Þjóðviljinn - 03.01.1981, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 03.01.1981, Qupperneq 7
Helgin 3.-4. janúar 1981 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7 af crlendum vettvangj Vér þökkum þér, kæri Leoníd Íljítsj Brésjnéf Er ég ekki myndarlegur? eða vanga- veltur um nýja persónu- dýrkun Á flokksráðsfundi i Moskvu i desember hélt Dmitri ústinof hermála- ráðherra ræðu þar sem hann sagði meðal ann- ars: „Nafn Leonids Brésjnéfs er óaðskiljanlegt frá þeirri viðleitni sem uppi er höfð til þess að styrkja varnarmátt landsins. I óþreytandi starfi sinu sem leiðtogi flokks og rikis sýnir Brésjnéf ávallt áhuga fyrir upp- byggingu hersins og áframhald- andi þróun vopnabúnaðar. Liðssveitir sovéska hersins kunna sem og allir aðrir sovét- borgarar Leonid Brésjnéf bestu þakkir fyrir hið stöðuga og virka starf hans aö þvi að gæta öryggis landsins og bæta baráttuhæfni hers og flota a allan hugsanlegan máta”. Þetta er eitt dæmi af mörgum um þaö lof sem borið er á Brésjnéf flokksformann og forseta i Sovétrikjunum um þess- ar mundir. Þessi „persónudýrk- un” sýnist fara vaxandi með hverju ári og mætti tilfæra um hana mörg skrautleg dæmi, ræöustúfur hermálaráðherrans er tiltölulega hógvær miðað við þann skáldskap allan: ljóðræn- astir i hinni opinberu hrifningu veröa til að mynda flokksforingj- ar úr Grúsiu og Miö-Asiu. Hdir sem lágir vitna til Bréfjnéfsog hvað eftir annað eru tiundaðir ótal hæfileikar meiri- háttar stjórnmálaskörungs sem Bréfjnéf á að vera. Hann á sér hetjulega fortið, eins og leitast er viö að sýna framá i endurminn- ingum hans, hann hefur skýra yfirsýn yfir málin, hann er óþreytandi og ósérhlifinn i þvi að vinna að heill fólksins — og þar fram eftir götum. Og yfir hann rignir orðum og medalium, inn- lendum sem erlendum, meira að segja hefur hann hlotið ein helstu bókmenntaverðlaun landsins fyr- ir endurminningar sinar. Vinsældir Stalins Nikita Krúsjof kvaðst ætla að kveða niður „persónudýrkun” á Stalin eins og frægt varð. Engu að siður var hann sjálfur kominn allhátt á stall slikrar dýrkunar áður en honum var steypt af stóli. En allt var það i miklu léttari dúr en Bréfjnefdýrkunin nú, sem minnir suma á Stalintimann, þótt langt sé þá til að jafna. Reyndar er þaö svo, að margir gestir hafa þá sögu frá Sovétrikj- unum að segja, að Stalin karlinn njóti vaxandi vinsælda meðal sovésks almennings. Astæðurnar kunna að vera fleiri en raktar verði i stuttu máli. En hér segir til sin m.a. allmikil fáfræði um Stali'nti'mann, sem aldrei hefur verið ræddur af hreinskilni i Sovetrikjunum, ekki einu sinni þannstuttatima sem Krúsjof hélt uppi skothrið á stálmanninn frá Grúsiu. Þetta fer svo saman við óljósar hugmyndir um aö Stalfn hafi verið „strangur húsbóndi” og hafi ekki látiö viðgangast þá útbreiddu spillingu i hversdags- Brésjnéf i fullum skrúða. (málverk) legu lifi og viðskiptum sem almenningur er alltaf aö reka sig á. Valdhafar hafa að sumu leyti endurreist Stalin. Að minnsta kosti er hans getiö með mjög jákvæðum hætti i kvikmyndum um sögu striðsáranna. A fanga- búðakerfi hans er hir.svegar ekki minnst, heldur yfirleitt látiö við það sitja að segja sem svo, að Stalin hafi oröið á ýmsar „yfir- sjónir”. Svo langt er nil gengið i þvi að þegja yfir hinu mikla mannfalli i Gúlaginu, að þaö er ekki lengur leyft að geta þess i endurminningum aö nafnkenndir menn hafi látist i fangabúöum — i mesta lagi er leyft að segja sem svo, að viðkomandi hafi „látist með harmsögulegum hætti”. Lesendur gætu eins haldið aö á árunum 1936—38 hafi veriö sér- lega mikið af flugslysum, skip- töpum og skógareldum. Sálrænar skýringar Sumir rekja Brésjnefdýrkunina og endurheimtar vinsældir Stallns til „sálrænna afleiðinga aukinnar spennu milli austurs og vesturs” eins og sovéskur heimildarmaður fréttaritara Information i Moskvu segir. Samkvæmt þessari kenningu er aukiö vigbúnaöarkapphlaup og einangrun Sovétrikjanna I nýju köldu strið eitt af þvi sem fær marga þegna landsins til að taka upp afstöðuna „við erum sjálfum okkur nógir”. Hótanir um viðskiptabönn fá ýmsa til að lita svo á, að Vesturlönd geti leikið Sovétrikin mjög grátt ef að gerðir eruviöþau of margir og viðtækir samningar. Aróður flokksins brýnir það og fyrir mönnum, að Sovétmenn geti spjarað sig einir, ogþarkemur Stalin til sögunnar: hann stóð fyrir mikilli iðnvæðingu á fjórða áratugnum enda þótt viðskipti við Vesturlönd væru þá tiltölulega mjög litil. Og svo er það óstöðugleikinn og óvissan I heiminum: það er þá talið Brésjnéf til kosta, að hans stjórn- artimi hafi að minnsta kosti ein- kennst af stöðugleika i innan- landsmálum. ihaldssemin Aðrar raddir heyrast I þá veru aö það sé hin gróna Ihaldssemi hins sovéska valdakerfis sem hlaði undir flokksforingjann, hver sem hann annars er. Hin aldraöa forystusveit landsins óttast flestar breytingar og það veröur ein af höfuödyggöum i ábyrgar - stöðum að gera sem minnst: athöfn getur verið visbending um að viðkomandi hugsi „öðruvisi” og það er honum sist til framdráttar aö láta slikt um sig spyrjast. Annað tilbrigöi viö þessa kenningu er það, aö sú mikla óvissa sem rikir um það, hvernig taka beri á meiriháttar vandamálum sem hrjá sovéska þegna (og skortur á ýmsum tegundum magvæla er þar mjög ofarlega á blaöi) einmitt þessi óvissa fái alla áhrifamenn til að þjappa sér um miöjumanninn, sjálft segulstál valdsins, flokks- ritarann. Persónur valdsins Vitaskuld geta persónulegir eiginleikar valdstjórans, hégómadýrö hans og fleira þess- háttar haft sitt aö segja þegar lof- gjörðaromsur um hann verða að föstum hryggjarlið i samfélags- skrokknum. Það er enginn vafi á að Leonid Iljitsj Brésjnéf þykir lofið gott. En á hitt er að lita, eins og dæmið Krúsjof einnig minnir á, að sjálft hið háreista pýra- miðakerfi sovéska, þar sem gifurlegt vald kemur saman i höndum flokksforingjans og hins litla hóps annarra meölima Pólitisku nefndarinnar, stuðla mjög að þvi, að foringinn verði i opinberum meðförum aö meiriháttardýrlingi. Þaöersama kerfið sem gerir það aö verkum, aö vangaveltur fréttaskýrenda um stefnu og viöleitni einstakra sovéskra foringja verða einatt ansi innihaldslitlar: sé einhver ágreiningur á milli þeirra um meiriháttar mál er þagað um hann — einhugur út á við er ein af þeim goðsögnum sem hið sovéska flokksræði viil allra sist án vera. Um daginnlést Alexei Kosigin og var hans minnst nokkuð vinsam- lega á Vesturlöndum: var óspart látiö að þvi liggja að Kosingin hefði verið kollegum sinum mild- ari og skilningsbetri og þar fram eftirgötum. Vel getur þetta verið rétt, en satt besta að segja hafa menn ákaflega rýrar heimildir um pólitisk sérviðhorf sovéskra foringja. Lofið um Kosigin sýnist einna helst byggt á þeirri gömlu formúlu að góður andstæðingur sé dauður andstæðingur og er til hans vitnað til aö fara með samanburö við þá sem eftir lifa sem se þeim sömu óhagstæöur. Og eins verður um Brésjnéf þegar hann safnast til feðra sinna. Hann mun þá fá heima fyrir hástemmt lof fyrir flesta eigir.leika sem taldir eru aöal landsföður og vestrænir frétta- skýrendur munu finna á honum furðu margar góðar hliðar. En innan skamms munu menn hafa gleymt þessum miklu oröusafn- ara og kannski verður það aldrei upp gert af viti hvort Sovétrikin hefðu verið betur eða ver á vegi stödd án hans. AB. Tilmæli til viöskiptamanna banka og sparisjóöa Gkr. Nvkr. eHb JL Vinsamlegast greiðið fyrir gjaldmiðilsskiptum með því að halda gömlu og nýju krónunum aðskildum í öllum greiðslum. Útbúnir hafa verið sérstakir fylgiseðlar til útfyll- ingar fyrir innborganir eða skipti á gömlum seðlum og mynt. Bankar og sparisjóóir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.