Þjóðviljinn - 24.12.1980, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 24.12.1980, Qupperneq 12
LEIKHÚS UM JÓLIN 12 StÖA — ÞJÓÐVILJINN Míðviklidagur 24. deseiiibér' 1980 Frumsýning í Þjóðleikhúsinu á annan dag jóla Nýr íslenskur ballett Hf ■ 'iMé Sveinbjörg Alexanders og Michael Molnar á sviðinu i Þjóðleikhúsinu i Blindisleik. Blindisleikur eftir Jón Asgeirsson og Jochen Ulrich Áannan dag jóla verður frumsýndur nýr íslenskur ballett, Blindisleikur. Tón- listin og sagan eru eftir Jón Ásgeirsson tónskáld,en Jochen Ulrich hefur samið dansana og sviðsett verkið ásamt Sveinbjörgu Alex- anders dansara. Blindisleikur er byggður á sög- unni um Gilitrutt, en fer þó sinar eigin leiðir. Gilitrutt birtist sem karlmaður og heitir Kolur. Hann er i ætt við djöfulinn og býr með hyski sinu i firrtri, afskræmdri og vélrænni veröld. Andstæða þessheimsersveitin þar sem þau hjónin Búi og Freyja yrkja jörð- ina. Kolur verður vitni að ham- ingju þeirra og ákveður að ná sér niðri á þeim. Hann lokkar Freyju til sin og lif hans heillar hana um stund. Hdn verður fangi skraut- búnings og hreyfingar hennar verða um leiö afskræmdar. Búa tekst að frelsa hana og setur um hana verndarhring. Þau halda aftur heim, reynslunni rikari og frjálsari. Þarna er komin gamla sagan um baráttu góðs og ills i liki is- lenskrar þjóðsögu. A fundi með aöstandendum sýningarinnar kom fram að ball- ettinn er sveigður að efninu, hann á að sýna fólk, á máli nútimans. Allt er sýnt meö hreyfingum. Jochim Ulrich sagði að hann kannaðist sjálfur við svipaðar þjóðsögur, enda upprunnmn úr fjallahéruðum Þýskalands þar sem þeir Faust og djöfsi voru eitt sinn á ferð, að ekki sé minnst á aðrar sögupersónur sem við þekkjum úr ævintýrum þeirra Grimmsbræðra. I aðalhlutverkum eru Svein- björg Alexanders sem dansar Freyju, Michael Molnar dansar hlutverk Búa og Conrad Bukes er Kolur. Islenski dansflokkurinn á stóran hlut að máli, þær Ingibjörg Pálsdóttir, Asdis Magnúsdóttir, Birgitta Heide, Guðrún Páls- dóttir, Helena Jóhannsdóttir, Helga Bernhard, Lára Stefáns- dóttir, Olafia Bjarnleifsdóttir og örn Guðmflndsson ásamt fjölda annarra dansara Alls taka um 40 manns þátt i sýningunni auk Sin- fóniuhljómsveitar Islands sem leikur undir stjórn Ragnars Björnssonar. Leikmynd og bún- inga gerir Sigurjón Jóhannsson og lýsingu annast Kristinn Danielsson. Blindisleikur er ein viðamesta ballettsýning sem Þjóðleikhusið hefur sett á svið og i fyrsta skipti sem flutt er lifandi tónlist með ballett. Sveinbjörg Alexand- ers lét þess getið að i dönsunum væru notuð spor úr islenskum þjóðdönsum og tónlist Jóns Asgeirssonar hefur yfir sér blæ þjóðlaganna eins og honum ein- um er lagið. Frumsýningin er sem áður segir á annan i jólum, önnur sýn- ing á þriðja i jólum og hin þriðja þriðjudaginn 30. des. —ká Alþýðuleikhúsiö: Sýning á Kóngs- dótturinni Alþýðuleikhúsið sýnir finnska barnaleikritið „Kóngsdótturin'a sem kunni ekki að tala” í Lindar- bæ sunnudaginn 28. des. kl. 15.00. Höfundur leikritsins er Christina Andersson, þýðandi og leikstjóri Þórunn Sigurðardóttir og Guðrún Auðunsdóttir gerði leikmynd og búninga. Leikendur eru fjórir. Sýningin á sunnudaginn er 13. sýning leiksins, en aðsókn hefur verið með miklum ágætum. Miöasalan i Lindarbæ verður opin sunnudaginn 28. des. frá kl. 12.00. Sl'mi er 21971. í> Anna Einarsdóttir og Sólveig Halldórsdóttir I hlutverkum sin- um i Kóngsdótturinni sem kunni ekki aö tala. ífyf' ' 9 vV.*,] Þeir voru allir með Millilandafrumvarpinu ungu mennirnir árið 1912 þegar Þórbergur var að afla sér visku og yrkja af innblæstri. Mvndin er úr Ovitanum i Iðnó. Frá vinstri: Haraid G. Haralds, Valgeröur Dan, Hjalti Rögnvaldsson, Jón Hjartarson (Meistari Þórbergur) og Emil Gunnar Guðmundsson sem unga skáldið Þórbergur. Glima Grettis og Gláms i nútímastíl, sjónvarpsdraugurinn og and- hetjan úr Breiðholtinu mætast. Egill ólafsson og Kjartan Ragnarsson i GRETTI. Á fjölunum í Iðnó lönó verður meö sýningar á þremur verkum yfir hátiðarnar. Grettir Grettir verður sýndur á mið- nætursýningu i Austurbæjarbiói á þriðja i jólum, laugardaginn 27. des. Grettir fjallar um strák I Breiðholtinu sem eins og nafni hans forðum lendír i afbrotum, er bjargað og verður sjónvarps-' stjarna, en leggur siðan frægðina á hilluna til að vera manneskja. Við sögu koma fjölskylda Grettis, kennarar, pönkarar, sjónvarps- liðið og fleira fólk sem auk þess að leika, bregur fyrir sig söng og dansi. Höfundar eru þeir ólafur ■Haukur Simonarson, Þórarinn Eldjárn og Egill Ólafsson. Það er Kjartan Ragnarsson, sem fer með titilhlutverkið, Jón Sigurbjörnsson og Sigurveig Jónsdóttir leika foreldra hans, Harald G. Haraldsson Atla bróð- ur hans, Hanna Maria Karlsdóttir Gullauga, systur hans, og Ragn- heiður Steindórsdóttir Siggu kærustuna hans. Þá fer Egill ólafsson með hlutverk sjónvarps- draugsins Gláms en allur hljóð- færaleikur er i höndum Þursa- flokksins, sem i eru auk Egils þeir Asgeir óskarsson, Tómas Tómasson og Þórður Arnason. Fjöldi annarra leikara og söngv- ara kemur fram i sýningunni, sem i eru 20 söng- og dansatriði. Höfundur dansa er Þórhildur Þorleifsdóttiren leikstjóri Grettis er Stefán Baldursson. Rommi Rommi verður sýnt i Iðnó laugardagskvöldið 27. des. Höfundurinn D.L. Coburn hlaut Pulitzgv verðlaunin bandarisku áriö 1978 fyrir þetta verk sem valiö var besta nýja leikritiö það ár. Það segir frá samskiptum tveggja roskinna einstaklinga á elliheimili, samskiptum, sem á stundum verða mjög stormasöm, en leikritið fjallar ekki eingöngu um aidraöa heldur manneskjur yfirleitt. Það eru þau Gisli Hall- dðrsson og Sigriður Hagalin, sem fara á kostum i hlutverkum Fonsiu og Wellers,en leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson. Ofvitinn Ofvitinn verður sýndur að kvöldi annars dags jóla i Iðnó. Það þarf vart að kynna Ofvitann, enda hefur hann verið sýndur á annað leikár. Það var Kjartan Ragnarsson sem gerði leik- Gömlu hjúin á elliheimilinu spila Rommi og spjalla saman. Sigriður Hagalin og Gisli llall- dórsson i ROMMÍ. gerðina eftir bók Þórbergs Þórðarsonar. Þar segir frá Þór- bergi ungum, er hann kemur af sjónum eftir að hafa verið skit- kokkur og eiturbrasari. Hann ætlar að ganga inn i hið helga musteri vitneskjunnar Kennara- skólann, en þar reynist viskan ekki vera til húsa. Fjöldi persóna kemur við sögu, ungir menn sem eru að uppgötva lifið, jafnt i ástum sem trú á hjálpræðis- herinn. Jón Hjartarson leikur meist- arann og hefur hlotið mikið lof fyrir, en Emil Gunnar Guðmundsson leikur hann á unga aldri, þegar sagan gerist. Fjöldi annarra leikara taka þátt i sýningunni og Atli Heimir Sveins- son hefur samið tónlistina við verkið. Æfingar standa nú yfir á ÓTEMJUNNI eftir Shakespeare i þýðing Helga Hálfdánarsonar. Með aðalhlutverkin fara Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Þor- steinn Gunnarsson,en leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Frum- sýning fyrirhuguð um miðjan janúar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.