Þjóðviljinn - 08.11.1980, Qupperneq 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.—9. nóvember 1980
*mér
datt það
í hus
Elísabet Þorgeirsdóttir skrífar:
Verðum við kannski
dauð eftir nokkur ár?
Þaö var eitt haustkvöld fyrir
stuttu aö viö sambýliskonurnar
þrjár sátum i mestu makindum
og saumuöum keppi og fannst
viö óskaplega búlegar, búnar aö
taka 15 slátur og pakka 3
skrokka niöur i frystikistu sem
allt I einu haföi rekiö á fjörur
okkar. Viö fundum fyrir þægi-
legri öryggistilfinningu aö eiga
slikan foröa til vetrarins og
vorum jafnvel farnar aö tala
saman i húsmóöurtón yfir
saumaskapnum.
Hæöst þá ekki ungur kunningi
okkar inn i þessa notalegu
stemmningu og sest aö spjalli.
Viö réttum honum vitanlega
kepp, nál og enda og hann
myndaöist viö aö sauma meö
okkur.
Eftir skamma stund berst
taliö aö alþjóöamálum og þessi
ungi piltur og önnur sambýlis-
kona min komast i hrókasam-
ræður um ástandið i heiminum.
Það er ekkert annaö en þaö aö
þau eru svo fróö um vigbúnaö
stórveldanna og striös-
hugsunarhátt valdhafa aö ég fer
að ókyrrast i stólnum og fann aö
slikt hiö sama geröi hin sam-
býliskona min. Pilturinn segist
hafa þaö eftir áreiöanlegum
heimildum, ef Reagan veröi
kosinn forseti i Bandarikjunum,
aö þá þýöi þaö kjarnorkustriö —
hann svifist sko einskis maöur-
inn sá. Sannanir koma i
hrönnum úr vitforöabúri
þessara skötuhjúa, og mér er
fariö aö flökra yfir sauma-
skapnum, Kannske gerist eitt-
hvaö 1984 eins og svo oft hefur
veriö spáð. En þaö eru ekki
nema þrjú ár þangaö til.
Ég horfi örvæntingarfull á
eldrauðum karfa sem Reagan
og hans háttvirtu kjósendur
eiga eftir að leggja sér til
munns. Ég hef ekki þoraö ennþá
aö stinga eitri i fiskinn i þeirri
von aö Reagan eigi eftir aö
boröa þaö sem ég framleiöi,
enda ekki nægilega vel aö mér i
eiturfræöum.
Og nú er búiö aö semja, loks-
ins, loksins og kaupiö mitt vist
hækkaö um tæpar 200 kr. á tim-
ann. Vá, vá. Ég vona bara aö
oststykkiö sem ég miöaöi tlma-
kaupiö mitt viö hafi ekki
hækkaö annaö eins. Er á meöan
er. En umræðurnar yfir slátrinu
kvöldiö góöa hafa haft þau áhrif
aö ég hef engar áhyggjur þó
kaupið mitt dugi ekki til aö
kaupa þetta eöa hitt, þvi aö til
hvers erað safna aö sér hlutum,
sökkva sér t.d. I skuldir fyrir
húsi ef þetta ferst allt um leið og
viö? Mér finnst lifsspeki Grikkj-
ans Zorba henta mér vel þessa
stundina — hann lifir eins og
hver minúta sé sú sföasta.
Svo var þaö um siöustu helgi
aö þessi meövitaða sambýlis-
kona min fór suöur á ráöstefnu
til aö fræöast enn meir um þessi
mál. Ekki var það mjög hug-
hreystandi sem hún heyröi þar.
Taliö er öruggt aö herstööin hér
á landi sé mjög vel búin tækja-
búnaöi og þvi einn mikilvægasti
hlekkur Nató — þar skiptir hin
margrómaöa lega landsins engu
máli—. Þaö eru þessar þotur
sem geta boriö kjarnorkuvopn,
hlustunardufl tengd viö tölvu-
banka i Norfolk, djúpsprengju-
belti, gervihnattakerfi og ég
veit ekki hver ósköpin öll sem
þessum mönnum dettur i hug að
framleiöa til aö vigbúast.
Ja, það er sko ekki bara aö
segja þaö aö ganga úr Nató,
börnin góö. Þeir munu sko sýna
okkur allar klær og leggja efna-
hagskerfi okkar i rúst áöur en
þeir sleppa okkur úr heljar-
greipum sinum. Þeir eru
kannske löngufarnir aö lifa eins
og Grikkinn Zorba, forkólfar
Nató hér á landi, sem hafa þá
hugsun aö njóta skuli lifsins á
meöan þaö er og deyja svo ef I
þaö færi — deyja saman meö
sæmd i frjálsu ofgnóttasam-
félagi, njóta vellystinga á
meöan jöröin ekki sekkur.
Ja, hérna. Svo lá ég upp i rúmi
aö slappa af og lita i blööin, eitt
kvöldiö i vikunni, rétt á meöan
Tommi og Jenni sýndu ofbeldis-
listir sinar á fullu fyrir lands-
menn; byrjar þá ekki lestur
ljóöa Guömundar Böövarssonar
á kvöldvöku i útvarpinu. Ég
hlustaöi meö athygli. Lesin voru
friðar- og ættjaröarkvæöi hins
mikla snillings m.a. Fylgd,
Völuvisa og eitt mikið friöar-
prédikunarljóö. A meöan her-
taka Tommi og Jenni alla lands-
menn; kannski hlustar fólkiö á
elliheimilinu á kvöldvökuna, en
hvað þýöir að elska landiö og
vilja friö? Ekki förum viö úr
Nató eöa losnum viö stööina viö
þaö.
Ég held aö ég hafi bara sofnað
fljótlega og dreymdi aö ég væri
i fangelsi i Bandarikjunum
ásamt fjölda vina minna. Viö
vorum öll sett inn út af engu.
Svo átti að setja okkur I
rafmagnsstólinn og ég
brjálaöist og réöist á varömann
og vaknaði viö þaö aö hann
stakk mig með hnif i hjartaö.
tsafiröi, 31.okt.
son minn 2 ára sem ólmast i
kringum mig og syni vinkvenna
minna, 4 og 8 ára. Mamma mia.
Getur helvitiö hann Reagan
komiö i veg fyrir aö þeir veröi
einhvern tima aö mönnum?
og fávisku aö hafa ekki vitaö
þetta fyrr.
,,Og þiö látiö bara eins og
ekkert sé, er ykkur alveg sama
þótt þessir hálfvitar hafi lif
okkar svona I hendi sér?” Nei,
Til hvers erum viö aö basla
viö aö safna i þessa helvitis
frystkistu? Ég fór aö gerast
hávær og stillti vitringunum upp
viö vegg. „Eruö þi virkilega aö
aö meina þetta, fiflin ykkar?
Veröum viö kannske öll dauð
eftir nokkur ár?” Þau ypptu
öxlum og sögöu „eftirvill”, hálf
hissa á þessum æsingi minum
þeim var þaö ekki — en tóku
þessu öllu meö hinni mestu ró,
sulluöu áfram i blóöi saklauss
sauöfjár og tróöu út vélindu i
mestu makindum.
Ég liföi nú af kvöldið og hef
nokkurn veginn tekiö upp fyrri
ró. A hverjum degi stend ég og
sker úr slepjulegum þorski eöa
Árni Bergmann skrifar
Hve hættulegur er Reagan?
Þegar skrifaö er um kosn-
ingasigur Ronalds Reagans er
þess oft getiö, aö drjúgan þátt I
þvi aö fleyta honum inn i Hvita
húsiö, hafi átt útbreidd óánægja
meö aö Bandarikin hafi sett
ofan, aö veldi þeirra sé ekki hiö
sama og áöur, aö jafnvel meöal-
stór eöa þaöan af smærri riki
geti sett þeim stólinn fyrir
dyrnar i ýmsum greinum.
Hnignun risanna
Nú er þaö ekki nema rétt, aö
veldi Bandarikjanna er ekki þaö
sama og áöur. Þvl er þá oft
haldiö fram, aö þau hafi fariö
halloka fyrir Sovétrlkjunum
fyrst og fremst. Sú söguskoöun
er hæpin. Einnig Sovétrikin
hafa oröiö fyrir verulegum
skakkaföllum undanfarin ár og
áratugi; þau hafa bæöi misst
öfluga bandamenn (Kina), átt
viö mikinn innanlandsvanda aö
striöa (landbúnaöarmálin), og
orðiö fyrir meiriháttar áföllum i
samskiptum sinum viö sum
helstu riki þriöja heimsins, sem
um tima voru þeim hliöholl
(Indónesia, Egyptaland). Auk
þess hafa pólitisk áhrif þeirra
rýrnaö meöal vinstrisinna á
Vesturlöndum, svo mjög aö þau
eru ekki nema svipur hjá sjón.
Bandarikin þekkja og allar
greinar hlibstæöra hrakfalla af
eigin raun. Sannleikurinn er sá,
aö risaveldin tvö réöu um tima
öilu þvi sem máli skipti i
alþjóöamálum, hvort sem litiö
væri til hernaöar eöa viðskipta.
Efling Kina og Japans, þróun
orkumála, hrun nýlendu-
kerfisins og margt fleira — allt
þetta hefur dregiö úr hinni
algjöru forystu risanna og fjölg-
aö þeim uppákomum sem þau
ekki fá viö ráöiö. Tiðindi I Iran
og Afganistan, striðið fyrir botni
Persaflóa nú eru nýleg dæmi,og
listann mætti lengi lengja.
Remba og óskhyggja
En skýringar af þessu tagi
veröa léttvægar, ef þaö veröur
almenningsálit I Bandarikj-
unum, aö gislamál i Teheran og
önnur skakkaföll séu fyrst og
fremst aö kenna linkind og svo
slóttugum samsærum and-
stæöinga og þær niöurstöður
dregnar af öllu saman, að eina
leiöin til aö rétta hlut voldugs
rikis sé aö vigbúast sem mest og
tala digurbarkalega. En þaö er
einmitt þetta tvennt sem Ronald
Reagan sýnist helst vilja gera.
Og hann á þar samleiö meö
drjúgum hluta hinnar fjöl-
mennu bandarisku millistéttar,
sem viö aöstæöur hnignunar og
kreppu fetar aö ýmsu leyti i fót-
spor hliöstæðra hópa I öörum
löndum og á öörum timum:
magnar sig upp I fordómum og
þjóörembu, hleypur á eftir þeim
sem fegurst galar og mest
skekur krepptan hnefa valdboðs
og hervalds. Þessari afstööu
fylgir og tilhneiging til veru-
leikaflótta og óskhyggju á
ýmsum sviöum.
Dæmi um þann veruleika-
flótta, sem sjálfsagt hefur átt
sinn þátt i vinsældum Reagans
er sú afstaöa hans aö viður-
kenna ekki orkukreppuna aö þvi
er Bandarikin varðar og láta sér
fátt finnastum umhverfisvernd.
Hægrisveifla
Þaö er mjög deilt um þaö
hvernig Reagan reynist þegar á
hólminn kemur. Sigur hans er
hægrisveifla, er allvföa sagt, en
þegar til kastanna kemur mun
hann stjórnast af þeirri nauösyn
aö þurfa aö samræma ólika
hagsmuni. Aörir eru miklu
svartsýnni. Þaö er m.a. bent á,
aö i kosningabaráttunni hafi
látiö allmikiö aö sér kveöa sam-
tök erkiihaldsmanna ýmis-
konar, sem hafi tekist meö svi-
virðilegum rógsherferöum aö
fella frá endurkjöri til þings
ýmsa atkvæöamenn Demó-
krata, sem teljast frjálslyndir,
Með ýmsum óþokkabrögöum,
sem minna á Watergateaöferðir
Nixons, hefur veriö fækkaö á
þingi talsmönnum mildrar
félagshyggju og samningaviö-
leitni i utanrikismálum. En að
sama skapi fjölgaö þeim, sem
liklegir eru til aö hundsa sem
mest vanda fátækrahverfa
heimafyrir og tala sem digur-
barkalegast á alþjóölegum vett-
vangi meö vopnaskaki máli sinu
til staðfestu.
Takmarkað
atómstríð
Meöal þessara afla ber aö
sögn töluvert á þeim sem hafa
tilhneigingu til aö draga úr
likamlegu mannfalli I Banda-
rikjunum i atómstriöi og mikla
fyrir sérmöguleika á aö unnt sé
aðsigra i „takmarkaðri” atóm-
styrjöld. Hér er um þann póli-
tiskan straum að ræöa, sem
einna iskyggilegastur er öllum
heimi. Og þvi miður er hér ekki
um neina einkaeign harölinu-
hervaldsmanna aö ræöa.
í ágúst leið bárust þær
fregnir, aö Carter, fráfarandi
forseti, heföi samþykkt lang-
timaáætlun sem á aö gera
Ritstjórnargrein
Bandarikjunum mögulegt aö
berjast meö góðum árangri I
svonefndri takmarkaöri atóm-
styrjöld — m.ö.o. I styrjöld þar
sem atómvopnum er beitt, en
ekki beinlinis stefnt aö þvi
snemma I átökunum aö tortima
andstæöingnum meö öllu.
Til skamms tima geröu her-
fræðingar ráö fyrir þvi, aö ef til
kjarnorkuárásar kæmi, mundi
henni svaraö meö allsherjar-
árás á andstæðinginn — þær
vixlverkanir voru ne{ndar þvi
hlálega nafni MAD (gejggjaður)
sem er skammstöfun fyrir
„fullvissu um gagnkvæma tor-
timingu”! Nú hafa atómvopn
gerst fjölbreyttari, og flutnings-
búnaöur þeirra nákvæmari og
þvi er nú talið nauðsyn að mðta
herstjórnarlist, sem gerir ráö
fyrir aö ekki sé aðeins um þaö
tvennt að ræöa: aö spara atóm-
vopn alveg eöa tortima and-
stæöingnum alveg — heldur er I
vaxandi mæli fariö aö gera ráö
fyrir takmarkaöri beitingu
þeirra vopna. Margir hafa
varað viö þvi aö slikar hug-
myndir séu hættuleg firra: aö
hér sé veriö smám saman aö
lækkaþann múr, sem hingaö til
hefur haldiö aftur af þeim
striöshaukum risaveldanna,
sem helst gætu freistast til að
gripa til gjöreyðingarvopna. Sú
hægrisveifla sem Reagan fylgir,
meö tilheyrandi óskhyggju um
aö hægt sé aö knúsa hvaöa and-
stæöing sem er bara ef atóm-
vopn eru nógu mörg og fjöl-
breytt, mun að likindum halda
áfram aö tæta niður þá fyrir-
vara sem menn hafa reynt aö
viröa aö þvi er varðar gjör-
eyöingarvopn. Þar meö væri
allur heimur kominn inn i
djöfullegan vitahring, sem erfitt
yröi aö brjótast út úr.
AB.