Þjóðviljinn - 08.11.1980, Side 25

Þjóðviljinn - 08.11.1980, Side 25
tv Helgin 8.-9. nóvember 1980 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 25 . visna- mál % Umsjón: Adolf J. Petersen Hopa vindar, hýrnar brún Vindurinn, þessi ógnvaldur láös og lagar, hefur haft veruleg áhrif á hugi manna i annarri mynd en þeirri sem áöur er get- iö. Menn hafa haft hann sem dæmigeröa mynd fyrir hugsun sinni; af þvl hafa svo mótast ýmis orötök er hafa oröiö dagleg viömiöun i málinu, t.d. er sagt um montinn mann aö þaö sé bara vindur I honum, eöa hann er mikill á lofti sem er I sömu merkingu, eöa þetta fór allt út i vindinn hjá honum; er þá átt viö aö verkefni eöa málefni sem hann var aö fást viö varö ekki aö neinu. Prestur nokkur sagöi i stólræöu; „Vindurinn gengur til suöurs og snýr sér svo til norö- urs, austur og vestur, hann snýr sér og snýr og ef hann hættir þvi nokkurntima þá fer hann bara aö snúast eitthvaö á ný.” Þaö mætti halda aö séra Einar Friögeirsson á Borg hafi vor- kennt vindinum aö þurfa aö þjóta svona yfir höf og lönd, fá ekki neina hvfld og ekkert skjól. Einar kvaö um hve vindurinn á bágt: Vindurinn á voöa bágt, veröur aö þjóta um hauöur. Nyti hann skjóls af einhverri átt, óöar lægi hann dauöur. Þetta, sem hann þráir mest, þungbær örlög banna, annars kæmi eitruö pest og eyddi lifi manna. Þó aö hamri á húsvegginn og hljóöi sem ’ann getur, hleypir honum enginn inn. allra sist um vetur. Þannig fer hann út um allt, og ymur sárt aö vonum. Ei er kyn þótt andi kalt, fyrst enginn liknar honum. Sama er um margan mann, sem mæöu geymir huida, þegar enginn elskar hann andar hann frá sér kulda. Vindurinn á fleira en eitt nafn sem kunnugt er; fer þá eftir hraöa hans hvaö hann er nefnd- ur hverju sinni, eins og t.d. rok. Um vestanrok viö Breiöafjörö kvaö Ólina Andrésdóttir: Vestan áttar voöaél vekja reiöi sjóa. Risa þeir hátt viö himinhvel, halda inn Breiöaflóa. Veöra glymur ógnar önd, olli dauöans grandi. Nú er brim á Baröaströnd og bára á Rauöasandi. Unnur kalda, ógnar vald áttu aö gjalda og týna. Ritaö aldrei undanhald er á skjaldbreiö þina. Vindurinn heitir stundum kári; hann er ekki ætiö sem verstur, eiginlega dálitiö hrekkjöttur, hefur gaman af aö feykja höfuöfötum karlmanna og lyfta undir pilsin á kven- fólkinu og gætir þá kannski ekki ætiö velsæmisins; þó er Dýrólinu Jónsdóttur I Fagranesi á Reykjaströnd heldur vel til kára, hann sé bara dálitiö hressandi, og kvaö: Vaknar kári’ og varpar önd, vott er hár á bala. Kyssir bára stein viö strönd, strýkur táriö svala. Hopa vindar, hýrnar brún, hlær mót rindum sólin, örmum bindur heitum hún háan Tindastólinn. Aldrei harm né hugraun fann, hjartaö varma sefur. Kiettaarmi höröum hann hiiö aö barmi vefur. Asýnd mæra geislaglans gyllir skær og friöur. Rykiö þvær af hjálmi hans himinblærinn þýður. Himinblær segir Dýróllna. Blær er nafn á mjög hægum vindi sem kunnugt er. Þaö var Adam Þorgrimsson frá Nesi i Aöaldal sem kvaö þessa visu: Þolið blæinn þrýtur senn, þagnar ægis harpa. Geislar þægja grimu enn, gulli á sæinn varpa. Ýmis fleiri nöfn eru á vindin- um, sem forsætisráöherra vissi ekki hvaöan kæmi né hvert færi frekar en heimskreppan foröum daga. Stormurinn fer um hauö- ur og höf, og nú skulum viö storma á tískuna. ísleifur Gislason fyrr á Sauöárkróki, kallaöi sig stund- um vandræöaskáld, var mjög fundvis á hiö skoplega I lifs- flóöinu og lét þaö oft I ljós i hnittnum visum, kenningar sinar nefndi hann Eddu hina nýju, og má þaö sannarlega til sannsvegar færa. Hann kvaö um tiskuna eins og hún geröist um og eftir aldamótin siöustu. Eddu hans er engum ofraun aö skilja og hér koma nokkrar tiskuvisur hans meö ástarivafi: Manséttsver gaf mjópils hliö mjög und lakkskófótinn, en hárkambstinda björkin bllö blikkaöi kjólstéls-njótinn. Astar-flfan fauk af staö fyr’ legghlifa-Njeröi. Bónoröshrifu ýtti’ hann aö undirlifa-Geröi. Kærleiksamboö upp hann tók, ástar-gambri hreyföi. en hárkamba-eyjan klók engin sambönd leyföi. Isleifur sá lika lifiö á götunni: Sé ég vappa á siökveldum, sist þótt happ aö veröi, á ástarpappa umbúöum ilja-tappa-Geröi. Labbar eftir lágfættur laus aö prettum hniginn, cigarettu-soghólkur sem hér fléttar stiginn. Rýmdi klókur vonavöll viöur smókings-spjara, þegar brókar-blúndu-þöll brosin tók aö spara. Og ævintýrin enda: Hlynur kvaröa kostarýr komst I skaröiö vona. En andiitsfaröa-eikin hýr aldrei varö hans kona. Einhver heföarmey á Sauöár- króki fór i kvennaskóla og dans- skóla um leiö. Um þaö kvaö Isleifur: i Menntun þráöi og meiri arö — mörg eru ráö aö henda —. Loksins þráöa-liljan varö lærö I báöa enda. Eitt sinn á sýslufundi Skag- firöinga sagöi einn sýslu- nefndarmaöur frá forinni I hestaréttinni á Sauöárkróki. ísleifur setti ræöuna i visu: 1 hrossaréttar forarflór fótbúnaöi ei treystum. Eg á „bússum” inn þar fór, en út á sokkaleistum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.