Þjóðviljinn - 03.01.1981, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 03.01.1981, Qupperneq 11
Helgin 3.—4. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Óskar Þórðarson frá Haga: Hernámsþættir VII Hætta Eitt sinn er við vorum að vinna við að hlaða sementi á islenska vörubila sem fluttu það á notkunarstað i sambandi við flug- vallargerðina, var gefið loft- varnarmerki. Ekki var hræðslu að merkja á nokkrum manni, öllu fremur fannst okkur að um spennandi tilbreytingu væri að ræða. Við stóðum i hóp úti fyrir dyrum sementsgeyms 1 u nnar á Grimsstaðaholtinu og gláptum upp i loftið i von um að sjá óvininn, sjá hann hafast eitthvað að og jafnvel að sjá hann skotinn niður. Við fylgdumst með flug- vélunum sem fóru i loftið frá flug- vellinum hlutlausir um afdrif þeirra en allir á valdi spennunnar sem þessu var samfara, án þess að telja sjálfa okkur i nokkurri hættu. Einn var það þó sem ekki kærði sig neitt um þetta háttalag okkar. Sá hét Pétur, bilstjóri, einn þeirra sem ók sementsbil. Hann hafði verið einhvers- staðar úti i Evrópu, þegar striðið skall á en komist heim eftir krókaleiðum. Eitthvað hafði hann komist i kynni við loftárásir og striðsátök. Þegar loftvarnamerkið var gefið vildi einmit svo til, að hann var staddur i geymslunni og var búið að hlaða á bilinn að ein- hverju leyti. Það kom fát á Pétur. — Ég er búinn að fá nóg af þessu, sagði hann. Komið þið allir upp á bilinn. Við förum niður i Háskóla. (Þar var vist loftvarna- byrgi). En enginn vildi fara með Pétri. Þá varð hann snefsinn og sagði eitthvað á þá leið að fyrst við vildum heldur láta skjðta okkur i klessu þá væri sér andskotans sama og siðan ók hann burt i loft- köstum. Þetta var sjálfsagt hárrétt hjá Pétri, en okkur fannst það tauga- veiklun á háu stigi. En við héldum áfram að glápa á flugvélarnar sem hurfu okkur i örlitlum deplum i suðvestri. Það varð engin árás og bráðlega var gefið merki um að hættan væri liðin hjá. Pétur kom til baka og við tókum til við að handlanga sementspokana á nýjan leik. Enginn minntist á þetta við hann. Það hafði ekkert skeð. Hækkun á síma Frá og með 1. janúar 1981 hækka talsima-, telex- og ritsima- gjöld til útlanda. Hækkunin stafar af almcnnri hækkun á þessum gjöldum i Evrópu og gengissigi islensku krónunnar siðustu 6 vik- ur að þvi er segir i frétt frá Póst- og simamálastofnuninni. Gjöld fyrir handvirk og sjálf- virk simtöl til útlanda hækka um 7.5 til 22% og gjöld fyrir telex um 10%. Fastagjald fyrir skeyti hækkar um 36% en orðagjald frá 4.5 til 10% að undanteknum skeyt- um til Rússlands, en þar hækkar orðagjald um 25%. Sem dæmi um ný talsimagjöld með sjálfvirku vali má nefna Danmörku og Færeyjar, nkr. 9.80 á minútu, Noreg, Sviþjóð og Finnland nkr. 10.30 á minútu og Vestur-Þýskaland nkr. 11.20 á minútu. HVAÐ ER EFST Á ÓSKALISTANUM? Er ætlunin aö eignast nýjan bíl eöa bara hjól? Fagran grip eöa halda út í heim? Hægindastól? Vantar eitthvaö til heimilisins? Óskirnar eru ólíkar eins og viö sjálf. En miöi 1 happdrætti SIBS gefur öllum jafna möguleika , meira en einn á móti f jór- um. Allt upp í 10 milljónir (100.000 nýkr.) er hægt aö vinna. Sex sinnum verður dregið um 5 milljónir (50.000 nýkr.) — og 40 sinnum um eina (10.000 nýkr.). Nú kostar miðinn tvöþúsund (20 nýkr.) en iægsti vinningur er 50 þúsund (500 nýkr.). Ef til vill þaö sem á vantar — til þess að ein ósk geti ræst. Og hver seldur miöi í happdrætti SÍBS á þátt 1 aö glæöa vonir sjúkra á leið til sjálfsbjargar. _____3iiaí veskinuenbia grunor? HAPPDRÆTTI SlBS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.