Þjóðviljinn - 05.12.1980, Side 15
Föstudagur 5. desember 1980 ÞJÓDVILJINN — StÐA 15
frá
Hringið í sima 81333 kl. 9-5 alla virka
daga, eða skrifið Þjóðviljanum,
lesendum
Úr sýningu Leikfélags Hornafjarðar á „Landkröbbuni”.
Góðir gestir
að austan
Heimsókn Leikfélags Hornafjarðar til
Kópavogs, föstudag 28. nóvember 1980
Það var góð hressing að
bregða sér á miðnætursýningu
suður i Kópavogsbió og sjá leik-
flokk austan frá Hornafirði,
rúmlega 20 manna lið (jafnt af
hvoru kyni) flytja söngleikinn
„Landkrabba” eftir Hilmar J.
Hauksson'liffræðing, undir leik-
stjórn Ingunnar Jensdóttur
ballettdansara, leikara og leik-
stjóra og er þetta þriðja leik-
stjórnarverkefni hennar þar á
staðnum.
Leikritið fjallar um viðleitni
starfsstúlkna i frystihúsi til að
halda rétti sinum og um baráttu
þeirra fyrir bættum aðbúnaði og
aðbúð á vinnustað.
Skemmtilegt var að sjá hvað
leikendur og búnaður þeirra féll
vel að þeim persónum og um-
hverfi sem hér var verið að
túlka, og greinilegt að flestir, ef
ekki allir, sem þarna komu
fram, eru vel að sér um aðal-
undirstöðuatvinnuveg þjóðar-
innar og hafa unnið störfin
eigin höndum.
Sviðsmynd og búningaval
Ingunnar gaf alveg réttu mynd-
ina að minum dómi. Sýningin
bar það öll með sér að hér hefði
verið vel og kunnáttusamlega
að verki staðið, gott dæmi um
það hverju góður þjálfari fær
áorkað, þótt leikendur hafi ekki
mikla þjálfun fyrir, hvergi
hlaupið frá hálfunnu verki. Eftfr
tektarvert var að heyra hvað
málhreimurinn var góður og
talið skýrt, án þess að vera of--
skýrt; eðlilegurtalmálshreimur,
laus við lestrarsón — sem sagt,
lifandi replik. Mikið hefur þetta
lið skærar og hreinar raddir,
hvort sem er i tali eða söng. Og
svo samtaka! Textinn skildist,
þótt sungið væri i kór.
Harmonikan undir söngvum og
sem tenging milli atriða stóð sig
vel.
Bestu þakkir fyrir að leggja á
ykkur ferðina. Ég hefði ekki
viljað missa af að sjá ykkur og
heyra. Haldið áfram, og látið
sjá ykkur aftur!
Karl Guðmundsson.
Skammimar
ekki svara
verðar
Sveinn Sigurðsson skrifar:
— Mikið hefur verið ritað og
rætt um gúanórokktexta i Þjóð-
viljanum og viðar að undan-
förnu. Komið hefur m.a. fram i
þeirri umræðu að ihaldið o.fl.
hafi skammast út i „Rokk gegn
her”. Segir Þorlákur Kristins-
son að vinstri pressan hafi ekki
reynt að bera i bætifláka vegna
þeirra skamma og harmar hann
það.
Þorláki og öðrum sem kunna
að vera á sömu skoðun vil ég
benda á að skammirnar út i
„Rokk gegn her” voru allar
þess eðlis að þær voru ekki
svaraverðar. Það hefði hreint út
sagt verið herstöðvaandstæö-
ingum til minnkunar að svara
þvi skitkasti sem kanadindlar
stunduðu i vonsku yfir vel
heppnaðri „Rokk gegn her”
hátið. Hins vegar gerði Þjóðvilj-
inn og önnur málgögn her-
stöðvaandstæðinga, til að
mynda Verkalýðsblaðið, „Rokk
gegn her” góð og itarleg skil.
Sömuleiðis frjálslyndari hluti
ihaldspressunnar, til að mynda
Visir og Dagblaðið.
Hvenær megum við búast við
annarri „Rokk gegn her” hátið?
Hvar er
mannkær-
leikurinn?
Hvar er mannkærleikurinn
nú? Getum við verið þekkt fyrir
að senda mann burt úr landi og
beint i fangelsi, sem kemur
hingað og leitar skjóls frá
morðum og byssukjöftum?
Litum okkur nær. Viljum við
senda syni okkar á vigvöllinn?
Leyfum Gervasoni dvöl hér,
og látum það vera jólagjöfina i
ár.
Ellen
Önnur hafmær
frá Laufeyju
Hér kemur önnur haf-
mær úr bunkanum sem
hún Laufey, 6 ára, sendi
okkur. Einsog þið munið
var mynd eftir hana í
Barnahorninu í gær.
Nýir um-
siónarmenn
óskast!
Nú er uppurið efnið
sem þær Ingunn og
Kristín komu með og nú
vantar Barnahornið nýja
umsjónarmenn. Notið nú
tímann um helgina,
krakkar, takið ykkur
saman tvö eða fleiri og
finnið sögur, skrítlur,
gátur osfrv. sem þið
haldið að aðrir krakkar
hafi lika gaman af.
Hringið eða komið í
Síðumúla 6. Síminn er
81333. Utanáskrif tin:
Þjóðviljinn (Barna-
hornið) Síöumúla 6
Reykjavík.
Barnahomið
Sidney Poitier i hlutverki sinu i myndinni „Bróöir Jóhannes".
Bróðir Jóhannes
Bróðir Jóhanncs (Brother
John) er föstudagsmynd sjón-
varpsins að þessu sinni. Hún
er bandarisk, gerð árið 1971.
Sidney Poitier, einn vin-
sælasti svarti leikarinn i
Bandarikjunum, leikur aðal-
hlutverkið. Hann hefur leikið i
mörgum góðum myndum, og
sumir segja að vinsældir hans
hafi átt sinn þátt i að draga úr
fórdómum margra hvitra
Bandarikjamanna gegn svert-
ingjum. Hann leikur oft „góða
Sjónvarp
kl. 23,05
gæjann” sem lendir saklaus i
klandri.
I myndinni i kvöld segir frá
Jóhannesi Kane, sem er hald-
inn þeirri áráttu að heimsækja
alltaf æskustöðvar sinar rétt
áður en einhver ættingi hans
gefur upp öndina.
—ih
Innan
stokks
og utan
• Útvarp
kl. 15,00
Sigurveig Jónsdóttir blaða-
maður annast þáttinn „Innan
stokks og utan” i útvarpinu i
dag.
— Aðalmálið að þessu sinni
er skrefamælingin sem fyrir-
hugað er að taka upp á næsta
ári hjá Landssimanum, —
sagði Sigurveig. — Jón Skúla-
son póst- og simamálastjóri
mun útskýra þessa breytingu
og svara spurningum þar að
lútandi. oe Gisli Jónsson
prófessor, sem er i stjórn
Neytendasamtakanna, mun
útskýra málið frá sjónarhorni
neytenda.
Sæmundur Guðvinsson
blaðamaður verður með pistil
i léttum dúr, sem íjallar um
tslendinginn sem neytanda.
Jón Skúlason póst- og sfma-
málastjóri útskýrir skrefa-
mælingarnar.
Þá verður viðtal við þrjá
húsmæðrakennara. Tvær
þeirra vinna i tilraunaeldhúsi
Mjólkursamsölunnar og ein
vinnur hjá Osta- og smjörsöl-
unni. Þær munu segja frá
ýmsum nýjungum i mjólkur-
afurðum.
Og loks verður svo viðtal við
Ásthildi Pétursdóttur hús-
móður um jólaundirbúninginn
á heimili hennar. Asthildur
undirbýr jólin með nokkuð
öðrum hætti en venjulega er
gert, hún býr t.d. til allar jóla-
gjafirnar sjálf, — sagði Sigur-
veig að lokum.
—ih
■ '
m*
j.
Lmsvif kanans á Vellinum verða m.a. til umræðu i Fréttaspegli I
kvöld.
Helguvíkurmálið
í fréttaspegli
Fréttaspegill er á dagskrá
sjónvarps I kvöld, og að venju
verður fjallað um mál af inn-
lendum og erlendum vettvangi.
öryggismálin hafa veriö til
umræðu i Evrópu að undan-
förnu, enda þykir ýmsum sem
ófriðlega horfi i heiminum um
þessar mundir. Þessar umræð-
ur verða reifaðar i þættinum.
Einnig verður fjallað um
ástandið i E1 Salvador, þar sem
borgarastrið er nú i algleym-
ingi.
Af innlendum vettvangi verða
tvö mál: hugsanlegt verkfall
bankamanna og þau áhrif sem
ý-C )s. Sjónvarp
O kl. 21.55
það kann að hafa á þjóölifið, og
Helguvikurmálið svonefnda.
Þar verður rætt um mengunar-
hættu frá oliumannvirkjum
bandariska hersins á Miðnes-
heiði og deilur um dvöl þessa
hers hér á landi.
Umsjónarmenn Fréttaspegils
að þessu sinni eru fréttamenn-
irnir Helgi E. Helgason og ög-
mundur Jónasson. —íh