Þjóðviljinn - 23.12.1980, Page 5

Þjóðviljinn - 23.12.1980, Page 5
Þriðjudagur 23. desember 1980 þjöÐVILJINN — SÍÐA 5 Þuríður Jó- hannesdóttir skrifar um barnabækur: bóhmenirtir Pabbi er á sjó Gunnhildur Hrólfsdóttir Undir regnboganum, 124 bls. Teikningar: Kristín Arngrimsdóttir Námsgagnastof nun 1980 Undir regnboganum er verð- launasaga úr samkeppni rikisút- gáfu námsbóka á barnaárinu. Sagan fjallar um 11 ára stelpu sem skiptir um umhverfi. Hún er fædd og uppalin i sjávarplássi fyrir norðan og þar hefst sagan. Mestur hluti hennar gerist þó fyrir sunnan og lýsir þvi hvernig stelpan Dagga kynnist nýju um- hverfi en þó fyrst og fremst nýjum siðum og viðhorfum sem hún á ekki að venjast að heiman frá sér. Móðir hennar slasast við vinnu i frystihúsinu og verður að vera á spitala. Pabbinn álitur mikilvæg- ara að vinna fyrir sumarbústað og bátaskýli við hann heldur en að taka sér fri i nokkra túra og sinna börnum og heimili. Þá kemur til sögu sú andstyggilegasta amma sem ég hef kynnst i barnabók. Hún er með hreinlætisæði, er stjórnsöm úr hófi og „segir ekki sögur, en hún kveður upp dóma” (8) Hún talar ekki við börn heldur ráðskast með þau. Dagga litla er kúguð og bæld sem eðlilegt er eins og nánasta umhverfi hennar er lýst og amma sendir hana suður til frændfólks hennar. Gott að vera i Reykjavík Og nú gerist það sem aldrei áður hefur gerst i barnabók (ekki svo ég minnist a.m.k.) Reykjavik verður að jákvæðum stað. Dagga kynnist allt öðrum heimilisbrag og fer að liða vel og njóta sin betur en fyrr. Heima var henni innprentað að hreinlætið og þrifn- aðurinn skipti meginmáli en hjá frændfólkinu er það mjög margt annað sem situr i fyrirrúmi. „Við þvoum upp i kvöld þegar sólin er sest og farið að kólna. Okkur liggur ekkert á, en sólinni liggur á.” (105). Þarna er lika talað við börnin eins og fóik og móðir Döggu er greinilega óvön þvi. Það kenur i ljós þegar hún kemur suður. „Birna vissi ekki hverju hún átti að svara. Hún var ekki vön að vera ávörpuð af börnum.” (84) Og henni blöskrar alveg þegar tekið er tillit til þarfa barnanna og þeirra ákvarðanir eru virtar. Maria biður dóttur sina að passa bróður sinn en hún var búin að ákveða að gera annað. „Maria brosti. — Þá gengur fyrir. Ég var að ákveða saumaskapinn rétt núna, svo hann verður að biða.” (107-8). Og Birna hugsar”.... að láta stelpufrekjuna ráða svona yfir sér.... Dagga hefði sko fengið að að gegna, ....” (108). Dagga rekur sig lika á að ýmis- legt sem hún hefur aldrei efast um að væri gott og gilt er kannske þess virði að hugsa um það frá fleiri hliðum. Ella, elsta systirin er byrjuð að vera með strák og verður að kaupa Möggu sem er með henni i herbergi til að vera að heiman eitt kvöld”... með þvi að gefa henni á bió — hækkað verð — og fyrir kóki og poppi i hléinu. — Þetta verður dýrst spaug fyrir Ellu, sagði Fema.— En hún er nú lika að ná sér i fyrir- vinnu, sagði Dagga. Fannar leit á hana með meðaumkun i svipnum. Dagga, stundum gæti maður haldiðað þú værir hundrað ára en ekki bara 11.” (90-91). Deilt á Þorpsmóral Mér sýnist höfundur vera að deila á móralinn i sjávar- plássunum þarsem ekkert skiptir máli nema vinna og aftur vinna. Dagga hringir norður i ömmu sina til að segja fréttir af mömmu sinni sem hafði gengist undir að- gerð. Amma vonar að þær komi fljótt heim”.... Þvi hér er allt á kafi i fiski og allir að vinna,....” (101) Döggu litlu langar ekkert heim. „Mamma að vinna — þreyttþegarhún kæmi heim. Hún ein að rolast og pabbi á sjónum” (109) Sumum finnst e.t.v. nokkuð langt gengið að láta stelpuna 11 ára uppalda i sjávarplássi fara sina fyrstu sjóferð i Reykjavik. „Pabbi er sjómaður, en hann geturaldreitekiðmig með.” (68). Astrid Lindgren vísar á skólann Hjá MALI OG MENNINGU er komin út bók handa yngstu lesendunum eftir hinn kunna barnabókahöfund Astrid Lindgren. Þessi bók heitir Ég vil lika fara i skóla og segir frá Lenu sem er fimm ára og fær að fara með bróður sinum i skólann einn dag. Fallegar litmyndir eru á hverri siðu i bókinni og þær hefur Ilon Wikland gert, en hann er kunnur fyrir myndskreytingar sinar á bókum, m.a. eftir Astrid Lindgren. Bókin Vist kann Lotta ÉC VIL LÍKA FARAI SKÓLA næstum alltsem kom út fyrir ári siðan hjá MALI OG MENNINGU er einnig gerð i sameiningu af þeim Astrid Lindgren og Ilon Wikland. Asthildur Egilson þýddi báðar bækurnar. Teiknisögur úr goðafræði „HAMARSHEIMT” OG FLEIRI TEIKNIM YNDASÖGUR Ot er komin hjá IÐUNNI önnur bókin i flokki teiknimyndasagna sem nefnist Goðheimar. Heitir þessi bók Hamarshcimt, en sú fyrsta sem kom i fyrra nefnist Úlfurinn bundinn. Þetta eru danskar teiknimyndasögur, gamansöm útfærsla á norrænni goðafræði eins og frá goðunum er sagt i Snorra- eddu og Eddu- kvæðum. Teikningar gerði Peter Madsen en sagan er eftir Per Vadmand, Hans Rancke-Madsen, Peter Madsen, Henning Kure „og höfund Þrymskviðu”, eins og segir á titilblaði. Af þvi má ráða að kveikja sögunnar er frásögn Þrymskviðu af þvi er Þrymur stal hamri Þórs, heimtaði Freyju fyrir konu, og Loki fór þvi með Þór dulbúinn i kvenklæði til jötunheima að ná hamrinum. Bókin er gefin út i samvinnu við A/S Interpresse i Kaupmannahöfn . Guðni Kolbeinsson þýddi textann. Bókin er prentuð i Belgiu. — Þá hefur Iðunn gefið út þrettán aðrar teiknimyndasögur i flokknum sem áður eru kunnar. Best gæri ég samt trúað að þetta sé trúverðug lýsing. Nú gæti einhver haldið að þetta væri heldur alvarleg saga. Svo er þó ekki, mér hefur bara orðið svona tiðrætt um þessi atriði vegna þess að mér finnst þau ansi hreint athyglisverð. En þar sem stærsti hluti sögunnar gerist á þessu frjálslynda Reykjavikur- heimili þar sem tekið er tillit til þarfa barnanna, fer ekki hjá þvi að þau taka sér eitt og annað skemmtilegt fyrir hendur: Njósna um Ellu og kærastann, fara inn i dimmu kompuna og finna gamla saft sem þau verða skrýtin af að drekka o.fl. Ein aðfinnsla i lokin. Dagga er send suður um vetur og frænd- systkini hennar eru i skóla en það er ekkert minnst á skólagöngu Döggu. Það hlýtur alltaf að vera eitthvert mál að taka 11 ára barn úr skóla en það er eins og það gleymist alveg. Hugrún Skelfing er heimurinn skrýtinn, 120 bls. Þjóðsaga 1980 Þetta er lika saga um litla stelpu sem skiptir um umhverfi. Mamma hennar er dáin og pabbi sjómaður svo hún er send i sveit til afa og ömmu 6 ára gömul. Þar liður henni ósköp og skelfing vel, leikur við hund og kött og talar um guð og englana við hana ömmu sina góðu. Hún eignast einnig leikfélaga á næstu bæjum og fer undir bókarlok i ferðalag til Danmerkur með pabba sinum. Það ber margt til tiðinda eins Kristin Arngrimsdóttir teiknaði myndir i bókina. og sést á kaflaheitum: Glói lendir i slysi, Vilborg fótbrotnar, Lotta fær tannpinu, Lotta lendir i lifs- háska. Aðalefnið — þ.e. hvernig það er fyrir 6 ára barn að koma úr Reykjavik i sveitina, missa for- eldrana og fá ömmu og afa i stað- inn — hverfur um of i skugga fyrir svona stórtiðindum. Fyrir bragðið finnst mér persónan Lotta verða allt of yfirborðsleg svo og frásögnin öll. Hér er þó greinilega á ferð þjálfaður rithöf undur þvi sagt er lipurlega frá og samtölin eru vel unnin. Einn galli er á bókinni sem skrifast á reikn- ing útgefanda. Letrið er alltof smátt miðað við þann aldur sem sagan höfðar til. ÞJ Laukblómin eru hulin mold fram á vor úti í garöinum, en nú þegar eru þau í fullum blóma í blómaverslunum. Túlipanar, hýasintur, já öll lifandi blóm, er sú gjöf sem ætíð gleöur jafnt á jólum sem á öörum árstíma.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.