Þjóðviljinn - 08.11.1980, Side 21
Helgin 8.-9! növember 1980 ÞJÓÐVILÍINN — StbÁ 21
Minning:
Guðmundur
Sigurðsson
verkamaður Seyðisfirði
Fæddur 16. mars 1916 — Dáinn 2. nóv. 1980
Sjaldan hefur helfregn snortiö
mig jafnilla og þegar ég vissi, aö
minn ágæti vinur og félagi, Guö-
mundur Sigurösson, á Seyöisfiröi,
væri allur, svo langt um aldur
fram.
Þaö voru aöeins fáir dagar frá
þvi aö þessi glaöbeitti og sivökuli
baráttumaöur hringdi til min,
sumpart til aö leita frétta, sum-
part til aö segja sitt hispurslausa
álit á því sem var aö gerast i þjóö-
málunum.
Margir góöir félagar hafa viö
mig samband og leggja mér góö
ráö, enginn geröi þaö svo oft sem
Guömundur, né var eins hollráö-
ur, einlægur og hreinskilinn og
hann.
Djúpur söknuöur um dreng
góöan grlpur hugann og góöar
minningar þyrpast á örskots-
stund fram i hugann.
Ég kynntist Guömundi ekki
fyrr en ég var kominn á þing, en
öll voru þau kynni af honum og
heimili hans hin bestu.
Þar var ævinlega tekiö á móti
mér opnum örmum og ekkert til
sparaö aö gera viödvölina sem
ánægjulegasta.
Hjatahlýjan og einlægnin voru
þar öllu ööru framar, þessir kost-
ir fólust I handtaki hans og viö-
móti öllu og baráttuviljinn og
hugsjónaeldurinn leyndu sér
hvergi og geröu Guömund mér
ógleymanlegan sem þann félaga
og liösmann, sem allir vildu kjósa
sér aö eiga.
Guömundur vargreindur vel og
fylgdist vel meö öllum hræring-
um á sviöi verkalýös- og þjóö-
mála, hann myndaöi sér eigin
skoöanir og fór i engu dult meö,
en frá meginlifsskoöun sinni
hvikaöi hann aidrei.
Tungumenn hafa löngum veriö
manna róttækastir á Héraöi og
þaö á orsakir sem vert væri aö
rita um sérstaklega. Guömundur
var þar lýsandi dæmi um þaö lifs-
viöhorf sem er aöalsmerki sannra
sósialista, samhjálp umfram allt
i viöustu merkingu þess orös. Hér
skulu rakin helstu atriöin úr lifs-
ferli mins kæra vinar.
Fæddur var hann aö Brekku i
Hróarstungu 16. mars 1916.
Foreldrar hans voru þau hjónin
Þóra Þórarinsdóttir og Siguröur
Guömundsson, bóndi þar. Guö-
mundur var elstur fjögurra
bræöra. 9ára gamall missti hann
fööur sinn. Siöar giftist móöir
hans Þóri Elissyni og eignuöust
þau tvö börn.
Meö Guömundi og stjúpfööur
hans myndaöist mjög einiæg vin-
átta og gagnkvæmur trúnaöur, en
Þörir er enn á lifi I hárri eili. Guö-
mundur ólst upp heima á Brekku,
en 16 ára fer hann I vinnu-
mennsku aö Hallfreöarstööum og
siöan er hann á ýmsum bæjum I
Jökulsárhliö, þar til hann hefur
búskap þar i Eyjaseli 1944.
1945 flyst hann aö Brekku og
hefur þar búskap, en 1946 veröa
hin miklu þáttaskil I lifi Guö-
mundar er hann gengur aö eiga
eftirlifandi konu sina Pálinu
Jónsdóttur frá Mýri I Alftafiröi
viö Djúp, vestra. Þar sem Pálina
er, fer einstök mannkostakona,
stálgreind og hörkudugleg. Þau
hjónin eignuöust 6 syni, efnis-
menn i hvivetna, svo sem þeir
eiga kyn til.
Þeir eru: Siguröur, búsettur i
Reykjavik, kona hans er Elisabet
Magnúsdóttir. Jón á Seyöisfiröi,
ókvæntur, Þórbergur Austri
búsettur i Nýja-Sjálandi, kona
hans er Pamel Innes, Hermann
Vestri búsettur á Seyöisfiröi,
kona hans er Guörún Þ. Elfars-
dóttir, og EinarHólm og Sigurjón
Þórir heima á Seyöisfiröi.
Þau hjónin fluttust aö Kirkjubæ
i Tungu 1947 og bjuggu þar til árs-
ins 1952 ásamt Siguröi, bróöur
Guömundar. I Húsey bjuggu þau
hjón eitt ár en 1953 flytja þau i
Vifilsnes og þar búa þau allt til
ársins 1964, aö þau flytja til
Seyöisfjaröar og bjuggu þar siö-
an. Meö þeim i Vifilsnesi bjó og
Siguröur bróöir Guömundar, en
hann lést 1962.
A Seyöisfiröi stundaöi
Guömundur alla venjulega dag-
launavinnu, m.a. i sildinni, viö
hafnargerö o.fl..Siöar varö hann
starfsmaöur i vélsmiöju Stefáns
Jóhannssonar og vann þar til
dauöadags.
Hann var mikill starfsmaöur
og vei verki farinn.
Búskapur var honum ævinlega
hugleikinn, þó 16 siöustu árin
byggi hann á Seyöisfiröi.
Hannfóri göngur i Tungunni ár
hvert og alkunna var yndi hans af
hestum.
Ævinlega fann maöur, hve
sveitin hans átti sterkar taugar i
honum og þar mun hann til mold-
ar borinn.
Guömundur var sannur sósial-
isti, og hvar sem þörf var á, þar
haslaöi hann sér völl.
Hann var i forystusveit verka-
lýösins á Seyöisfiröi, i stjórn
Verkalýösfélagsins Fram i ára-
tug og fulltrúi þess á þingum
Alþýöusambands Islands.
Hann fór eigin leiöir, en missti
aldrei sjónar á markmiöum og
var óhvikull þegar á reyndi og
hlaut traust og fylgi félaga sinna
að launum.
Hann var sem aö likum lætur
ótrauöur liösmaöur Alþýöu-
bandalagsins, sivakandi félagi
svo af bar.
Alþýöubandalagiö á Austur-
landi þakkar honum ágæt störf og
órofatryggö.
Aö leiöarlokum er mér einlæg
þökkin efst i hug.
Meö eftirsjá sé ég á bak minum
góöa vini, en minningin lifir um
ótal góöar stundir, ekki sist á
stundum átaka og baráttu.
Þá var gott aö eiga liösmann
svo þrunginn bjartsýni og baráttu
gleöi, sósialismi hans byggöist
ekki á frösum fræöikenninga,
heldur var hann sem inngróinn
réttlætisvitund hans og sam-
kennd.
Hvar sem liös var þörf á tor-
sóttri leiö var Guömundur ætiö
reiöubúinn til sóknar og varnar
fyrir háa hugsjón.
Þvi minnumst við hans i dag
fy.rir dygga hollustu viö sam-
eiginlegan málstað, þar sem boö-
skapur bræöralagsins var ætiö of-
ar ööru.
En persónulega er mér ljúft og
skylt aö þakka fölskvalausa
vináttu og vinsemd margra ára.
Kæra Pálina! Þér og ykkur öll-
um biö ég allrar blessunar i bitr-
um harmi, sem ég veit þó, að ljúf-
ar minningar muni létta og sefa.
Seyöisfjöröur er ekki samur i
vitund minni, nú, þegar engan
Guömund Sigurösson er þar leng-
ur aö fmna til halds og trausts á
oft viösjálli tiö.
Meö söknuði kveö ég minn kæra
vin og félaga og veit aö þar sem
hann fer um ódáinsvlddir s.s.
hann sjálfur trúði, þar mun
áfram veröa bjart og hlýtt um-
hverfis þennan góöa dreng.
Blessuö sé hans mæta minning.
HelgiSeljan.
Kveðja frá Alþýðu-
bandalagsfélaginu
á Seyðisfirði.
Mánudaginn 3. nóvember mun
flesta Seyðfirðinga hafa sett
hjóöa er andlát Guðmundar
Sigurössonar kvöldiö áöur
spuröist um bæinn. Ennþá vorum
við óvægilega minnt á sannleik-
ann i oröum skáldsins,
,,svo örstutt er bilið milli
bliðu og éls
aö brugðist getur lánið frá
morgni til kvelds.”
Samborgari og samstarfs-
maöur á góöum aldri og i fullu
starfi haföi skyndilega fallið i val-
inn. Þá drúpa allir höföi I litlu
samfélagi. Guömundur var góöur
félagsmálamaður og ávann sér
fullt traust samverkamanna
sinna. Siöasta verk hans fáum
stundum fyrir skapadægur var aö
skila trúnaöarstarfi sem hann
hafbi gegnt um árabil viö góöan
eröstir i Verkamannafélaginú
Fram i hendar eftirmaani sinum.
Traustur fylgis- og taismaöur
Alfeýöubandaiageins var hann
aMa tiö og sparaöi hverki krafta
mt fyrirhöfn i þégu néiefna þeas.
AHar öfgar Úgu hwMm fjarri.
Stkcf hans eg ú«f*a kaiadiet aö
þvi aö leggja M á vagarekálma
til þróunar réttlátara og betra
►jóöfélags.
Vandfyllt skarö hcfur nú veriö
höggviö I raöir akkar. Viö þökk-
um samfylgdina og vottum eigin-
konu og sonum innilega samúö
okkar.
Fjölbrautarskólinn á Akranesi óskar að ráða kennara i viðskiptagreinum frá og með 1. janúar 1981. Upplýsingar veita Inga Jóna Þórðardóttir deildarstjóri og skrifstofa skólans simi: 93-2544. Skóiameistari.
Sýning Iðnaðar- mannafélagsinsi í Reykjavfk á munum úr tré i tiMhi „árs trésias ItM” verður opnuð i dag kugaráng kl. If I Hé« iðnaðarins Hallveigarstig 1. Verður sýningin opin daglega kl. 14—21 og um helgar kl. 14—22. Framkvæmdanefndin.
Rannsóknaráð
ríkisins
Verkfræðingur — raunvísindamaður
Rannsóknaráð rikisins leitar eftir verk-
fræði- eða raunvisindamenntuðum manni
til staría, m.a. að gerð langtimaáætlunar
um þróun rannsóknastarfsemi i þágu at-
vinnuveganna. Æskileg grundvallar-
menntun á sviði verkfræði og raunvisinda
og ennfremur á sviði rekstrarhagfræði og
stjórnunar. Góð ritfærni og hæfileiki til
samvinnu mikilvægir kostir.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og starfsreynslu berist skrifstofu
Rannsóknaráðs rikisins fyrir 20. nóvem-
ber nk.
V erkakvennaf élagið
Framtíðin
Hafnarfirði
Tillögur stjórnar og trúnaðarmannaráðs
félagsins um stjórn og aðrar trúnaðar-
stöður fyrir árið 1980 liggja frammi á
skrifstofu félagsins Strandgötu 11 frá og
með mánudeginum 10. nóv. til miðviku-
dagsins 12. nov. kl. 17. öðrum tillögum ber
aðskilafyrirkl. 17 miðvikudaginn 12. nóv.
og er þá framboðsfrestur útrunninn.
Tillögum þarf að fylgja meðmæli 20 full-
gildra félaga.
Verkakvennafélagið Framtiðin.
• .> A,
y
£
I . AJltD
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
LANDSPÍTXLINN
AÐSTOÐ ARLÆKNIR óskast i 6
mánuði á taugalækningadeild frá 1.
desember n.k. Umsóknir er greini ald-
ur, menntun og fyrri störf sendist
Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 24.
nóvember n.k. Upplýsingar gefur yfir-
læknir deildarinnar i sima 29000.
IIJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast til
starfa á lyflækningadeild spitalans.
SJÚKRALIÐAR óskast til starfa á
ýmsar deildir spitalans.
Upplýsingar um þessi störf veitir
hjúkrunarforstjóri i sima 29000.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast
strax eða eftir samkomulagi á
Geðdeild Landspitalans. Upplýsingar
veitir h júkrunarf orst jóri
Kleppsspitalans i sima 38160.
KÓPAVOGSHÆU
►ROSKAÞJALFAR og SJÚKRALIÐAR
óskast við Kópavogshælifi gem fyrst.
Barnaheimili á stafinum. Upplýsingar
gefur forstöðumaður i sima 41500.
Reykjavlk, 9. nóvember 1986
Skrifstofa rikisspitalanna,
Eiriksgötu 5, simi 29000.