Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13. — 14. desember 1980
#mér
datt þaö
í hug
Hafþór Guðjónsson skrifar:
1 + 1
1?
Da, da, da, da, —da, da, da, da
Brúöarmarsinn. Brúöguminn
Pétur stendur viö altariö. Skelf-
ur í hnjáliöunum. Horfir á
brúðina Marfu ganga inn
kirkjugólfiö. Kröftugir tönar
orgelsins fylla kirkjuna.
Andrúmsloftið er þrungið
spennu.
Viöstaddir ættingjar og vinir
brúöhjónanna snúa sér viö til
hálfs til aö fylgjast meö brúö-
inni. Horfa á hana alvarlegum
en þó bliðum augum.
Nema Jónina gamla, frænka
brúðarinnar. Hún horfir á
Mariu blendnu augnaráöi.
Meðaumkun en jafnframt von
-skin úr augum hennar: ,,Bara
henni farnist nú betur en mér!”
Eitt augnablik fer krampa-
kenndur titringur um munnvik
gömlu. Flöktandi myndir úr for-
tiðinni birtast henni fyrir hug-
skotssjónum. „Kannski þau
verði hamingjusöm. Hann Pét-
ur er nú svo indæll piltur. Ekki
svona þumbur eins og hann
Jón.” Hún gleymir sér um stund
viö eilitiö óþægilegar endur-
minr.ingar. Allt i einu er eins og
hún ranki við sér, átti sig á þvi
hvar hún er stödd. Krossar sig i
auðmýkt um leiö og hún drúpir
höföi: „Blessuö veri minning
hans”, tautar hún i hálfum
hljóöum, en þó svo hátt — eins
og er vandi margra kvenna —
að athygli fólks i næstu kirkju-
bekkjum beinist frá brúðinni að
henni. Stundarkorn.
Brúðurin Maria er komin aö
altarinu. Stendur við hliö Pét-
urs. Þau krjúpa á kné og prest-
urinn spyr Pétur hvort hann ætli
nokkum timann að halda fram
hjá Mariu,og Mariu spyr hann,
hvort hún ætli nokkuö aö halda
fram hjá Pétri og bæöi svara
nei, nei.
Og siöan segir presturinn, aö
þaö sem HANN hefur saman
tengt, geti mennirnir ekki sund-
ur slitið — og lætur þess
náttúrulega ekki getið, að þaö
geri þeir nú samt. Oft!
Meðan seremónian gengur
sinn gang skulum viö nota tæki-
færið til aö kynnast Mariu
litillega.
Maria kann aö lesa dönsku.
Hún kaupir „dönsku blööin”. 1
„dönsku blööunum” hefur hún
fengiö fræðslu um hjónabandið.
Hún veit ýmislegt um „familie-
lykke”. Hún veik „hvorledes
konen skal göre manden glad
nár han kommer saa dödsens
træt hjem fra sit arbejde.” Hún
þekkir „parfymen” sem getur
hift jafnvel steinrotaðan sjón-
varpsmanikus og dagblaös-
rottuhala uppi hæstu hæðir
erótlskra tilfinninga.
Já. Hún Marfa er aldeilis ekki
á flæöiskeri stödd og getur
óhrædd tekið viö þvi hlutverki,
sem henni er ætlaö: að standa
trú og trygg bak viö hannPétur,
skapa honum fallegt og ástúö-
legt heimili og ala honum mörg
börn.
Pétur og Maria þurfa engu að
kviöa. Þau elska hvort annað,
hafa höndlað hamingjuna.
Sjá þarna standa þau i kirkju-
dyrunum.
Hún horfir ástleitnum augum
á hann: „Ég mun alltaf elska
þig, Pétur — bara þig og engan
annan.”
Hann horfir stoltur á hana:
„Nú ert þú konan min.”
Og svo byi jaöi lifiö
Saman gengin i heilagt hjóna-
band og trúveröugir þjónar rikj-
andi hugmyndafræöi, hófust
Pétur og Maria handa viö aö
sýna heiminum, aö orö prests-
ins væru sönn, sem sé að
1+1 = 1.
??????????
Jú, presturinn sagði:
Maður(l) + kona(l) eru eitt
(1), þ.e.a.s. 1 + 1 = 1.
Auöskiliö öllum hjónum sem
erueitt. Hvorki Maria né Pétur
hafa til aö bera neina sérstaka
stærðfræöigáfuSamt skildu þau
þessa jöfnu um leiö og prestur-
inn setti hana fram. Eöa
kannski réttara aö segja: þau
fundu (djúpt) að hún var rétt.
Til aö byrja með.
Þvi til aö byrja með fannst
Mariu ekkert athugavert viö
þessa formúlu.
Siðar á hún eftir aö komast aö
raun um, að þaö verður að vera
0 — núll — i vinstri hlið jöfn-
unnar til að hún standist.
Og hún á eftir að skilja, aö þaö
er eðlilegt að setja 0 i staöinn
fyrir 1 þvi aö: maður+kona =
1+0 = 1. Passar!
Smám saman varð henni
ljóst, aö hún var núll i hjóna-
bandinu.
Til aö byrja meö elskaöi
r Mari'a Pétur svo mikið, aö hún
gat ekki hugsaö sér aö lifa án
hans.
1 lokin hataöi hún Pétur svo
mikiö aö hún gat ekki hugsaö
sér að vera nálægt honum.
Þau skildu. Gamla sagan.
„Þegar öllu er á botninn
hvolft, er einasta ógæfan viö
skilnaö sú ógæfa, sem áöur var
fyrir hendi i hjónabandinu”.
Segir David Cooper.
Ógæfa Péturs og Mariu byrj-
aöi I kirkjunni — um leið og
presturinn lagði blessun sina yf-
ir þau og lýsti þau hjón.
Aumingja Pétur og Maria.
Þau trúöu á ástina. Þessa einu
og sönnu. Astina og hjónaband-
iö. Þau reistu sitt bú á þeim
grundvallarmisskilningi.aö þau
væru hvort öðru allt.
Þau eignuöust ibúð, þau eign-
uðust börn — aö visu ekki nema
tvö. Pétur vann og vann fyrir
skuldunum. Maria vann ekkert.
Hún var bara heima eins og sagt
er.
Ástin fjaraöi út. Fölnaði eins
og afskorið blóm i vasa. Vegna
þess að hjónaband þeirra var
afskoriö frá heiminum.
Mária hélt i fyrstu að ástin
væri eplakaka. Hún gaf Pétri
alla kökuna og þá var ekkert
eftir handa öörum. Hún elskaöi
Pétur og bara Pétur. Þess
vegna hlaut hún að útiloka alla
aöra. Einmitt þess vegna hætti
hún að elska Pétur.
Vegna þess aö ást þeirra var
afskoriö blóm. Afskoriö blóm
fær ekki næga næringu. Það
fölnar og deyr.
Þau fóru æ sjaldnar út meö
árunum. Einangruöust i litlu
sætu ibúöinni og horföu á litlu,
sætu króana sina vaxa úr grasi.
Litlu króarnir uröu óstýrilátir
unglingar. Svo fengu þeir vængi
og flugu úr hreiörinu.
Hreiöriö var tómt. Galtómt.
Maria horfði á Pétur og
hugsaði: „Hvaö er ég?”
Maria hugsaði og hugsaði. Og
hún fór aö vinna úti. Hún kynnt-
ist fólki, uppá eigin spýtur —
hjálparlaust! Hún kynntist fólki
sem hafði allt aörar hugmyndir
um lifiö og tilveruna en hún
sjálf. Hún kynntist vafasömu
fólki, sem las vafasamar bækur
'og liföi vafasömu liferni. A
hverjum degi kom hún heim
með stafla af bókum. Las eins
og hún ætti lifið að leysa. Var oft
rauðeygö og skæld á morgnana.
Kæröi sig kollótta. Ýmislegt,
sem áöur var henni mikilvægt
missti smám saman gildi sitt.
Ilmvatnið sem Pétur gaf henni
þegar hann kom frá London,
hreyföi hún ekki lengur. Og hún
hafði engar áhyggjur af þvi
lengur þó hana langaöi ekki
þegar Pétur langaöi. Samfarir
þeirra uröu kaldar meö árun-
um. Nánast rútina.
Timaglasið var aö renna út.
Kvöld eitt sitja þau hjónin i
stofu sinni. Hann er að horfa á
sjónvarpið. Hún er að lesa bók.
Danska bók (hún er hætt aö lesa
dönsku blööin). Eftir Suzanne
Brögger: Fri os fra kjærlighed-
en.
Skyndilega rýkur Maria
uppúr stólnum og skrefar stórt i
áttina aö Pétri: „Viltu vera svo
vænn aö slökkva á þessum
imbakassa og hlusta á eitthvað
sem vit er i!” Pétur veröur
ólundarlegur á svip. Slæmt aö
missa af þvi, hvernig gengur
,með kálfinn i „Dýrin min stór
og smá”. Hún linnir ekki látum
fyrr en hann er búinn aö skrúfa
niöur hljóöiö. Svo les hún:
„Siöferöilegur grundvöllur
okkar gefur ekki svo mikið sem
frjóanga annarra lifsforma en
einkvænis. En sé maður á annaö
borö farinn aö tala um siðferði,
er ekki annað um það að segja,
að það, sem stuölar aö þvi að
einangra fólk hvert frá ööru, er
fyrirlitleg siöfræði. Bara það er
siðferðilega rétt, sem styrkir
samstööu og samhug fólks”.
„Biddu!” segir Maria þegar
Pétur gerir sig liklegan til aö
hækka hljóðið i sjónvarpinu —
og hún les áfram:
„Hve mörg hjónabönd
finnast, þar sem hvor aðilinn
fyrir sig hefur sterkar tilfinn-
ingar út á viö? Gift kona á i
flestum tilfellum bara einn vin
— eiginmanninn. Ef annar aöil-
anna á mikilvæg sambönd út á
við, er þaö brot á reglunum,
óeðlilegt, þvi „þaö ætti ekki að
vera nauðsynlegt”. Innihalds-
laus sambönd út á viö eru i lagi.
Fari slik sambönd hins vegar aö
verða einhvers viröi, fer allt á
annan endann. Þvi minni
þýöingu sem annaö fólk hefur
fyrir konuna eöa manninn, þeim
mun betra.....Lifið og ástin eru
ógnun, það er um að gera aö
foröast hvort tveggja eftir
megni....”
Pétur skrúfaöi upp hljóöiö.
Mánuði siöar voru þau skilin.
Arni Bergmann skrifar
Fordómafargan
öll rök I máli Gervasonis hafa
verið rakin ýtarlega, og sú
spurning sem eftir stendur sýn-
ist ekki flókin: Ert þú reiðubú-
inn tilaðsýna veglausum manni
samúö og samstööu? Svariö
ræöstaf þvi, hvort menn hafa til
að bera snefil af mannúö, af
réttlætiskennd, af þvi hugarfari
sem kennt er til náungakær-
leika, að minnsta kosti á hátið-
um.
Þetta sýnist einfalt, en ýmsir
veröa til að foröast spurningar
af þessu tagi. Þaö eru gerðar
samþykktir um aö Gervasoni
skuli rekinn úr landi. Ein þeirra
er frá stjórn landsmálafélags
Sjálfstæöismanna. Varöar, þar
segir m.a. „hvetur stjórnin
dómsmálaráöherra til að láta
ekki undan þrýstingi fámenns
hóps róttæklinga”. Þetta fólk á
ekki til þá lágmarkskurteisi við
mannúöarsjónarmiö, aö spyrja
fyrst um manninn Gervasoni,
um hlutskipti einstaklings sem
hefur meö hrakningasögu sinni
þegar tekiö út þyngri „refs-
ingu” fyrir sannfæringu sina en
öll lög gera ráö fyrir — vilji
menn endilega fá þá hliö máls-
ins á hreint. Nei, öllum slikum
viöhorfum er hent fyrir borö,
vegna þess, aö þetta fólk kann
ekki viö suma stuöningsmenn
flóttamannsins, þaö er hefndar-
hugur i garð þeirra sem ræöur
ferðinni. Auk þess sem málatil-
búnaður um stuöningsmenn er
lygi: allur þorri fulltrúa á þingi
Alþýöusambandsins er ekki
„fámennur hópur róttæklinga”.
Illir draugar
Þegar fólk kemur saman til
þess sérstæða jólaundirbúnings
aö samþykkja aö veglaus
maður skuli rekinn úr landi, þá
er þaö ekki af þvi aö það hafi
sýnt máli hans forvitni til aö
þekkja það, heldur af þvi aö
vaktir hafa veriö upp ýmsir ill-
kynjaöir draugar fordóma.
Máliö hefur tengst viö sterka
óvild i garö þeirra sem eru
ööruvisi, viö útlendingahatur.
Stundum erhaft uppi vigorö: Is-
land fyrir Islendinga. Þaö á rétt
á sér þegar þaö þýöir blátt
áfram þaö aö viö berum ábyrgö
á þessu landi og þurfum aö eiga
manndóm til aö ráða fram úr
okkar málum sjálfir, ekki fram-
selja ákvörðunarrétt um hlut-
skipti okkar erlendum stórveld-
um, auöhringum, samsteypum.
En vigoröið er illum miöi
blandaö þegar þaö merkir
sjálfumgleöi, hroka og hatur i
garö manna af öörum þjóöum,
öörum kynþáttum sem meö
ýmsum hætti hafa kvatt hér
dyra, leitaö hér athvarfs — og
gat vel verið aö annarra kosta
væri ekki völ.
Dæmum fjölgar
Þvi miður er meira en nóg af
dæmum um slikt hugarfar. Sið-
degisblööin tala sinu máli um
þaö. Gervasoni á sér sérstöðu,
en hann er ekki einn á báti.
Svartir iþróttamenn og flótta-
menn úr Asiu hafa orðiö tilefni
furöu margra nasistaskrifa um
hættur á spillingu kynstofnsins
— þaö hefur ekki einu sinni
dugaö Vietnmömum aö þeir
flýja kommúnistastjórn,en þaö
er annars taliö nægja til aö
menn reyna aö setja upp spari-
andlit i flóttamannamálum.
Jafnvel sjónvarpsþættir um hel-
för Gyöinga vekja upp viöur-
styggileg skrif um að gyöinga-
hatur sé Gyöingum sjálfum að
kenna! A dögunum mátti lesa i
Visi, að sá væri lélegur Islend-
ingur, sem tengst hefði Gyöing-
um. Slikan lista má lengi prjóna
við: áhugamenn sem atvinnu-
lýöskrumarar eru t.a.m. furöu
iönir viö aö ala á illvilja og hatri
i garö granna okkar á Norður-
löndum, einkum Svia.
Þaö þarf engan að undra þótt
fordómar sem þessir séu til.
Hitt var fyrir skemmstu mjög
sjaldgæft að menn sýndu þessi
sálarkaun sin á opinberum vett-
vangi. Einhverja þá lærdóma
sýndust menn hafa dregið m.a.
af hruni fasismans i heimstyrj-
öldinni, að þaö væri litill sómi aö
flika hugmyndum sem voru
vitanlega honum skyldar. En
ástandið hefur bersýnilega
breyst. Samfélagssiögæöi hefur
hrakaö i þeim mæli, að þaö
þykir bersýnilega ekki tiltöku-
mál þótt menn leiti galvaskir
með aöstoö fjölmiöla sálufélaga
um þjóörembu sina og þjóöa-
hatur — þeir mæta ekki fyrir-
Ritstjórnargrein
stöðu sæmilegra manna, ekki
þeirri iskaidri fyrirlitningu sem
veröug er og nauösynleg.
Nauðsyn
Nauösynleg vegna þess að hér
er um aö ræða þann jaröveg
sem fasismi sprettur upp úr,
það skrýmsli sem nú rekur upp
hausinn hér og þar um Evrópu.
Og andóf gegn þvi hugarfari,
sem nú heimtar veglausan
mann úr landi, er nauðsynlegt
vegna þess aö án sigursælla
mannúöarsjónarmiða lifum viö
ekki af. Óvild i garð þeirra, sem
eiga sér annan uppruna og
annaö hlutskipti, en viö flest
þekkjum, gengur ekki ein sér.
Eins og dæmin’ sýna er þjóð-
rembumaöurinn aldrei langt frá
þvi aö snúast gegn þeim sem
honum sýnast óæskilegir,
óþarfir hjá hans eigin þjóö.
Þegar fasismi hefur runniö sitt
skeiö á enda tortimir hann jafnt
Gyöingum, Sigaunum sem geö-
veilu fólki og sjúku.
Þaö er mikil þörf á aö skapa
sem viðtækasta samstööu
sæmilegra manna gegn þvi for-
dómafargani sem oltið hefur
yfir á undanförnum misserum.
Sá sem ýtir frá sér einstökum
dæmum sem hann rekst á með
þvi, aö ómerk séu ómaga orö
eöa einhverju þviliku getur fyrr
en varir vaknað upp viö þann
vondan draum — sem þegar er
farinn aö rætast, — aö þaö sé
oröinn pólitiskur gróðavegur að
kynda undir þessa lágkúru,
þetta siöleysi.