Þjóðviljinn - 08.11.1980, Síða 2

Þjóðviljinn - 08.11.1980, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓ.ÐVILJINN Helgin 1,—2. nóvember 1980 AF SMÁN GUÐRÚNAR Vitið þið það, að verkamaður, sem hefur vinnu allt árið og vinnur umtalsverða eftir- vinnu daglega, getur komist í sjö miljón króna tekjur á ári, en þá verður hann líka að fá góðar tarnir til miðnættis, eða jafnvel allan sólar- hringinn, svona af og til. Eitt af þvi góða við að hafa svona ágæta og stöðuga vinnu, er að ekki gefst tími til að eyða miklu í óþarfa. Svona vel settur verkamaður þarf að vísu að greiða sirka tvær miljónir í skatta, en þá eru líka eftir fimm. Ef slíkur verkamaður getur séð fjölskyldu sinni far- borða af hundraðogþrjátíuþúsund krónum á mánuði, þá getur hann lagt fyrir árlega þrjár og hálfa miljón og ef hann hef ur stanslausa og góða vinnu, með umtalsverðri eftir- og nætur- vinnu f eitt þúsund ár, er hann búinn að leggja inná bókina sína — semsagt eftir tíu alda dagvinnu, eftirvinnu og næturuinnustrit — þrjá og hálfan miljarð sem hann getur látið renna til menningarmála eftir sinn dag. Nú skeði það á dögunum að tilkynnt var að einn grandvar ágætur eljusamur athafna- maður og virtur samborgari hefði, að aflok- inni harðri og heilladrjúgri starfsævi, mælt svo fyrir í erfðaskrá, að allt sitt sparifé skyldi renna til menningarmála á íslandi. úr sparibauk hins látna voru síðan taldir einmitt þrír og hálfur miljarður, semsagt sú tala sem hér að framan er tíunduð, og þarf ekki mikið hugmyndaflug til að geta sér til um, að oft hefur verið unnið frameftir og hörðum höndum til að ná þessu marki. Þetta þóttu mér til skamms tíma hin ágæt- ustu málalok og heillavænleg fyrir menning- una í landinu; hélt satt að segja að allir mættu vel við una. En sannarlega fór öðruvísi en ég ætlaði. Ég hrökk semsagt upp við það í gærmorgun að verið var að lesa úr leiðara Vísis, og ekki var að sökum að spyrja: Guðrún Helgadóttir hafði semsagt, rétt einu sinni, orðið sér til háborinnar skammar á Alþingi Islendinga með ótímabærum vangaveltum um stöðu verslunarinnar á (slandi. Þaðvar nöturlegtað heyra morgunþulinn lesa eftirfarandi orðrétt uppúr Vísi: „Það skulu menn nefnilega hafa í huga, að Guðrún Helgadóttir er ekki að lýsa prívatskoðun sinni þegar hún atar minningu Sigurliða Kristjánssonar auri og gerir eignir hans tortryggilegar". Og seinna: „Þetta fólk er blint af hatri gagnvart öllum þeim, sem uppúr rísa, sem eitthvað geta. Það sér of sjón- um yfir því, ef einhver getur uppskorið hagnað af áhættusömum atvinnurekstri eða eðlilegri sjálfsbjargarviðleitni. f þeim efnum er þeim Alþýðubandalagsmönnum ekkert heilagt, ekki einu sinni minning látinna heið- urshjóna, ef það mætti verða til þess að kasta rýrð á frjálsan atvinnurekstur". I fimmtudagsþjóðviljanum kom svo ræða Guðrúnar orðrétt sem og fyrirspurn til við- skiptaráðherra, svoað hægt var um heimatök- in að sjá smán fyrirspyrjandans svarta á hvítu. Fyrirspurn: „ER GROÐI AF VERSLUN A BORÐ VIÐ GRÖÐA AF VERSLUNUMSILLA OG VALDA EÐLILEG AFKOMA KAUPMANNA OG ÞAR MEÐ VfSBENDING UM STÖÐU VERSLUN- ARINNAR?" Og ég hlýt að taka undir skoðanir Vísis- manna og annarra forsvarsmanna frjáls framtaks og segja: „Guðrún! er hægt að sökkva dýpra en að bera fram slíka fyrir- spurn á sjálfu Alþingi fslendinga?" Já/og þó að Guðrún reyni að klóra yfir skömmina með því að segja orðrétt: „Fyrir áhuga þeirra hjóna á íslenskri menningu ber vissulega að þakka og munu margir lands- menn eiga eftir að njóta góðs af auði þeirra", þá getur hún ekki stillt sig um að varpa fram svívirðilegum athugasemdum á borð við þessa: „Á byggingarsvæðinu við Kringlu- mýrarbraut er hús verslunarinnar eina bygg- ingin sem risin er, bygging, sem telur tug hæða. Borgarsjóður var þess hins vegar ekki umkominn að lyfta úr jörð borgarleikhúsi eða borgarbókasafni". (Hér hefði Guðrún átt að bæta því við til að fullkomna skömmina, að aðeins skóflustungan er komin af útvarps- húsi). Ég hlýtaðtaka undir lokaorðin í leiðara Vís- is: „ En megi sú ræða lengi lifa, sem áminning og aðvörun til frjálshuga og framsækinna fs- lendinga. Hún lifir af skömminnii". Orðið „heiðurshjón" hefur mjög komið við sögu í öllu þessu máli. Af því tilefni langar mig til að koma þeirri spurningu á framfæri við rétta aðila: Hvaða eiginleikum þarf fólkið í landinu að vera búið og hvaða af rek þarf að vinna til að verða heiðurshjón? Er hægt að kaupa titilinn? Orðið „heiðurshjón" finnst nefnilega ekki í orðabókum, hvorki Arna Böðvarssonar né Blöndals, já, ekki einu sinni í viðbætinum, svo augljóst er að þessi vegsauki hefur hingað til verið harla fátíður hérlendis. I þessu sambandi dettur mér í hug það sem Friðrik Sófusson sagði í sjónvarpinu i þætti um f jölskyIdupólitík (hvað sem það nú er) á dögunum: „Ég aðhyllist leikaðferðir lífsbaráttunnar". Þá varð meistara ölafi að orði: öllum þær staðreyndir eru kunnar að illt er að vinna fyrir sér. En með ieikaðferðum lifsbaráttunnar er leikur að verða miljóner. Flosi. Ráðhússjóður er gamall og gróinn reiknings- liöur i reikningum Reykjavíkur- borgar, til þess ætlaöur 1 upphafi aö safna fé í veglega byggingu fyrir borgina. Alltaf hefur staöiö til aö nota sjóöinn, fyrst i byggingu út i Tjörnina, siöan á Torfuna og nú siöast var rætt um aö byggja ekki heldur breyta Austurbæjarskólanum i ráöhús. Einhvern veginn hafa Reykvik- ingar aldrei getaö sæst á hug- myndir borgaryfirvalda og allar þessartillögur sumar samþykktar meö öllum atkvæöum borgarfull- trúa eins og ráöhúsiö í Tjörninni, heyra nú fortiöinni til. Nú litur svo út sem borgaryfirvöld sjálf séu búin aö gefast upp á stór- tækum áformum um ráöhúsbygg- ingu, þvi borgarráö fjallar nú um tilíögu borgarendurskoöanda um aö sjóöurinn frægi veröi lagöur möur og sameinaöur borgarsjóöi. I honum eru um 113 miljónir króna, sem vart myndi duga fyrir einbýlishúsi miöaö viö... Sigurgeir ónsson aöstoöarbankastjóri Seölabankans hefur alltaf veriö álitinn fulltrúi rikisins eöa bankans I stjórn Flugleiöa.en svo er alls ekki. Hiö rétta er aö Sigur- geir var á sinum tima eftirlits- maöur rikisins meö rekstri Flug- 'leiöa ásamt Guömundi G. Þórar- inssyni en 1978 voru þeir leystir frá störfum. Sigurgeir á sjálfur einhver hlutabréf I Flugleiöum og eftir þetta tók hann sæti i stjórn- inni aö sjálfsögöu sem einstak- lingur en ekki sem fulltrúi rikis- ins. Er fáránlegt aö engar leiö- réttingar skuli hafa komið á si- endurteknum fréttum fjölmiöla um aö Sigurgeir væri fulltrúi rikisins en ástæöan er sú aö eng- inn i rikiskerfinu vissi betur! Sem stjórnarmaöur hefur Sigur- geir fariö utan meö forstjóra Flugleiöa og stjórnarformanni i ýmis konar erindrekstri og þá auövitaö virkaö um leiö sem full- trúi Seölabankans. Sannleikurinn er sá aö Sigurgeir er þara rétt eins og hver annar privataöili en i gegnum hann hafa Flugleiöir beinan aögang aö Seöla- bankanum... Blaðamenn skemmta sér oft viö aö segja sögur af starfsfélögum sinum á öðrum blööum og ef eitthvaö hallar undan fæti hjá hinum blöö- unum þá kemur meinfýsnin oft upp — einfaldlega vegna hinnar geysihöröu og miskunnarlausu samkeppni I heimi fjölmiölanna. Nýjasta sagan er af ritstjórnar- skrifstofum Dagblaösins. Anna Bjarnason, sem sér um neytenda- siöu blaösins eins og heyrst hefur I auglýsingum, sagöi upp störfum um daginn vegna alls konar Sigurgeir: Fulltrúi rlkisins eöa sjálfs sin? par na cr ekkert bruftl á ferðinm. þö cinhverjum gaeli virst svn. NotaSir voru liliftlnlcga cinfiiltlir hlutir.’’ ,,Að skapa manneskju- legt og heimilislegt umhverfi” Húsakynnum Þjóöviijans hælt I Húsum og hibýlum. aukasnatts sem hún hefur veriö skikkuö til (þýöa stjörnuspár o.s.frv.) Kom uppsögnin i kjölfar mikillar rimmu á ritstjórnar- skrifstofunum. Stjórnendur blaösins sjá nú aö I óefni er komiö og grátbiöja önnu aö vera áfram en hún situr fast viö sinn keip. Dagblaösstjórarnir eru einkum óhressir yfir þessari þróun vegna þess aö hitt siödegisblaöið, Visir, hefur nú hafiö öfluga samkeppni i neytendamálum. Sér Þórunn Gestsdóttir (sem var f þættinum I vikulokin) um neytendasiöu VIsis. Þegar hún var ráðin i haust lét hún svo ummælt aö hún ætti aö veröa „Anna Bjarnason Visis”. Hinn sivinsæli þulur rfkisútvarpsins, Jón Múli Arnason, hefur nú ákveöiö aö hætta meö öllu aö starfa hjá rikisútvarpinu frá og meö l. apríl n.k. Veröur þar skarö fyrir skildi, og er vist um þaö aö margir veröa til aö sakna hinnar heimilislegu og þægilegu raddar hans. Umsjónarmenn tónlistarsyrpnanna eftir hádegiö I útvarpinu fá 150 þúsund krónur fyrir hvern þátt, sem er 2 1/2—3 klst. aö lengd. Einn slíkur þáttur I viku gefur þvi hverjum um- sjónarmanni rúmlega 600 þúsund i aöra hönd á mánuöi, sem veröa aö teljast dágóöar aukatekjur. Finnst sumum útvarpsmönnum þessar greiöslur fullmiklar miöaö viö greiöslur fyrir aöra dagskrár- liði. Til dæmis eru greiddar um 30 þúsund kr. fyrir ..Lög unga fólks- ins,” sem er 65 minútna þáttur. Tímaritið Hús og hibýli undir ritstjórn Eddu Andrésdóttur er hiö læsilegasta, og i nýútkomnu hefti er grein sem iljar okkur Þjóöviljamönnum um hjartarætur. Þar er grein um hiö glæsilega Þjóöviljahús sem heitir „Aö skapa manneskjulegt og heimilislegt umhverfi”. Viötal er viö arkitektana, þá Sigurö Haröarson og Magnús Skúlason, og þeir segja m.a.: „Þarna er ekkert bruöl á feröinni, þó ein- hverjum gæti virst svo. Notaöir voru tiltölulega einfaldir hlutir.”

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.