Þjóðviljinn - 03.01.1981, Page 4

Þjóðviljinn - 03.01.1981, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.-4. janúar 1981 LAUSSTAÐA Staða skólastjóra Bændaskólans á Hólum i Hjaltadal er laus til umsóknar. Umsókn- ir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist landbúnaðarráðuneyt- inu fyrir 15. febrúar 1981. Staðan veitist frá 1. april 1981. Landbúnaðarráðuneytið, 2. janúar 1981. HÚSAVÍK Ráðinn hefur verið nýr umboðsmaður Þjóðviljans á Húsavik. Hann heitir Stefanía Ásgeirsdóttir, Garðarsbraut 15, simi 96-41828. Þjóðviljinn Siðumúla 6. «1RÍKISSPÍTALARNIR Jlausar stöður LANDSPÍTALINN S VÆ FINGARH JÚKRUNARFRÆÐ- INGUR óskast á svæfingardeild Land- spitalans. Hlutastarf kemur til greina. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast á lyflækningadeild, vökudeild Barna- spitala Hringsins og á öldrunar- lækningadeild. Einnig óskast SJÚKRALIÐAR til starfa á öldrunar- lækningadeild. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarforstjóri Landspitalans i sima 29000. KLEPPSSPÍTALI HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast á Kleppsspitala og á Geðdeild Land- spitalans (33 C). Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Kleppsspitalans i sima 38160. VÍFILSSTAÐASPÍTALI AÐSTOÐARMAÐUR á deildir óskast sem fyrst við Vifilsstaðaspitala. Upp- lýsingar veitir umsjónarmaður i sima 42800. Reykjavík, 4. janúar 1981 Skrifstofa rikisspitalanna Eiriksgötu 5, simi 29000. Auglýsing um próf fyrir skjalaþýðendur og dómtúlka Þeir, sem öðlast vilja réttindi sem skjala- þýðendur og dómtúlkar, eiga þess kost að gangast undir próf, er haldin verða i febrúar n.k., ef næg þátttaka fæst. Umsóknir skal senda dóms- og kirkju- málaráðuneytinu fyrir 31. janúar á sér- stökum eyðublöðum, sem þar fást. Við innrftun i próf greiði próftaki gjald, er nemur helmingi gjalds fyrir löggildingu til að verða dómtúlkur og skjalaþýðandi. Gjaldið, sem nú er nýkr. 183.00 er óaftur- kræft, þó próftaki komi ekki til prófs eða standist það ekki. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 29. desember 1980. Rithöfundarnir Þorsteinn Antonsson (t.v.) og Guðmundur Steinsson ásamt Jónasi Kristjánssyni, formanni sjóðsstjórnar. Ljósm. — eik — Styrkir Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins: Guðmundur Steinsson, Þorsteinn Antonsson Á gamlársdag fór fram afhending styrkja úr Rithöfundasjóði Ríkisút- varpsins. Guðmundur Steinsson og Þorsteinn Antonsson hlutu styrki að þessu sinni, 15.000 kr. (ný- kr.) hvor. Jónas Kristjánsson handrita- vörður og formaður sjóðstjórnar afhenti rithöfundunum skilriki fyrir styrkveitingunni i Þjóðminjasafninu á gamlársdag. Við bað tækifæri flutti hann stutt ávarp, og sagði m.a. aðþetta væri i 25. sinn sem úthlutað væri úr Vöruskipta- jöfnuðurinn: 47,7 miljarða haÚI íloknóv. Vöruskipajöfnuðurinn var i lok nóvember óhagstæður um 47.762,9 miljón krónur (gamlar) miðað við allt árið, en halli i nóvembermánuði einum varð 3.495,1 miljón kr. Nam innflutn- ingur frá janúar—nóvember 429.268,4 miljón kr., en út var flutt fyrir kr. 381.505,5 miljónir. A sama tima árið 1979 var vöru- skiptajöfnuðurinn óhagstæður um 18.123,8 miljón krónur, en við samanburð þarf aö hafa i huga, að meðalgengi erlends gjaldeyris i jan.—nóv. 1980 er talið 37,2% hærra en sömu mánuði 1979. Vinningar í happdrætti Krabbameins- félagsins Dregið var i hausthappdrætti Krabbameinsfélagsins 1980 á aðfangadag jóla. Vinningarnir tóif féllu á eftirtalin númer: 82331 :Volvo 345 GLS,árgerð 1981. 25343: Bifreið að eigin vali fyrir 6,5milj.kr. 54299:Bifreið að eigin vali fyrir 5,5 milj. kr. 10089,19937, 91616 og 141669: Myndsegul- bandstæki, Philips 6232, 62881, 78383, 89008 Og 143852: Hljómflutningstæki fyrir 700 þús. kr. hver vinningur. Krabba- meinsfélagið þakkar veittan stuöning og óskar öllum lands- mönnum árs og friðar. (Fréttatilkynning) sjóðnum, sem stofnaður var i árs- lok 1956. Þeir rithöfundar sem styrk hafa hlotið eru rúmlega 50 talsins. Tilgangur sjóðsins er að veita islenskum rithöfundum styrki til ritstarfa eða undirbúnings undir þau, einkum með utanförum. Er þess vænst að Rikisdtvarpið fái að njóta efnis að utanför lokinni, ,,þó að þau ákvæði beri fremur að stólja sem tilmæli en fyrirmæli”, — einsog Jónas orðaði það. 1 stjórn Rithöfundasjóðs Rikis- útvarpsins eru, auk Jónasar, sem skipaður er af menntamálaráð- herra, Andrés Björnsson og Hjörtur Pálsson, skipaðir af Rikisútvarpinu, og rithöfundarnir Asa Sólveig og Birgir Sigurðsson, tilnefnd af Rithöfundasambandi íslands. Forseti íslands, Vigdis Finnbogadóttir, var viðstödd afhendinguna, svo og dr. Kristján Eldjárn, Ingvar Gislason menntamálaráðherra og fleiri gestir. — ih Auglýsing frá ríkisskattstjóra um skilafresti launaskýrslna o.fl. gagna samkvæmt 92. gr. laga nr. 40/1978 um tekjuskatt og eignarskatt með síðari breytingum. Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. nefndra laga heíur skilafrestur eftirtalinna gagna, sem skila ber á árinu 1981 vegna greiðslna á árinu 1980, verið ákveðinn sem hér seg- ir: I. Tilogmeð20. janúar: 1. Launaframtöl ásamt launamiðum. 2. Hlutafjármiðar ásamt samtalnings- blaði. 3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtalnings- blaði. 4. Bifreiðahlunnindamiðar ásamt samtalningsblaði. 5. Greiðslumiðar, merktir nr. 1, fyrir þær tegundir greiðslna sem um getur i 2.-4. tl. A-liðar 7. gr. nefndra laga. II. Til og með 20. febrúar: 1. Landbúnaðarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Sjávarafurðamiðar ásamt sam- talningsblaði. III. Til og með siðasta skiladegi skattframtala, sbr. 93. gr.: Greiðslumiðar, merktir nr. 2, um greiðslur fyrir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fast- eignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tl. C-liðar 7. gr. sömu laga. Reykjavik, 1. janúar 1981. Rikisskattstjóri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.