Þjóðviljinn - 13.12.1980, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓ.ÐVILJINN Helgin 13. — 14, desember 1980
Af niöurfellingu á
vikuskammti
— Ertu með eitthvað að skrifa?
— Kannske. Ef ég fæ næði. Ég veit ekki...
— Geturðu ekki borið allan andskotann
saman?
— Eins og hvað?
— Ja, til dæmis hvað má og hvað ekki.
— Nú, ég veit það ekki — kannske.
— Taktu tildæmis Gervasoni.
— Heyrðu. I guðs almáttugs bænum...
— Ja, er það meira afbrot að brjóta lögin,
eins og Gervasoni gerði, helduren að brjóta
konu, eins og f ransmaðurinn, sem er í f ranska
hernum og vinnur í f ranska sendiráðinu hérna
gerði. Já,og hann slapp.
— Já, en það er nú eitt að brjóta konu og
annað að brjóta lögin.
— Er þá ekki lögbrot að brjóta konu? Er
bara allt í lagi að mölbrjóta konu og veifa svo
bara diplómatapassa, bara svona — sko, bara
beint framaní alla. Keyra bara á hana,
ábyggilega blindfullur; keyra hana í klessu og
keyra svo bara í burt, já já; bara eins og ekk-
ert sé. Það er auðvitað allt í lagi í þínum aug-
um?
— Allt í lagi, elskan mín.
— Já,er það ekki? — Allt i lagi, allt í lagi!
— Ég átti ekki við að það væri allt í lagi.
— Nú varstu ekki að segja að það væri allt í
lagi?
— Jú, jú, elskan mín, en áttu ekki eftir að
vaska upp?
— Á ég ef tir að vaska upp? Ég á ekkert ef tir
að vaska upp frekar en þú.
— Nei, nei, elskan mín. Þá á ég eftir að
vaska upp. Viltu bara....
— Gerðu svo vel. Uppvaskið er frammi.
— Góða hættu þessu pexi.
— Pexi? Ég var sko ekkert að pexa. Ég var
bara svo f egin að heyra að þú ætlaðir að vaska
upp.
— Ég ætla sko ekkert að vaska upp.
— Nei, þaðer nefnilega það. Það er ekki orð
að marka sem þú segir. Þú varst að sleppa
orðinu að þú ættir eftir að vaska upp, og nú
ætlarðu hreinlega ekkert að vaska upp.
— Viltu gera það fyrir mig að....
— Já. Viltu nef na eitthvað, sem ég á ekki að
gera fyrir þig.
— Þú étt ekki að skrifa fyrir mig.
— Skrifaðu um það að maður verður að
skipta um trú, ef maður er katólskur og ætlar
að fá lykkjuna; já, skrifaðu um það. Og að ef
þú ert útlendingur á íslandi, eða í ameríska
hernum, þá máttu drekka íslenskan bjór; og
svo hef ég nú aldrei skilið þessa búð þarna,
þessa Fríhöfn. Þar þarf að kaupa það sem
maður ætlar að koma með heim, þegar maður
fer úr landinu og svo er maður náttúrlega bú-
inn að týna því eða drekka það, þegar maður
kemur til baka. Og svo halda unglingarnir að
fullorðna fólkið megi gera hvað sem er.
— Heyrðu, eigum við ekki að fella talið?
— Nú það er bara svona. Bara farinn að tala
gullaldarmál. Áttu ekki ósköp einfaldlega við
að þú megir ekki vera að því að eyða þínum
dýrmæta tíma i að tala við mig? Nennir ekki
að eyða orðum á mig?
— Ég sagði það aldrei.
— Nú, sagðirðu ekki að við skyldum fella
tjaldið?
— Ég sagði að við ættum að fella talið.
— Ég skil þig ekki góði. Fella talið!
hah! hah!.... Maður fellir i prjónaskap. Maður
fellir af þegar maður er búinn með stykkið og
byrjar á öðru. Þá tekur maður einfaldlega
eina lykkju gegnum tvær út prjóninn þangað
til að ein er eftir, þá dregur maður spottann í
gegnum síðustu lykkjuna og gengur frá
endanum, með stoppunál. Þetta er að fella. En
að fella talið! Ég hef nú ekki heyrt það betra.
Viltu ekki fella tárið í leiðinni. Hah! hah!
— Heyrðu. Ég ætla að reyna að fara að
byrja á greininni.
— Já, góði byrjaðu á greininni. Fyrir alla
muni láttu mig ekki trufla þig. Annars var ég;
að lesa ágæta grein í Morgunblaðinu í gær.
Hún var um sambúð. Þar segir að þau hjón
sem ekki tala saman minnst sautján mínútur á
sólarhring séu óhamingjusöm í hjónabandinu.
— Eru þetta ekki að verða sautján mínútur?
— Nei! Bara brandari. Atvinnuhúmoristinn
bara á fullu gasi.
— Ég var ekkert að reyna að vera fyndinn.
— Nei, það er auðvitað þess vegna, sem
þetta var svona drepfyndið hjá þér. Ég held þú
ættir að skrifa um það, hvers vegna ekki má
vera í gallabuxum með saumnum utaná
þegar maður ætlar að fara út að skemmta sér.
Og nú þarf ég að fara í símann.
Góðan dag. Er þetta Þjóðviljinn?
Ég þarf að koma boðum — já, því miður.
Vikuskammti seinkar nú um sinn,
— mér sýnist rétt að fella hann
bara niður!
Flosi.
A uglýsingadeild
Þjóðviljans hefur það fyrir fasta
reglu að taka ekki við verslunar-
auglýsingum á erlendum tungu-
málum. Slikt veður þó uppi, ekki
aðeins i vörumerkjum heldur eru
tam. heilu auglýsingarnar i
sjónvarpinu á ensku þó að það
striði gegn reglum rikisútvarps-
ins. Fyrir nokkru var ljóöað á
Karnabæjarkaupmanninn, Guð-
laug Bergmann, i Klipptu og
skornu hór i blaðinu og lauk til-
vitnun i sáttahvatningu hans i
Morgunblaöinu til forystumanna
Sjálfstæðisflokksinsog viðeigandi
útleggingum með enskum frasa
alkunnum: „If you can’t beat ’em
join ’em”. Það er: Ef þú getur
ekki unnið þá er einlægast að
slást i þeirra hóp. Guðlaugur var
ekki seinn að svara fyrir sig og
semur auglýsingu i Þjóðviljann
um hermannaföt beint frá Banda-
rikjunum og slær þar upp sama
frasa. Upp var kveðiiin sá
Salómonsdómur aö kaupmaöur-
minútna þögn i dagskránni á
afmælisdaginn en aðeins tveir
greiddu henni atkvæði.
Misrétti
Guðlaugur Bergmann: Staðan er
1:1
inn ætti inni hjá blaðinu aö
komast upp með dálitið gri'n á
kostnað þess. Leikar standa þá
l:len forráðamenn blaðsins li'ta á
þetta sem algjöra undantekningu
og eftir sem áður mun auglys-
ingadeild Þjóðviljans hafna
verslunarauglýsingum á erlend-
um málum i samræmi við þau
spaklegu ummæli Einars
Benediktssonar skálds að „orð er
á islensku til um allt sem er hugs-
aðá jöröu.”
Staöa
varadagskrárstjóra útvarpsins
var auglýst laus til umsóknar i
nóvember. Baldur Pálmason
varadagskrárstjóri hættir störf-
um nú um áramótin. Aðeins tvær
umsóknir munu hafa borist um
stöðuna er umsóknarfrestur rann
Fáir vilja setjast f sæti Baldurs
Pálmasonar
út 2. desember og þótti hvorugur
umsækjenda hæfur. Enginn
starfsmanna útvarpsins girntist
' starfið, enda er þeim vel kunnugt
um hversu erilsamt og vanþakk-
látt þaö er. Umsóknarfrestur var
þá framlengdur og rann út i gær,
12. desember. Til frekari áherslu
var starfiö einnig auglýst i dag-
blöðum, en það mun nánast
einsdæmi,þvi að jafnaði eru laus-
ar stöður hjá útvarpi og sjónvarpi
aðeins auglýstar i útvarpinu.
Vonandi hefur árangurinn orðið
betri i þetta sinn og fæst þá fljót-
lega úr þvi skoriö hver veröur
eftirmaður hins gamalkunna út-
varpsmanns Baldurs Pálmason-
ar. Reyndarhefur ólyginn hvislað
þvi i gegnum skráargatið aö Jón
örn Marinósson fréttamaður hjá
útvarpinu hafi látið undan þrá-
beiðni ráðamanna og sótt um.
Guðna Kolbeinssyni varð á i
messunni
Geir
R. Andersen nokkur var einn af
þeim sem reknir voru frá Flug-
leiðum fyrr á þessu ári, en annars
er hann einkum þekktur fyrir
öfgafull hægriskrif i Dagblaðið.
Hann hefur nú verið ráðinn að
auglýsingadeild Vikunnar.
Starfsmenn
útvarpsins hafa að undanförnu
verið að bræða með sér að vekja
með einhverjum hætti athygli á
aðstöðuleysi og fjársvelti út-
varpsins á 50 ára afmælinu 20.
desember n.k. Ýmsar hugmyndir
um aðgerðir hafa komið upp en
allar likur eru nú á að engin sam-
staða náist. Um daginn var hald-
inn félagsfundur og þar var m.a.
borin upp tillaga um að hafa 20
kynjanna skýtur stöðugt upp kolli
með ýmsum hætti og stundum
ómeðvitað. Þjóðviljanum hefur
t.d. borist fréttatilkynning frá
Taflfélagi Reykjavikur um
firmakeppni i skák. Heitið er
verðlaunum og eru fimm
verðlaun til skákmanna eins og
það er kallað i fréttatilkynning-
unni og þau hæstu 100 þúsund
krónur. Aðeins þrennum
verðlaunum er hins vegar heitið
til skákkvenna, þeim hæstu 30
þúsund krónur, eða jafnháum og
heitið er i unglingaflokki. Þaö eru
sem sagt annars vegar „skák-
menn” og hins vegar konur og
unglingar.
Mér
varð það á i siðasta þætti
að beygja vitlaust eignarfall
nafnorðsins lækur sem ég nefndi
læks og sér nú litt á að ég er alinn
upp i túnfætinum i Lækjarmótum.
Ég er þeirrar skoðunar að menn
sem taka að sér aö segja öðrum
til um notkun islensks máls og
dæma óvægilega eins og ég hef
stundum gert eigi að beyja
algengust islensk orð. Ég hef þvi
ákveðið aö láta af störfum strax
og nýr umsjónarmaður hefur
fengist, sagði Guðni Kolbeinsson,
umsjónarmaöur Daglegs máls i
RikisUtvarpinu á fimmtudag.
Munum Happdrætti Þjódviljans 1980
Dregið var í Happdrætti Þjóðviljans þann
l.dess.l., en vinningsnúmer þá innsigluð og
verða ekki birt fyrr en að uppgjöri loknu.
Skrifstofa Happdrættis Þjóðviljans er að
Grettisgötu 3, Reykjavík, símar 17504 og
17500. Enn er hægt að kaupa miða og verður
svo þar til uppgjöri lýkur.
Skrif stof an verður opin í dag, laugardag,
kl. 3—ó. e.h. Þeir sem hafa fengið
heimsenda miða eru beðnir að snúa sér til
skrifstofunnar Grettisgötu 3 eða til
umboðsmanna. Þar sem nú stendur yfir
lokaátakið í uppgjöri vegna happdrættisins
eru þeir umboðsmenn sem enn hafa ekki
gert skil hvattir til að Ijúka þvi sem fyrst
svo unnt verði að birta vinningsnúmerin.
Meirihluti umboðsmanna hefur þegar
gert skil og margir með ágætum árangri,
t.d. bárust í gær 100% skil vegnaútsendra
miðafrá Bolungarvík.