Þjóðviljinn - 24.12.1980, Side 9

Þjóðviljinn - 24.12.1980, Side 9
Miðvikudagur 24. desember 1980 1 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Séra Sigurjón Einarsson, Kirkjubæjarklaustri: Mælikvarði á mannúð ...En Gisla, þinn útlaga, haldið éghef, og hvenær sem get þaö, ég verð honum hlff”, S.G.S. Það var gaman að lesa þætti Ellnár Pálmadóttur I Morgun- blaðinu nflna á aðventunni, þætti hennar um sjómennina frá Pampole, og sér I lagi þótti mér, sem á heima milli jöklanna og hafnlausu strandarinnar fróðlegt að lesa um fransmanninn Tonton Yves le Roux, sem ungum var bjargað á öræfafjöru. Hannes heitinn á Núpsstað sagði mér einu sinni frá þessu strandi, og nú rifjaðist þetta allt saman upp og sagan llka sögð frá hinni hliðinni, frá sjónarhóli hans sem bjargað var og ber siðan hlýjan hug til fólksins hér um slóðir. Svo sannarlega hlýnar manni um hjartarætur, þegar maður les um það hvað lltil þjóö getur orðið stór, þegar þegnar hennar leggja lif sitt I hættu til bjargar mannllfi — á hvaða sviði svo sem það er. Þú veizt i hjarta þér, kvað vindurinn, að vald og ríki er ekki manngrúinn.— Hvað þarf stóra þjóð til að segjasatt,— til að sólarljóö hennar ómi glatt i himininn? sagði Þorsteinn heitinn Valdi- marsson. En það er fleira en þetta, sem kemur I huga nú á aðventunni hér austur undir jöklunum þar sem fólkið hefur svo oft lagt lif sitt að veði til að bjarga öðru fólki, sem það átti I sjálfu sér engar skyldur við, en hraktist á fjörur þess I einni eða annarri mynd. „Ég minnist þess ekki, að strandmenn á Meðallandsfjöru hafi verið krafðir um persónu- skilrlki”. En eitthvað á þessa leið komst Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir frá Steinsmýri að orði i máli þvl, sem hvað hæst hefur borið á aðventunni, þvi enn hefur fransmanni skolaö á fjörur Is- lands. Sá er útlagi I landi sinu, en hefur þó ekki framið neitt það af- brot, sem Islenskur maður skoðar saknæmt, og ætti vopnlaus þjóö fremur að fagna en sýta, þegar einstaklingur hernaðarstórveldis neitar að axla drápstól, sem Is- lendingar hafa ætið verið sam- mála um að leggja aldrei I hendur islenskum manni. En frans- maðurinn, Gervasoni, stendur einn i heiminum. Hann ber ekki nafn, sem þekkt er á heimsbyggð inni, hann er ekki listamaöur á heimsmælikvarða, ekki pólitiskur minnihlutamaður, en hann er hins vegar einn úr hópi þeirra þúsunda, sem nefnd er alþýða, einn „hinna minnstu bræðra” eins og sá komst að oröi, sem við flest viljum kenna okkur við og minnumst senn á helgri hátlð. Sá hefur lengi verið metnaður Islendinga aö standa fast með þeim, sem minnimáttar eru I llfs- ins ólgusjó — og hefur slikt verið innrætt okkur a.m.k. svo lengi, sem kristln trú hefur verið boðuð I landinu — og þá sennilega allt frá þvi, aðmannsfótur snart islenska jörð. Ég man ekki betur en I lögum okkar, a.m.k. fyrr meir, hafi það saknæmt talist að úthýsa manni, sem gistingar baðst. Vegna skorts á uppsláttarbókum get ég ekki staðfest þetta, en það gæti hins vegar húsbóndi minn i dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Það hefur a.m.k. verið metn- aður okkar að sýna höfðingsskap Sigurjón Einarsson og gestrisni, verja lftilmagnann og bregða skildi fyrir hinn of- sótta. Bókmenntir okkar eru lika fullar af slíkri Ufsspeki. Þegar ég fór að taka saman þessi orð, þá kom fyrstur I hug minn Breiðfirðingurinn Ingjaldur i Hergilsey, sem frægur er úr Gísla sögu Súrssonar og skáldið Stephán G. Stephánsson hefur rómað I ljóði, sem enn þann dag i dag er lesið og lært I nær öllum grunnskólum landsins og vitnað er til i upphafi þessa máls. Mér verður lika hugsað til annars Vestfirðings, get næstum kallað hann gamlan sveitunga, þvi að báðir erum við Arnfirðingar. A ég þá við Guðmund G. Hagalín rithöfund og skáldverk hans Kristrúnu i Hamravik. Aldrei var reisn þeirrar „gömlu, góðu konu” meiri en þegar hún stendur andspænis hreppstjóranum „I þeim hreppi Grundarhreppi” og afgreiðir mál hinnar brotthlaupnu Anitu* án þess að orði sé hallaö og með þeirri hjartahlýju, sem betur væri fylgifiskur fleiri mála. Atti þessi llfsviska skáldverks- ins ekki lltinn þátt i þvi að styðja viö þá réttlætiskennd, sem ég held, að þrátt fyrir allt hafi lifað góðu lifi I Arnarfirði ,,i þá gömlu, góðu daga”. Ég fullyrði, að allir málsaðilar hefðu vaxið af þvi, ef þau Guðrún Helgadóttir og Friðjón Þórðarson hefðu afgreitt Gervasoni-málið með þeirri hjartahlýju, sem þau Kristrún gamla i Hamravlk og Jón hrepp- stjóri Timóteusson afgreiddu mál Anitu i skáldverki Hagalins. Það átti aldrei að gera þetta að stóru máli, en sem betur fer er ekki öll nótt úti enn. Hins vegar þykir mér nær óskiljanlegt hvað margur maður- inn virðist finna þörf hjá sér að ausa þetta mál auri og skrifa um það i þeim tón, að maöur gæti nærri haldið, að sú væri óskin ein, að ganga framhjá Gervasoni og sparka i hann. Hefur þó aldrei stórmannlegt þótt að sparka I fallinn mann. Þessi skrif virðast llka hafa átt óvenju greiðan að- gang að blöðunum. 1 sjálfu sér er það ekki alveg nýtt, að skrifað sé i þessum dúr, þegar útlendingar eiga i hlut. En sjaldan mun þó tólgin hafa verið stungin af slikum bægslagangi. Má Iþessu sambandi t.d. minna á kaldarkveðjur til hraktra Gyð- inga, sem hér fengu hæli fyrir striðið, og meira að segja vottaði fyrir þessu þegar Vietnamarnir komu i fyrra, en þá gættu blöðin að sér. Þess munu þó varla finn- ast dæmi, að útlendingar þeir, sem hér hafa fengið skjól hafi ekki samlagast islenskum að- stæðum og oröið góðir Islend- ingar. Má hér sjálfsagt kenna þess ótta, sem aðþrengdu samfélagi stendur stundum af utanaðkom- andi fólki, og er það vist stað- reynd, að þvi aðþrengdara sem samfélagið er — þvi tortryggnara er það. Kannski er það líka þannig, að I hatursskrifum fá þeir útrás, sem telja að ofbeldi sé vænlegt til árangurs, en munum það, að ofbeldinu hefur maður 20. aldarinnar fært alltof stórar fórnir. Mál fransmannsins Gervasoni hefur þróast þannig, aö það er ekki lengur hans mál eitt. Það er orðið mælikvarði á mannúð. Það er mælikvarði á llfsstll litillar þjóðar, spuming um, hvort við ætlum enn um skeið að halda I heiðri þeim manndómi, sem menning okkar er gegnsýrð af, eða hvort við ætlum að bera manndóm okkar á markaðstorg og ýta undir þau lifsviöhorf, sem krefjast þess, að við stöndum aldrei við neitt, að hagnaöarvonin ein eigi að ráða. Við skulum hugsa um þetta, og ég vona að Gervasoni fái landvist — að það verði jólagjöfin tii hans. Jóla- sveinar flugu norður Þeir jólasveinar Aska- sleikir og Stekkjastaur voru ekki fyrr komnir til Reykjavíkur en þeir þáðu boð Flugleiða um að f Ijúga norður til Akureyrar og skemmta börnum í bæn- um, sem þar biðu jólanna í of væni. Bræðurnir voru á hraðri ferð að þessu sinni eins og oftast áður og vildu þess vegna fyrst og fremst lita inn á sjúkrahúsið, vist- heimilið Sólborg og dagheimilið Pálmholt. Askasleikir, sem gjarnan kallar sig foringja jóla- sveinanna, skemmti krökkunum með söng og tralli við undirleik Stekkjastaurs, en hann spilar nefnilega á harmóniku. Krakkarnir i Pálmholti heimsóttir. Fyrir hönd Flugleiða færðu lögunum að gjöf frá félaginu, og jólasveinarnir stofnununum krakkarnir fengu ailir litprentaða nokkrar hljómplötur með jóla- veggmynd af þeim bræðrum sjálfum að leggja upp I flugferð- ina, með kveðju frá Flugleiöum og jólasveinunum. Afkoma ullariðnaðarins hefur batnað á árinu Afkoma ullariðnaðarins hefur batnaðá þessu ári og sfanda vonir til að ekki verði tapá þessari iðngrein í ár, að því er Víglundur Þorsteinsson formaður Otf lutningsmiðstöðvar iðnaðarins sagði i ávarpi á haustfundi ullariðnaðar- ins, sem haldinn var 12. desember sl. Þetta sagði Viglundur að mætti einkum rekja til þriggja atriða. I fyrsta lagi hefðu útflytjendurnáð fram umtalsverðum verð- hækkunum erlendis. I öðru lagi hefðu margir framleiðendur náð að auka framleiðni sina verulega. I þriðja lagi hafi verðhækkanir á fiskafurðum okkar á erlendum markaði ekki haldið áfram á árinu. Fiskútflytjendur hafi búið við verðstöðnun og i sumum til- vikum verðhjöðnun mestan hluta ársins. Fyrir bragðið hafi orðið að gripa til mun hraðara gengis- sigs á árinu og hafi það að mestu verið i takt við verðbólguna inn- aniands. —eös Ódýrt Kanada timbur Innfiutningsdeild StS hefur nú fest kaup á 7 þús. teningsmetrum af timbri frá Kanada. Er það um það bil helmingi ódýrara en það timbur, sem fiutt hefur verið inn frá Rússlandi en hingað til hafa timburkaup okkar að mestu verið bundin vió Rússiand og Norður- löndin. Kanadiska timbrið kemur frá norðurhéruðum landsins. Það er nokkru grófara en það timbur, sem menn eiga að venjast hér. Sýnist þó henta vel til húsabygg- inga hérlendis, t.d. við mótaupp- slátt. Það er vel þurrkað og kvistalitið. Nokkrar reynslusend- ingar, sem keyptar hafa verið á þessu ári, hafa gefið góða raun. Kanadiska timbrið er væntan- lega til landsins með vorinu og sér Skipadeild SIS um flutning- inn. A næsta ári gerir Innflutnings- deildin ráð fyrir að flytja inn um 17—18 þús. teningsmetra af timbri. Er það að visu ivið minna en venjulega og stafar af þvi, að búist er við einhverjum sam- drætti i húsbyggingum. — mhg Sýndu í Færeyjum 22 islensk fyrirtæki tóku þátt i vörusýningu i Þórshöfn i Færeyj- um i siðasta mánuði og náðu nokkur fyrirtækjanna góðum árangri i sambandi við sölu. Mikla athygli vakti einkum árangur Trésmiðjunnar Meiðs, segir I fréttabréfi iðnrekenda.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.