Þjóðviljinn - 03.01.1981, Page 8

Þjóðviljinn - 03.01.1981, Page 8
Þjóðleikhiísiö sýnir BLINDISLEIK bailett eftir Jón Ásgeirsson Danshöfundur og leikstjóri: Jochen Ulrich Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Hljómsveitarstjórn: *' Ragnar Björnsson Jón Ásgeirsson er ekki að vila fyrir sér smámunina. Hann varö fyrstur til að færa okkur raun- verulega íslenska óperu, og nii gefur hann okkur fyrsta islenska ballettinn. Blindisleikur er laus- lega byggður á þjóðsögunni um Gilitrutt og dregur upp skarpar andstæöur góðs og ills. Fulltrúi hins góöa er bóndinn Búi svo og sveitungar hans sem lifa fallegu, nægjusömu lifi i samræmi við náttúruna. Fulltrúi hins illa er Kolur, sem ásamt hyski sinu lifir afskræmdugervilifisokkinn á kaf i geöveiki neyslunnar og græðginnar. Konan Freyja lætur um stund ánetjast Kol og freistingum hans en með hjálp bónda sins tekst henni að lokum að yfirvinna hin illu öfl og öölast sitt náttúrulega fas að nýju. Þessa sögu má svo auðvitað túlka á marga vegu þar sem hún hefur mjög almenna skirskotun, en beinast liggur við að sjá i henni andóf gegn þvl að fórna öllum gömlum verðmætum fyrir aukna iðnvæðingu og neyslu, og kannski ekki sist gegn þvi að við Sverrir Hólmarsson skrifar 8 SJÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.-4. janúar 1981 Conrad Bukes og Sveinbjörg Alexanders dansa aóalhlutverkin — Ljósm. — gel — ar misjafna reynslu og þjálfun. Hannhefur verið ótrúlega naskur á að finna hverjum og einum það sem hann ræöur við og fella allt saman i heilsteyptan stil. Þetta er auðvitað ekki hægt aö gera i hefð- bundnum bállett, en nútimadans er miklu áveigjanlegri og fjöl- breyttari að tjáningaraðferðum. Það fer auðvitaö ekki á milli mála að grundvöllur þessarar sýningar er þrotlaust starf islenska dansflokksins undan- farin ár, við erfiðar aðstæður og rýran kost. Stúlkurnar i dans- flokknum búa yfir talsveröum dramatiskum hæfileikum sem nýttust vel i þessari sýningu. Hér hefur hins vegar rikt tilfinnanleg- ur skortur á karldönsurum, en það fjölskrúðuga lið sem hér var safnað saman stóð sig af prýði. I aðalhlutverkunum eru inn- fluttir dansarar, og er vist ekki annars kostur enn sem komiö er. Þau þremenningarnir eru öll fyrsta flokks dansarar á alþjóölegum mælikvaröa og hrein unun að sjá til þeirra. Conrad Bukes var traustur og heiörikur i hlutverki bóndans. Sveinbjörg Alexanders býr yfir mikilli tækni og skaphita og túlkaöi togstreitu bóndakonunnar af krafti. Michael Molnar er afarglæsilegur dansari og túlkaöi Kol af djöfullegum þrótti. Samleikur hans og Svein- bjargar i hápunktsatriði verksins var mjög ahrifamikill, þó að það atriði liði nokkuö fyrir að vera teygt einum um of á langinn. Sinfóniuhljómsveitin lék undir stjórn Ragnars Björnssonar og leystisitthlutverk velaf hendi. Sé einhver enn að velkjast i vafa um hvort við höfum efni á að halda þessari hljómsveit gangandi hefði sá hinn sami gott af að hugleiða að án hennar hefði þessi sýning aldrei oröiö aö veruleika. Og á þvi hefðum við sannarlega ekki efni. Sverrir Hólmarsson. þessu öllu saman mjög lifandi, dramatisk og kröftug leiksýning. Þarerauðvitaðfyrstogfremst að þakka fyrir framlag danshöf- undar og stjórnanda, Jochen Ul- richs, sem virðist ekki einungis góður kóreógraf heldur einnig af- burðasnjall leikhúsmaður meö mjög næmt auga fyrir sjónrænni hrynjandi á sviöi. Hann hefur einnig notið góðrar aðstoðar Sig- urjóns Jóhannssonar sem sýnir hugmyndaauögi og dirfsku I leikmynd og búningum, og þess Dansarar eru félagar i lslenska dansflokknum og nemendur List- dansskóla Þjóölcikhússins. — Ljósm. — gel — ánetjumst stóriðjudraumnum. Tónlist Jóns er mjög hressileg, fjörug.skapmikil og lætur afar vel i eyrum við fyrstu heyrn. Ekki gat ég betur séð en hún túlkaði mjög vel þaö sem sagan er að segja og að hún væri vel nýtileg til aö dansa eftir. Allavega varð úr ber einnig að geta að lýsing Kristins Danielssonar var óvenjugóö, bæði nákvæm og falleg. Jochen Ulrich hefur tekist að skapa samstæða heild úr afskap- lega ósamstæðum efniviði, þ.e.a.s. dansarahóp sem hefur af- AÐ LIFA í BLINDU Frétt Tímans er raklaus þvættingur segir Gunnar Rafn Sigurbjörnsson bæjarráösmaöur á Siglufirði t dagblaðinu Timanum i gær er skýrt frá því að Ingimundur Einarsson bæjarstjóri á Siglu- firöi hafi sagt upp störfum og er haft eftir „bæjarblaðinu” Einherja að það sé vegna stjórnleysis i bæjarmálunum, þótt bæjarstjórinn segi í samtali við Timann að hann segi upp störfum til að breyta til um starf. — Þessi frétt Timans er rakalaus þvættingur, sagði Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, sem á sæti i bæjarráði Siglu- fjarðar. Það er að visu rétt að bæjarstjórinn hefur sagt upp störfum af þvi að hann vill skipta um starf, en hann hefur staðið sig mjög vel i starfi og hefur komið bæði fjárhags- og bókhaldsreikningum bæjarins á réttan kjöl og ég get fullyrt að meirihlutasamstarfið hér á Siglufirði stendur traustum fót- um, sagði Gunnar. Gunnar benti einnig á að Framsóknarmenn væru einir i minnihluta i bæjarstjórn Siglu- fjarðar og að Einherji værí ekki hlutlaust bæjarblað, heldur málgagn Framsóknarflokksins og skýrði þetta vel málflutning blaðsins og siðan Timans af þessum málum. — Það er rétt að tveir bæjar- stjórar hafa hætt hjá okkur á þessu kjörtimabili en i bæði skiptin hafa þeir fengið eða ætlað sér betri stöður og má minna á að sá sem hætti fyrr h já okkur er nú bæjarstjóri i Kópa- vogi, sagði Gunnar. Að lokum benti hann á að mikið hefði verið framkvæmt á Siglufirði undan farin ár, ný raf- magnsveita og ný hitaveita en vissulega ætti Siglufjörður eins og flest önnur bæjarfélög i fjár- hagserfiðleikum. Ekki sist,þar sem þau útgerðarfélög sem i bænum væru ’ stæðu eins og önnur útgerðarfélög um þessar mundir höllum fæti. En við leys- um þessi vandamál eins og öll önnur og ég endurtek að meiri- hlutasamstarfið stendur mjög traustum fótum, sagði Gunnar Rafn. — S.dór. Framleiða tölvubúnað fyrir frysti- hús Fyri.r nokkru var haldinn aö- alfundur Framleiðni sf. Voru þar gefnar skýrslur um starf- semi fyrirtækisins en það vinn- ur að alhliða ráðgjöf, bæði rekstrartæknilegri og hagfræði- legri fyrir fiskvinnslustöövar innan Félags Sambandsfisk- framleiðenda. Einn merkasti þátturinn i þeirri starfsemi er framleiðsla á margskonar tölvubúnaöi fyrir vinnslurásirn- ar I frystihúsunum, sem nú eru komnar allvel á veg. Stjórn Framleiðni sf. skipa þeir Tryggvi Finnsson, frysti- hússtjóri á Húsavik formaöur, Aðalsteinn Gottskálksson, frystihússtjóri á Dalvik, og Siguröur Markússon, fram- kvæmdastjóri i Reykjavik. Framkvæmdastjóri er Arni Benediktsson. —mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.