Þjóðviljinn - 13.12.1980, Page 21

Þjóðviljinn - 13.12.1980, Page 21
Helgin 13. —’l4. desember' 1980 ÞlÓtíVÍLj ÍNK'— SÍÐA 21 um helgina Grafik í Listmunahúsinu Þær Jóhanna Bogadóttir, Ingunn Eydal og Elinborg Lutzen hin sið- ast talda frá Færeyjum, sýna og selja grafikmyndir i Listmunahúsinu við Lækjargötu fram að jólum. Einnig eru þar klippimyndir eftir Tryggva Ólafsson. ElinborgLutzen er einn þekktasti grafiker Færeyja og myndir hennar sverja sig mjög i ætt við heimkynnin, hún sýnir húsaþyrpingar og umhverfi sem er sérstakt fyrir Færeyjar. Jóhanna og Ingunn hafa oftsinnis sýnt myndir sinar á einka- og samsýningum. Þær tvær verða i sýningarsalnum i dag laugardag og þann næsta ef fólk hefur áhuga á að kynna sér gerð grafikmynda eða vill forvitnast um eitthvað þeim viðkomandi. Alls eru á sýningunni um 40 myndir. —ká Bager og Jenkins halda tónleika í Njarðvík og Reykjavík .4 morgun, 14. desember, haida Jonathan Bager fiautuleikari og philip Jenkins pianóleikari tón- leika i Njarðvikurkirkju kl. 15. Kinnigkoma þeir fram i Norræna húsinu n.k. þriðjudag kl. 20.30. Á efnisskránni eru sónötur eftir Leclair, Poulenc og Prokofiev, einnig Ballaða eftir Frank Mar- tin. Jonathan Bager lauk ein- leikaraprófi á flautu frá Royal College of Music i London á siðastliðnu ári, hann starfar nú sem kennari i flautuleik við Tón- listarskólann á Akureyri. Þessir tónleikar verða fyrstu sjálfstæðu Jonathan Bager flautuleikari tónleikar Jonathans i Reykjavik, en þeir Philip fluttu ofangreinda efnisskrá á Akureyri siðastliðið vor. Philip Jenkins hefur leikið á fjölmörgum tónleikum bæði hér á landi og erlendis, leikið með S.t. og inn á hljómplötur. Hann er nú prófessor i pianóleik við Royal Academy of Music i London. Gítar, ljóð og hreyfingar Þau Tom Methling gitarleikari, Kaschava Duscheme sem sýnir hreyfingalist (Eurytlimy) og Elin Guðjónsdóttir, sem flytur bundið mál, koma fram i Norræna hús- inu i dag, laugardag, kl. 16.00 og i Bióhöllinni á Akranesi á morgun kl. 17.30. Flutt verður tónlist eftir F. Tarrega, Villalobos J. S. Bach, Tom Methling auk annarra. Elin flyturljóð eftir Garcia Lorca, Jó- hannes úr Kötlum, Nordahl Grieg og fleiri. Elin Guðjónsdóttir, Tom Met- hling og Kaschava Duscheme koma fram i Norræna húsinu i dag. Aðgangur kostar kr; 2000 og er seldur við innganginn. Aströlsk mánudagsmynd Næsta mánudagstnynd Há- skólabiós er „News- front” — áströlsk tnynd sem gert hefur viðreist og hvarvetna hlotið Irábæra dóma. Myndin var gerð fyrir tveimur árum. Hún fjallar um timabilið 1948-1956. Aðalpersónan ér kvik- myndagerðarmaður, sem gerir fréttamyndir fyrir kvikmynda- hús. A þessu timabiii kemur sjón- varpið til sögunnar og menn hætta að gera slikar frétta- Lúsíuhátíð í Norræna húsinu islensk-sænska félagið heldur Lúsiuhátið i Norræna húsinu i kvöld, laugardag kl. 20.30. Páll Bergþórsson flytur erindi og Hjálmar Ólafsson les upp, Lúsfa kemur i heimsókn og sungnir verða Lúsiusöngvar. Auk þess verður boðiðupp á jólaglögg. Sviar, búsettir á Islandi, og Is- lendingar sem kynnst hafa Svi- þjóð og Svium eru hvattir til að mæta og gera sér dagamun.— ih myndir. Newsfront er sögð vera allt i senn: lýsing á áströlsku þjóðfélagi þessa timabils, siðustu árum fréttamy ndagerðar og einkalifi fólksins sem við sögu kemur. Við gerö myndarinnar voru gamlar t'réttamyndir notaðar og leiknu efni fléttað saman við af mikilli kúnst. Myndin skiptist i kafla, sem eru ýmist i litum eða svart-hvitir. Leikstjóri er Phil Noyce, og er þetta hans fyrsta mynd af fullri lengd, en áður hafði hann gert margar styttri myndir sem at- hygli höfðu vakið. Þegar News- front var frumsýnd kom mönnum saman um að Phil Noyce hefði skipaösér i röð bestu kvikmynda- stjóra Astraliu, en þar hafa kvik- myndir verið i miklum uppgangi siðustu árin og margir mjög góðir kvikmyndastjórar komið fram. Newsfront hlaut meðatsókn i Astraliuog mjög góðar viðtökur á kvikmyndahátiðunum i London, New York og Cannes. Hún þykir vel gerö, spennandi og frábær- lega leikin. — ih Kammer- tónleikar 4 mánudagskvöldið efnir Tón- skóli Sigursveins D. Kristins- sonar til kammertónleika i Nor- ræna húsinu.Er þetta fimmta árið i röð sem skólinn efnir til tónleika á jólaföstu. Efnisskráin er. mjög fjölbreytt og verður eingöngu flutt af nem- endum á hærri námsstigum. Meðal höfunda má nefna Mozart, Grieg, Telemann, Brahms og Rautavara. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og eru foreldrar, nem- endur, styrktarfélagar og aðrir velunnarar skólans velkomnir. Tónleikar á torginu Skólalúðrasveit Árbæjar og Breiðholts heldur tónleika við úti- markaðinn á Lækjartorgi i dag, laugardag, kl. 14. Á sama stað verður foreldra- félag hljómsveitarinnar einnig með kökusölu til styrktar starf- semi sveitarinnar. —ih Blásið í Bústaðakirkju Trómet-blásarasveitin, öðru nafni Blásarasveit Fjölbrauta- skólans i Breiðholti, heldur tónleika i Bústaðakirkju á morg- un, sunnudagtkl. 21. Olrik Ólason leikur á orgel. Á efnisskránni er einkum barokk og jólatónlist. Þetta eru fyrstu opin- beru tónleikar sveitarinnar. Kvikmyndir frá ÓL í Moskvu I dag og á morgun veröa sýndar kvikmyndir um ólympiuleikana i Moskvu i MIR-salnum, Lindar- götu 48. I dag kl. 15. veröur sýnd mynd um opnunarhátið leikanna á Lenin-leikvanginum og á morg- un verður sýnd mynd um loka- hátiðina, einnig kl. 15. Með þessum myndum verða sýndar nokkrrar styttri iþróttamyndir. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Barðir til róbóta Hljómsveitirnar Fræbbblarnir, Þeyr og Utangarösmenn halda tónleika i Gamlabió n.k. miðviku- dag kl. 21.00, og neínast tónleikarnir „Barðir til róbóta”. Forsala aðgöngumiða hefst i dag i Fálkanum, Laugavegi 24. Firmakeppni TR Firmakeppni Taflfélags Reykjavikur i tilefni 80 ára af- mælis félagsins hefst á sunnudag, 14. des. kl. 14 og heldur áfram hvcrt kvöld kl. 20 þar til yfir lýk- ur. önnur starfsemi fellur niður á meðan. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad kerfi, 2x10 minútur. Þrjú efstu fyrirtæki hvern keppnisdag fara i úrslit, sem tefld verða fyrsta sunnudag eftir að öll fyrir- tæki hafa tekið þátt i undanúrslit- um. Sama keppanda er leyfilegt að taka þátt i öllum undanúrslitum, en fyrir nýtt fyrirtæki i hvert sinn. Keppandi dregur út nafn fyrirtækis sem hann keppir fyrir. Keppendum veröa veitt peninga- verðlaun og fyrirtækjum verö- launaskjöl. Skemmtikvöld í Klúbbnum N.k. miðvikudagskvöld verður skemmtikvöld i vcitingahúsinu Klúbbnum á vegum SATT, Jassvakningar og Visnavina. Fram koma visnavinir, jass- kvartett Guðmundar Ingólfssonar, hljómsveitirnar Steini blundur, Mezzoforte og hljómsveit Bobby Harris. Jóhann G. Jóhannsson kemur fram ásamt Bobby Harris og gitar- leikaranum Gus Isadore. Gestur kvöldsins verður Jakob Magnússon. Vélamaður óskast Óskum að ráða vanan vélamann til vinnu á ýmsum vélum m.a. á stórum hjóla- skóflum. Nánari upplýsingar gefnar i sima 21000. Vegagerð rikisins Borgartúni 7, Reykjavik. U fjORUM linum Wog^iú Auðunn ^Bragi Sveinsson ,,í FJÓRUM LÍNUM1' er fyrsta bindið í vísna og ljóðasafni, sem Auðunn Bragi Sveinsson skóla- stjóri safnar og velur. Heiti bókarinnar gefur til kynna innihald hennar. Hér eru vísur sem eiga það sameiginlegt að vera f jórar ljóðlínur. Stakan, bæði venjulega og dýrt kveðin, er að vonum fyrirferða- mest í þessu safni. Hér er flestum mannlegum til- finningum einhver skil gerð og oftast gerð grein fyrir aðdraganda að tilurð vísnanna, en höfundar eru um 150 hvarvetna aö af landinu og erindin losa átta hundruð „BARNIÐ, VÖXTUR ÞESS OG ÞROSKI" fjallar á skýran hátt um vöxt og þroska bama allt frá fæð- ingu og fram á unglingsárin. Hún segir frá atriðum og viðfangsefnum, sem flestir eða allir ungir for- eldrar velta fyrir sér, tekur til umfjöllunar ýmis uppeldisleg, félagsleg og sálfræðileg vandamál, sem foreldrar glíma við að meira eða minna leyti í uppvexti og uppeldi barna sinna. Efnið er framsett á auðskiljanlegan hátt og myndir og teikningar styðja við textann. Þórir S. Guðbergsson félags- ráðgjafi annast útgáfu bókarinnar_____________ SETBERG FrejnugDtn 14 <

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.