Þjóðviljinn - 24.12.1980, Side 3
Miðvikudagur 24. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Kvikmynda-
blaðið —
nýtt tímarit
Kvikmyndablaðið l.tbl. l.árg.
er komið'út. Hér er um aö ræða
Timarit sem kvikmyndaunn-
endur hafa lengi þráð, þvi það er
helgað kvikmyndum, innlendum
sem erlendum.
Meðal efnis i þessu fyrsta tölu-
blaði eru greinar eftir Hrafn
Gunnlaugsson, Viðar Vikingsson
Þráin Bertelsson, Bergþóru
Gisladóttur og Orn Þórisson.
Fjallað er um jólamyndir kvik-
myndahtlsanna, nyútkomna bók
um kvikmyndir, birt er þýtt viðtal
við breska kvikmyndastjórann
John Boorman ofl.,
Ætlunin er að Kvikmyndablaðið
komi út tiu sinnum á ári. Ritstjóri
er Friðrik Þór Firiksson og
aðstoðarritstjóri Jón Karl Helga-
son, en Sveinn Blöndal sá um útlit
blaðsins, sem er 52 blaðsiður,
prentað i Hagprent. Kvikmynda-
blaðið fæst f öllum kvikmynda-
húsum Reykjavikur og á flestum
blaðsölustöðum og kostar 2000
Gkr. Skrifstofa blaðsins er að
Vesturgötu 3, simi 13339, og er
hægt að gerast áskrifandi þar.
Einmana tjald stóð enn uppi I Laugardalnum i snjókomunni f gær. Liklega nokkuð kaisamt um jólin
— Ljósm.: —eik —
Sjómannasamningarnir:
Næsta skrefið er að
afla verkfallsheimilda
— neiti útgerdarmann áfram að rœða við
okkur blasir verkfall við,
segir Guðmundur Hallvarðsson
Eftir aö útgeröarmenn stóðu
upp á samningafundi á dögunum
og neituöu að ræða frekar við sjó-
menn um nýja kjarasamninga,
hefur iitið i málinu gerst.
Framundan er ákvörðun um nýtt
fiskvcrðum áramótin, þannig að
mörgu á eftir að ganga frá áður
en vetrarvertið hefst.
— Næsta skrefið i þessu máli er
að félögin innan Sjómannasam-
bandsins afli sér verkfallsheim-
ildar en það hafa þau ekki öll gert
enn þá. Þegar þau hafa gert það,
munum við i sjómannasamtökun-
um ráða ráðum okkar, sagði
Guðmundur Hallvarðsson vara-
formaður Sjómannasambandsins
i viðtali við Þjóðviljann i gær.
Aöspuröur um verkfall, sagði
Guðmundur að ljóst væri að ef
útgerðarmenn héldu fast við fyrri
ákvörðunsina um að neita samn-
ingaviðræðum, útaf jafn miklu
réttlætismáli og samræming i lif-
eyrismálum sjómanna væri, sæi
Guðmundur Hailvarðsson
hann ekki aðra leið færa en beita
verkfallsvopninu. Sem dæmi um
hve mikið réttlætismál lifeyris-
samræmingin væri sagði
Guðmundur að það gæti munað
meira en helming hvað togara-
sjómaður fengi miklu hærri lif-
eyrisgreiðslu, en bátasjómaður
þegar látið væri af störfum.
Tómas Árnason sem nú gegnir
stöðu sjávarútvegsráðherra i
fjarveru Steingrims Hermanns-
sonar kvaddi fulltrúa Llú i
gærmorgun til viðræðna um
ástæður þeirra til að slita samn-
ingaviðræðum. Sagði hann að
rikisstjórnin mundi gera allt sem
i hennar valdi stendur til að leysa
deiluna. — S.dór.
Rekstur barnaheimilanna dýr:
1 miljarður í byggingar
dagyistarstofnana
nyrra
i ræöu sinni um f járhagsáætlun
Reykjavikurborgar 1981 fjallaði
borgarstjóri um dagvistarstofn-
anir borgarinnar, rekstur þeirra
og fyrirhugaðar framkvæmdir,
og sagði m.a.:
Þrátt fyrir verulega áformaðar
hækkanir á dagvistargjöldum og
ótalinn kostnað vegna launa-
Kostnaður við rekstur heilsu-
gæslustöðva eykst verulega á
næsta ári og um það sagði
borgarstjóri i framsögu fyrir
fjárhagsáætlun 1981:
Gert er ráð fyrir þvi að hin nýja
heilsugæsiustöð i G-álmu Borgar-
spitalans starfi allt árið. Heil-
brigðisráð hefur jafnframt gert
tillögu um að borgarsjóður kaupi
hlut i nýrri heilsugæslustöð á Sel-
tjarnarnesi og reki hana i sam-
vinnu við Seltirninga en talið er
að stööin geti komið i gagnið á ár-
inu. Borgarstjórn hefur enn eigi
fjallað um þessa tillögu og er
fjárveiting til rekstrarþátttöku i
hinni nýju stöð þvi ekki i frum-
varpi að fjárhagsáætlun.
hækkana á næsta ári nemur
kostnaður borgarsjóðs við hvert
barn á dagheimili um 1 miljón 775
þúsundum króna á ári. Fjölgun
dagheimila leiðir þvi augljóslega
af sér aukinn rekstrarkostnað
borgarsjóðs en á móti kunna að
koma auknar tekjur vegna fjölg-
unar launþega á vinnumarkaði.
Heilbrigðisráð undirbýr nú
stórátak i uppbyggingu heilsu-
gæslustöðva i borginni. Þarf að
vanda þann undirbúning vel og
tryggja kostnaðarþátttöku rikis-
sjóðs i stofnkostnaði hinna nýju
stöðva áður en farið er af stað.
Hins vegar mun verulegur
rekstrarkostnaður lenda á
borgarsjóði, þótt þær spari mikið
fé á öðrum liðum i hinu flókna
greiðslukerfi heilbrigðiskerfisins.
Rekstur heilsugæslustöðvanna,
fjögurra, i Hraunbæ, i Domus
Medica i Asparfelli og i Borgar-
spitala er áætlaður að muni kosta
172 miljónir á næsta ári.
Siðar i ræðu sinni, sagði
Rekstur barnaheimila Reykja-
vikurborgar kostar borgarsjóð 2.7
miljarða króna á næsta ári og
hefur þá verið gert ráð fyrir að
veruleg hækkun fáist á vistgjöld-
um. Verðlagsyfirvöld hafa sem
kunnugt ertalið sig hafa umfjöll-
unarrétt um fjárhæð dagvist-
unargjalda og þá úrskurðað þau
borgarstjóri: Framundan er
mikið óleyst verkefni, við að
byggja upp kerfi heilsugæslu-
stöðva hér i borginni. Gert er ráð
fyrir fjárveitingu að fjárhæð 150
miljónir i þessari fjárhagsáætlun
til bygginga eða innréttinga
nýrra heilsugæslustöðva, en ljóst
er að sú fjárhæð mun duga
skammt. Bygging heilsugæslu-
stöðva er kostuð af rikissjóði að
85% og er þvi nauðsynlegt að
gengið sé eftir þvi að rikið upp-
fylli skyldur sinar i þvi efni, en
borgarsjóður sé ekki neyddur til
þess að framkvæma og i raun
kosta byggingu stöðvanna sökum
sinnuleysis fjárveitingavaldsins
um þessa starfsemi hér i borg.
stöðugt lægri hluta al reKstrar-
kostnaði heimilanna. Vafasamt
verður að telja að iram-
kvæmdavaldið geti þannig i raun
fyrirskipað sveitarfélögum
skattlagningu á þegna sina i þvi
skyni að greiða niður dagvistun
barna. Sá ákvörðunarréttur
hlýtur aö eiga að vera i hendi
sveitarstjórnanna.
Á árinu 1980 hafa bæst við dag-
vistarstofnarnir við Iðufell,
Arnarbakka og Hálsasel og skóla-
dagheimili við Blöndubakka og i
Austurbæjarskóla. Á næsta ári
bætast við dagheimili og leikskóli
við Ægissiðu og e.t.v. fleiri stofn-
anir. Reiknað er meö þvi að i árs-
lok 1981 verði rúm fyrir 905 börn á
dagheimilum borgarinnar, 356
börn á dagheimilum og leikskól-
um og 1690 börn á leikskólum.
Á sviði dagvistarmála eru
helstu framkvæmdir bygging
dagheimilis og leikskóla við
Ægissiðu, þá má nefna dagheimili
við Tungusel, Hraunberg og
Bústaðaveg svo og skóladag-
heimili i Breiðholti III. Fleiri
stofnanir eru á framkvæmda-
áætlun 1981, en alls er ætlað að
framkvæma fyrir 1030 miljónir á
þessu sviði.
Nýjar heilsugæslustödvar
Djass
á milli
hátíða
Mánudaginn 29. desember
heldur Jazzvakning sibasta
djasskvöld ársins. Það verður á
Hótel Borg og hefst kl. 21.
Fram koma Kvartett
Guðmundar Ingólfssonar og Nýja
kompaniið og sérstakir gestir
verða Rúnar Georgsson og Viðar
Alfreösson. Kvartett Guðmundar
Ingólfssonar skipa Björn
Thoroddsen gítar, Gunnar
Hrafnsson bassa, Guðmundur
Steingrfmsson trommur og
Guðmundur Ingólfsson píanó.
Nýja kompaniiðsamanstendur af
Jónanni G. Jóhnnssyni pianó,
Jóhönnu Þórhalldsóttir söng-
vara, Sigurbirni Einarssyni
tenórsaxófón, Sigurði Flosasyni
altsax, Sigurði Valgeirssyni
trommur, Sveinbirni Baldvins-
syni gítar og Tómasi Einarssyni
kontrabassa.
• •
Jón Orn
Marínósson
aðstoðar-
dagskrár-
stjóri
A föstudag var Jón Orn
Maninósson fréttamaður á
fréttastofu útvarpsins ráðinn
i stöðu aðstoðardagskrár.
stjóra hjá sömu stofnun.
Tekur hann viö af Baldri
Pálmasyni sem hættir nú
störfum eftir langt starf hjá
útvarpinu. Jón Orn er 34 ára
gamall og lögfræöingur að
mennt.
—GFr
Kvenréttindafélag
/
Islands:
Undrun
á af-
stöðu
ASÍ
Kvenréttindafélag Islands
minnir Alþýðusamband
tslends á það, að nú er
hálfnaður kvennaáratugur
Sameinuðu þjóðanna, sem
ætlað er að vinna að
réttindamálum og auknum
áhrifum kvenna um heim
allan.
Innan Alþýðusambands
tslands eru konur tæplega
helmingur félagsmanna. A
nýafstöðnu ASt-þingi gerðist
það hins vegar, að konum i
miðstjórn Alþýðusambands-
ins fækkaði um þriðjung.
Stjórn Kvenréttinda-
félagsins lýsir undrun sinni
og vanþóknun á þessu. Það
er yfirlýst markmið stjórn-
valda á tslandi að vinna að
jafnrétti kynjanna i reynd.
Alþýðusambandi Islands
sem stærstu launþegahreyf-
ingu i landinu ber skylda til
að virða þessi markmið og
framfylgja þeim i hvivetna.
(Fréttatilkynning)
Verum
viðbúin
vetrarakstri)