Þjóðviljinn - 22.10.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.10.1980, Blaðsíða 5
Stjórnarandstadan um Flugleiðamálið, Miövikudagur 22. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Styður frumvarpið — en 5. greinin stendur í þeim t umræðum um skýrslu sam- gönguráðherra um málefni Flug- leiða tók fyrstur til máls af st jórnarandstæðinga hálfu, Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins. t upphafi ræðu sinnar veittist hann að Alþýðu- bandalaginu og sagði það alltaf hafa haft annarlega stefnu í þessu máli og stefnt að þvi að koma Flugleiðum á kné. Flugleiðir væru þeim skuggalega hópi manna sú kapitaliska ófreskja sem kommurn og hálfkommum væri nauðsynleg og þeir vildu rifa niður margra ára starf. Benedikt sagði m.a.: Þingflokkur Alþýðuflokksins vill að flugi verði haldið áfram meðan hægt er en stjórnarandstaðan og almenningur hefur ekki nægar upplýsingar um stöðu málsins. íslendingar verða að móta nýja flugmálastefnu og ekki gefast upp fyrr en fullreynt er. Gagnrýni á stjórn Flugleiða er sanngjörn og óeðlilegt var þegar hún sneri sér til Luxemborgara 1978 en ekki til íslenskra stjórnvalda. 1 sjö mánuði hefur málið verið á hættulegu stigi og hjálp nauðsyn- leg. Engin lausn hefur þó fengist, rikisstjórnin hefur ekki haft sam- ráð við alþingi og ágreiningur hefur verið innan hennar. Alþýðubandalagið á sök á þessu öllu og hefur staðið fyrir glimu við aðra flokka i stjórninni um þessi mál. Ef málinu lyktar nú svo að Flugleiðir verði að draga saman seglin mun Alþýðubanda- lagið telja sig hrósa sigri yfir kapitalismanum. Það er engin ástæða til að kyngja hráum upplýsingum stjórnar Flugleiða og sjálfsagt að kanna málin betur, t.d. hina römmu taug milli Flugleiða og Seaboard eða samstarf Seaboard og Air Bahama á Indlandi. Starfsemi Flugleiða er orðin óeðlilega umsvifamikil og kemur sumt flugi ekkert við. Mikilvægast er að glata ekki itökum i Luxemborg þ.e. þriðjungseign i Cargolux sem stjórn Flugleiða telur vænlegt að selja. Benedikt sagði þingflokk Alþýðuflokksins sammála grein- um Flugleiðafrumvarpsins um bakábyrgð og aukinn eignarhluta rikisins. Hins vegar kæmi ekki til mála að veita rfkisstjórninni þá heimild sem 5. greinin gerir ráð fyrir. Heimild sem væri opin i báða enda. Alþingi verður að vita skilyrði rikisstjórnarinnar. Niðurstaða Benedikts var sú i fyrsta lagi að gera yrði tilraun til að halda fluginu áfram i að minnsta kosti eitt ár. I öðru lagi að ekki kæmi til mála að N-Atlantshafsflugið yrði rekið með styrkjum af almannafé til lengdar. I þriðja lagi yrði að bæta stjórn og rekstur Flugleiða og sérstaklega samstarf til að auka vinnufrið. I fjórða og siðasta lagi yrði Alþingi að vita skilyrðin sem gert er ráð fyrir i 5. grein. Siguröur Magnússon tekur sæti I gær tók sæti á alþingi Sigurður Magnússon rafvéla- virki en hann skipaði 6. sæti G- listans i Reykjavik við siðustu alþingiskosningar. Sigurður kemur inn sem varamaöur Svavars Gestssonar heilbrigðisráðherra meðan hann dvelst erlendis. Fyrsti varamaður Alþýðubandalags- ins I Reykjavik, Guðrún Hallgrímsdóttir, matvæla- verkfræðingur gat ekki tekið sæti sem varamaður sökum anna. — AI á þingi r-------; ^ þingsjá l______:__j Næstur stjórnarandstæðinga talaði Friðrik Sóphusson. Hann sagði málið hafa verið i höndum rikisstjórnarinnar i tvö ár og stóran hóp manna biða eftir ákvörðunum. Þjóðnýtingaröflin með Ölaf Ragnar Grimsson i broddi fylkingar hefðu reynt að sá sæði tortryggni i garð Flugleiða og ná félaginu úr höndum einka- aðila i hendur rikisins. Til þess var tillaga Ölafs 1978 um rannsókn á starfsemi Flugleiða. Baldur Óskarsson hefði sem eftirlitsmaður gert sig sekan um trúnaðarbrot og samþykkt rikis- sjórnarinnar frá 16. september gengi i átt til þjóðnýtingar. I skýrslu samgönguráðherra vant- aði stefnuyfirlýsingu i flugmál- um, hverjir ættu að fá lán Seðla- bankans og ekkert væri fjallað um aukna þátttöku i „varnarliðs- fluginu”. Friðrik spurði ýmissa spurn- inga, s.s. hvort gerð hefði verið úttekt á starfsemi Iscargo þegar leyfið til Amsterdamílugs var veitt og hvað hefði verið með umsókn Arnarflugs um flug- leyfið. Við hverja ræddi Ólafur Jóhannesson um „varnarliðsflug- ið”? Friðrik sagði þingmenn Sjálfstæðisflokksins samþykka tilraun með áframhaldandi flug en ekki skyldi þó fórna öllu til. Viimundur Gylfasonsagði m.a. að tillaga Ólafs Ragnars Grims- sonar 1978 um rannsókn á starf- semiFíugleiða hefði átt verulegan rétt á sér og staðan i málinu væri öðru visi ef þingnefnd hefði verið skipuð til að rannsaka málið þá þegar. Rikisstjórnin hefði tekið á sig ábyrgð i þessu máli en afskipti rikisstjórnarinnar af hugsanlegu láni til starfsmanna Flugleiða hefðu verið dæmalaus. Er rikis- stjórnin að hlaða undir klikuhóp i fyrirtækinu og það þrátt fyrir mótmæli starfsmannafélagsins? Fleiri undirmál væru þarna á ferðinni eins og flugleyfið til Iscargó og neitunin til Arnarflugs en Flugleiðir eiga 57% i Arnar- flugi. 5. gr. i frumvarpinu um Flug- leiðir er lögreglurikisaðgerð. Skrif Morgunblaðsins um Flugleiðamálið: F ordæmanlee, hættuleg og ur lofti gripin sagði fjármálaráðherra „Skrif Morgunblaðsins um af- skipti stjórnvalda af Flugleiða- málinu hafa ekki aðeins verið for- dæmanieg heldur stórhættuieg”, sagði Ragnar Arnalds fjármála- ráðherra m.a. á alþingi i gær i umræðum um skýrslu samgöngu- ráðherra. „Skrif Morgunblaðsins hafa skorið sig úr og á siðum þess hefur komið fram nær daglega harðvitug viðleitni til þess að skapa tortryggni i garð stjórn- valda og koma höggi á einn stjórnarflokkinn, Alþýðubanda- lagið, sem blaðið segir að vinni aö þvi öllum árum að koma fyrir- tækinu á kné. Athugasemdir eftirlitsmannanna voru gerðar eins tortryggilegar og hugsast gat ogalltgert til þess að láta lita svo út að engin ástæða væri til þess að rannsaka fjárhagsdæmið til hlitar”. „Þessi skrif fólu það i sér að fjármálaráðuneytið og alþingi ættu að taka á sig ábyrgð á 10 miljörðum króna án þess að kanna hvort trygging væri til taks. Þessi áhætta nemur um það bil öllum eignaskattsgjöldum is- lenskra skattgreiöenda og þeir sem unnu að þvi að skoða þessa áhættu nánar voru kallaðir öllum illum nöfnum”, sagði Ragnar. „Sérstaklega var eitt atriði gert tortryggilegt. Það að uppi væru hugmyndir um að selja ein- hverjar eignir félagsins og lét Morgunblaðið lita svo út sem um einhliöa fyrirskipanir frá fjár- málaráðuneytinu til Flugleiða væri að ræða”, sagöi Ragnar. Hann las siðan bréf Sigurðar Helgasonar forstjóra Flugleiða til Steingrims Hermannssonar dag- sett 1. október s.l. þar sem gerð er grein fyrir þvi hvaða eignir stór- lausu stjórnin teiji hagkvæmast að selja til að bæta greiðslufjár- stööuna en þar er fyrst talin hlutafjáreign i Cargolux og siðan skrifstofubygging félagsins á Rey kjavikurf lugvelli. „Þetta bréf tekur af öll tvimæli um það að hugleiðingar stjórn- valda um sölu þessara eigna byggja á hugmyndum félagsins sjálfs þar um og samtökum við forráöamenn þess”, sagði Ragnar. „Asakanir Morgunblaösins eru þvi úr lausu lofti gripnar en þessi rótarlegu skrif ásamt yfirlýs- ingum ýmissa forystumanna Flugleiða um sama efni sýna aö tilhneiging hefur verið fyrir hendi til aö láta rikissjóð og almenning taka á sig ábyrgð og áhættu langt umfram það sem veð eru fyrir”, sagði Ragnar. „Þetta verður ekki gert. Frumvarp rikisstjórnar- innar er við það miðað að rikis- sjóður taki ekki á sig áhættu nema þá bakábyrgð upp að þrem- ur miljónum dollara sem jafna má til þeirra tekna rikisins sem verið hafði af N-Atlantshafsflug- inu. — AI Þingpallar voru þéttsetnir við Flugleiðaumræðuna. Ljósm. — gel. Rikisstjórnin ætlaðist til að Alþingi framseldi réttinn til að setja skilyrði. Eins væri það fáránlegt að setja lög um samskipti manna eins og rikis- stjórnin virtist ætla að gera. Vilmundur sagði að lokum að rétt væri að taka i eitt ár i viðbót áhættu varðandi flugið en um skilyrðin yrði Alþingi að vita. Síðastur ræðumanna i gær var Steingrimur Hermannsson sam- gönguráðherra. Hann sagðist vilja leiðrétta endaleysur ræðumanna. I fyrsta lagi væri rangt að ekki hefði verið staðið við samþykktina frá 16. sept. Féð yrði meira að segja greitt út á vetrarmánuðum. I öðru lagi sagði hann það mis- ræmi i málflutningi þegar krafist væri aukins hluta starfsfólks i félaginu en lánaveitingar gagn- rýndar. Steingrimur sagði hreina dellu að tscargo hefði verið veitt einkaleyfi og að hann hefði sjálfur greitt atkvæði með flugleyfi handa Arnarflugi. Einnig væri nauðsynlegt að stofna eitt stéttarfélag Flugleiðastarfs- manna. Umræðum var frestað að lokinni ræðu Steingrims. — gb. Steingrimur Hermannsson: Gagnrýndi starfs- andann, reksturinn og flugvélakaupin Steingrimur Hermannsson gagnrýndi ýmislegt varðandi rekstur Flugleiða i ræðu sinni á Alþingi I gær og lagði um leið áherslu á að tala yrði opinskátt um þessi mál, svo alvarleg sem þau væru. Meðal þess sem ráðherrann vék að var starfsandinn innan fyrir- tækisins sem hann sagði að væri langt frá þvi að vera eins góður og æskilegt væri og ætti það veru- legan þátt i erfiðleikum félagsins að sinu mati. Væri bættur starfs- andi forsenda þess að vel mætti fara nú þegar tilraun væri gerð til að koma fyrirtækinu á réttan kjöl. Þá gagnrýndi ráðherrann rekstraráætlanir félagsins sem hann sagði að hefðu ekki staðist og benti á að afkoma félagsins i júli og ágúst væri langtum lakari en áður og töluvert fyrir neðan áætlanir. Sú ákvörðun stjórnar- innar um mánaðamótin ágúst- september að lýsa þvi yfir að N- Atlantshafsfluginu yrði hætt, hefði skaðað stöðuna verulega, enda hefði hún fljótt kvisast út i hinum stóra heimi. Tilraunir til þess að bæta úr þessu heföu geng- ið langtum hægar en hann vonaði og sýndu bókanir á vegum félags- ins það greinilega. „Ég get ekki varist þeirri skoðun að orðið hafi ýmis mistök i stjórn félagsins”, sagði hann. „Forráðamenn félagsins hafa ýmsir sagt að mistökin væru fólg- in i þvi aö hætta ekki fyrr viö N- Atlantshafsflugið en innlendir og erlendir fagmenn hafa I samtöl- um við mig lýst efasemdum sin- um um ýmsar aðrar ákvarðan- ir.” Nefndi hann hér sem dæmi að tillögum um að fara út i rekstur breiðþotna strax árið 1978 hefði veriö hafnað og frá þvi horfið að kaupa Tristarþotur „þvi miður að ég hygg”, og ekki hefði veriö stefnt að þvi að sameina farþega og fraktflug yfir N-Atlantshafið. DC-10 hefði verið keypt með litlu fraktrými og þar með horfið frá blöndun fraktar og farþega. Vitanlega yrði engum um það óhapp kennt sem varð þess valdandi að tian var kyrrsett yfir mesta annattmann en hins vegar sýndist það hafa verið vafasöm ákvörðun að kaupa hana i upphafi árs þegar rekstur flugsins er hvað erfiðastur i stað þess aö kaupa hana að sumri til. Þá hafi Boeing 727-200 verið keypt en hún er ekki gerð fyrir fraktflutninga i stórum' stil og um leið ákveðið aö selja báðar Boeing vélarnar sem eru sérstaklega útbúnar fyrir frakt- flutninga. „Þetta eru ákvarðanir sem menn hafa velt vöngum yfir og ljóst er að ýmislegt hefði mátt betur fara i rekstrinum þó ekki sé ég að áfellast stjórn félagsins”, sagði Steingrimur. — AI , Er sjonvarpið bilað? Skjárinn Sjónvarpsverhstó Bergsiaðasírali 38 simi 2-19-4C Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.