Þjóðviljinn - 08.11.1980, Page 15

Þjóðviljinn - 08.11.1980, Page 15
Blaðaö í sjálfsœvisögu Helgin 8.-9. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 RONALDS REAGANS Hver er eiginlega þessi Ronald Wilson Reagan sem var kjörinn forseti Bandarikjanna með miklum yfirburðum s.l. þriðjudag? Svarið er til- tölulega auðvelt. Á 7. áratugnum skrifaði hann sjálfsævisögu sem nefndist: „Where’s the rest of me?” eða Hvar er afgangurinn af mér? Þessi saga er mjög merkileg heimild, svo að ekki sé meira sagt. B\ Þroskaþjálfaskóli _ íslands Heldur námskeið til endurmenntunar fyrir þroskaþjálfa á timabilinu febrúar - mai 1981. Væntanlegir þátttakendur skrái sig fyrir 1. des. n.k. i skrifstofu skólans, simi 43541, eða á þriðjudögum kl. 17-19 i skrifstofu Félags þroskaþjálfa, Grettisgötu 89, simi 29678. Skólastjóri Reagan forsetaefni er af fátæku fólki kominn sem búsett var i Illi- nois. Sem ungur maður var hann óráðinn i hvað hann ætlaði að leggja fyrir sig en hafði áhuga á iþróttum og komst að sem iþróttafréttaritari i útvarpi. Arið 1937, þegar Regan var 26 ára gamall, var hann staddur i S-Kaliforniu til að gera útvarps- þátt um æfingar knattspyrnuliðs. Var hann þá uppgötvaður af framkvæmdastjóra frá Holly- wood sem hringdi þegar i stað til eins af leikstjórum Warnerskvik- myndafélaganna og sagði: „Ég er hérna með nýjan Robert Taylor á skrifstofunni”. Svo byrjaði ferill Ronalds Reagan sem kvikmyndaleikari sem að visu varð aldrei mjög glæstur. 1 flestum kvikmyndum sem hann lék i var hann náunginn sem fékk kvenfólkið að lokum. Sumar þessara kvikmynda voru þokkalega góðar en flestar voru 2. og 3. flokks. Ahorfendum likaði vel við hann en Reagan varð fyrst „stjarna” með tveimur kvikmyndum sem hannlék i á 5. áratugnum. önnur þeirra hét King’s Row og þar sagði hann einmitt setninguna sem hann notaöi siðan sem titil á sjálfsævisögu slna. Það atvikaöist þannig að hinn ungi Drake McHugh (Reagan) slasast i járnbrautarslysi og var fluttur meðvitundarlaus til næsta læknis sem reyndist vera sadisti sem kvelur dóttur sina. Þegar McHugh kemst til meðvitundar leist honum vel á dótturina og læknirinn varð æfur. Þó að sár McHughs væru ekki mjög alvarleg aflimaði læknirinn báða fætur hans. Hápunktur myndarinnar er þegar McHugh vaknaraftur til meðvitundar eftir aðgerðina, liturá niðurfalliö lakið til fóta og hrópar: „Where’s the rest of me?”: Hvar er afgangur- inn af mér? Kannski var þessi setning táknræn fyrir Reagan vegna þess að innst inni vissi hann aö leikaraferill hans var aldrei nema hálfheppnaður. A striðsárunum var Reagan hermaður i riddaraliðinu vegna ástar sinnar á hestum. Þegar hannkom aftur til Hollywood árið 1946 fann hann hinn helminginn af sér í stjórnmálunum. Fyrst tók hann virkan þátt i herferö hins ill- ræmda McCarthy gegn „kommúnistasamsærinu” og siðan gekk hann til liðs við vinstri arm Demókrataflokksins. Um miðjan 6. áratuginn réö hann sig til aö leika i sjónvarps- auglýsingum fyrir General Motors og voru þá árslaun hans 156 þúsund dalir. 1 þessum aug- lýsingum dásamaði Reagan blessun einkaframtaksins og Kaliforniu sem frægt er og ekki þarf að tiunda hér. En Ronald Reagan er aðeins toppur á isjaka. Það sem er undir sjávarmáli er mikilvægast. Árið 1966 varö stuðningsmönnum hans á i messunni. Þeir birtu auglýs- ingu frá vinum Ronalds Reagnas i Los Angeles og þar með var komin sönnun fyrir þvi hverjir þeir voru. Þarna voru saman- komnir 25 menn úr rööum aftur- haldssinnuðustu afla Bandarikj- anna. Má þar nefna Virtue, for- sprakka i hinum andgyðinglegu samtökum Christian Nationalist Crusade og fjármáiastjóra Ku Klux Klan-leiðtogans Wesley Swift. Einnig dr. Fred Schwarz i Christian Anticommunist Crusade og Patrick Frowley, for- ingja félagsskaparins Sehick Safety Razor Corporation sem stendur að baki ýmsum hægri - öfgahópum. Þarná var einnig hinn alræmdi oliuauðkýfingur Henry Salvatori sem er forseti Anticommunist Voters League. Og 4. júll 1966 söfnuðust saman um 300 leiötogar ýmissa hægri- öfgaafla i Kansas City. Kenneth Goff, foringi hins nýnasistiska félags Hermanna krossins, sagði á blaðamannafundi að þeir sem væru frá Kaliforniu á þessum fundi ætluðu að sameinast i stuðningi við Ronald Reagan. En þetta er liklega allt löngu liöin tið og timarnir breytast. Eöa hvaö? (Byggt á ETC Hollywoodleikarinn Ronald Reagan I fyrstu kvikmynd slnni árift 1937. Hún hét Love is On the Air. sagði raupsögur frá Hollywood (fólkið vildi vita hvernig slags- málasenur voru útbúnar og hvað kvikmyndaleikarar gera á laugardagskvöldum). „Það sem fólki fannst samt mest spennandi að vita voru tilraunir kommún- ista til að yfirtaka kvikmyndaiön- aðinn”, segir Reagan i sjálfsævi- sögu sinni. Reagan gerði kvikmyndir fyrir Church League of America þar sem ráðist var á félagsmálapóli- tik rikisins (þessi félagsskapur hafði spjaldskrá yfir 850.000 ein- staklinga og félög sem grunuð voruum „niðurrifsstarfsémi”). Einnig var hann ráðgjafi fyrir Young Americans for Freedom sem voru öfgasinnar yst á hægra kanti. Og hann kom fram sem einn af aðalstjörnum Kristinna krossfara gegn kommúnisma (Christian Anticommunist Crusades). Arið 1962 gekk Reagan fyrst i Repúblikanaflokk- inn og var þá kosningastjóri fyrir Lloyd Wright sem heimtaði „varnarstrið” gegn Sovétrikj- unum. („If we have to blow up Moscow, that’s too bad”.) Siðar studdi hann forsetafram- bjóöandann Goldwater i kosning- unum 1964, en hann vildi beita kjarnorkuvopnum i Vietnam. Éftir þetta var leið hans greið og hann var kjörinn rikisstjöri i sjáið nýja okkar HEIMILISINNRÉTTINC Eldhús - Baðinnréttingar - Fataskápar Úrval innréttinga í rúmgóðum sýningarsal, þar sem gefst gott tækifæri til að skoða þær. Vöndúð islensk framleiðsla í öllum verðflokkum Ráðgjafaþjónusta á staðnum. Gefum þér tillögu að gæða eldhúsi, með þínum séróskum og verðtilboð að auki. IJUKKUHÚSID HEIMILISIN.NRÉTTINGAR Smiöiuveai 44. 200 Kópavogi, símr 71100 Sendum litprentaOan bækling. — „Hvar er afgangurinn af mér”?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.