Þjóðviljinn - 13.12.1980, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13. — 14. desember 1980
Árni
Bergmann
og Jón Thor
Haraldsson
bókmenittír
Höfðinglegt skáld
alþýðlegra orða
Vilhjálmur Þ. Gíslason:
Jónas Hallgrimsson
og Fjölnir.
Alntenna bókafélagið.
1980. 336 bls.
íslandsbúar kærir hljóta að lita
upp þegar út kemur stór bók um
Jónas Hallgrimsson. Höfundur
hennar tekur það fram i formála
að þetta sé ævisaga og útlistar
áform sin nánar á þessa leið: „1
þessari bók er reynt að segja hóf-
samlega hispurslausa sögu,
sanna og fjölbreytta og itarlega i
meginmálum, sögu af afburða-
gáfum og góðum verkum og af
nokkrum veilum og vonbrigðum
sem oft var dregin fjöður yfir”.
Kannski mætti segja um þessa
ætlun Vilhjálms b. Gislasonar að
hún bæði takist og takist ekki.
Það er rétt, að til þessarar
bókar er dregið mikið efni. Það er
sagt frá skáldskap og útgáfu-
starfsemi, náttúruskoðun og
einkamálum Jónasar Hallgrims-
sonar, það er brugðið upp aldar-
farslýsingu og lýsingu á bæjar-
brag i Reykjavik og Kaupmanna-
höfn. Lesendur munu i slika bók
sækja drjúgan fróðleik, nema
þeir séu þeim mun betur að sér
fyrir, og margt setur Vilhjálmur
Þ. Gislason skemmtilega fram,
hann er æfður frásögumaður og á
létt með að stila (kannski of létt
eins og fleiri), og hann nýtur góðs
af þvi málfari sem söguhetjur
hans iðkuðu.
Þegar þessi lesari hér talar
fyrir sina parta, þá hefur hann
mesta ánægju af ýmislegu
smælki, sem einatt er úr einka-
bréfum ættað og fyllir upp i þá
mynd sem hann gerir sér af
Fjölnismannakynslóð — hér
skulu nefnd sem dæmi lýsingar á
kontóristatima Jónasar i Reykja-
vik, frammistöðu hans i málflutn-
ingi og fleira þesslegt. Jónas
Hallgrimsson og samferðamenn
hans eru undarlega aðlaöandi
fólk, þeir eru einskonar bernsku-
Jónas Hallgrimsson
minningar þjóðarinnar, hver bók
um þá menn er meira en velkom-
in, nema þá stórslys einhvers-
konar hafi hent höfundinn.
En það eru lika vonbrigðaefni i
þessari bók. Þau eru ekki sist
tengd við umfjöllun um skáldskap
Jónasar. Volens nolens hugsar
lesandinn til bókar Hannesar
Péturssonar frá þvi i fyrra,
Kvæðafylgsna.þar sem rýnt var i
gátur og boðið upp á nýjar túlk-
anir og við gátum fylgst með
heillandi og áleitinni og kurteisri
leit Hannesarað þvi hvernig stað-
reyndir og reynsla umbreytast og
finna sér stað i ljóðum Jónasar.
Meðferð Vilhjálms Þ. Gislasonar^
er aftur á móti i anda hátiðlegraA
þjóðskáldafilólógiu. Hann segir
til að mynda: ,,Jónas Hallgrims-
son er skáld ljðss og lita og
mjúkra blæbrigða, höfðinglegt
skáld alþýðlegra orða, skáld ein-
lægrar og hispurslausrar hugs-
unar, sem sækist ekki eftir þvi að
sýnast djúp, en er oft spakleg og
hnitmiðuð i einföldum og elsku-
legum orðum”. Þetta hljómar
vel, en hvert komumst við með
þessu móti? Ýmislegur fróðleikur
fylgir með athugun höfundar á
kvæðum Jónasar, en sú athugun
er mjög almenns eðlis, hvergi
áleitin og skilur eftir ófullnægju.
Eitthvað svipað verður sagt um
þá Fjölnissögu sem rakin er i
bókinni. Um þetta islenska helgi-
rit er saman dreginn drjúgur
forði upplýsinga. En höfundi tekst
ekki að gera á þann veg grein
fyrir þeim, að lesandinn fái af
bókinni skilning á þvi, hvers
vegna þetta ársrit varð jafn
mikilvægt og við höfum trúað,
hvers eðlis hrifning og hatur var á
timariti ,,sem ekki verður bundið
við neitt, nema það sem skyn-
samlegt er og skemmtilegt —
eptir þvi sem við höfum bezt vit á
um að dæma” eins og segir i
boðsbréfi þriggja lögfræði-
stúdenta, skrifuðu i Kaupmanna-
höfn 1. mars 1834.
— AB.
Ferðalag aftur í tímann
Bolli Gústafsson i Laufási:
Vmsar verða ævirnar.
Bókadtgáfan Skjaldborg,
Akureyri.
1 formála segir séra Bolli
Gústavsson i Laufásí að þessir
þættir sinir eigi að vera dálitið
ferðalag aftur i timann án þess þó
að tengslin við liðandi stund rofni
i ,,kyrrstæöu fræðaandrúms-
lofti”. Þetta form er vandmeð-
fariðog séra Bolli veldur þvi ekki.
Umgjörðin verður oftar en ekki
klaufaleg. Það vantar ögun i stil
og frásögn, söguefnin fremur rýr
á stundum og þá eru málaleng-
ingarog mærð á næsta leiti. Sumt
af þessu finnst manni ekkert er-
indi eiga á prent eins og t.d. leir-
burðarstagl sem er eignað Látra-
Björgu (sýnishorn: Svo ég við á
Rauðá rak/rekkum þótti undur;/
baðstofunnar bundið þak/
brotnaði allt i sundur.).
Veigamesti þátturinn er af séra
Birni Halldórssyni i Laufási. Það
merkilega gerist að i einu sendi-
bréfi hans til Páls Ólafssonar
skýtur upp visu sem ætið hefur
verið eignuð Páli: ,,Já, mér er
um og ó um Ljót, ég ætla ’ann
bæði dreng og þrjót; það er i hon-
um gull og grjót, hann getur unnið
tjón og bót”. Strangt tekið gæti nú
visan eftir sem áður verið eftir
Pál, en það hlýtur þó eftir þetta
að stappa nærri fullri vissu að hún
sé eftir séra Björn, enda leiðir
séra Bolli að þvi fleiri rök og allt
er þetta i fullu samræmi við þá
velþekktu staðreynd, að beztu
visnaskáldum er ætið eignað
meira en þeir eiga. — Visan hefui
meitlazt i meðförunum, svona er
hún prentuð i „Þingvisum” Jó-
hannesar úr Kötlum:
Mér er um og ó um Ljót,
ég ætla ’ann vera dreng og
þrjót,
i honum bæði er gull og grjót,
hann getur unnið mein og bót.
Séra Boiii rétt drepur á það að
sitt hvað hafi kvisazt um
„ástæður fyrir þunglyndi sr.
Björns” og þá um leið tildrög þess
að hann orti kvæðið kunna „Dags
lit ég deyjandi roða” — raunar
segir séra Bolli það ekki berum
orðum, talar aðeins almennt um
þunglyndi fyrirrennara sins. Þau
„munnmæli” voru þrálátari en
svo að séra Bolli kveði þau niður
Séra Björn Halldórsson
með þvi einu að segja að bréf
klerks bendi ótvirætt til þess að
enginn fótur sé fyrir þeim. Það er
hægastur vandinn að úthluta öðr-
um verkefnum, en ég hefði viljað
ráðleggja séra Bolla að fullvinna
verkið, leggja frá sér alla klerk-
lega mærð og semja hefðbundna,
fræðilega ævisögu séra Björns.
Hún þyrfti ekki að vera leiðinlegri
fyrir það þótt klerkur héldi sig á
hinum troðnari slóðum frásagnar
og fræðimennsku.
Séra Bolli hefur sjálfur mynd-
skreytt bók sina, það er satt bezt
að segja eitthvað vandræðalegt
við þær teikningar flestar, þótt
ekki kunni ég að skilgreina ástæð-
una. Stórundarlegur er undirtit-
ill þessarar bókar: „Hér er
skyggnst inn um skjá fortiðar.
Heillandi myndir ber fyrir augu,
gæddar skáldlegri reisn og lifi”.
Þetta hlýtur fjárakornið að vera
frá forlaginu komið, ekki dómur
höfundar um eigið verk. Þeim
mun undarlegra er það hjá Lauf-
ásklerki að ljá máls á svona
smekkleysu.
Jón Thor Haraldsson
Bemskuár Nóbelsskálds
Isaac Bashevis Singer?
í föðurgarfti
Hjörtur Pálsson þýddi.
Setberg. 272 bls.
Nóbelsverðlaun tilSingers hafa
skolað hinum týnda heimi
jiddi'sku og austurevrópskra gyð-
ingaplássa upp á strendur Is-
lands. Á stuttum tima hafa komið
út þrjár bækur þessa ágæta höf-
undar. Sú sem núer á bdðarborð-
um er sérkennileg syrpa sjálf-
stæðra þátta. Þeir segja bernsku-
sögu höfundar, fylgjast með þvi
hvernig hinn lokaði heimur
hassi'dismans, sem hann er
fæddur til, rifnar og lætur undan
fyrir freistingum haskalah, upp-
lýsingarinnar, fyrir gyðinglegum
sósialisma, sionisma, freisting-
um listanna, fyrir umróti styrj-
aldarinnar sem hófst 1914 og
þeirrar byltingar sem er nýhafin
þegar bókinni lýkur.
Um leið geymir þessi bók mikið
persónusafn: drengurinn fylgist
með þvi fólki sem kemur til
rabbinans föður hans með hin
undarlegustu mál. Við heyrum i
þessum þáttum eftirminnilegar
sögur sem gefa góða hugmynd
um þann efnivið sem Isaac
Bashevis Singer á siðan eftir að
smiða Ur margar þykkar bækur.
öfgafullar aðstæður, iskyggilegt
öryggisleysi gyðinglegrar tilveru
sköpuðu ásamt með heitri trú og
Messiasarvonum svipsterkar og
Prakkarasasa Indriða
Sveitaprakkarar heitir ný
barna- og unglingabók eftir Ind-
riða Úlfsson, sem Skaldborg
gefur út. ,
Þetta er þrettánda barna- og
unglingabók höfundar. Bækur
hans njóta mikilla vinsælda, enda
er Indriði i fremstu röð rithöf-
unda, sem skrifa fyrir ungu kyp-
slóðina hér á landi. Fyrstu bækur
hans eru nú löngu uppseldar.
Aðalsöguhetjurnar er þeir
bræður f Bárðarkoti, Biggi og öli,
en þeir finna upp á hinum ótrú-
legustu prakkarastrikum þótt
þeir séu ungir að árum. Þá kemur
Sigga systir þeirra lika mjög við
sögu og svo Guðrún móðursystir
þeirra eða Gudda („Stóra —
Gudda”), en það uppnefni gefa
þeir bræður Guðrúnu þegar þeir
þurfa að ná sér niðri á henni, enda
fer Gudda ekki mildum höndum
um þa bræður þegar prakkara-
strikin keyra fram úr hófi hjá
þeim.
magnaðar persónur, sem standa
óralangt frá h versdagslegri
meðalmennsku. Viö rifum hár
okkar með manninum, sem þurfti
að spyrja rabbinan leyfis hvort
hann mætti sofa i sama rúmi og
kona hans önduð, önnur leið var
ekki til þess að komast hjá þvi að
rottur bitu hann eða likið. Glott-
um að reb Mosje Ba-ba, sem alls-
staðar sá fyrir sér freistingar, og
glápum i forundran á bóksalann
rika, sem hafði undarlega nautn
af þvi að skrifa langa erfðaskrá á
ári hverju eða þá á ■ vantrúar
hundinn þaullærða, sem gekk á
milli rabbina og reyndi að selja
þeim þau hlutabréf sem hann
taldi sig hafa eignast i eilífu lifi,
sem hann sjálfur trúði ekki á
lengur.
Þetta er annarlegur heimur og
undarlegur. Heimur hassidanna,
sem telja að maðurinn geti helgað
allt, lifandi ogdautt, tengt það við
guðdórninn: „jafnvel forarleðjan
i ræsinu geymir i sér guðdóms-
neista þvi að án hans geturekkert
haldið áfram að vera til” kennir
faðir Isaacs. Þessi trúarskóli á
sér ekki lengur athvarf i ghettó-
um og þorpum Póllands, en
merkur heimspekingur, Martin
Buber.hefurfluttsitthvað úr hon-
um til núti'mamanna i bókum sin-
um: ekkert hverfur með öllu.
Isaac BashevLs Singer
Sjálfur er Isaac Bashevis viss um
að flest stórmál trúar og heim-
speki hafi verið upp tekin i stofu
rabbinans föður hans. Og lesandi
i öðrum ti'ma og á allt öðrum stað
finnur að þetta getur vel verið —
sjálfur kannast hann svo ósköp
velviðMosje Blekher, sem fór til
fyrirheitna landsinsPalestinu, en
snéri aftur þvi „ef til vill var
honum draumurinn kærari en
veruleikinn”.
Bækur Singers eru yfirleitt
þýddar eftir enskum þýðingum,
sem höfundur hefur sjálfur lagt á
ráð með. Hætt er við að hinn sér-
stæði keimur jiddisku dofni á
þeirri leið og verður sú raunin á
með þýðingu Hjartar Pálssonar.
Hann sýnist reyna að fylgja sem
mest bókstafnum og verður texti
hans þvi' óþarflega stirðlegur og
bóklegur. Stundum rekumstviðá
dæmi um beinan klaufaskap eða
misskilning. Það fer ekki vel á að
tala um „hæfileikaskort til
náms” (bls. 176, Niðjar). A næstu
siðu stendur „Sú ró sem skein úr
augum hans gat birst i' svo marg-
breytilegum myndum að þvi eru
karlmenn næstum búnir að
gleyma”. Skyldi ekki vera rétt-
ara að segja að ró þessi hafi verið
þeirrar tegundar sem menn hafa
næstum gleymt? (the tranquillity
in his eyes was of a variety men
have almost forgotten” segir i
Penguinútgáfunni á ensku). t
sömu sögu er talað um að „lesa
upp úr Kaddish” en á að vera
„fara með Kaddish”, þvi Kaddish
er bæn yfir hinum dauðu, ekki
bók. Sitthvað fleira má tilfæra af
þessu tagi.
AB.