram aö færa geri þeim ekki of auövelt aö safna vin- sældum á stjórnarandstööu sinni. áb. Háttsettur norskur herforingi: Bandaríkin hafa full- nýtt yfirsjónakvótann Per Hansen ofursti, næstæðsti yfirmaður norska hersins í Norður- Noregi, hefur valdið miklu fjaðrafoki í yfirstjórn hersins með því að bera fram opinberlega gagnrýni á áform stjórn- arinnar norsku um að koma upp í Noregi banda- riskum vopnabúrum á friðartímum. Hann segir einnig, að Bandaríkja- menn haf i gert svo margar alvarlegar skyssur að undanförnu, að þeir hafi fullnýtt sér sinn yfirsjóna- kvóta eins og ofurstinn orðar það. Per Hansen er næstæöstur yfir- manna norska hersins á sovésku landamærunum, m.ö.o. á þýð- ingarmesta varnarsvæöi Noregs og þykja orö hans þvi vera nokk- uö þung á metaskálum. Ofurstinn viörar skoöanir sinar I hermála- timaritinu Forsvarets forum. Ritstjóri þess lofar Per Hansen fyrir áræöni og leggur áherslu á aö i lýöræðisrlki veröi skoðanir aö fá aö koma fram. Á þaö má hinsvegar benda, að norskir liösforingjar sem hafa látiö sér eitthvaö óþægilegt um munn fara, hafa verið lækkaðir I tign eöa fjarlægöir úr hernum i kyrrþey. Til dæmis Hellebust major, sem i magistersritgerð sinni kom upp um það, aö Noreg- ur heföi án vitundar Stórþingsins veriö tengdur kjarnorkukafbáta- flota Bandarikjanna meö sigl- ingakerfinu Loran C,semteygöi sig bæöi til Vestur-Noregs og Jan Mayen. Hellebust haföi starfaö i njósnadeild norska hersins. Hann er nú kennari viö blaðamanna- skólann norska. Meiri spenna I viðtali viö fyrrgreint timarit, Forsvarets forum, segir Per Han- sen, aö „uppsöfnun bandariskra hergagna geti aukiö á spennu i okkar hluta heims”. Hann kveöst skilja áhyggjur sem menn hafi af þessu og aö mörgum finnist aö vopnabúr þessi á friðartlmum sé liöur I stigmögnun vigbúnaöar. Sverre Hamre hershöföingi hefur látið i ljósi undrun yfir þessum viöhorfum og kveöst þeim aö öllu ósammála. Per Hansen segir i viötalinu, að þaö hafi alitaf þótt viö hæfi hjá norskum liösforingjum aö þeir skyldu vera jákvæöir I garö Bandarikjanna og láta I ljós óánægju meö framlög til varnar- mála, sem frá þeirra sjónarhóli voru alltaf of lág. Hann telur upp ýmsar yfirsjón- ir Bandarikjamanna á seinni ár- um, misheppnaöa innrás á Kúbu 1961, Víetnamstriðiö, misheppn- aða tilraun til aö bjarga gislunum I Iran osfrv. „Bandarikin hafa eytt sinum yfirsjónakvóta,” segir hann, ,,og verða aö sýna betri hæfni I hermálum”. Hann býst ekki viö þvi aö Noregur veröi fyrir einhliöa árás, en ef til þess kæmi væri þaö liöur i stórveldaátökum. Per Hansen segir að timi sé til þess kominn aö Norömenn fari sér meö ögn meiri gát en hingaö til i vigbúnaöar- málum. (Information) LAUS STAÐA Staða fulltrúa við embætti skattstjóra Vesturlandsumdæmis, Akranesi, er laus til umsóknar frá og með 1. desember n.k. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist skattstjóra Vestur- landsumdæmis, Akurbraut 13, Akranesi, fyrir 20. nóvember n.k. Fjármálaráðuneytið, 17. október 1980. Auglýsingar í simaskrá 1981 Athygli skal vakin á þvi að simnotendur, sem auglýstu i simaskrá 1980, hafa for- gang aðeins til 1. nóvember 1980 að sam- bærilegri staðfestingu fyrir auglýsingar sinar i simaskrá 1981. Nánari upplýsingar i sima 29140 Simaskrá — Auglýsingar Pósthólf 311- 121 Reykjavik

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.