Þjóðviljinn - 13.12.1980, Page 18
18 SIOA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13. — 14. desember 1980
Guðbjörg
Þórisdóttir
skrifar um
barnabækur
bókmenntrir
Húsbændur og hjú
Grösin i glugghúsinu
cftir Hreiöar Stefánsson.
tJtgefandi: Iöunn. 1980.
90 bls.
Káputeikning:
Pétur Halldórsson.
Þegar mér barst bókin um hann
Garðar, var ég vægast sagt ekki
bjartsýn á lesturinn. Kápumynd
bókarinnar er af dreng i torf-
bæjarumhverfi og á bakhlið er
sagt að sagan gerist fyrir hálfri
öld. Ekki var þetta til aö draga
mig að bókinni. Ég þóttist viss um
að þarna væri komin enn ein
sagan um sveitarómantík og að
hún gæti ekki átt erindi til nútima
borgarbarna. Fordómar minir
áttu ekki við rök að styðjast þvi
hér er á ferðinni þroskasaga af
bestu gerð.
Þó að sagan gerist fyrir háifri
öld höfðar hún til barna i dag. t
sögunni er verið að glima við
eilifðarvandamál, samskipti
fólks. Hér eru það samskipti
drengs við fullorðið fólk. Garðar
er tiu ára. Það er fátækt á heimili
hans og hann er sendur i sveit til
að hjálpa til við að vinna fyrir
heimilinu. Þessi vinna er erfið og
það sem gerir þetta allt ennþá
erfiðara er vanþakklæti Guðlaugs
húsbónda hans.
Guðlaugur er sýndur frá mörg-
um hliðum. Fyrst þegar lesand-
inn hittir Guðlaug er honum lýst
þannig:
„En húsbóndinn er önnum kaf-
inn og tekur ekki eftir þér. Þú
horfir og allt i einu rennur upp
fyrir þér hvað hann er að gera.
Hann seilist i hár sér og skegg,
gómar það sem hann er að leita
að, setur á nögl sér á þumalfingri,
skellir nögl hins þumalfingursins
að og þú heyrir smell. Þú veist
hvað hann er að gera. Þú hefur
séð svona litil kvikindi i skólanum
en þú hefur aldrei átt þau sjálfur.
Viðbjóðurinn hrislast um þig,
hann fer um hverja taug þina og
hann sameinast i maga þinum”.
(bls. 10).
Garðar er hræddur við Guðlaug
og þó Garðar sé samviskusemin
uppmáluð, veit hann aldrei hvar
hann stendur gagnvart Guðlaugi,
þvi litið er um þakkir. Guðlaugur
er mikil höfðingjasleikja og er þvi
skemmtilega lýst i sögunni. Hann
gefur rikasta bónda sveitarinnar
feitasta sauðinn sinn á hverju
hausti, eins og ekkert sé sjálf-
sagðara, til að koma sér i mjúk-
inn hjá honum. Hann er hins
vegar ekki eins örlátur og elsku-
legur við drenginn þegar hann
missir kassa með 30 eggjum.
„Það er grimmd i augunum á
honum. Hann öskrar i eyru þér:
— Hvers vegna braustu eggin —
hvers vegna? Þú hljóðar upp:
— Ég gerði það óviljandi, ég
gerði það óviljandi.
En Guðlaugur heyrir það ekki,
hann heldur áfram að hrista þig
og sefast ekki fyrr en Vera kemur
út á hlaðið. Hún hjálpar þér ekki,
heldur setur hún hendurnar upp
að munninum, hoppar upp i
sifellu og veinar eins og sært dýr.
Þá verður Guðlaugur hræddur
og hættir að hrista þig en sleppir
þér ekki. Opnar kofakrili sem er i
hlaðvarpanum og alls konar
áhöld eru geymd i, hann hrindir
þér inn i kofann og lokar honum
að utan. Þú heyrir að hann bindur
snæri sem fest er i hurðina á
nagla sem er i dyrastafnum að
utan og vefur þvi upp á naglann
svo þú komist ekki út.
Þú sest þarna milli áhaldanna
og kippist allur til af ótta. Þér
hefur aldrei á ævinni verið refsað
áður. Heima töluðu mamma og
pabbi alltaf við ykkur systkinin ef
ykkur varð eitthvaðá”. (bls. 35.)
Vera er andstæða Guðlaugs.
Hún er ráðskonan á bænum. Til
hennar getur Garðar alltaf leitað.
Þau eiga langt samtal nóttina
eftir eggjaslysið. Atburðir dags-
ins hafa hrært upp i Veru og
Garðar finnur hana grátandi
frammi i eidhúsi þegar hann er á
leiðinni út til að strjúka. Þau tala
saman og skilja hvort annað,
vegna þess að þau eru bæði hjú
Guðlaugs.
Mikill fengur er að sögunni um
Garðar. Höfundi tekst vel að
spila á tilfinningar lesandans, og
góð persónusköpun er höfuð-
kosttir bókarinnar. Mig langar til
að vekja athygli kennara á þess-
ari sögu. Hún býður upp á mörg
skemmtileg verkefni t.d. athugun
á þroskasögu Garðars og persón-
um sögunnar og samskiptum
þeirra, gamla timanum eins og
hann birtist i sögunni og saman-
burð við nútimann, heimili Garð-
ars og fjölskyldutengsl i föður-
húsum o.s.frv.
Ég vona að kennarar sjái sér
fært aö nota þetta ágæta hjálpar-
tæki til aðstoöar viö að þjálfa
börnin i að tjá sig og taka afstöðu.
Guðbjörg Þórisdóttir
,ÉLENSK
BOKAMENNING
ERVERÐMÆTI
BÆKUR MENNINGARSJÓÐS
W>» OutW'
RÓMAVELDII—II
eftir Will Durant, höfund
GRIKKLANDS HINS
FORNA sem kom út á sl.
ári.
Hf|t
ÞÝDD LJÓÐ FRÁ NORÐUR-
LÖNDUM
127 ljóð eftir 75 skáld í
þýðingu Þórodds Guðmunds-
sonar frá Sandi.
LEIKRIT JÖKULS JAKOBS-
SONAR
(Studia , Islandica 38) eftir
Fríðu Á. Sigurðardóttur. í
bókinni er fjallað um leikrit
Jökuls frá bókmenntafræði-
legu sjónarmiði.
LJÓÐ MATTHÍ ASAR
JOCHUMSSONAR
Úrval ljóða sr. Matthíasar
Jochumssonar kemur nú út á
sextugustu ártíð hans. LJÓÐ
sr. Matthíasar er sjötta bindið
í flokknum íslensk rit.
ANDVARI1980
Aðalgreinin er ævisaga Árna Friðrikssonar
fiskifræðings eftir Jón Jónsson forstöðumann
Hafrannsóknarstofnunar.
ALMANAK ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS 1981
Almanak um næsta ár með Árbók íslands
1979 eftir ólaf Hansson fyrrverandi prófessor.
FOLD OG VÖTN
Úrval greina um jarðfræðileg
efni eftir hinn kunna
jarðfræðing Guðmund
Kjartansson.
'O'Wór,
ÍSLAND Á BRESKU VALD-
SVÆÐI1914-1918
eftir Sólrúnu B. Jensdóttur
sagnfræðing. Bókin f jallar um
samskipti Breta og íslendinga
á árum fyrri heimsstyrjaldar.
•1918
ALFRÆÐI
MENNINGARSJÓÐS
Tónmenntir II eftir
dr. Hallgrím Helgason
tónskáld. ítarlegt og
fræðandi uppsláttarrit
um sérfræðiheiti og hug-
tök tónmennta. Nú eru
komin út 12 bindi
af Alfræðinni.
BRÉF TIL JÓNS SIGURÐS-
SONAR
Bókin flytur safn af bréfum
þjóðkunnra manna til Jóns
forseta.
BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS
OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS
Skálholtsstíg 7 — Reykjavík
wrnm